Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 veiðikvótum. Einnig jókst veruiega fjárfesting í hvers konar vélum og tækjum til iðnaðar og þjónustu- greina, og er líklegt að rýmri reglur um erlenda flármögnun slíks inn- flutnings hafi átt mikinn þátt í þeirri aukningu. Hin mikia aukning þjóðarút- gjalda umfram þjóðartekjur, sem nú hefur verið frá greint, hlaut að koma fram í versnandi viðskipta- jöfnuði við útlönd, sem nú snerist við úr 0,3% afgangi á árinu 1986 í 3,5% halla miðað við landsfram- leiðslu. Þó varð talsverð aukning á vöruútflutningi á árinu, og jókst gjaldeyrisverðmæti hans um 13,8% frá fyrra ári miðað við fast meðal- gengi ársins 1987, en árið áður hafði aukning hans verið 15,7%. Á hinn bóginn jókst gjaldeyrisverð- mæti vöruinnflutnings um 29,4% samanborið við aðeins 5,4% aukn- ingu árið áður. Var þessi aukning þrátt fyrir 2,8% samdrátt í verð- mæti olíuinnflutnings vegna lækk- andi olíuverðlags. í heild varð vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður á árinu um tæpa tvo milljarða samanborið við rúm- lega fjögurra milljarða jákvæðan jöfnuð á árinu 1986 miðað við með- algengi síðasta árs. Þessi sex millj- arða rýmun ýkir þó nokkuð hina raunverulegu breytingu er varð á milli þessara tveggja ára. Felst það í því, að útflutningsvörubirgðir lækkuðu talsvert á árinu 1986 og bættu þannig viðskiptajöfnuð þess árs, en í fyrra jukust birgðir lítið eitt að nýju og kom það fram í heldur lakari jöfnuði en ella hefði orðið. Leiðrétt fyrir þessum birgða- breytingum reyndist rýmunin milli ára fjórir milljarðar í stað sex. Þjónustujöfiiuðurinn versnaði einnig á árinu 1987, og reyndist hallinn á honum 5,3 milljarðar í samanburði við 3V2 milljarð árið áður. Nettóvaxtagreiðslur af er- lendum lánum lækkuðu úr 6,5 í 6,2 milljarða, einkum vegna hagstæðari vaxta af erlendum lánum. Án vaxta varð því þjónustujöfnuðurinn hag- stæður um tæpan milljarð á síðast- liðnu ári. Sé hins vegar litið á við- skiptajöfnuðinn í heild, þ.e.a.s. bæði vöru- og þjónustuviðskipti, reyndist hann óhagstæður um 7,2 milljarða á síðastliðnu ári eða jafngildi 3,5% ,af landsframleiðslu. en án vaxta- greiðslna var hann aðeins óhag- stæður um 0,5% af landsfram- leiðslu. Nærri lætur, að sá halli, sem varð á viðskiptajöfnuði á síðastliðnu ári, hafi verið jafnaður að fullu af erlendum lánum til langs tíma og öðmm fjármagnshreyfingum. Rýmaði gjaldeyrisstaða Seðlabank- ans aðeins um 300 millj. á árinu, reiknað á árslokagengi, en gjaldeyr- isforðinn um nokkuð meira vegna endurgrciðslu skammtímalána. Nam gjaldeyrisforðinn í árslok 11,2 milljörðum og samsvaraði 23% af verðmæti almenns vöminnflutnings á árinu. Vegna hinnar miklu inn- flutningsaukningar lækkaði þetta hlutfall mjög mikið á árinu, en í árslok 1986 var gjaldeyrisvarasjóð- urinn talinn nema 34% af ársinn- flutningi. Nettóaukning erlendra lána til langs tíma nam 6,7 milljörðum króna, samanborið við 6,3 milljarða árið 1986, hvort tveggja reiknað á meðalgengi síðasta árs. Mjög mikill samdráttur várð í skuldaaukningu opinberra aðila, sem nam aðeins 500 milljónum, en hafði verið 3,3 milljarðar árið áður. Á móti áhrifum þeirrar aðhaldsstefnu, sem þannig var fylgt í lántökum opinberra að- ila, komu hins vegar stórauknar lántökur einkaaðila og lánastofn- ana. Stafaði sú aukning bæði af meiri eftirspum eftir lánsfé vegna aukinnar flárfestingar atvinnufyrir- tækja, jafiiframt því sem reglur um erlendar lár.tökur og Qármögnunar- leigu höfðu verið rýmkaðar