Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B íuÖtuitiTníniíi STOFNAÐ 1913 95.tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Prentsmíðja Morgunblaðsins Moskvufréttir í Sovétríkjunum: Dæmirfanga- þrælkun hart Moskvu. Reuter. Fangabúðastefna sovézkra stjórnvalda var harðlega gagn- rýnd af blaðinu Moakvufréttum, sem sagði í gær að refsikerfið hefði tekið litlum breytingum frá Stalínstímanum. Hvatti blaðið til rótttækra breytinga á refsivist í So vétríkj unum. „í áratugi þóttu sakamenn hent- ugt vinnuafl, sem tók möglunar- laust við því sem að höndum bar,“ sagði í grein blaðamanns Moskvu- frétta, sem var í hópi blaðamanna, Olíuframleiðslmnki: Olíufram- leiðsla verði 5% minm Vínarborg. Reuter. SEX ríki sem eiga aðild að Sam- tökum olíuf ramleiðsluríkja (OPEC) og sjö riki utan samtak- anna náðu samkomulagi í gær á fundi sínum í Vínarborg um að draga úr olíuframleiðslu, að sögn kúvæsks embættismanns. James Audu, talsmaður OPEC, sagði að olíuráðherrar ríkjanna sjö hefðu boðið 5% framleiðslusamdrátt gegn samskonar samdrætti af hálfu OPEC-rílqa. Hann sagði að ákvörð- un OPEC yrði að bíða fundar olíu- ráðherra allra OPEC-ríkja, sem haldinn verður í dag. Efnt var til fundar OPEC-ríkja og annarra olíuríkja í Vínarborg til þess að freista þess að sameina olíu- framleiðendur um að draga úr of- framleiðslu og stuðla þannig að verðhækkun á olíu. Olíuráðherrar frá ríkjunum utan OPEC voru ánægðir í fimdarlok og er það túlkað sem þeir hafí trygg- ingu fyrir því að OPEC-ríkin muni einnig draga úr framleiðslu. Sjá „Auknar líkur á hærra olíuverði" á bls. 25. sem heimsóttu þrælkunarbúðir við Múrmansk. Segir að blaðamennim- ir hafi fyllzt viðbjóði vegna þess, sem fyrir augu þeirra hafí borið. Blaðið segir að reynslan sýni að þrælkunarbúðimar hafí verið mis- heppnaðar sem „betmnar- og end- urmenntunarstöðvar", eins og þeim hafí verið ætlað að vera. Þá sagði blaðið að vandamál sakamanna væm ekki síðri þegar þeir hefðu afplánað refsingu sína. Ellefu þúsund menn, sem veitt hefði verið sakamppgjöf í fyrra, hefðu t.a.m. ekki enn fengið vinnu. Þá væri mörgum sakamanninum neit- að um búsetuleyfí í heimaborg sinni, sem væri forsenda þess að menn gætu leigt íbúð í Sovétríkjunum. Gagnrýndi blaðið yfírvöld í rúmlega 70 borgum og bæjum fyrir laga- setningu, sem gerir fyrrverandi sakamenn útiæga úr borgur.um. Tekur blaðið Leningrad sem dæmi um hversu langt yfirvöld hafí geng- ið. Þar hafi ungum delinkventum verið bannað að snúa heim til for- eldra sinna þegar þeir losnuðu úr fangabúðum. Segir blaðið að með- ferðin á fyrmrn sakamönnum sé í raun risavaxið mannréttindabrot. Reuter Mótmæligegn Kahúlstjórninni Afgönsk börn i mótmælagöngu í Nýju Dehlí á Indlandi í gær í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá valdatöku kommúnista i Kab- úl. Göngumenn kröfðust þess að sovézka leppstjórnin i Kabúl færi frá og að sovézki innrásarherinn færi úr landi. Sjá „Sex látast í sprengjutilræði ... “ á bls. 26. Tékkóslóvakía: Andófs- maður léztí fangelsi Vlnarborg. Reuter. PAVEL Wonka, 35 ára tékknesk- ur andófsmaður, lézt i fangelsi i fyrradag, að sögn talsmanns tékknesks mannréttindahóps. Wonka var látinn laus í ársbyijun eftir að hafa afþlánað nær tveggja ára fangelsisdóm fyrir undirróðurs- starfsemi. Honum var stungið aftur inn 5. apríl síðastliðinn fyrir að gefa sig ekki reglulega fram við lögreglu. Baráttumenn fyrir mannréttind- um