Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Bjami Ólafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku Menntun kennara í valgreinum Síðari hluti Fyrri grein minni lauk ég með orðunum: „Nú hefur verið högg- við á þessa þróun." Var ég þá að tala um hina íslensku menntun smíðakennara og þróun þeirrar kennslu í fímmtfu ár. Dag einn í byrjun marsmánaðar skrapp ég til Esbjerg. Sól skein í heiði og var þetta einn fegursti dagur mánaðarins. I Esbjerg eru margir fram- haldsskólar, þ.e. sérskólar margra greina atvinnulífsins. Ætlun mín með ferð þessari var að fræðast dálítið af kunningja mínum sem heitir Ame Rasmusen. Hann er lektor við Slöjdhöjskolen þar í borginni. Þegar Ame Rasmusen var ung- ur kennari kenndi hann í átta ár við bamaskóla á Grænlandi. Hann hafði „slöjd“ (þ.e. smíðar) sem valgrein og aðalsvið við kennslu. Þegar hann hafði lokið störfum á Grænlandi hafði hann áunnið sér ársleyfí til frekari menntunar og valdi þann kost að nota þetta leyfí til að læra hvemig hand- menntakennslu og menntun kenn- araefna í þeirri grein væri hagað á íslandi. Ég kynntist honum við þá dvöl heima. Nú vinnur hann við að mennta danska kennara í valgreininni. Ame sagði mér að hann ætti einkar góðar minningar frá því hann dvaldi við nám á íslandi. „Ég kom þangað beina leið frá Grænlandi þar sem ég hafði starf- að í 8 ár sem kennari," sagði hann. „Það var mér ógleymanlegt að sjá íslensku skólana. Þeir vom allir svo hreinir og fallegir, svo bjartir og svo vel um þá gengið." Ég spurði hvort það væri ekki svipað hjá okkur og tíðkaðist í Danmörku, en hann kvað nei við. „Það er ekki eins fallega um þá gengið." Svo bætti hann við: „Én það var nokkuð sem ég lærði hjá ykkur, sem ég hef ekki gleymt og reyni að tileinka mér í mínu starfí hér í Esbjerg. Við höfum alltaf verið svo uppteknir við að Strákar, við verðum að fresta róðri því ég er að fara f tíma í bamasálfræði! kenna hina tæknilegu nákvæmni á meðan þið lögðuð höfuðáherslu á einstaklingana. Við kennslustörf ykkar var áherslan á að byggja einstaklingana upp. Þetta var það sem ég taldi mig læra dýrmætast af ykkur," sagði Ame Rasmusen. Mér þótti fróðlegt og forvitni- legt að heyra hvemig menntun smíðakennara fer fram í Dan- mörku. Á nokkuð mörgum stöðum í landinu em kennaraskólar „sem- inarium" heita þeir þar í landi. Skólar þessir eru í stórum dráttum byggðir up mjög svipað og Kennaraháskóli íslands. Námstíminn við þessa kennara- skóla deilist niður á milli greina, svipað og við KHÍ, uppeldisfræði, sálarfræði, kennslufræði, sam- félagsfræði, verklegt skólastarf, móðurmál, skrift, reikning og kristinfræði. Auk þess list og verkgreinar: Forming (myndlist), tónlist, íþróttir og handmenntir og svo tvö línufög, þ.e. tvær valgreinar. Þeir sem áhuga hafa á að verða smíðakennarar geta tekið 512 kennslustundir við kennaraskól- ann í þeirri grein. Algengt er að kennarar læri sérgrein eftir að hafa starfað við kennslu í nokkur ár. Geta þeir þá numið greinina annaðhvort við Dansk Slöjdlærerskole í Kaup- mannahöfn eða við Slöjdhöjskolen Algengt er í Danmörku, að kennarar læri að verða smfða- kennar eftir að hafa kennt f nokkur ár. í Esbjerg. Grunnnámið sem veitir réttindi til að kenna greinina er hið sama og við kennaraháskól- ana, rúmlega fímm hundruð stundir. Ofan á þetta grunnnám er sfðan byggt með 16 vikna nám- skeiðum í verklegum greinum af ýmsu tagi. Einnig eiga danskir kennarar kost á styttri námskeið- um í ýmsum þáttum smíðanáms við þessa tvo