Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 41 Minning: Reynir Guðmunds- son, vélstjóri Fæddur 24. aprU 1906 Dáinn 19. aprU 1988 Nú er farinn á brott afi okkar, Reynir Guðmundsson, eftir langan dag og hvíldinni eflaust feginn. En eftir lifir í endurminningu okkar mjmdin um yndislegan afa á Jófríð- arstaðaveginum, nærgætinn og eft- irlátan, sem kenndi okkur svo margt. Hann fæddist á Patreksfirði 24. apríl 1906, sonur hjónanna Guðrún- ar Jónsdóttur og Guðmundar Jóns- sonar, jámsmiðs. Reynir var annar í röð sex systkina, en af þeim eru þijú á lífí, Jón Ingi, Svava og Her- mann, en látnar eru Svanhvít og Fanney. Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarð- ar 1918 og átti afi þar heima upp frá því. Um fermingu fór hann fyrst til sjós sem messadrengur og varð sjónmennskan hans ævistarf. Hann lauk vélstjóraprófi frá Vélstjóra- skóla íslands 1929 og var vélstjóri á togurum frá Hafnarfirði nær óslit- ið til 1957. Eftir það starfaði hann hjá vélsmiðjunni Kletti til loka starfsævi sinnar. 14. desember 1929 kvæntist Reynir fyrri konu sinni, ömmu okk- ar, Margréti Skúladóttur. Hún var fædd 10. nóvember 1900, dóttir hjónanna Guðrúnar Tómasdóttur og Skúla Jónssonar, bónda á Ytra- Vatni, Skagafirði. Þau eignuðust þrjú böm, elst er Svanhvít, fædd 13. apríl 1930, hennar maður er Andrés Pétursson og eiga þau fímm böm. Þá Sverrir, fæddur 6. maí 1932, dáinn 8. október 1955. Yngst er Guðrún, fædd 28. júní 1934, hennar maður er Halldór Júlíusson og em þeirra böm þijú. Bama- bamaböm afa eru orðin sjö. Margét lést um aldur fram, þann 17. júní 1950, eftir erfíð veikindi. Voru þetta afa þungbær ár. 17. júlí 1954 kvæntist afi eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Böðvarsdóttur, lyfja- fræðingi. Ingibjörg, eða Stella eins og hún er kölluð, er fædd 21. júlí 1915, dóttir hjónanna Böðvars Jónssonar og Guðrúnar Skúladótt- ur. Stella rejmdist afa traustur lífsförunautur allt til æviloka. Fyrstu minningar okkar um afa era tengdar Jófríðarstaðavegi 15, þar sem afi og Stella bjuggu allan sinn búskap. Jófríðarstaðavegurinn og umhverfí hans var í þá daga heill æfíntýraheimur bömum, það var mikil dulúð sem hvfldi jrfir klaustrinu og spennandi að sækja þangað egg eða þá að heimsækja kaþólsku prestana sem bjuggu uppi á hólnum og skoða þann búskap sem þar var stundaður og okkur þótti framandi. Afi okkar var óþrejrtandi við að sinna öllum þeim duttlungum sem okkur datt í hug að rejma og þau vora ekki fá fleyin sem smíðuð vora í lq'allaranum hjá honum, glæstar skútur með mörg- um möstram, seglum og blýi í kili. Síðan fóra reynslusiglingar fram á sjónum við Hvaleyri eða þá á lygn- unum upp við Kaldársel. Hann tók þátt í öllu þessu með okkur, hvatti okkur áfram og aðstoðaði og alltaf var nægur tími fyrir okkur. Á heimili hans og Stellu á Jófríð- arstaðaveginum var mjög gest- kvæmt og þar fann fólk ætíð að þar var það velkomið, þar hittist öll fjölskyldan og oft var þar þröng á þingi, en alltaf virtist þetta litla hús geta rúmað alla þá sem þangað áttu leið og þar mætti öllum gest- risni og hlýja. Það er okkur nú nær óskiljanlegt hvemig mátti spila þar félagsvist á fimm til sex borðum en þetta vora góðar stundir sem við söknum og þökkum þeim afa og Stellu fyrir. Eitt af því sem við lærðum af þeim var virðing fyrir landi okkar og þjóð og var það mjög áberandi hvemig þau skipu- lega notuðu öll sín frí til þess að skoða landið, njóta náttúra þess og fræðast um menn og staðhætti. Þau vora ófá skiptin sem þau heimsóttu okkur