Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 áherzlu á, að bindingin yrði hið fyrsta lækkuð verulega. Niðurstað- an varð sú, að tekin var ákvörðun um lækkun hennar úr 18 í 13% frá lokum febrúar, en jafnframt tók Seðlabankinn upp nýjar reglur um lágmarkslausaíjárhlutfoll innláns- stofnana, er tóku gildi frá sama tíma. Gerðu þær reglur ráð fyrir því, að lausaíjárhlutfall yrði að lág- marki 7% og liggja við veruleg við- urlög, ef út af er brugðið. Þótt hinar nýju reglur um lausafjárhlutföll horfi að dómi Seðlabankans til framfara í stjóm peningamála og rekstri innláns- stofnana, var óhjákvæmilegt, að þessi kerfisbreyting hefði í för með sér nokkra óvissu fyrst í stað bæði um framkvæmd reglnanna og pen- ingaleg áhrif. Hlaut því stjóm þessa þáttar peningamálanna að verða um tíma ómarkvissari en ella hefði orðið. í ljósi vaxandi útlánaþenslu á öðmm ársljórðungi vom lausa- ijárhlutföllin hækkuð í júlí og ágúst og reglur þrengdar tií aukins að- halds. Við þessar aðgerðir Seðla- bankans bættust brátt áhrif að- gerða ríkisstjómarinnar til að bæta afkomu ríkissjóðs og auka fjár- mögnun hans með verðbréfasölu innanlands. Þrengdist því lausafjár- staða innlánsstofnana jafnt og þétt, unz svo var komið í október, að meðalstaða þeirra var komin niður fyrir tilskilið lágmark. Héldu lausaQárhlutföllin enn áfram að versna næstu mánuði, og það er fyrst nú í apríl, sem líkur em til, að meðalstaðan fari aftur að nálg- ast tilskilið lágmark. Augljóst er, að þessi þrýstingur á lausafjárhlut- fall innlánsstofnana hefur verið þeim þungbaer, en Seðlabankinn hefur talið óhjákvæmilegt að beita þessu aðhaldi til að knýja innláns- stofnanir til að hægja á útlánaaukn- ingu og vinna þannig gegn þenslu og gjaldeyrisútstreymi. Virðist ár- angur þeirrar stefnu vera að koma í ljós á fyrstu mánuðum þessa árs í minni útlánahraða og þolanlegri gjaldeyrisþróun, miðað við aðstæð- ur. Er óhjákvæmilegt að Seðlabank- inn gæti þess vandlega, að ekki létti um of á lausaQárstöðu bank- anna á næstunni, þar sem nauðsyn- legt er að auka enn aðhald í útlán- um bankanna til að vinna gegn verðbólgu og viðskiptahalla. Vaxtaþróunin hér innanlands endurspeglaði í öllum meginatriðum þá þróun peningamála, sem ég hef nú lýst. Framan af árinu breyttust vextir lítið, enda spáðu menn þá stöðugri eða fallandi verðbólgu á árinu, jafnframt því sem vextir af spariskírteinum vom lágir. Frá því um mitt árið fóm vextir hins vegar hækkandi, fyrst fyrir áhrif vaxandi verðbólgu, en síðan bættist við auk- in samkeppni á lánamarkaðnum auk mikillar sölu spariskírteina og þrengri lausafjárstöðu peninga- stofnana. Vom vextir af verð- tryggðum lánum innlánsstofnana komnir upp í 9V2% í desember, en þá vom vextir bankabréfa á mark- aðnum yfirleittá bilinu 9—10%, samanborið við 8V2% vexti af spari- skírteinum. Ljóst er, að vaxtahækk- anir innlánsstofnana á síðastliðnu ári vom að nokkra leyti til komnar vegna innbyrðis samræmingar á vöxtum í kjölfar þess vaxtafrelsis, sem hér hefur ríkt, eftir að Seðla- bankalögin tóku gildi í nóvember 1986. A hinum fijálsa verðbréfa- markaði er ekki hægt að segja að orðið hafi nein umtalsverð breyting á vaxtastigi á árinu í heild. Engar vemlegar breytingar virð- ast hafa orðið á raunvaxtastiginu, það sem af er þessu ári, og verður ekki um það deilt, að raunvextir em nú mjög háir hér á landi, þótt sambærilega vexti megi finna víða erlendis, þar sem efnahagsaðstæð- ur em sambærilegar. Hér er enn við að etja verulega verðbólgu, og mikil óvissa er