Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Yfirburðir upprunaleikans Myndlist Bragi Ásgeirsson Franski málarinn Pierre Soulages er með nafnkenndustu fulltrúum hins óhlutlæga málverks Parísarskólans eftir heimsstyijöldina síðari. Hann telst og í þeim hópi málara, sem voru einhveijir mestu áhrifavald- ar um þróun heimslistarinnar á sjötta áratugnum, er frægðarsól þeirra reis hæst. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vera hámenntaðir rökfræðingar, þótt þeir teldust margir að mestu sjálf- lærðir og höfnuðu akademískri menntun þeirra ára í listaháskólum meginlandsins, sem einkenndist af vanabundinni stöðnun. Það var svo mikil geijun í listinni á þeim árum, að þessi afstaða var meira en skiljanleg og þá einkum ef menn höfðu möguleika á að afla sér þekkingar og hagnýtrar menntunar utan opinberra skólastofnana. Og slíkt er mögulegt í heimsborgum, sem bjóða upp á ótal tækifæri til menntun- ar, gnægð listasafna svo og sýningar- sala, sem kynna einnig hið fram- sæknasta í list dagsins. Svo traust var undirstaða listar þessara manna, að draumur margra virtustu listaháskóla heims var seinna að fá þá sem lærimeistara og er raun- ar enn um einstaklinga, sem á líkan hátt mennta sig í listinni af ástríðu og innri þörf frekar en langri skóla- setu. Pierre Soulages er mjög skýrt dæmi um vinnubrögð franskra mál- ara sem framar öðru dýrka ferskleik- ann í því, sem þeir hafa á milli hand- anna hveiju sinni. Finni þeir hinn minnsta vott um þreytu og leiða fyr- ir framan málverkið, taka þeir til höndunum í annarri tækni, og er hér graflkin nærtækust, en einnig eru mörg dæmi þess, að þeir vinni í leir- eða frjálsri mótunarlist. Fijó hugsun þeirra og áleitin forvitni hefur og ósjaldan orðið til að umbylta við- teknum hugmyndum á þessum svið- um, enda hafa þeir ómótstæðilega þörf fyrir að reyna eitthvað nýtt — gjörkanna möguieika þess, sem þeir á annað borð fikta við. Hið upprunalega og jarðbundna var það, sem þeir dýrkuðu framar öllu og að því levti voru þeir nær kviku náttúrunnar en þeir, sem létu sér nægja að gera uppdrætti af henni. Hið óhlutbundna sækir í ræ- tumar, efnið og hijúfan börkinn frek- ar en tijákrónumar eða útlínur trés- ins. Slíkt krefur einmitt ómældrar tilfinningar og þekkingar á lífrænum hliðum myndefnisins og eðlislægrar efniskenndar. Þetta kemur einmitt mjög vel fram í koparþiykkmyndum Pierre Soulag- es, sem til sýnis eru á Listasafni Is- lands, og listamaðurinn hugsar ekki einungis í koparplötunum heldur einnig í handunnum pappímum, þannig að allt yzt sem innst er háþró- að handverk. Það kemur ekki á óvart að þessi maður er sagður hata gerviefni svo sem plast og alla vélræna tilburði. Og eins og svo margir meistarar franskrar málaralistar vinnur hann á verkstæði innan um hálærða fag- menn í þrykktækninni, sem veita Pierre Soulages honum faglega ráðgjöf og þrykkja myndir hans — en listamaðurinn hef- ur það fram yfir fagmanninn, að hann býr yfir listrænum metnaði og hugarflugi — innsæi og ófreskigáf- um, sem em atriði sem ekki er hægt að kenna. Soulages hefur alla tíð haldið sig við jarðlitina og töfrar fram rammann og dulmagnaðan seið með einfaldri en um leið margslunginni notkun þeirra. Hér þróaði hann í hæsta máta persónulegan stíl, sem einkenndist einnig af mjög óvenjulegri notkun verkfæranna, sem hann hagnýtti sér hveiju