til Akureyrar á meðan við bjuggum þar og var þeirra heim- sókna beðið með óþreyju. Hin síðustu ár hrakaði heilsu afa svo mjög að hann átti erfitt með Minninff: Sigurður Þorbjamar- son, vélstjóri Fæddur 29. júlí 1913 Dáinn 24. apríl 1988 Látinn er i Kaupmannahöfn Sig- urður Ólafur Kristinn Þorbjamar- son vélstjóri, en hann hefur verið búsettur að Hesselögade 3 á Aust- urbrú í nokkur ár. Sigurður lést 24. apríl á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn eftir langæ veikindi. Sigurður var fæddur 29. júlí 1913 í Ólafsvík og vora foreldrar hans Þorbjöm Jónsscn útvegs- bóndi, sem fæddur var að Leira- lækjarseli í Álftaneshreppi á Mýr- um, og Sigurást Anna Sigurðar- dóttir, sem fædd var að Fróðá í Fróðárhreppi. Lauk Sigurður iðn- skólaprófí 1933 og tók sveinspróf í jámsmíði hjá Hamri 1935 og próf frá Vélskóla íslands sama ár. Segir í Vélstjóratali, að hann hafi starfað sem jámsmiður, og sem kyndari og vélstjóri á línuveiðuram. Þá varð Sigurður vélstjóri á Esjunni 1940 og yfirvélstjóri á skipum Skipaút- gerðar ríkisins frá 1943. Sigurður hlaut heiðurspening sem viðurkenn- ingu fyrir velunnin störf í Petsamo- ferð Esjunnar september til október 1940, er hún flutti 258 íslenzka ríkisborgara heim vegna heims- styijaldarinnar. Síðar var Sigurður vélstjóri á skipum Landhelgisgæzlunnar, og er hann hætti þar störfum, var hann 4 ár þingvörður á Alþingi. Fyrri kona Sigurðar var Klara Hannesdóttir og er sonur þeirra Lúther Garðar tækniráðgjafi. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar Þorbjamarsonar er Karen Mar- grethe Kungshaug, en þau giftust 1980 og áttu fyrst heima í Barmahlíð 12 í Reykjavík. Munu margir minnast hins fyrir- mannlega vélstjóra og þingvarðar, sem jarðsettur verður í Holmens- kirkjugarði í dag, fímmtudaginn 28. aprfl, en útförin fer fram í Heilags- andakirkjunni við Strikið, þar sem hann starfaði um nokkurt skeið sem kirkjuvörður. G.L. Ásg. að stjóma huganum og muna hluti úr nútíðinni, en þá var gaman að fara með honum lengra aftur í tímann til togaraárana eða aftur til bemskuáranna á Patreksfirði og heyra lýsingar á gönguleiðum jrfír til Tálknaijarðar og mannlífi þess tíma. Aldrei varð hann svo gamall og þreyttur að ekki færðist bros jrfir andlit hans þegar lítið langafa- bam hans bar að garði. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum þakka honum fyrir það sem hann gaf okkur og var okkur og biðja guð að varðveita sálu hans. Barnabörn í dag verður jarðsunginn vinur okkar, Rejmir Guðmundsson, sem lengst af bjó á Jófríðarstaðavegi 15 í Hafnarfirði. Ifyrir hönd systk- inabarna Ingibjargar, eiginkonu hans, viljum við minnast þessa trausta og góða manns, sem átti svo stóran þátt í uppvexti okkar og síðar barna okkar. Eftir andlát fyrri konu sinnar, Margrétar Skúladóttur, kvæntist Reynir frænku okkar, Ingibjörgu Böðvarsdóttur. Allan sinn búskap bjuggu Stella og Reynir í gömlu og vinalegu húsi efst við Jófríðar- staðaveginn. Fyrir okkur bömin var stóri fallegi garðurinn þeirra og hóllinn ofan við húsið heill ævin- týraheimur. Um helgar var iðulega farið í heimsókn í Hafnarfjörðinn og vora þessar heimsóknir ætíð mikið til- hlökkunarefni. Þegar ekið var f hlað stóðu Stella og Reynir ævinlega í tröppunum til að taka á móti gest- unum og gaf það ætíð fyrirheit um Fnðnk Guðmunds- son - Minning Fæddur 15. september 1906 Dáinn 20. apríl 1988 Síðasti dagur vetrar rann upp bjartur og fagur og var sem vetur- inn vildi kveðja okkur á sinn feg- ursta hátt. En ég hugsaði dag skal að