mjög verulega. Þrátt fyrir þetta lækkaði skuldabyrði þjóðarbúsins vegna langra lána erlendis í 40,8% af landsframleiðslu í lok ársins 1987 í samanburði við 47,2% árið áður. Þessa lækkun má rekja að helmingi til hagvaxtar á árinu, en að öðru leyti er hér um að ræða áhrif hækk- unar á raungengi krónunnar og gengisbreytinga erlendis. Yfirlit það, sem ég hef nú gefið um þróun nokkurra helztu hag- stærða á árinu 1987, sýnir glögg- lega, að þá voru að verða veruleg umskipti í efnahagsþróun, þótt áhrif brejrttra aðstæðna séu nú fyrst að koma fram með fullum þunga. Kom efnahagsvandinn á undanfömu ári fyrst og fremst fram í því, að hækkun launa og þensla eftirspumar hélt áfram að magnazt jafnframt því sem dró úr vaxtarskil- yrðum í útflutningsframieiðslu og samkeppnisgreinum. Verulegur árangur hafði náðst til lækkunar á verðbólgu með kjara- samningum þeim, sem gerðir voru í febrúar 1986, en þeim fylgdu meiri þensluáhrif, en menn gerðu sér þá grein fyrir. í fyrsta lagi féllst ríkisvaldið á að greiða fyrir samningunum með aðgerðum, sem veiktu mjög ijárhagsstöðu ríkis- sjóðs og bundu hendur ríkisstjómar varðandi flárhagslegar aðhaJdsað- gerðir. í öðru lagi leiddi hið nýja húsnæðislánakerfi til mikillar þenslu á fasteignamarkaðnum og aukinnar fjárfestingar í íbúðahús- næði. Auk þessa má nefiia áhrif aukins innstrejrnis erlends lánsQár til atvinnufyrirltækja bæði vegna rýmkaðra lánareglna og hagstæðra kjara erlendra lána samanborið við innlend, á meðan gengi var haldið stöðugu. Við þessi skiljrrði rejmdist ekki unnt að tryggja áframhald þeirrar stefnu hóflegra launabrejrt- inga, sem mörkuð hafði verið í samningunum 1986. Auk þess setti aukið launaskrið og harðari átök um tekjuskiptingu á milli starfs- hópa svip sinn á launaþróunina á árinu. Afleiðingin varð stökkbreyt- ing í peningatekjum, sem rejmdust nærri 40% hærri að meðaltali en árið áður. Vegna áhrifa þeirrar fast- gengissteftiu, sem fylgt var, var þó hækkun verðlags mun minni á milli áranna, eða nálægt 19%, svo að aukning kaupmáttar rejmdist að meðaltali nálægt 18%. Veit ég ekki annað dæmi svo mikillar kaup- máttaraukningar á einu ári hér á landi og hafa áhrif hennar komið fram með miklum þunga bæði í aukinni eftirspum og innflutningi, svo og í versnandi afkomu útflutn- ings- og samkeppnisgreina. Þjóðfélagsaðstæður urðu þess valdandi, að ekki var tekið á þessum vandamálum á fyrra helmingi árs- ins, jafnframt því sem þensluöflin rejmdust sterkari en spáð hafði verið. Aðdragandi kosninga og langvinnir samningar um stjómar- mjmdun komu í veg fyrir það, að ákvarðanir yrðu teknar um nauð- sjmlegar aðhaldsaðgerðir, fyrr en eftir að ný ríkisstjóm hafði tekið við völdum eftir mitt ár. Hefúr sfðan verið rejmt að fylgja markvissri stefnu í þá átt að draga úr þeirri peningaþenslu, sem magnazt hafði á fyrra helmingi síðastliðins árs. Mun ég nú rekja nokkra þætti þessa máls nánar, og kem þá fyrst að ríkisfjármálunum. Mikill halli á íjárlögum ríkisins á ámnum 1985 og 1986 samfara hinni miklu uppsveiflu, sem þá varð í útflutningstekjum, átti verulegan þátt í sívaxandi innlendri eftirspum. Fjárlög fyrir 1987 voru enn af- greidd með miklum rekstrarhalla þrátt fyrir vaxandi tekjur. Meðal fyrstu aðgerða ríkisstjómarinnar í júlí vom skattahækkanir og aðrar ráðstafanir, sem bæta áttu stöðu ríkissjóðs um nálægt einn milljarð á árinu. Þrátt fyrir þetta og enn frekari gjaldeyrishækkanir í októb- er varð ríkissjóðshallinn 2,7 millj- arðar eða u.