sinni. Breiðum penslum svo og margvíslegum sköfum, sem hann í sumum tilvikum bjó til sjálfur, enda hafði hann þörf fyrir að laga verk- færin að ásköpuðum vinnubrögðum sínum. Allt í því augnamiði að ná fram þeim kröftugu sveiflum og lífrænu áferð, sem eru höfuðeinkenni mynda hans og sveija sig í ætt við hina austurlenzku kalligrafíu. Og hvemig sem hann nú vinnur, skipta áhrif hinnar samþjöppuðu heildar mestu máli — frumkraftur- inn og ferskleikinn. Soulages getur að vísu ekki beitt penslinum og sköfunum á sama hátt á koparplötumar og dúkinn, en hann heldur þó merkilega miklu af persónuleika sínum við notkun stórra og einfaldra forma og með því að töfra fram eins mikið af safa- ríkri jarðneskri áferð og hin sér- staka tækni gerir honum kleift. Hann skrapar og rífur í koparinn með hinum sjálftilbúnu verkfærum ásamt mörgum styrkleikagráðum af sýrum — og því dýpra sem sýran vinnur í plötuna því dekkri verður myndflöturinn en um leið og sýran hefur brennt sig í gegnum plötuna hefur ferlið snúizt við og ljósið brýzt í gegn af fullum krafti. Tíminn virðist standa kyrr í þess- um myndum, en þó búa þær yfir duldum grómögnum og vaxtar- mætti líkt og öll blóðrík list. Hér er einnig komið dæmi um sannan listamann, sem vinnur í grafík vegna hinna mörgu og heill- andi vinnsluaðferða, en ekki ein- ungis vegna fjölföldunarmöguleik- anna. Útfærsla myndanna og yfir- bragð er órækasta sönnun þess. Það er og býsna vænleg byijun, að fyrsta einkasýning í nýbyggingu Listasafns íslands skuli vera á verk- um jafn ágæts myndlistarmanns og Pierre Soulages. Talaðu við okfeur um þvottavélar SUNDABORG1 S. 688588-688589 LUXEMBORG 17xíviku FLUGLEIÐIR -fyrírþig- OfTlROn AFGREIÐSL UKASSAR 28444 OKKUR BRÁÐVANTAR EIGNIR Á SKRÁ. SKOÐUM OG VERÐMETUM SAMDÆGURS. 2ja herb. FROSTAFOLD. Tilb. u. tróv. LAUGARÁSVEGUR. Ca 75 fm. GRETTISGATA. Ca. 70 fm. Sórþvh. KEILUGRANDI. Ca 60 fm. Bflskýli. BARMAHLÍÐ. Ca 70 fm. Kj. ASPARFELL Ca 65 fm góð íb. RÁNARGATA. Ca 65 fm. 2. hæö. SKÚLAGATA. Ca 47 fm. Kj. TRYGGVAGATA. Einstaklingsib. 3ja herb. FROSTAFOLD. Tilb. u. trév. ÞÓRSGATA. Ca 110 fm. Toppfb. ÞINGHOLTSBRAUT. Ca 85 fm. SUNDLAUGAVEGUR. Ca 85 fm. Ris. ÁLFHEIMAR 110 fm. Sérþvottah. SÖRLASKJÓL. Ca 80 fm. Góð fb. AUSTURSTRÖND. Ca 85 fm. Bilsk. ENGJASEL. Ca 95 fm. Bílskýli. HRAFNHÓLAR. Ca 95 fm. Glæsil. NÝLENDUGATA. Tvær fb. Lausar. ÞINGHOLTSSTRÆTI. 65 fm. Sérinng. SÓLVALLAGATA. Ca 85 fm. 3. hæð. BERGSTAÐASTRÆTI. Einbhús. 4ra-5 herb. FLÚÐASEL 5 herb. m/bílskýli. NJÁLSGATA. Ca 110 fm. Allt nýtt. REYNIMELUR. Ca 100 fm. Endaib. KLEPPSVEGUR. Ca 110 fm m/aukah. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR. Ca 110 fm. SÓLVALLAGATA. Ca 126 fm. 3. hæð. TJARNARSTÍGUR. 130 fm m/bílsk. Raðhús ÁSBÚÐ GB. Ca 200 fm. Tvöf. bílsk. TUNGUVEGUR. Ca 135 fm. Gott. STAÐARB AKKI. Ca 180 fm. Glæsieign. HOFSLUNDUR. Ca 140 fm og bílsk. Einbýli SMÁRAFLÖT. Ca 200 fm. Toppeign. HRINGBRAUT. Ca 280 fm. Tvöf. bílsk. LÆKJARFIT. Ca 170 fm. Bílskúr. BOLLAGARÐAR. Ca 200 fm í smíöum. Aöeins í skiptum fyrir 100 fm góöa íb. á Seltjarnarnesi. HðSEIGNIR VELTUSUNDI 1 Q SIMI 28444 WL vIUIb Daníel Ámason, lögg. fast., [MB Heigi Steingrímsson, sölustjóri. Marmarafíísar [7R FASTEIGNA LllJ hölun MIOBÆR HAALEITISBRAUT58-60 35300-35522-35301 Fífusel - einstaklíb. Mjög góö ósamþ. íb. á jaröh. Spóahólar - 2ja Mjög glæsil. íb. á 2. hæö. Ný