kveldi lofa þegar mér barst sú sorglega frétt að svili minn Friðrik Guðmundsson væri látinn af völdum bifreiðaslyss, sem hann hafði lent í fyrr um daginn. Kjmni okkar Friðriks urðu bæði löng og góð. Yfir 50 ár era nú liðin sfðan ég kom með Rúnu konu minni á heimili systur hennar, Þóra, og vora hún og Friðrik þá byrjuð bú- skap. Friðrik Guðmundsson fæddist þann 15. september árið 1906. For- eldrar hans vora Guðmundur Helgason og kona hans Ólöf Magn- úsdóttir, en hún dó mjög ung. Fór hann því í fóstur að Gaularási í Austur-Landeyjum til föðursystur sinnar, Sigríðar Helgadóttur, og manns hennar, Áma Ingvarssonar, og ólst hann þar upp til fullorðins- ára. Friðrik sat Samvinnuskólann á áranum 1925 til 1927 og lauk það- an prófi. Lengst af var hann starfs- maður Mjólkursamsölunnar í Reykjavik og varð starfsaldur hans þar hartnær flórir áratugir. Þann 8. júní 1935 kvæntist hann góðri og myndarlegri konu, Þóranni Halldórsdóttur frá Norðfirði. Þau eignuðust fímm böm sem era: Sigríður, búsett í Bandaríkjunum, gift Richard G. Allen, Halldór, kvæntur Villu G. Gunnarsdóttur, Erla, gift Óskari Guðmundssjmi, Guðríður, gift Pétri Rafnssjmi, og Ámi, kvæntur Liv Kristoffersen. Heimili þeirra hjóna stóð lengst af á Nesvegi 64 í Reykjavík. Friðrik var heimakær maður og undi sér best á heimilinu með §öl- skyldu sinni. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka, eins hrejrfst hann mjög af sönglist, þó sérstaklega karlakóra. Einnigþótti honum gam- an að taka lagið í góðra vina hópi. Friðrik þótti vænt um kirkju sína, Neskirkju, sótti þangað messur og tók þátt í safnaðarstarfinu síðustu árin. Haustið 1981 dimmdi snögglega í lífi Friðriks, þegar Þóra kona hans lést. Sagt er að tíminn lækni öll sár og þótt Friðrik væri stilltur maður, sem flíkaði ekki tilfinningum sínum, fundu þeir sem þekktu hann best, hve mikið hafði verið frá honum tekið. En hann átti góð böm, tengdaböm og bamaböm, sem allt vildu fyrir hann gera og fyrir það var hann þeim þakklátur. Nú þegar komið er að kveðju- stund viljum við Rúna þakka Frið- rik allar góðu samverastundimar á langri vegferð. Við sendum bömun- um og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Friðriks Guð- mundssonar. Bjami Þ. Halldórsson í dag, fimmtudaginn 28. apríl, er til moldar borinn Friðrik Guð- mundsson, tengdafaðir minn, Nes- vegi 64, Reykjavík. Hann er horfinn yfir móðuna miklu og komið að óvæntri kveðju- stund. Það er nú svo, að ætíð setur okur hljóð þegar dauðsfall dynur jrfir, ekki sízt ef um slys er að ræða. Þetta hörmulega slys átti sér stað á síðasta vetrardegi. Einmitt á þeim degi er oftast mikil umferð og margir á ferli til undirbúnings langþráðri sumarkomu og hækk- andi sól. Á morgun kveðjum við veturinn, hafði Friðrik á orði við Áma son sinn kvöldið áður. Ekki datt okkur í hug að við kveddum Friðrik í þessari sumarbytjun, en það er víst að ósköp er nú stutt á milli lífs og dauða. Friðrik fæddist í Reylqavík 15. septenjber 1906. Hann var sonur Ólafar Magnúsdóttur og Guðmund- ar Helgasonar. Móðir Friðriks dó er hann var rúmlega eins árs gam- all og fór hann þá í fóstur til föður- systur sinnar, Sigríðar Helgadóttur, og manns hennar, Áma Ingvarsson- ar, bónda á Gulárási í Austur- Landeyjum, og ólst upp hjá þeim. Skólagöngu Friðriks lauk með vera hans í Samvinnuskólanum á áran- um 1925 til 1927, er hann lauk prófi þaðan. Að lokinni vera sinni í Samvinnuskólanum var hann margar vertíðir í Vestmannaeyjum á milli þess að hann vann á búi fósturforeldra sinna. Árið 1937 