sérskóla, sem ég nefndi í Kaupmannahöfn og í Esbjerg. Ekki veit ég hvort les- endur vita í hverju smíðakennara- menntun er fólgin. Til upplýsinga skal ég nefna nokkra þætti. Verk- efnagerð og kennsla bama frá 3. „Það er algengnr og leiður misskilningur að nóg sé að bjarga handmenntakennslu skólanna með þvi að ráða bara einhvern smið til að kenna svol- ítið í trésmíði. Sumir eru kennarar af Guðs náð, eins og sagt er, aðra er aldrei hægt að gera að hæfum kenn- urum. En hvert ein- asta barn þarf næma og skilningsríka umönnun kunnáttu- manns. Manns sem kann það sem hann á að kenna.“ til 6. beklq'ar, 9 til 12 ára. Al- menn trésmíði, vinnuteikningar, frihendisteikning, málmsmíði, rennismíði úr tré, tréskurður, leð- ursmíði, bókband, smelti (emalje) og hönnun smíðisgripa. Jafnhliða em kenndar kennsluaðferðir og æfíngakennsla tengist náminu. í stuttu máli hefí ég sagt frá einni valgrein kennara. Valgrein sem er nokkuð ólík flestum öðrum að stærð og kennsluaðferðum. I fyrri hluta þessarar greinar hér í Morgunblaðinu sagði ég að áríðandi væri að bæta við kenn- aranámið einu ári fyrir hinar stærri valgreinar. Danir hafa tekið upp þann hátt- inn að bjóða þess í stað upp á mislöng námskeið, eins og fram kemur hér að framan. Á næsta ári mun svo hefjast við Slöjdhöjskolen í Esbjerg kennsla til hærri prófgráðu í smíðum. Það verður eins árs nám. Það er algengur og leiður mis- skilningur að nóg sé að bjarga handmenntakennslu skólanna með því að ráða bara einhvem smið til að kenna svolítið í trésmíði. Sumir eru kennarar af Guðs náð, eins og sagt er, aðra er aldrei hægt að gera að hæfum kennurum. En hvert einasta bam þarf næma og skilningsríka umönnun kunnáttu manns. Manns sem kann það sem hann á að kenna. Skoðun mín er sú, að búið sé að binda vonda rembihnúta í skólakerfíð. Kennarar við ýmsa skóla hafa, sem betur fer, látið til sín heyra. Get ég nefnt suma skólana, en kann ekki að telja þá alla. Myndlista- og handíðaskólí, iðnskóli, tækniskóli, menntaskól- ar, verslunarskóli. Ætli sjó- vinnsluskólar, stýrimanna- og vél- stjóraskólar, jaftivel ýmsir aðrir atvinnulífsskólar, eigi ekki í erfið- leikum með að fylla áhafnir sínar með „réttinda“-kennurum? Ég þekki nokkuð til iðnskólanna og kennaranna þar. Þeir hafa verið dijúgir við að sækja „réttinda- nám“ í uppeldisgreinum við KHÍ. Það er ekki nema gott eitt um það að segja. Ég tel þó að hveijum og einum skuli vera fijálst hvort hann bætir við sig menntun á þessum vettvangi. Hér er ég að tala um iðnmeistara og aðra sem hafa að baki faræla starfsreynslu í atvinnulífínu. Sannleikurinn er nefnilega sá að iðnmeistarar hafa haft full réttindi til að kenna nem- endum iðn sína. Hafí þeir ekki lengur þau réttindi, þá er búið að bijóta á þeim lög. Ég tel ekki nokkum vafa á að inn í kennaramenntun þeirra sem ætla að starfa við skyldunámsstig, þarf að vera nokkur hluti námsins markviss kennsla í uppeldisgrein- um, sálarfræði, kennslufræði, fé- lagsfræði o.fl. Lagasmiðimir okkar þurfa hins vegar að hlusta á fleiri en fræði- menn í þessum greinum, áður en allt er njörvað fast í öllum skólum. Auðvitað fínna menn þá bara upp annað starfsheiti svo sem fræðimaður, sérfræðingur eða þvíumlíkt til að fá sín laun. Mér er t.d. kunnugt um að fjöl- margir iðnmeistarar með langa starfsreynslu era með menntun til jafns á við ýmsar háskólagráð- ur, ef talið er í kennslustundum, vikum og áram. Höfundur er amíðakennari. * —srri iiL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.