teppi og flísar á gólfum. Óvenju vönduö íb. Góð íb. á 2. hæö. Suðursv. Laus 1. maí nk. Fornhagi - 3ja Mjög góö íb. á 1. hæö. Tvöf. nýtt gler. Flísalagt baö. Suðursv. Lítiö áhv. Ákv. bein sala. Stelkshólar - 3ja Vorum aö fá í sölu mjög fallega íb. á 3. hæö viö Stelkshóla. Hrafnhólar - 3ja Glæsil. ib. á 5. hæö. Mjög góö sam- eign. Gullfallegt útsýni. Laus 1. ág. nk. Fífusel - 4ra Glæsil. íb. á 3. hæö. Sérþvottaherb. í íb. Mikiö skáparými. Stórt aukaherb. í kj. Bílskýli. Frábær sameign. LítiÖ áhv. Hrauntunga - raðhús Glæsil. endaraöhús viö Hrauntungu í Kóp. ásamt innb. bílsk. Mjög stórar suöursv. Glæsil. útsýni. Ekkert áhv. Ákv. bein sala. Selbrekka - raðhús Mjög gott raöhús á tveimur hæöum ásamt innb. rúmg. bílsk. í Kóp. Parket á gólfum. Suöurgaröur. Glæsil. útsýni. Ákv. bein sala. Arnartangi - einb. Til sölu mjög fallegt einnar hæöar einb- hús á góöum staö í Mosfellsbæ. Tvöf. bílsk. Skipti á minna húsi mögul. eöa bein sala. Mikiö áhv. Hafnarfjörður - einb. Til sölu mjög gott einbhús viö Álfaskeiö í HafnarfirÖi. Skilast fokh. innan, fullb. utan í sumar. Grafarvogur - einb. Stórglæsil. ca 180 fm einb. á einni hæö auk rúmgóös bílsk. Skilast fullb. aö utan fokh. innan. Til afh. mjög fljótl. Stórglæsil. teikn. Grafarvogur - sérhæð Mjög góö ca 160 fm sórh. i tvíb. auk bílsk. Skilast fokh. innan fullb. aö utan. Til afh. nú þegar. Suðurhlíðar - Kóp. Vorum aö fá í sölu glæsil. sórh. á falleg- um útsstaö. Eignirnar skilast fullfrág. utan, m. gleri, útihuröum, frág. bílskýli og lóö, tilb. u. trév. innan í ágúst. Teikn. á skrifst. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Arðbært fyrirtæki Vorum aö fá í sölu gott fyrirtæki í fullum rekstri, staösett í miö- borg Rvíkur. Um er aö ræða mjög þægilegan og snyrtil. rekstur. Frábærir tekjumögul. Veröhug- mynd 9-10 millj. Góö grkjör. Uppl. veittar á skrifst. Iðnaðarhúsn. óskast Úskum eftir góðu iðnhúsn. á jarðh. ca 500-700 fm í Rvík eða Kóp. Benedikt Bjömsson, lögg. fast. Agnar Agnarsson, viðskfr., Agnar Ólafsson, I FASTEIGNAMIDLUN SÍMI 25722_ (4línur) ff FYRIRTÆKI BLÓMA- OQ GJAFAVÖRUVERSLUN í glæsil. eigin hús- næöií Austurborginni. Þekkt verslun. Vel staösett. BLÓMA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN í verslunarmiöstöö. Ýmis skipti mögul. Góö kjör. '• BLÓMA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN í nýju verslunarhús- næöl í Breiöholtshverfi. ^ SÓLBAÐSSTOFA f glæsil. húsnæöi. Allt ný tæki. Góö greiöslukjör. TÍSKU- OG SNYRTIVÖRUVERSLUN í miðborginni. Smásala. Heildsala. '• SNYRTIVÖRUVERSLUN í verslunarmiðstöð I Vesturbæ. SPORTVÖRUVERSLUN i verslmiöstöö. Rótgróiö fyrirtæki. BARNAFATAVERSLUN í miöborginni. Góö kjör. Ákv. sala. TÍSKUVÖRUVERSLUN á Laugavegi. Nýtt húsnæöi. DAGSÖLUTU RN i Austurborginni i nýju húsn. Gott verð. SÖLUTURNAR víðsvegar um borgina. Mjög hagstæð greiðslukjör. GRILLSTAÐUR Vel staðsettur. Jöfn velta. Góö kjör. EFNAVÖRUFYRIRTÆKI í matvælaiönaöi. BÓKA- OG RITFANGAVERSLUN í verslunarmiöstöö i Austur- borginni. MATVÖRUVERSLUN i Vesturborginni. Velta 5 millj. á mánuði. PULSUVAGN við skemmtistað. Gðð velta. MATSÖLUVAGN vel staösettur. Góð kjör. SKEMMTISTAÐUR vel þekktur. I góðu húsnæði. Ýmis eignaskipti koma til greina. Góð kjör. Frébært tækifæri. ' Ó8kar Mlkael88on löggiltur fasteignasalL_ PÓSTH ÚSSTRÆTI 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.