Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 39 Mjúkaxnir þungarokkarar á fertugsaldri: Loksins komnir úr skápnum? Kátir piltar er sveit úr Hafnar- firði sem vinnur nú að sinni fyrstu hljómplötu. Hljómplötuna hyggst Skffan gefa út í enduðum maf. Rokksíðan fann Káta pilta í hljóðveri við Suðurlandsbraut hvar þeir voru að vinna að plöt- unni með upptökustjóranum Hirti Howser. Hvernig varð sveitin til? Það má segja að frumeindir Kátra pilta hafi náð saman í Flensborgarskóla fyrir margt löngu og síðan hefur hópurinn starfað sem hljómsveit, leik- hópur og heimspekihreyfing, en hljóðfæraleikur hefur þó að mestu legið niðri undanfarin fimm ár. Þar kom þó að við sett- umst niður og ákváöum að gera eitthvað í þessu og tókum upp prufulög. Þær upptökur vöktu mikinn áhuga hljómplötuútgef- anda og því erum við staddir hér. Um hvaða speki myndaðist hópurinn? Það má segja að hann hafi myndast um speki sem byggist á gleði; speki John Locke, sem segir að einstaklingar skyldu ætíð reyna að haga lífi sínu þann veg að þeir verði hamingjusamir, en það vill oft gleymast í lífsgæðakapphlaupinu. Hafið þið ekki pússað af gleð- ina þegar farið var að vinna tónlistina f hljóðveri? Þegar það lá Ijóst fyrir að við fengjum útgáfusamning fyrir það sem við vorum með, lögðust hljómsveitarmeölimir undir feld til að hugleiða hvaða kunnáttu- mann væri ráðlegast aö fá til þess að vinna með okkur plöt- una, kunnáttumann sem gæti varðveitt þann anda sem við vild- um halda. Okkur var þegar Ijóst að ekki gæti hver sem er leyst þaö af hendi svo vel væri og bárum málið undir nokkra hljóm- plötuútgefendur hér í borg. Þeir vildu einna helst fá einhver hljóð- gerflahross til að taka við þessu og sjóða það niður og síðan yrði okkur hleypt að til að syngja inn textana. Eftir mikla leit enduðum við þar sem lagt var upp, á æsku- stöðvunum og grófum þar upp margreyndan og annálaöan tón- an Breska rokksveitin Uriah Heep hólt tvenna tónleika hér á landi sl. fimmtudag og föstudag f Hótel íslandi. Eitthvað voru menn nú lengi að taka við sér, þvf fimmtudagskvöldið mættu ekki nema um 300 áheyrendur, en á föstudagskvöldið var húsið nær fultt og áheyr- endur greinilega vei með á nótunum. íslenska rokksveitin Gildran hitaði upp fyrir Uriah Heep bæði kvöldin og hafði útsendari rokksíðunnar spurnir af því að Gildr- hefði komið þeim er á hlýddu, sem flestir voru á fertugs- aldri (og vel við skál), þægilega á óvart. Var þar kominn áður óþekktur þrýstihópur — aldraðir, mjúkvaxnir þunga- rokkarar — sem virðist loks hafa troðið sér út úr skápn- um. Loks kom svo að því að Uriah Heep kom á svið. Heldur virtust sveitarmeðlimir þungir á sér þegar þeir komu á svið, en þeir undu sér þegar í feikna keyrslu og var ekki frekari þyngsii að sjá á köppunum. Fyrsta lagið sem sveitin tók var Bird of Prey af plötunni Salisburyfrá 1971 með tilheyarndi falsettufimleik- um söngvarans Bernie Shaw, sem ekki var síðri en David Byron. Það dugði til að vekja áheyrendur til lífsins og á eftir fylgdi hvert gamal- kunnugt lagið af öðru; Stealin’, Hideaway, Easy Living og Look at Yourself, með nýrri lögum í bland. Hljómsveitin var fyrirtak, enda val- inn maður í hverju rúmi og allur hljómburður var framúrskarandi og skal hér fuliyrt að hann gerist ekki betri á Fróni. Mannfæð kom þó