Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Minning: Ragnar Stefánsson Þegar sá sem þetta skrifar var bam austur á Seyðisfirði á þriðja áratug þessarar aldar voru sam- komur þar haldnar í bamaskólahús- inu sem hafði verið reist nálægt aldamótum og var veglegt hús og hátimbrað. Þar voru á efri hæð tveir allmiklir salir og var hægt að opna á milli. Annar var leikfimisal- ur skólans en hinn bæjarstjómar- salurinn. Þar var fundarborð bæjar- stjómar og leðurklæddir armstólar bæjarfulltrúanna. Og á einum veggnum voru myndir bæjarfulltrúa frá fyrstu tíð. Mátti þar kenna ýmsa mikilsháttar menn, suma þjóðkunna. Allir voru bæjarfulltrú- amir karlar utan einn, og fegraði sá hópinn til mikilla muna, því að það var fríð kona og stórglæsileg, Solveig Jónsdóttir frá Múla, Jóns- sonar, móðir Ragnars Stefánssonar ofursta í Bandaríkjaher og mennta- skólakennara á Akureyri sem hér er kvaddur. Ekki hafði ég á þessum tíma önnur kynni af Solveigu og fjöl- skyldu hennar, því að hún var flutt vestur um haf fyrir mitt minni, og Karl sonur hennar sem einn hafði orðið eftir fyrir austan fluttist einn- ig vestur um þetta leyti. Solveigu kynntist ég löngu síðar vestur í Baltimore, Maiyland, er ég fylgdi þangað bróður mínum sem þar ieitaði sér lækninga eins og fleiri íslendingar gerðu um og eftir stríðslokin. Hún var þá orðin gömul kona, að mér fannst, en gott var að hitta hana þama fyrir og hlýleg- ar voru móttökumar. Gerðist ég heimagangur á heimili hennar þær vikur sem ég dvaldist i borginni. Þar mun ekki hafa verið auður í búi, en rausn eðlislæg og myndar- bragur á öllum hlutum. Solveig hafði verið ekkja nær hálfan annan áratug þegar hér var komið, en hún hafði komið bömum sínum til manns og vora þau flest flogin úr hreiðrinu. Hún hafði verið gift Jóni Stefánssyni, prests Péturssonar, síðast á Hjaltastað. Standa að þeim hjónum báðum ijölmennar ættir og er þar margt kunnra og merkra manna. Jón hafði ungur ratað til Ameríku, stundað þar nám og störf á síðasta áratug fyrri aldar, gekk í Bandaríkjaher, tók þátt í Filipps- eyjaófriðnum, vann sig þar upp í liðsforingjatign og var eftir þetta einatt nefndur „Filippseyjakappi". Hefur hann_ trúlega verið einna víðförlastur íslendinga á sinni tíð. Hann var kominn heim aftur fyrir aldamótin, fór þá í verslunarskóla í Kaupmannahöfn, settist síðan að á Seyðisfirði og stundaði þar versl- unarstörf og útgerð uns hann flutt- ist vestur alfarinn. Þegar ég var á heimaslóðum Ragnars Stefánssonar í Baltimore hitti ég hann aldrei því að þá var hann hér á íslandi í herliði Banda- ríkjamanna. Hann var fæddur á Seyðisfirði 13. mars 1909 og hafði flust vestur um haf með fjölskyld- imni eins og fyrr sagði. Þar stund- aði hann almennt skólanám og há- skólanám, einnig söngnám, og loks lauk hann prófi frá liðsforingjaskóla bandaríska flughersins. Það má segja að ekki félli eplið langt frá eikinni þegar hann ákvað að gerast atvinnuhermaður. En stríðið og hermennskan leiddi hann ekki til ijarlægra heimshluta heldur heim á ættar- og æskuslóðir. Eg hygg að fundum okkar hafi fyrst borið sam- an á einhveijum blaðamannafundi með yfirmönnum Bandaríkjahers ekki löngu eftir komu hersins hing- að. Hann var einatt talsmaður hers- ins m.a. gagnvart íslenskum fjöl- miðlum. Ég var hins vegar um þess- ar mundir ungur fréttamaður hjá Ríkisútvarpínu. Þetta vora yfir- borðsleg kynni, og raunverulegur kunningsskapur okkar Ragnars hófst ekki fyrr en miklu síðar og þá undir merkjum söngsins, nánar tiltekið undir merki karlakórsins Fóstbræðra. Ragnar var ágætur söngmaður, hafði mikla, sérkennilega