Morgunblaðið - 28.04.1988, Side 25

Morgunblaðið - 28.04.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 25 Vín: Auknar líkur á hærra olíuverði Ríki utan og í OPEC ræða um minni olíuútf lutning Vín, London. Reuter. OLÍUVERÐ hækkaði örlítið í Rcuter Fánalitunum flaggað Breskir knattspymuáhugamenn eru misjafnlega þokkaðir utan landsteinanna eins og kunnugt er enda virðast sauðimir vera öllu misjafnari meðal þeirra en annarra. Ken Baily, sem kom í fyrradag til Búdapest til að fýlgjast með vináttulandsleik Englendinga og Ungveija í knattspymu, var þó ekkert smeykur við vekja athygli á þjóðemi sínu eins og sjá má. gær en þá hófst í Vin fundur olíumálaráðherra OPEC-ríkj- anna, Samtaka olíuframleiðslu- ríkja, og sjö rikja, sem utan þeirra standa. Verður þar rætt sögulegt tilboð sjö-ríkja-hópsins um minni framleiðslu í þvi skyni að hækka heimsmarkaðsverðið á olíunni. Sjö-ríkja-hópurinn, Angóla, Kína, Kólombía, Egyptaland, Mal- asía, Mexikó og Óman, hefur boðist til að minnka olíuútflutning um 5% að því tilskildu, að OPEC-ríkin geri þáð einnig. Ef um það semst má búast við nokkurri verðhækkun á olíunni þegar frá líður og slíkt sam- komulag yrði einnig til að draga úr mikilli birgðasöfnun olíukaupa- ríkjanna. Stafar hún aftur af of- framleiðslu OPEC-ríkjanna og vax- andi olíuvinnslu annarra ríkja. Saudi-Arabar, mesta olíuvinnslu- þjóðin innan OPEC, hafa um nokk- urt skeið verið andvígir frekari sam- drætti en nú er haft eftir sumum fulltrúum þeirra í Vín, að þeir séu hlynntir niðurskurði ef hann er nógu mikill. Umræddur 5% samdráttur í út- flutningi fyrmefndra ríkja svarar til 180.000-205.000 olíufata á dag og er það talið nægja til að styrkja nokkuð verðið á skyndimarkaðnum. Eiginleg verðhækkun á olíunni kæmi hins vegar ekki til fyrr en á næsta hausti þegar olíukaupendur fara að safna í sarpinn fyrir vetur- inn. Skólaböm sannfærð um afleiðingar mslfæðuáts New Jereey. AP. NEMENDUR í sjötta bekk, sem ólu tilraunarottu á svokölluðu sjoppufæði og fýlgdust með þvi, hvemig heilsu hennar hrakaði dag frá degi, þangað til hún varð rauðeyg og sljó, sannfærðust um, að heilsusam- legt líferni og viðrinislegt mat- aræði eiga ekki samleið. En eitt vandamál skaut þó upp kollinum í þessari tilraun. Rottan, sem alin var á ruslfæðinu, Honey (Hunang), lifði félaga sinn, Nut (Hnetu), sem eingöngu var alinn á heilsufæði. Nut kafnaði, þegar hann var að éta kex, að því er fram kom, þegar tilraunin var kynnt á fundi með fréttamönnum í síðustu viku. „Hann var einstaklega vel á sig kominn," sagði Kathie Dilks sann- færandi við nemendur sína í sjötta bekk Harrison-grunnskólans í New Jersey. Og kennarinn sagði, að Nut yrði jarðaður með viðhöfn. Áætlað var, að tilraunin stæði í þijár og hálfa viku til viðbótar, en þrátt fyrir dauða Nut hafa nið- urstöðumar þegar sannfært nem- enduma. Paul Amiss, tólf ára, sagðist ætla að hlusta betur eftir orðum móður sinnar um næring- argildi matar. „Hún vill helst, að ég borði heilsusamlegan mat, svo að ég verði heilbrigður og hraust- ur,“ sagði hann. „Ef maður borð- ar of mikið af sjoppufæði, nær maður ekki eðlilegum þroska." Hann bætti þó við, að þessi lær- dómur kæmi sennilega ekki í veg fyrir, að hann gæddi sér á sæl- gæti endmm og eins. Meðan á fréttamannafundinum stóð, var Honey heldur dauflegur á að líta í glerbúrinu sínu, en hoppaði órólega um á milli þess sem hann mókti. „Þetta er sennilega vegna syk- urátsins," sagði Dilks. Verið vel klcedd í sumor Nýjar Iðunnarpeysur á dömur ogherra. Nýjar blússurfrá OSCAR OF SWEDEN. Sumarbuxur fyrir dömur ognýpilsjrá GARDEUR í Vestur- Þýskalandi. Verzlunin er ppin daglega frá 9-6, laugardaga frá 10-12 Krodltkortaþjónusta / yj. PRJÓNASTOFAN Vðuntv SKERJABRAUT1 V/NESVEG, SEL TJARNARNES! Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 4. maí nk. kl. 17.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákvörðun um upphæð félagsgjalda. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Reikningar Iðju liggja frammi á skrifstofu félagsins. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. n Eftirtalin námskeið verða haldin á næst- unni hjá Iðntæknistofnun: Verkstjórnarfræðslan: 2.-3. maí PROJECT-forrlt og verkáætlanlr. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC- tölvu, kynning á tölvuforritunu PROJECT o.fl. 4.-5. maí Verktilsögn og vinnutæknl. Farið er yfir skipu- lagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfs- mannafræðslu, vinnuvistfræði, líkamsbeitingu við vinnu. 6.-7. maí Stjórnun breytinga. Farið er yfir stjórnun breyt- inga, hvemig unnið er að breytingum. Starfs- mannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. 9. -10. maí Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórn- unar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnis- hópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 16.-17. maí Vöruþróun. Helstu þættir vöruþróunar og hlut- verk verkstjóra í vöruþróunarstarfinu, þróun frum- gerðar og markaðssetningar o.fl. 18.-19. maí Orygglsmál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. 27.-28. maí Undirstaóa vinnuhagræölngar. Farið er yfir undirstöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki við hagræðingu og mat á árangri o.fl. 30.-31. maí Verkáætlanlr og tlmastjómun. Farið er yfir undirstöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM-framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mann- afla og aðföngun. 1 .-2. júní PROJECT-forrlt og verkáætlanir. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC- tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT o.fl. 6.-7. júní MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undirstöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTIPLAN. 10. -11. júní Tíðniathuganlr og bónus. Tíðnirannsóknir og hvernig meta má afköst hópa, verkstæðisskipu- lag, hagræðing vinnustaða, afkastahvetjandi launakerfi. . Vinnuvélanámskeið: 4.-12. maí Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - Haldiö á Siglufirði. 24. maí- Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - 1. júní Haldið i Reykjavík. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-7000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91)68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91) 68-7009. Geymið auglýsinguna! IÐNTÆKNISTOFNUN omRon AFGREIÐSLUKASSAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.