ríkjandi um þessar mundir um þróun kaupgjalds og verðlags á komandi mánuðum og hljóta þessar aðstæður ásamt mik- illi lánsfjárþörf opinberra aðila að þrýsta vöxtum upp á við. Hefur bankastjóm Seðlabankans því ekki talið efni til þess að reyna að hafa bein áhrif til lækkunar á vaxtastig- ið í landinu, þar sem slíkt myndi aðeins auka á jafnvægisleysi og kalla á skömmtun lánsfjár. Raun- hæf vaxtalækkun verður því að- eins, að betra jafnvægi náist á öðr- um sviðum efnahagsmála, en þar skiptir við núverandi aðstæður mestu máli, að sem fyrst ljúki því uppnámi og óvissu, sem ríkt hefur á vinnumarkaðnum undanfama mánuði. Þar næst vil ég nefna mik- ilvægi þess, að ríkisstjóminni takist að ná markmiðum sínum varðandi bætta afkomu ríkissjóðs og minni lánsfjárþörf opinberra aðila. Er í þessu sambandi rétt að benda sér- staklega á nauðsyn gagngerrar endurskoðunar á húsnæðislána- kerfinu, þar sem niðurgreiðsla vaxta og stórfelld binding á fjár- magni lífeyrissjóða hefur stóraukið eftirspum eftir lánum til íbúða- kaupa, jafnframt því sem það hefur dregið úr framboði lánsfjár til ann- arra þarfa. Þannig hefur þetta kerfi haft áhrif bæði til hækkunar á vöxt- um í landinu og þenslu á fasteigna- markaðnum. Er fagnaðarefni, að nú skuli vera fram komnar tillögur um gagngera endurskoðun þess. Mjög miklar breytingar hafa orð- ið á starfsemi ^ármagnsmarkaðar- ins hér á landi á undanfömum tveimur ámm, svo að jaðrar við byltingu. Eftir gildistöku Seðla- bankalaganna haustið 1986 og setningu vaxtalaga á síðasta ári má heita, að vextir séu ftjálsir og ráðist fyrst og fremst af framboði og eftirspum á markaðnum. Hefur þessu fylgt jöfnun lánskjara og aukin samkeppni, jafnframt því sem fjármálastarfsemi, önnur en hefð- bundin viðskipti innlánsstofnana, hefur eflzt að mun. Er hér einkum að nefna skuldabréfaútgáfu til sölu á almennum markaði, starfsemi verðbréfasjóða og fjármögnunar- leigufyrirtælq'a. Til dæmis um um- fang þessarar starfsemi má nefna, að vöxtur íjármögnunarleigu og verðbréfasjóða nam rúmum fjórð- ungi af útlánaaukningu bankanna á síðasta ári, en tveimur ámm áður var þessi starfsemi varla til. Enginn vafí er á því, að svo örri þróun hljóti að fylgja vandamál fyrir hina hefðbundnu bankastarfsemi og ýmsir bamasjúkdómar. Þess vegna er nauðsynlegt, að þessari nýju starfsemi séu settar skýrar starfs- reglur óg traust eftirlit haft með starfsemi þeirra. Þótt Seðlabankinn hafi leitazt við að fylgjast sem bezt með þróun þessarar nýju fjármála- starfsemi og safna upplýsingum um hana, getur það aldrei komið að fullu gagni, fyrr en sett hefur verið almenn löggjöf um hana, sambæri- leg við þau lög, sem nú gilda um innlánsstoftianir. Er nú að ljúka frágangi frumvarps um þessi efni, sem unnið hefur verið að í vetur á vegum viðskiptaráðuneytisins með þátttöku Seðlabankans. Er mjög mikilvægt, að á gmndvelli þeirra verði sem fyrst lokið setningu lög- gjafar um þessi efni. Þótt aðhalds og bætts skipulags sé þörf á þessu sviði, leikur að mínum dómi enginn vafi á rétt- mæti þeirrar þróunar, sem hér hef- ur átt sér stað að undanfömu á fjármagnsmarkaðnum. Fijáls ákvörðun vaxta í samræmi við framboð og eftirspum, jöfnun láns- kjara og heilbrigð ávöxtun lánsfjár era mikilvæg skilyrði aukins inn- lends spamaðar annars vegar og betri nýtingar §ármagns hins veg- ar. En þessi þróun hefur tryggt lántakendum greiðari og jafnari aðgang að lánsfé og betri þjónustu, en hærri raunvextir hafa veitt auk- ið aðhald um nýtingu fjármagns og arðsemi. Jafnframt