þ.b. óbrejrttur, frá því sem fjárlög höfðu gert ráð fyrir. Þessar aðgerðir höfðu þó vemleg áhrif í þá átt að sfyrkja þróun ríkis- fjármálanna á síðari hluta -ársins. Enn mikilvægara er þó, að það markmið var sett við afgreiðslu fjárlaga fyrir þetta ár, að ríkissjóð- ur verði hallalaus, þótt enn verði fjárþörf ríkisbúskaparins allmikil vegna fjárfestingarlánasjóða og annarrar starfsemi utan fjárlaga. Frá peningalegu sjónarmiði skipta ekki eingöngu afkoma rikis- sjóðs og lánsfjárþörf máli, heldur veltur einnig mikið á því, hvemig þessar þarfir em flármagnaðar. Meginatriðið er, að í stað peninga- myndandi Qáröflunar hjá Seðla- bankanum eða með erlendum lán- tökum, komi fjáröflun af innlendum spamaði með sölu spariskírteina og öðmm sambærilegum hætti. Að þessu var stefiit á árinu 1986, en þá tókst að auka vemlega innlenda §áröflun rikissjóðs. Að sama marki var einnig stefnt með fjárlögum síðastliðins árs, jafnframt því sem dregið var enn vemlega úr erlend- um lántökum. Þessum markmiðum var hins vegar ekki náð á fyrra helmingi ársins, þar sem vöxtum á spariskírteinum var haldið óeðlilega lágum með tilliti til samninga um ^ármögnun íbúðalána, og var því láns§árþörf ríkissjóðs svo til ein- göngu mætt með þensluaukandi lántökum hjá Seðlabanka og erlend- is. Þessari þróun tókst að snúa við á seinni hluta ársins m.a. með hækkun vaxta á spariskírteinum í ágústmánuði, sem hafði í för með sér stóraukna sölu þeirra til ára- móta. Einnig tókst að ná áætlunum um Qáröflun með skuldabréfasölu til innlánsstofnana, en verulega vantaði upp á fyrirhugaða sölu til lífejrrissjóða. Gagnvart Seðlabank- anum versnaði staða ríkissjóðs um 700 millj. á árinu. Er þá frá talin skuldaaukning vegna hlutafjár- framlags til Útvegsbankans, en hún var í raun og veru jrfírtaka á saman- söfnuðum skuldum Útvegsbankans við Seðlabankann. Auk þessara ráðstafana í ríkis- fjármálum var einnig reynt að stemma stigu við stórauknum er- lendum lántökum fyrirtækja, sem stefndu langt umfram það, sem gert hafði verið ráð fyrir í láns- fjáráætlun. Var hér annars vegar gripið til þess ráðs að leggja 3% timabundið gjald á erlendar lántök- ur, en hins vegar þrengdar þær reglur, sem í gildi voru um erlendar lántökur einkaaðila og fjármögnun- arleigur. Þessar aðgerðir hafa síðan verið hertar, einkum með tvöföldun lántökugjalds af erlendum lánum í síðasta mánuði. Þó þessar ráðstaf- anir hafi þegar haft umtalsverð áhrif, hlýtur að verða vandkvæðum bundið að halda erlendum lántökum einkaaðila innan hæfilegra marka, á meðan menn telja lánslgor þeirra verulega hagstæðari en innlendra lána í ljósi líklegrar gengis- og vaxtaþróunar. Kem ég þá að þróun peninga- mála. Á árinu 1986 hafði verið gott jafnvægi í út- og innlánsþróun bankakerfisins og lausafjárstaða þess farið batnandi. Þegar kom fram á síðasta ár fór þetta að brejrt- ast og útlánaaukning jókst veru- lega. Var hér annars vegar um að ræða áhrif aukinna umsvifa vegna meiri fjárfestingar og tekjuhækk- ana, en hins vegar þensluáhrif af halla ríkisbúskaparins og vegna innstrejrmis erlends lánsfjár. Jafn- framt þessu var Seðlabankinn knú- inn til þess að breyta um aðferðir í stjóm peningamála, þar sem hann hafði ekki lengur skv. hinum nýju seðlabankalögum heimild til inn- lánsbindingar án samþykkis ríkis- stjómar, en hún lagði hins vegar Sjá næstu síðu „Á meðan verðbólga er mikil og sveiflukennd eins og hér hefur verið er ekki um aðra leið að ræða en verðtryggingu til að skapa það öryggi um verðgildi sparifjár í framtíðinni sem er forsenda peningalegs sparnaðar. Hins vegar getur verið álitamál hvaða mælikvarða á verðbreytingar skuli miða við í verðtrygg- ingarskilmálum en lánskjaravísitalan hef- ur verið helsta viðmið- nnin í lánssamningum hér. Jafnframt er vafa- mál hvort verðtrygging sé heppileg — a.m.k. á skammtímaskuldbind- ingum — þegar stöðug- leika í verðlagsmálum hefur verið náð. Verð- tryggingin hefur bæði kostioggalla.