Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 25 Vín: Auknar líkur á hærra olíuverði Ríki utan og í OPEC ræða um minni olíuútf lutning Vín, London. Reuter. OLÍUVERÐ hækkaði örlítið í Rcuter Fánalitunum flaggað Breskir knattspymuáhugamenn eru misjafnlega þokkaðir utan landsteinanna eins og kunnugt er enda virðast sauðimir vera öllu misjafnari meðal þeirra en annarra. Ken Baily, sem kom í fyrradag til Búdapest til að fýlgjast með vináttulandsleik Englendinga og Ungveija í knattspymu, var þó ekkert smeykur við vekja athygli á þjóðemi sínu eins og sjá má. gær en þá hófst í Vin fundur olíumálaráðherra OPEC-ríkj- anna, Samtaka olíuframleiðslu- ríkja, og sjö rikja, sem utan þeirra standa. Verður þar rætt sögulegt tilboð sjö-ríkja-hópsins um minni framleiðslu í þvi skyni að hækka heimsmarkaðsverðið á olíunni. Sjö-ríkja-hópurinn, Angóla, Kína, Kólombía, Egyptaland, Mal- asía, Mexikó og Óman, hefur boðist til að minnka olíuútflutning um 5% að því tilskildu, að OPEC-ríkin geri þáð einnig. Ef um það semst má búast við nokkurri verðhækkun á olíunni þegar frá líður og slíkt sam- komulag yrði einnig til að draga úr mikilli birgðasöfnun olíukaupa- ríkjanna. Stafar hún aftur af of- framleiðslu OPEC-ríkjanna og vax- andi olíuvinnslu annarra ríkja. Saudi-Arabar, mesta olíuvinnslu- þjóðin innan OPEC, hafa um nokk- urt skeið verið andvígir frekari sam- drætti en nú er haft eftir sumum fulltrúum þeirra í Vín, að þeir séu hlynntir niðurskurði ef hann er nógu mikill. Umræddur 5% samdráttur í út- flutningi fyrmefndra ríkja svarar til 180.000-205.000 olíufata á dag og er það talið nægja til að styrkja nokkuð verðið á skyndimarkaðnum. Eiginleg verðhækkun á olíunni kæmi hins vegar ekki til fyrr en á næsta hausti þegar olíukaupendur fara að safna í sarpinn fyrir vetur- inn. Skólaböm sannfærð um afleiðingar mslfæðuáts New Jereey. AP. NEMENDUR í sjötta bekk, sem ólu tilraunarottu á svokölluðu sjoppufæði og fýlgdust með þvi, hvemig heilsu hennar hrakaði dag frá degi, þangað til hún varð rauðeyg og sljó, sannfærðust um, að heilsusam- legt líferni og viðrinislegt mat- aræði eiga ekki samleið. En eitt vandamál skaut þó upp kollinum í þessari tilraun. Rottan, sem alin var á ruslfæðinu, Honey (Hunang), lifði félaga sinn, Nut (Hnetu), sem eingöngu var alinn á heilsufæði. Nut kafnaði, þegar hann var að éta kex, að því er fram kom, þegar tilraunin var kynnt á fundi með fréttamönnum í síðustu viku. „Hann var einstaklega vel á sig kominn," sagði Kathie Dilks sann- færandi við nemendur sína í sjötta bekk Harrison-grunnskólans í New Jersey. Og kennarinn sagði, að Nut yrði jarðaður með viðhöfn. Áætlað var, að tilraunin stæði í þijár og hálfa viku til viðbótar, en þrátt fyrir dauða Nut hafa nið- urstöðumar þegar sannfært nem- enduma. Paul Amiss, tólf ára, sagðist ætla að hlusta betur eftir orðum móður sinnar um næring- argildi matar. „Hún vill helst, að ég borði heilsusamlegan mat, svo að ég verði heilbrigður og hraust- ur,“ sagði hann. „Ef maður borð- ar of mikið af sjoppufæði, nær maður ekki eðlilegum þroska." Hann bætti þó við, að þessi lær- dómur kæmi sennilega ekki í veg fyrir, að hann gæddi sér á sæl- gæti endmm og eins. Meðan á fréttamannafundinum stóð, var Honey heldur dauflegur á að líta í glerbúrinu sínu, en hoppaði órólega um á milli þess sem hann mókti. „Þetta er sennilega vegna syk- urátsins," sagði Dilks. Verið vel klcedd í sumor Nýjar Iðunnarpeysur á dömur ogherra. Nýjar blússurfrá OSCAR OF SWEDEN. Sumarbuxur fyrir dömur ognýpilsjrá GARDEUR í Vestur- Þýskalandi. Verzlunin er ppin daglega frá 9-6, laugardaga frá 10-12 Krodltkortaþjónusta / yj. PRJÓNASTOFAN Vðuntv SKERJABRAUT1 V/NESVEG, SEL TJARNARNES! Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 4. maí nk. kl. 17.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákvörðun um upphæð félagsgjalda. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Reikningar Iðju liggja frammi á skrifstofu félagsins. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. n Eftirtalin námskeið verða haldin á næst- unni hjá Iðntæknistofnun: Verkstjórnarfræðslan: 2.-3. maí PROJECT-forrlt og verkáætlanlr. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC- tölvu, kynning á tölvuforritunu PROJECT o.fl. 4.-5. maí Verktilsögn og vinnutæknl. Farið er yfir skipu- lagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfs- mannafræðslu, vinnuvistfræði, líkamsbeitingu við vinnu. 6.-7. maí Stjórnun breytinga. Farið er yfir stjórnun breyt- inga, hvemig unnið er að breytingum. Starfs- mannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. 9. -10. maí Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórn- unar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnis- hópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 16.-17. maí Vöruþróun. Helstu þættir vöruþróunar og hlut- verk verkstjóra í vöruþróunarstarfinu, þróun frum- gerðar og markaðssetningar o.fl. 18.-19. maí Orygglsmál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. 27.-28. maí Undirstaóa vinnuhagræölngar. Farið er yfir undirstöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki við hagræðingu og mat á árangri o.fl. 30.-31. maí Verkáætlanlr og tlmastjómun. Farið er yfir undirstöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM-framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mann- afla og aðföngun. 1 .-2. júní PROJECT-forrlt og verkáætlanir. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC- tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT o.fl. 6.-7. júní MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undirstöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTIPLAN. 10. -11. júní Tíðniathuganlr og bónus. Tíðnirannsóknir og hvernig meta má afköst hópa, verkstæðisskipu- lag, hagræðing vinnustaða, afkastahvetjandi launakerfi. . Vinnuvélanámskeið: 4.-12. maí Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - Haldiö á Siglufirði. 24. maí- Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - 1. júní Haldið i Reykjavík. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-7000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91)68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91) 68-7009. Geymið auglýsinguna! IÐNTÆKNISTOFNUN omRon AFGREIÐSLUKASSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.