hafa sparendum boðizt betri og fjölbreyttari ávöxt- unarkjör, sem haft hafa í för með sér stóraukinn peningalegan spam- að. Þannig jókst innlend fjármagns- myndun á vegum lánakerfisins í heild um 44% á síðastliðnu ári, sem er um 18% umfram verðbólgu. Því er stundum haldið fram, að hinir háu vextir hafi reynzt vera gagnslitlir, þar sem þeir hafi ekki komið í veg fyrir hina miklu þenslu, sem hér ríkti á síðasta ári og dreg- ið úr útlánaaukningu. Ég tel að hér sé um vafasama túlkun staðreynda að ræða. Ég held, að sannleikurinn sé þvert á móti sá, að háir og hækk- andi raunvextir á síðastliðnu ári hafi beinlínis komið í veg fyrir það, að sú launasprenging og verðbólgu- aukning, sem þá varð, hefði í för með sér stórkostlegt jafnvægisleysi á peningamarkaðnum ásamt minnkandi spamaði og spákaup- mennsku. Þegar höfð era í huga vaxandi efnahagsvandamál undan- farinna mánaða, ásamt óróleika á vinnumarkaði og óvissu um þróun launa og verðlags, verður ekki ann- að sagt en að furðu gott jafnvægi hafi ríkt bæði á hinum innlenda peningamarkaði og í gjaldeyrisvið- skiptum. Er það tvímælalaust að þakka hinu aukna aðhaldi í íjármál- um ríkisins og peningamálum, sem hér hefur verið beitt frá miðju síðastliðnu ári ásamt vaxtakjömm, sem em í samræmi við þau skilyrði framboðs og • eftirspumar, sem ríkjandi em á markaðnum. Niðurstaða mín er því sú, að sú aðhaldsstefna í fjármálum og pen- ingamálum, sem mörkuð var á miðju síðasta ári, hafí þegar náð vemlegum árangri í að hemja og síðan draga úr þeirri gífurlegu þenslu, sem þá einkenndi þjóðarbú- skapinn. En lítum þá á aðra megin- undirstöðu þeirrar efnahagsstefnu, sem tekin hefur verið, en það er stefnan í gengismálum. Er þá fyrst ástæða til að rekja nokkuð söguleg- an aðdraganda þeirrar fastgengis- steftiu, sem fylgt hefur verið hér á landi undanfarin tvö ár. Eins _ og flestar aðrar þjóðir bjuggu íslendingar fyrstu áratugina eftir síðustu heimsstyijöld við fast- gengiskerfi það, sem kennt var við Bretton Woods. Samkvæmt því skyldi skrá fast gengi, sem aðeins mátti breyta eftir markaðsaðstæð- um innan mjög þröngra marka, en almennar gengisbreytingar vom því aðeins leyfðar, að við alvarlegt, langvarandi greiðslujafnaðarvanda- mál væri að etja. Kerfíð veitti því mikið aðhald um gengisbreytingar, þótt til þeirra mætti grípa þegar í óefni var komið og ekki annarra kosta völ. íslendingar bjuggu við þetta kerfí frá því að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn tók til starfa 1946 og þar til fastgengiskerfið hmndi árið 1973. Enginn vafi er á þvf, að þetta kerfi hafði veraleg aðhalds- áhrif í efnahagsmálum hér á landi. Kemur það fram í því, að á þessum 27 áram var gengi krónunnar að- eins breytt sjö sinnum eða tæplega flórða hvert ár. Sumar þessara gengisbreytinga vora hins vegar mjög stórar, og hækkaði gengi doll- ars gagnvart íslenzku krónunni um rúmlega 8% að meðaltali yfir allt tímabilið 1950-1973. Haustið 1973 verður síðan meg- inbreyting í gengismálum hér á landi. Gengisbreytingar urðu nú tíðari og megináherzla á það lögð, að gengið væri við það miðað, að tryggja tiltekna rekstrarstöðu út- flutningsframleiðslugreina. Eftir að full verðtrygging launa kom á ný til sögunnar árið 1977 hætti gengið fljótlega að hafa teljandi áhrif til aðhalds um verð- og kostnaðar- breytingar hér innanlands, en varð í stað þess aðeins eitt hjól í verð- bólguvél launa, verðlags og gengis. Það hagstjómarkerfí beið síðan endanlegt skipbrot í meira en 100% verðbólgu vorið 1983, en þá hafði