og allvel skólaða rödd. Raddsviðið var óvenjulega vftt. Hann gat í rauninni sungið hvaða rödd sem vera skyldi í karlakór, og til þess þarf ekki lítið, en hann kunni best við sig í öðram bassa. Hann gekk til liðs við Fóstbræður meðan hann bar enn einkennisbúning Bandaríkjahers og var þar jafnan tryggur félagi síðan, eftir því sem búseta hans leyfði. Var að honum hinn besti liðsauki, bæði sönglega og vegna glæsi- mennsku hans. Nokkram sinnum kom hann fram sem einsöngvari með kómum. Ragnar Stefánsson dvaldist hér lengst af í þjónustu hersins til áirs- ins 1958. Bandaríkjaher er sagður gera vel við herforingja sína og þeir komast tiltölulega ungir á eftir- laun. Þá munu margir þeirra setj- ast í helgan stein sem kallað er og telja ævistarfi sínu lokið. Því var ekki þannig farið um Ragnar Stef- ánsson. Þegar herþjónustunni lauk fluttist hann alfarinn heim til ís- lands, árið 1961, og hóf nýtt ævi- starf ef svo má segja, innritaðist sem nemandi í Háskóla íslands, stundaði þar nám og lauk prófum, gerðist 1964 kennari við Mennta- skólann á Akureyri og gegndi því embætti með miklum sóma til árs- ins 1977. Síðustu árín var hann búsettur í Hafnarfirði ásamt eftirlif- andi konu sinni, Maríu Sveinbjöms- dóttur frá ísafirði, sem hann hafði gengið að eiga 1948. Þau eignuð- ust Qögur böm, en áður átti Ragn- ar tvö böm af fyrra hjónabandi. Hann andaðist 19. þ.m. Eftir að Ragnar fluttist suður tók hann virkan þátt í störfum Gamalla Fóstbræðra og sótti þar einatt æf- ingar sem haldnar era mánaðarlega að vetrinum. Honum fylgdi jafnan hressandi andblær og að návist hans var gleðiauki, hvort sem var í söng eða samræðum. Ég hef verið beðinn að flytja frú Maríu og ijöl- skyldu hennar innilega samúðar- kveðju Gamalla Fóstbræðra. Ragn- ars Stefánssonar mun verða saknað í þeim hópi. Jón Þórarinsson Ragnar Stefánsson fluttist bam að aldri með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. En hann var mikill íslendingur og þrátt fyrir uppeldi og langdvalir erlendis vildi hann koma heim til Islands og starfa þar. Hann var vel menntaður frá Bandaríkjunum, en það nægði hon- um ekki. Hann hóf fullorðinn að áram nám við Háskóla íslands og lauk því með BA-prófi í ensku og sögu árið 1964. Þá þegar varð að ráði að Ragnar hæfi störf við Menntaskólann á Akureyri, og þar kenndi hann fræðigreinar sínar sleitulaust í þrettán ár, til 1977. Ragnar hafði ákaflega gott vald á enskri tungu, hann var duglegur og atorkusamur kennari og lagði hart að sér við kennsluna. Hann gekk ríkt eftir því að nemendur vönduðu málfar sitt, lagði til dæmis kapp á að þeir skil- uðu vönduðum þýðingum. Hann var sanngjam í dómum, og eins og aðrir kennarar sem yfírgripsmesta þekkingu hafa á kennslugrein sinni, skilningsríkur á smáyfirsjónir nem- enda. Ragnar Stefánsson var maður hjálpsamur og ósérhlífínn í öllu er snerti störf hans. Hann brást ævin- lega vel við, þegar nemendur báðu hann liðsinnis, og þess minnumst við félagar hans ekki síst, hversu mikið starf hann vann til þess að hjálpa nemendum til framhalds- náms í Bandaríkjunum. Hann vann oft fram á nætur við að undirbúa umsóknir um styrki og skólavist og spurði ekki að launum. Fyrir hans milligöngu fóra margir nemendur frá MA til náms við bandaríska háskóla og fengu góða styrki. Ragnar Stefánsson kenndi á þeim áram, er snarpir vindar og ekki alltaf hlýir, blésu um íslenska skóla. Mæddi það ekki síst á hon- um, að hann var ofursti í banda- ríska hemum. En allan gust af því tagi stóð Ragnar af sér með karl- mennsku og æðruíeysi, að við segj- um ekki ljúfmennsku og gaman- semi, en lét þó