Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 27 ísrael: Palestínsk stulka fellur í átökum SAGAN UM HJÓNIN SEM MINNKUÐU VIÐ SIG* Tveir skæruliðar felldir Tel Aviv, Kiryat Shmona í ísrael. Reuter. FIMMTÁN ára gömul palestínsk stúlka var skotin til bana á þriðjudag þegar óeirðir brutust út f þorpi á Vesturbakkanum, að þvl er palest- ínskir heimildarmenn sögðu í gær fyrir landamæri ísraels við Lfbanon áður en þeir voru skotnir til bana. ísraelskir heimildarmenn sögðu að palestínska stúlkan hefði verið skotin í höfuðið á þriðfjudagskvöld í þorpinu Kufr al-Dik. Palestínumenn segja að þorpsbúar hefðu kastað steinum að ísraelskum hermönnum sem hefðu komið inn í þorpið. „Miklar óeirðir brutust út,“ sagði talsmaður ísra- elska hersins. „Israelsku hermenn- imir skutu táragasi og gúmmíkúlum en neyddust að lokum til að skjóta byssukúlum þegar þeim þótti hætta vera á ferðum," sagði hann ennfrem- ur. Talsmaður hersins sagði að herinn væri enn að rannsaka hvort ísraelsk- Frakkland: Mitterrand . Tveir skæruliðar laumuðust um f gær og særðu ísraelskan bflstjóra ur hermaður hefði skotið stúlkuna, sem lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum eftir að hún varð fyrir skoti. ísraelskir hermenn segj- ast ekki hafa séð neinn særast í átök- unum. Að minnsta kosti 166 Pa- lestínumenn og tveir ísraelar hafa fallið síðan óeirðimar hófust 9. des- ember. Skæruliðamir tveir laumuðust inn fyrir landamæri ísraels skammt frá þeim stað þar sem þrír skæruliðar og tveir ísraelskir hermenn féllu á þriðjudag. ísraelskur vörubílstjóri særðist Htillega þegar skæruliðamir réðust á bíl hans. Ekki var vitað í gær hvort skæruliðamir hefðu skotið úr byssum eða kastað handsprengj- um á bílinn. ísraelskir hermenn eltu skæruliðana tvo og skutu þá til bana. ísraelskir heimildarmenn sögðu að hermennimir hefðu ekki séð fleiri skæruliða, en leit að þeim yrði hald- ið áfram. Þetta er sagan um hjónin, sem seldu stóru íbúðina sína í Hlíðunum, keyptu sér minni íbúð og töluvert af Tekjubréfum hjá Fjárfestingarfélaginu. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef þessar framkvæmdir hefðu ekki gjörbreytt lífi þeirra - til hins betra! En byrjum á byrjuninni. Einu sinni var... Það kannast margir við hjónin. Konan heitir Dóra Guðlaugsdóttir en maðurinn Helgi Kjartansson. Heigi var skrifstofustjóri hjá banka í Reykjavík, en Dóra sá um kaffistofuna í sparisjóðnum. Dóra og Helgi og bömin tvö bjuggu á 185 fermetra sérhæð í Hlíðunum. Það má segja að þetta hafi verið ósköp venjuleg fjölskylda, — tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna... En svo.... Einn góðan veðurdag, fyrir um það bil ári síðan, kom Helgi heim með bækling frá Fjárfestingarfélaginu. Bæklingurinn var um Tekjubréf. í bæklingnum stóð, að með Tekjubréfum gæti venjuiegt fólk safnað sér sparifé og jafhvel lifað af vöxtunum — verið þannig á föstum tekjum hjá sjálfu sér. Helga fannst þetta vera nákvæmlega það sem þau hjónin ættu að gera, en það verður að segjast eins og er að Dóra var dálítið efins fyrst í stað. eykur enn forskotið Paris. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti hefur 14% meira fyljfi en Jacques Chirac forsætisráð- herra þegar 10 dagar eru í sfðari umferð forsetakosninganna f Frakklandi. Kemur þetta fram f fyrstu skoðanakönnuninni, sem gerð er eftir fyrri umferðina. Könnunin, sem útvarpsstöðin Europe 1 og tímaritið Paris Match létu gera, sýnir, að Mitterrand hefur aukið forskotið um 4% og fengi nú 57% atkvæða en Chirac 43%. Sam- kvæmt þessu blæs ekki byrlega fyrir Chirac en lætur samt engan bilbug á sér finna og ætlar að koma fram á 18 miklum kosningafundum fram til kosninga 8. maí. Til að sigra Mitterrand þarf Chirac. að fá stuðning þeirra, sem kusu Je- an-Marie Le Pen í fyrri umferðinni, en í könnuninni kom fram, að næstum þriðjungur kjósenda Le Pens ætlar að kjósa Mitterrand í síðari umferð- inni. Sjálfur ætlar Le Pen að skýra frá sinni afstöðu 1. maí og er búist við, að hann geri annað tveggja, að skora á sína menn að fylkja sér um Chirac eða sitja heima. Krabbameinsfélagið „Opið hús“ verðurhjá Samhjálp kvenna, íSkógarh/íð 8, fimmtudaginn 28. apríink. kl. 20.30. Gestir kvöldsins verðadr. Holleb, læknisfræðileg- ur forstjóri bandaríska krabbameinsfélagsins (Am- erican Cancer Society) og frú Holleb, sem hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá Reach to Recovery (Samhjálp kvenna) um árabil. Dr. Holleb mun halda fyrirlesturum breytt viðhorf í meðferð brjóstkrabbameins og endurhæfingu eftir meðferð. Að fyrirlestri loknum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Kaffiveitingar. Samhjálp kvenna. Opiðí verkfallinu M. MANDA KJÖRGARÐI 2.HÆÐ. Sérverslun með yfirstærðir. .. .tóku þau sig til Helgi tók af skarið. Hann er árinu eldri en Dóra (og töluvert frekari!). í október- mánuði 1986 seldi hann gömlu, góðu íbúðina þeirra í Hlíðunum. íbúðin fór fyrir 5.550.000 krónur, svo að segja á borðið. Hann ætlaði sér aldrei að selja Volvoinn. En kaupandi íbúðarinnar var svo spenntur fyrir honum, að hann bauð Helga 760.000 krónur, ef hann vildi láta hann. Helgi stóðst ekki mátið. Þetta var líka kostaboð fyrir lítið notaðan Volvo 240 GL 1986 árgerð á þeim tíma. Áfram í vesturbæinn... Nú var Helgi kominn í stuð. Sem gamall KR-ingur kom ekki til greina annað en að kaupa nýja íbúð í vesturbænum, nærri sundlauginni og knattspymunni. Aftur fékk hann að ráða. Þau Dóra keyptu sér stóra 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi skammt frá lauginni. Dóra hélt því fram að þau hefðu ekkert með bíl að gera á slíkum stað. Þá kom Dóra á óvart... Heldurðað ’ún haf ekki sagt upp vinnunni hjá sparisjóðnum. Ekki nóg með það. Hún lét innrita sig á sundnámskeið. Þær stöllumar í sundinu ætla síðan á matarlistamám- skeið hjá Elínu og Hilmari B. í Hafharfirði í næsta mánuði. Helgi er búinn að minnka við sig vinnuna, „rýma til fyrir yngri manni,“ segir hann og glottir. Hann vinnur nú hálfan daginn. ... en Tekjubréfin sjá fyrir sínum Hjónin Dóra Guðlaugsdóttir og Helgi Kjartansson búa í fallegri íbúð í vesturbænum. Það fer vel um þau, þó að plássið sé ekki mikið. Bæði börnin em flutt að heiman. Dóra og Helgi em um sextugt. Þau em við hestaheilsu og njóta þess að vera til. Þau lifa nú þokkalegu lífi á lífeyrissjóðsgreiðslum, sem em 28.364 krónur á mánuði, og Tekjubréfagreiðslum, sem em nú 137.900 krónur ársfjórðungslega. Helgi fær 36.318 krónur á mánuði fyrir hálft starf á skrifstofunni. Samtals em þau hjónin með 110.649 króna mánaðarlaun, tekjuskattfrjálst. P.S. Dóra er búin að panta sér Fiat Uno. „Það er svo ágætt að eiga smábíl, til þess að geta heimsótt bömin, sem búa í Mosfellsbæ.“ * Þetta er alveg satt. Sögunni og nöftium hefur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum. FJÁRFESTINGARFÉIACÐ __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ VISP’BSO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.