gengi dollars hækkað á undan- gengnum 10 ámm um meira en 40% að meðaltali á ári, en verðbólgan hér á landi lengst af verið á milli 40 til 50% á ári. Það var í ljósi þessarar reynslu, sem ríkisstjóm sú, sem tók við völd- um vorið 1983, gerði gengisfestu að einum hymingarsteini stefnu sinnar. Að vísu varð að slá undan í bili eftir kauphækkanimar haustið 1984, en fastgengismarkmiðið var ítrekað með enn ótvíræðari hætti með yfírlýsingu ríkisstjómarinnar í sambandi við kjarasamninga í febr- úar 1986 og svo enn á ný í stefnu- yfirlýsingu núverandi ríkissljómar. Enginn vafi er heldur á því, að aukin gengisfesta undanfarin fimm á hefur átt vemlegan þátt í því að koma verðbólgu hér á landi niður á skaplegra stig, þótt hún sé enn allt of há miðað við önnur Evrópu- lönd. Gengisfestu hefur einnig fylgt mun meiri stöðugleiki en áður í allri efnahagsstarfsemi, sem dregið hef- ur úr spákaupmennsku og auðveld- að fyrirtækjum áætlunargerð og mat á stöðu sinni fram í tímann. Vaxandi umræður um það, að ís- lendingar hljóti í framtíðinni að leit- ast við að tengjast Evrópu nánar og jafnvel binda með tímanum gengi íslenzku krónunnar við gjald- miðla Evrópu, sýnir vaxandi áhuga og trú á gildi stöðugleika í þessum efnum. Er það mjög í samræmi við þau sjónarmið, sem ég hef áður sett fram í þessum efnum á árs- fundum bankans. Við þær aðstæður, sem nú ríkja, er hins vegar ekki fyrst og fremst um langtímamarkmið fyrir íslend- inga í gengismálum að tefla, heldur hvaða stefnu skuli fylgt og hvaða ákvarðanir teknar í þessum efnum á næstu vikum og mánuðum. Sífellt háværari kröfur hafa komið fram að undanfömu um lækkun gengis krónunnar bæði frá talsmönnum útflutningsfyrirtækja og sam- keppnisgreina. Fyrir þessum skoð- unum em fyrst og fremst færð þau rök, að kaupgjaid hér á Iandi hafi hækkað langt umfram það, sem verið hefur í samkeppnislöndum okkar, og því sé raungengi krón- unnar orðið allt of hátt. í öðm lagi er bent á vanda einstakra greina vegna óhagstæðrar verðlagsþróun- ar erlendis og þá sérstaklega þeirra greina, sem háðar em Bandaríkja- markaði og gjalda gengislækkunar dollarans undanfarin ár. Aðrir benda á almennari efnahagsleg rök fyrir gengisbreytingu nú, og þá einkum vaxandi viðskiptahalla við útlönd. Allt em þetta út af fyrir sig góð og gild rök, en þau taka þó aðeins til hluta þess hagstjómar- vanda, sem hér er við að fást. Því MARKAÐSFRÆÐI FYRIR STJÓRNENDUR 3.m4. MAÍ INNRITUNTIL SUNNU- DAGS- KVÖLDS SÍMI: 621066 ERTUÍSÓKNEÐA LÆTURÐU LUKKUNA RÁÐA? Tækifæri til átaks í markaðsmálum. Námskeið þetta gefurinrrsýn í fræðigreinina og skilning á mikiivægi markaðsstarfsemi. LEIÐBEINANDI: Dennis Anderson, prófessor í markaðs- fræðum við Háskólann í Manitoba. Prófessor Anderson hefur víðtæka þekkingu í markaðsmálum og er eftirsóttur fyrirlesari. TÍMIOGSTAÐUR:3.-4. maíkl. 8.30-17.30aðÁnanaustum 15. MARKAÐSSETNING NÝRRAR VÖRU OG ÞJÓNUSTU 5.-6. MAÍ INNRITUN TIL 4. MAÍ SÍMI: 621066 HVERNIG Á AÐ KOMA NÝJUNGUM Á FRAMFÆRI? 1. Vöruþróun er nauðsyn. 2. Henni fylgir áhætta. Yfirleitt misferst önnur hver nýjung á markaðnum. 3. Markaðs- rannsóknir og rétt mat á þeim er forsenda vöruþróunar. LEIÐBEINANDI: Dennis Anderson, prófessor í markaðs- fræðum við Háskólann í Manitoba. TÍMIOG STAÐUR: 5.-6. maíkl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU f ÞESSU NÁMSKEIÐI. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími 6210 66 HfMHliBMMiMiMM(nintnn t íuu; ; UHMBMMI MNBMMMttS Mi MMM t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.