Morgunblaðið - 28.04.1988, Page 52

Morgunblaðið - 28.04.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 FRJALSIÞROTTIR FRÍ borgar 132 þúsund krónur næstufimm mánuði í styrki Stjóm FRÍ hefur ákveðið að veifa sjö ftjálsíþróttamönn- um æfíngastyrki til þess að auð- velda þeim að helga sig æfíngum og keppni í sumar. Er samtals um að ræða 132 þúsund krónur á mánuði næstu fímm mánuðina. Þessir styrkir eru veittir með hlið- sjón af styrkyeitingum Afreks- mannasjóðs ÍSÍ og verða endur- skoðaðir ef sjóðurinn tekur fleiri frjálsíþróttamenn upp á arma sína nú í vor, sem við fastlega gerum ráð fyrir að hann geri,“ sagði Ágúst Ásgeirsson, formaður FRI, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt ákvörðun FRÍ fær Eggert Bogason, kringlukastari úr FH, 36 þúsund krónur á mán- uði. Hlaupakonumar Ragnheiður Ólafsdóttir FH og Helga Halldórs- dóttir KR fá 18 þúsund á mánuði hvor. Þá fá fjórir ftjálsíþrótta- menn 15 þúsund krónur á mán- uði, eða Þórdís Gísladóttir, há- stökkvari HSK, Pétur Guðmunds- son, kúluvarpari HSK, íris Grön- feldt, spjótkastari UMSB, og Sig- urður Matthíasson, spjótkastari UMSE. „Þau Eggert, Ragnheiður og Helga náðu öll ólympíulágmarki í fyrra og við teljum að þau geri það aftur í ár. Ragnheiður er þeg- ar búin að ná lágmarki í ár í 10 km hlaupi og Helga er alveg við lágmarkið en er þó ekki farin að keppa af alvöru. Hin fjögur hafa náð A-flokks árangri, samkvæmt styrkleikaflokkunarkerfí FRÍ, og eiga að okkar mati möguleika á að ná ólympíulágmarki í sumar. Ragnheiður og Helga hafa notið styrkja hjá Afreksmannasjóði en Eggert ekki og bætir FRÍ honum það upp. Fær hann því jafn mikið og Ragnheiður og Helga fá sam- tals frá FRÍ og Afreksmanna- sjóði. Fá þau þijú því sömu mán- aðargreiðslu og Einar Vilhjálms- son, Vésteinn Hafsteinsson og Sigurður Einarsson fá hjá Afreks- mannasjóði, en þessir sex fijálsí- þróttamenn eru allir í afreksflokki samkvæmt_ áðumefndu flokkun- arkerfí FRÍ,“ sagði Ágúst. Að sögn formanns FRI er gert ráð fyrir að styrkur til A-flokksmann- anna hækki ef þeir ná ólympíulág- marki. Eins er gert ráð fyrir að styrkja þá sem kunna að vinna sig upp í A-flokk á tímabilinu. Rut Ólafsdóttlr Rutbætir sig mikið í1500m hlaupi RUT Ólafsdóttir UÍA stórbœtti árangur sinn í 1500 metra hlaupi á móti í borginni Pom- ona í Kaliforníu, hljóp á 4:23,7 mínútum. Rut átti bezt áður 4:31,0 mínút- ur í 1500 metra hlaupi, en þeim árangri náði hún á móti í Köln í Vestur-Þýzklandi árið 1980, aðeins 16 ára gömul. Bætti hún árangur sinn því um röskar 7 sek- úndur. Árangur Rutar er þriðji bezti tími íslenzkra kvenna í 1500 metrum. Systir hennar Ragnheiður setti ís- landsmet í fyrra, 4:14,94 mín., og Lilja Guðmundsdóttir ÍR hljóp á 4:19,3 í Kil í Svíþjóð vorið 1977. Afrekið vann Rut á móti í Pomona, útborg Los Angeles, 19. marz sl. Varð hún í öðru sæti í hlaupinu. Tveimur vikum áður hljóp hún 800 metra á 2:09,37 mínútum í San Diego. Gott hjá Kristjánl og Gunnlaugi Kristján Skúli Ágústsson ÍR og Gunnlaugur Skúlason UMSS bættu árangur sinn verulega í 5000 m hlaupi, sem fram fór á Laugardals- vellinum í vikunni. Kristján Skúli hljóp á 15:40,9 ( átti best 16:17 ), en Gunnlaugur hljóp á 15:47,7 og bætti_ sig um mínútu. Jón Diðriks- son ÍR á íslandsmetið í 5000 m hlaupi, 14:13.2. Hlaupararnir, sem báðir eru tvítug- ir, hafa staðið sig ágætlega á víða- vangshlaupum í vetur og virðast strkir í upphafi keppnistímabilsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.