fékk Friðrik fasta stöðu hjá Mjólk- ursamsölunni í Reykjavík og vann þar ætíð síðan til ársins 1976. Friðrik kvæntist árið 1935 Þór- unni Halldórsdóttur. Þau byggðu sér hús á Nesvegi 64 árið 1947 þar sem þau bjuggu saman upp frá því, þar til Þórunn lést 28. septem- ber 1981. Síðan hefur Friðrik búið í því og eitthvert bamanna ásamt Qölskyldu lengst af. Þórann og Friðrik eignuðust fimm böm, sem eru öll á lífí: Sigríð- ur, gift Richard Allen, búsett í Bandaríkjunum, Halldór, flugstjóri, kvæntur Villu Gunnarsdóttur, Erla, gift óskari Guðmundssyni, Guðríð- ur, gift Pétri Rafnssyni, og Ámi, arkitekt, kvæntur Liv Kristoffersen. Ég kynntist Friðriki árið 1976 er ég gekk að eiga dóttur hans Guðríði. Þó má með sanni segja að viðburðaríkan og ánægjulegan dag, þar sem Reynir var ávallt hæfilega nálægur til að styðja og leiða. Þær era orðnar margar litlu hendumar sem stungið hefur verið í lófann hans Reynis og fengið hann til að leiða sig upp á hól eða út í garð. Undantekningarlaust löðuðust öll böm að Rejmi og hann þurfti hvorki galsa né fagurgala til að vinna hug þeirra, heldur fundu þau fljótt, að hjá honum var öryggi og hlýju að finna. Þegar fram liðu stundir og við fóram að koma í heimsókn í Hafnarfjörðinn með okkar böm, mætti þeim sama hlýja viðmótið og við upplifðum sjálf sem böm. Reynir og Stella höfðu gaman af að ferðast um landið og vora þær ófáar fjölskylduferðimar, lengri eða, styttri, sem famar vora, ýmist í' beijamó eða til náttúraskoðunar. Það sem einkenndi Rejmi fyrst og fremst var prúðmennska hans og hlýja. Hann var ekki margmáll maður og aldrei heyrðum við hnjóðsyrði af vöram hans. Við þökkum fyrir þessar sam- verastundir sem við eigum svo margar dýrmætar minningar frá og kveðjum Rejmi með söknuði. Magga, Palli, Gerða og Auður. vel hafi ég ekki kynnst honum fyrr en Friðrik hóf störf við fyrirtæki okkar hjóna að loknu 40 ára starfi sínu hjá Mjólkursamsölunni. Sjö- tugur gekk Friðrik svo til í hvaða verk sem var og þótti honum slæmt ef hann fékk ekki að kljást við það sama og fflhraustir ungir menn. Friðrik var verklaginn dugnaðar- maður og starfsfélagi ágætur að mati samstarfsmanna hans. Hann var prýðilega greindur, fremur dul- ur og fáskiptinn en sá jafnan hið broslega við það sem fyrir bar og kunni vel að segja frá í kunningja hópi. Því kynntist ég vel er við bjuggum í kjallaranum hjá honum. Hann kom niður og raeddum við þá aðallega um þjóðmál, sem við voram ekki alltaf sammála um. Hann var sannur og traustur fylgis- maður samvinnustefnunnar. Hann var einarður og fylginn sér, hafði ákveðnar skoðanir á málum, enda fylgdist hann grannt með. Hann virti skoðanir annarra og ætlaðist til hins sama af þeim. Einnig hafði Friðrik á slíkum kvöldum gaman af að segja frá uppbyggingu heimil- is þeirra Þórannar og sérstaklega frá því er hann byggði húsið á Nesveginum og frá þeim öðram sem byggðu þar í grenndinni. Á þennan hátt kynntist ég þess- um ágæta tengdaföður mínum, blessuð sé minning hans. Við minn- umst hans sem góðs föður, sem kenndi bömum sínum heiðarleik og prúða framkomu. Ég vil að leiðar- lokum, nú þegar Friðrik er horfínn af sviðinu, senda öllum afkomend- um og aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Já, margs er nú að minnast, sem mætt og ljúft oss varð og autt mun okkur finnast um aldur þetta skarð. Við hnýtum bestu blómin i bjartan minniskrans. Við kveðju-klukknahljóminn og kalda skapadóminn, viðheiðrumminninghans, (G.M.) Pétur Rafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.