sögðu að Wonka hefði verið misþyrmt margsinnis meðan hann afplánaði dóm sinn og hefði verið við slæma heilsu undanfarna mán- uði. Þeir sögðu að móðir hans hefði verið tilkynnt um andlát sonarins í skeyti frá yfírmanni Hradec Kralove-fangelsisins í Bæheimi. Var henni gefín kostur á að velja um hvort útforin færi fram á kostn- að ríkisins eða fjölskyldunnar. Verkfall heldur áfram í Lenín-stálverinu í Kraká í Póllandi: Verkfallsmenn hvíka ekki frá kaupkröfum KrakA. Reuter. Kraká. Reuter. TÓLF þúsund starfsmenn Lenin-stálversins í Kraká, stærsta iðnfyrirtækis Póllands, sögðust ekki hvika frá kröfu sinni um 50% launahækkun til allra 30.000 starfsmanna fyrir- tækisins er þeir efndu til verk- falls í stálverinu annan daginn í röð í gær. Auk launahækkunar krefjast verkfallsmenn þess að fjórir félag- ar í Samstöðu, óháðu verkalýðs- félögunum, sem reknir voru eftir setningu herlaga í Póliandi, fái vinnu sína aftur. Jafnframt hafa þeir tekið upp kröfu Samstöðu um 6.000 zloty mánaðarlegan kaup- auka, eða jafnvirði um 600 íslenzkra króna, til iðnverka- manna, kennara, starfsmanna heilbrigðisþjónustu og lífeyris- þega, eða til um 13 milljóna manna. Greiðslunnar er krafíst til þess að vega upp á móti verð- hækkunum á matvörum og öðrum nauðsynjum. Lech Walesa, leiðtogi Sam- Poul Schluter: Karl Marx væri íhalds- maður ef haun væri uppi „Ég held að Marx væri íhaldsmaður alveg eins °g ég,“ sagði Poul SchlUter, forsætisráðherra Dana. Kaupmannahöfn. Reuter. KARL Marx, einn helsti höfundur komm- únismans, væri íhaldsmaður i stjórn- málum, ef hann væri uppi nú á dögum, sagði danski forsætisráðherrann, Poul SchlUter, i viðtali, sem birtist í gær. „Sósíalísk hugmyndafræði verður æ fom- eskjulegri, og ef Karl Marx væri nú á lífi, er ólíklegt, að hann væri marxisti; hann var miklu skynsamari en svo,“ sagði Schluter í viðtali við Ritzau-fréttastofuna. „Ég held, að hann væri íhaldsmaður, alveg eins og ég,“ sagði Schlúter, sem er formaður íhaldsflokksins í Danmörku. „Karl Marx hélt, að hagur almennings í auðvaldssamfélagi yrði sífellt bágbomari. En svo er þrótti kapítalismans fyrir að þakka, að mikill meirihluti fólks hefur það betra og betra," bætti hann við. Karl Marx lést árið 1883, 32 ámm of fljótt til að geta gengið í íhaldsflokkinn í Dan- mörku, sem stofnaður var 1915. stöðu, lýsti yfír stuðningi við verk- fallsmenn í gær. Að sögn náinna samstarfsmanna Walesa hafði hann samband við Samstöðumenn í Wroclaw, Stettin og Gdansk og hvatti þá til samúðarverkfalla ef yfírvöld beittu valdi til þess að bijóta verkfall starfsmanna stál- versins á bak aftur. Walesa sagði verkfallið eðlilega afleiðingu rang- látra aðgerða stjómvalda. Verkfallið í Lenín-stálverinu, sem er í suðurhluta Póllands, kem- ur í kjölfar verkfalls strætis- og sporvagnastjóra í Bydgoszcz og Inowroclaw í norðurhluta landsins á mánudag. Bílstjóramir náðu fram 60% kauphækkun með að- gerðum sinum og var verkfall þeirra fyrsta verkfall aðildarfélags hinna opinbem verkalýðssamtaka frá þvi Samstaða, óháðu verka- lýðssamtökin, var gerð útlæg með herlögum í desember 1981. Tals- verð ólga hefur verið í landinu að undanfömu vegna gífurlegra verð- hækkana á matvælum og öðmm nauðsynjum fyrr á árinu. Menn, sem málum em kunnugir, sögðu í gær að verkföllin í Bydgoszcz og Kraká kynnu aðeins að vera upphafíð að öldu verkfalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.