í veg fyrir að tónleikastemmn- ingin yrði sem skyldi. Heldur var líflegra á föstudags- kvöldið, enda áheyrendur þá þre- falt fleiri. Það hafði aftur þau áhrif á sveitina að hún lagði harðar að sér en kvöldið áður og var þó góð fyrir. Þar fer ekki milli mála að það eru sviðsvanir menn sem sveitina skipa og þeir hafa haft tíma til að ná vel saman. Sveitin gerði enda allt vitlaust í Hótel íslandi þetta kvöld og gaman var að sjá áheyr- endur láta ekki minni látum en börn þeirra gera á tónleikum þeirra spámanna er þau dá. Sérstaklega gekk vel að fá fólk til að syngja með í lögum á við Easy Livin' og Ljósmynd/BS Mick Box og Bernie Shaw blúss- flaggandi með hinn fturvaxna Lee Kerslake í baksýn. þá reis sefjunin hæst. Lokalag tón- leikanna var Pacific Highway; nýtt lag sem sýndi það að það er langt- ífrá að rokksveitin Uriah Heep sé dauð úr öllum æðum. Andrós Magnússon Smekkleysa kynnir listarmann úr Hafnarfirði Hjört Howser. Við treystum honum til að sjá svo um að gleðin verði á sínum stað. Platan er öll handleikin, það eru engir heilar sem gera þetta þó við nýtum okkur tækni hljóð- versins til að gera þetta allt sem best úr garði. Hver semur? Við semjum allir meira og minna og erum þar að auki með i hljómsveitinni hagyrðing eða hirðskáld, Davíð Þór Jónsson, sem leikur ekki á hljóðfæri, en yrkir þeim mun meira, mikinn hagleiksmann á íslenska tungu. Stendur til að fara að spila? Já, eins og ég sagði áðan þá hefur tónlistardeild hreyfingar- innar legið niðri um hríð, en þar veröur breyting á og við hyggjum á tónleikahald þegar og við höf- um lokið við plötuna. Hvernig tónlist verður á plöt- unni? Við erum einna mest í jeppa- og kadilákkarokki og leikum einn- ig bedúínabít. Við höfum reynt að byggja upp heildina á kontr- östum, en því verður þó ekki breytt að við erum spegilmynd þjóðfélagsins. Það er eitthvað fyrir alla á plötunni. Það kom til greina að láta piötuna heita Eitt- hvað fyrir alla, en þegar það var kannað nánar þótti það of blöðrulegt. Það er á plötunni kántrflag, pönklag, tvö stones- lög, bedúínabít og Talking Heads áhrif og ekki má gleyma Greifa- áhrifunum; Ást hvað er nú það? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, er þaö bara þriggja stafa orð sem notað er í skáld- sögum? Er svarið að finna á plötunni? Nei. Eitthvað um hugsunina á bak við þetta allt. Það má segja að við séum að halda á loft merki drengjamenn- ingar líkt og Johnny Triumph ger- ir í Luftgítar; því sem allir karl- menn eiga sameiginlegt og kon- um munu aldrei geta skilið. Það má líta á okkur sem boðbera þeirrar menningar. Smekkleysa */m heldur eitt skemmtikvölda sinna í kvöld, en þá leikur hljómsveitin Sykurmol- arnir í tónleikasal veitingahúss- ins Duus f Fischerssundi. Skemmtikvöldið ber yfirskriftina Kakan þfn og jólin. Þetta verða síðustu tónleikar Sykurmolanna að sinni, en hljóm- sveitin er á förum ytra til tónleika- halds á Bretlandi og í Bandaríkjun- um í kjölfar nýútkominnar LP-plötu hljómsveitarinnar Life's too Good. Platan kom út á Bretlandi sl. mánu- dag og þegar hafa selst af henni þar í landi um 50.000 eintök. Morgunblafiið/Þorkell Kátir piltar utan einn: Á myndina vantar bassaleikara sveitarinnar. Við erum boð- berar drengja- menningar Ljósmynd/BS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.