engan fara yfir þau takmörk sem honum þótti setjandi. Ragnar var mikill félagi, mann- blendinn, glaðvær, hafði yndi af að taka á móti gestum og vinna þeim beina, mikill vinur vina sinna og trygglyndur. Það fundum við sam- starfsmenn hans ekki síst eftir að hann var horfinn í annan lands- fjórðung. Nú sendum við samhygðarkveðj- ur okkar suður yfir heiðar og minn- umst vinar okkar með þökk og virð- ingu. Samstarfsmenn við Menntaskólann á Akur- eyri. Svanhvít Þorbjamar- dóttir - Minning Fædd 17. mars 1929 Dáin 17. april 1988 Þú guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fððurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta (M. Joch.) í dag fer fram frá Keflavíkur- kirkju útför föðursystur minnar, Svanhvítar Þorbjamardóttur, en hún andaðist í Landspítalanum 17. þ.m. Hún fæddist á Eyrarbakka 17. mars 1929. Dóttir hjónanna Kristínar Vilhjálmsdóttur frá Húnakoti í Þykkvabæ og Þorbjöms Guðmundssonar frá Einkofa á Eyrarbakka. Svana, eins og hún var ævinlega kölluð, ólst upp hjá foreldrum sínum á Blómsturvöllum á Eyrarbakka ásamt systrum sínum Katrínu og Guðnýju Kristínu og bróður er móðir hennar átti fyrir, Steini Einarssyni. Svana var glaðsinna, alveg sér- staklega skemmtileg og falleg í mínum auguin. Mörg liðin atvik og stundir rifjast upp, allar á einn veg, stutt var í gamansemina og spaugið. Oft hefur komið upp í hugann þegar Svana var í foreldra- húsum um tíma með son sinn Þor- bjöm, þá lítinn snáða, og bróður- dóttirin kom tifandi í heimsókn með dúkkuna sína og dúkkuvagn- inn. Þá varð Svönu jafnan á orði, þama kemur nú litla frænka með „skrímslið sitt" en sjálfsagt hafa svipbrigðin á frænkunni orðið með daufara móti við upþnefnið á dúk- kunni (fyrirbrigðinu í vagninum) því brosið og faðmlagið hennar um leið sagði allt annað. Síðan hefur þetta verið gælunafn á dúkkum hjá mér. Svana fór ung að heiman til að vinna fyrir sér eins og mjög al- gengt var á þeim tíma og lá leiðin til Keflavíkur. Þar bjó hún í um 17 ár, eignaðist 2 drengi, Þorbjöm Michael Datzko, f. 1949, kvæntan Sigurlaugu Kjartansdóttur og eiga þau 3 dætur, • Svanhvíti, Hrefnu Kristínu og Katrínu og búa þau í Keflavík, og Robert Boonds, f. 1951, giftan Söra Maríu og eiga þau 2 syni, Robert og Brian, þau búa í Flórída. í Keflavík bjó einnig og býr Katrín (Kæja) systir hennar og var ætíð mjög kært með þeim systram og það var góður styrkur og stuðn- ingur fyrir Svönu og sérstaklega drengina að njóta daglegrar hjálp- semi og samvista við Kæju er þeir voru ungir. Svana fluttist með Róbert til Flórída fyrir um 20 árum. Hún giftist þar eftirlifandi eiginmanni sínum James E. Bennett og undi þar hag sínum afar vel. Fyrstu árin þar bjó hún í nágrenni við systur sína Guðnýju Kristínu, sem flust hafði 10 árum áður til Flórída, en því miður stóð sambýlið við hana of stuttan tíma, því Stína andaðist eftir stutta legu á sjúkra- húsi aðeins fertug að aldri, sem var harmdauði allra er henni kynntust. Hún var gift og átti 2 böm sem bæði eru búsett í Flórída, einnig milli hennar og hinna syst- ranna var mikill kærleikur. Svana var mjög glöð yfir því hvað Kæja var dugleg að koma til hennar og dvelja þar tíma og tíma. Svana var alla tíð heilsugóð og var þakklát skaparanum fyrir það, eins og hún skrifaði oft í bréfum til ættingja hér heima, þar til fyrir rúmlega ári er hún kenndi þess sjúkdóms er að lokum hafði yfirhöndina. Þrátt fyrir allar hennar bjartsýnis- vonir og óbilandi lg'ark og dugnað fram til hins síðasta. Hún kom til landsins seinni hluta febrúarmánaðar sl., er ferma átti yngstu sonardótturina, en átti ekki afturkvæmt