“ un og verðbréfasjóði, í öðru lagi Qármögnunarleigu og f þriðja lagi neytendalán og greiðslumiðlun. í morgun kynnti ég í ríkisstjóm- inni drög að frumvarpi til laga um verðbréfamiðlun og verðbréfasjóði sem nefndin hefur samið og verða þau á næstunni rædd í þingflokkum sfjómarflokkanna. Það er alls ekki tilgangur ríkisstjómarinnar að stöðva vöxt þessa vaxtarsprota í efnahagslífínu. Ég tel fullvíst að tilkoma verðbréfasjóða hafi orðið til þess að efla innlendan sparaað á undanfömum tveimur ámm og ég er sannfærður um að þeir muni gera það enn frekar þegar um starf- semi þeirra hafa verið settar ákveðnar reglur um tryggingar og eftirlit. Þar með verður girt fyrir hæpin viðskipti með verðbréf og hagsmunir eigenda hlutdeildarskír- teina í verðbréfasjóðum verða betur tryggðir en nú er. Þá em í frumvarpsdrögunum ákvæði þess efnis að viðskiptaráð- herra geti heimilað Seðlabankanum að láta sömu reglur gilda um verð- bréfasjóði og gilda um innlánsstofn- anir hvað varðar bundið fé telji Seðlabankinn að sjóðimir stundi starfsemi sem megi jafna til starf- semi innlánsstofnana. Ég tel að þetta ákvæði sé nauðsynlegt til þess að jafna starfskilyrði aðila sem stunda sams konar viðskipti en ekki síður sem tæki handa stjómvöldum til að framfylgja stefnu sinni í pen- ingamálum. Um þetta ákvæði em hins vegar nokkuð skiptar skoðanir. Neftidin mun starfa áfram að samningu frumvarpa til laga um fjármögnunarleigu og neytendalán og greiðslumiðlun. Markmið þeirra laga verður það sama og laga um verðbréfasjóði og verðbréfamiðlun: í fyrsta lagi að settar verði reglur um tryggingar fyrir starfsemi á fjármagnsmarkaði og um eftirlit og upplýsingaskyldu. I öðm lagi að tryggja að sams konar eða náskyld Qármálastarfsemi lúti sambærileg- um reglum. í þriðja lagi að stuðla að markvissari hagstjóm með því að tryggja að ákvarðanir stjóm- valda um lánastarfsemi taki jafnt til allra sem starfa á íjármagns- markaðnum. Endurskipulagning bankakerfisins Fyrr í þessum mánuði var haldinn fyrsti aðalfundur Útvegsbanka ís- lands hf. en skömmu áður skilaði matsnefnd skipuð samkvæmt lög- um áliti um eiginflárstöðu Útvegs- bankans gamla á jrfirtökudegi hins nýja hlutafélagsbanka. Skýrsla matsnefndarinnar og fyrsti árs- reikningur hlutafélagsbankans skapa allt aðrar forsendur en hing- að til hafa verið til þess að leggja drög að framtíð Útvegsbankans. Nú fyrst em öll kurl komin til graf- ar um lokaskil Útvegsbanka íslands og jafnframt er hægt að leggja hlut- lægt mat á afkomuhorfur hlutafé- lagsbankans og þar með á raun- virði hlutabréfa í honum. Ég hef verið þeirrar skoðunar frá upphafi að nofy bæri sölu hluta- bréfa ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. til að hrinda í framkvæmd stefnu ríkisstjómarinnar varðandi endur- skipulagningu bankakerfisins. Sú stefna er skýrt mörkuð í stefnuyfír- lýsingum stjómarinnar. Hún er í sem allra stystu máli að draga úr ábjrrgð ríkisins á bankastarfsemi og stuðla að sammna bankastofn- ana með aukna hagkvæmni og bætta þjónustu að leiðarljósi. Ég hef því í hyggju