til baka sökum las- leika er ágerðist með ógnarhraða. Fyrst var hún hjá syni sínum og tengdadóttur í Keflavík og naut þá líka umhyggju systur sinnar, Kæju, uns hún lagðist inn á Lands- pítalann 29. mars sl. þar sem hún fékk mjög góða hjúkran og að- hlynningu. Margoft talaði hun um hvað læknar og starfsfólk væri sér gott og nærgætið. Skulu hér færð- ar þakkir til þessa góða fólks á krabbameinsdeild Landspítalans. Hetjulegri baráttu er lokið, hún frænka var komin heim til íslands í hinsta sinn. Við fjölskyldan sendum sonum, tengdadætram og systur hennar innilegar samúðarkveðjur. Yndislega ættaijörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkar klökkva kveðjugjörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættaijörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sig. Jónsson) Fari hún í friði, friður guðs sé með henni. Halldóra V. Steinsdóttir Hvað er hel? Ollum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóður, sem hvflu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. Örfá kveðjuorð og þakkir til elskulegrar frænku minnar, Svan- hvítar Þorbjamardóttur, sem verð- ur til moldar borin í dag. Svana frænka, eins og við jafnan kölluðum hana, var fædd á Eyrar- bakka 17. mars 1929. Dóttir hjón- anna Þorbjamar Guðmundssonar og Kristínar Vilhjálmsdóttur, sem bæði eru látin. Hún var næstyngst fjögurra bama þeirra, en þau voru Katrín f. 5.8. 1924, drengur er dó bamungur, þá Svanhvít og yngst var Kristín f. 21.10. 1930, d. 20.1. 1970. Áður átti amma foður minn, Stein Einarsson, f. 11.4. 1914, d. 24.12. 1986. Eftir lifír Katrín er sér nú á eftir sinni ástkæru systur og vinkonu. Er við nú kveðjum elskulega frænku, era mér efst í huga þakk- ir fyrir alla hennar tryggð við mig í gegnum árin. Er hún fluttist til Ameríku var ég aðeins krakki og það var mér mikils virði að hún skildi frá þeim degi muna eftir lítilli frænku sinni hér heima á Fróni og senda mér ávallt bréf og ljósmyndir af fjölskyldunni úti al- veg fram á þetta ár. I gegnum tíðina vorum við oft með margt á pijónunum, margar áætlanir eins og gengur, þó svo að hin síðustu ár vissum við báðar undir niðri að allt var heilsunni háð. En einhvem veginn er það nú svo að maður heldur í vonar- neista um að kraftaverkin geti ennþá skeð. Þrátt fyrir sína van- heilsu var óbilandi lg'arkur henni ávallt að leiðarljósi. Hún kvartaði ekki heldur barðist áfram í sinni einlægu ró. Fyrir nokkram dögum þar sem hún lá helsjúk á sjúkrabeði sínu var hún að ræða við mig um það hvemig hún best gæti byggt upp líkama sinn er hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Hún ætiaði sér að halda upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní hér heima á íslandi, með báð- um sonum sfnum og ijölskyldum þeirra. Til þess dags sagðist hún hlakka mikið til og ætlaði sér að nota tímann vel þangað til að ná bata. Já, og svo margt og svo margt átti hún eftir að gera. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Eg vil þakka fyrir þær stundir er við áttum saman undir lokin, þær voru mér mikils virði sem ég mun varðveita vel. Nú er elskuleg frænka mín ieyst þrautunum frá og er sínum lausnara hjá. Um leið og ég kveð elskuiega frænku bið ég algóðan Guð að styrkja ástvini hennar alla, eigin- mann, syni hennar, Þorbjöm og Bobby, og fjölskyldur þeirra, svo og þig, elsku Kæja mín, sem hefur misst svo mikið bið ég Guðs bless- unar. Megi minningin um jmdisleg- an vin verða sorginni yfirsterkari. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Ingibjörg Steinsdóttír og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.