að haga nýju út- boði á hlutabréfum ríkissjóðs í Út- vegsbankanum með öðmm hætti en gert var í fyrrasumar meðai annars þannig að bréfin verði seld í markvissum áföngum. Ég geri mér vonir um að sala hlutabréfanna takist áður en langt um líður en ég er við því búinn að það taki nokkum tíma. Vemlegur áhugi var á kaupum hlutabréfanna í haust og hafí sá áhugi verið sprottinn af trú á að þau kaup væm arðbær ljárfest- ing í fyrirtæki sem rekið er á við- skiptalegum gmndvelli ætti sá áhugi að vera síst minni nú eftir góða afkomu hlutafélagsbankans f fyrra. Skipulag og starfshættir á fjármagnsmarkaði Ég hef stiklað á stærstu verkefn- unum varðandi fjármagnsmarkað- inn sem nú er unnið að í viðskipta- ráðunejdinu. Af fleiru er að taka en þetta verður að duga. Fjármagnsmarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í íslenskum þjóðarbú- skap. Skipulag hans og starfs- hættir þurfa að vera með þeim hætti að hann stuðli að auknum innlendum spamaði og miðli á hveijum tíma fé til arðvænlegustu verkefiia. Verðtrygging fjárskuld- bindinga og aukið fijálsræði banka og sparisjóða til að ákveða vexti í viðskiptum sínum með nýjum lögum um viðskiptabanka og sparisjóði og um Seðlabanka íslands vom mikil- væg skref í þessa átt. Þessu fyrir- komulagi verður ekki með sanngimi kennt um háa vexti hér á landi um þessar mundir. Þá má fyrst og fremst rekja til misvægis í þjóðair- búskapnum á síðasta ári. Eg fer ekkert í grafgötur með það að ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að raunvextir lækki. En ég tel fráleitt að hverfa aftur til opin- berrar miðstýringar á vöxtum og skömmtunar á fjármagni. Það verð- ur að takast að ná því jafiivægi í þjóðarbúskapnum og á lánamarkaði að raunvextir fari lækkandi. Á sama tfma verður áfram að vinna markvisst að umbótum á skipulagi og starfsháttum á §ár- magnsmarkaði þannig að hann geti rækt hlutverk sitt sem undirstaða efnahagslegra framfara. Auka þarf samkeppni á Qármagnsmarkaði meðal annars með því að draga úr afskiptum ríkisins af bankarekstri og með því að leyfa aukna þátttöku erlendra lánastofnana í innlendri fjármálastarfsemi. Þetta er án efa vænlegasta leiðin til að stuðla að hagkvæmara bankakerfí en við búum nú við. Einnig er brýnt að samræma skattlagningu arðs af hlutafé og vaxtatekna þannig að jafnræði verði milli einstakra spamaðarkosta og stuðla þannig að eflingu hluta- §ármarkaðar. Með þvf væri fyrir- tækjum gert kleift að afla fjár til vaxtar með öðm móti en lántökum og jaftiframt væri lagður gmndvöll- ur að fjárfestingu erlendra aðila í íslensku atvinnulífi. Ég tel nauðsynlegt að stefiia í ftjálsræðisátt hvað varðar Qár- magnsviðskipti milli íslands og ann- arra landa en ég vil undirstrika að í því efni verður að fara með gát. Nýsköpun á fjár- magnsmarkaði Sjöunda áratugarins verður minnst f fslenskri hagsögu vegna þess að þá var fríverslun í utanríkis- verslun leidd til öndvegis hér á landi f stað haftastefnu. Það kostaði auð- vitað aðlögun í fslensku atvinnulífi að nýjum aðstæðum og hún var ekki alltaf sársaukalaus. En nú hvarflar það tæpast að nokkmm manni að víkja frá fríverslunar- stefiiunni enda hefúr hún marg- sannað gildi sitt. Ég er sannfærður um að svipuð saga verði sögð um níunda áratuginn þegar tfmar líða — að þá hafí fijálsræði í viðskiptum með fjármagn verið innleitt þjóðinni til hagsældar í stað skömmtunar- kerfis. Nýsköpun á íslenskum Qár- magnsmarkaði þarf að halda áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.