Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JUU 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Rösk stúlka óskast til skrifstofustarfa hjá lítilli en öruggri heild- verslun. Þarf að sinna símavörslu, snúning- um í banka og toll o.fl. Verslunarskólamennt- un æskileg, þó ekki skilyrði. Gæti byrjað strax. Tilboð merkt: „Örugg heildverslun - Góð laun“ sendist augld. Mbl. fyrir 20. júlí. Afgreiðslustörf Glaðleg og áhugasöm stúlka óskast í sér- verslun við Laugaveginn. Ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir 18. júlí merktar: „Áhugasöm — 05659“. Reiknistofa bankanna óskar að ráða: sérfræðing - (kerfisforritara) Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- próf í tölvunarfræði eða verkfræði og/eða umtalsverða reynslu við forritun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið veita framkvæmdastjóri og forstöðumaður tækni- deiidar reiknistofunnar. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum er fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalkofns- vegi 1, 150 Reykjavík, sími 91-622444 Rafmagnsverk- fræðingur Artek hf. er ungt fyrirtæki sem stofnað var með útflutning hugbúnaðar í huga. Innan fyrirtækisins er unnið að verkefnum sem tengjast því nýjasta sem er að gerast í tölvu- heiminum í dag. Artek hf. leitar að rafmagnsverkfræðingi til- starfa. Starfið felst m.a. í að örforrita (microcode) örtölvu (microprocessor) til að margfalda hraða Ada-þýðanda smíðaðan af starfsmönnum Artek hf. í boði eru góð laun og góð vinnuaðstaða. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og hafi þekkingu á helstu örtölvum sem notaðar eru í dag. Erlend ferðalög munu fylgja starfinu og verður viðkomandi að vera lipur í ensku. Farið verður með allar fyrir- spurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast hafið samband við Artek hf. í síma 671511. Forritari Eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, vel staðsett í borginnni, vill ráða forritara til starfa í september. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu á IBM 34/36 ásamt forritunarmálinu RPG II. Starfsreynsla er ekki nauðsynleg en mjög æskileg. Allt það nýjasta í tækni og tölvumálum er fyrir hendi hjá fyrirtækinu, sem fylgist vel með á því sviði og gerir það starf forritara enn áhugaverðara. Gott framtíðarstarf sem býður upp á mikla möguleika. Laun samn- ingsatriði. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur og menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir 17. júlí nk. Gudni Tqnsson RAÐCjOF &RAÐNINCARNONUSTA * . TÚNGÖTU5, 101 REYKJAVIK — PÓSTHÓLF 693 SÍM162I322 ___________Z_________-_______ Stýrimenn II. stýrimann vantar á skuttogara frá Vest- fjörðum. Upplýsingar í síma 94-1353. Tónlistarkennari Tónlistarkennara vantar á Raufarhöfn. Til greina kemurtónmenntakennsla við gunn- skóla að hluta. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Jónsdóttir i símum 96-51200 og 96-51277 Bókari Óskum eftir að ráða harðduglegan bókara til framtíðarstarfa hjá einum af viðskipta- vinum okkar. Við bjóðum upp á fjölbreytt og lifandi starf hjá góðu fyrirtæki þar sem bókarinn sér um allt bókhald fyrirtækisins sem er tölvuvætt. Umsóknum skal skilað til augld. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld 16. júlí 1986 merkt: „Góður bókari — 5658". ívar Guðmundsson, löggiltur endurskoðandi. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖÐUR Iðjuþjálfun Aðstoðarmenn óskast sem fyrst við iðjuþjálf- un á vefrænum deildum spítalans. Um er að ræða: 100% starf á öldrunardeildum B-álmu og 100% starf á endurhæfingardeild. Upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi í síma 696600-681. Reykjavík, lO.júlí 1986. BORGARSPÍTALINN o 696600 LAUSAR S7ÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Fulltrúi við hundaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjarvíkursvæðis. Starfið felst í almennri skrifstofuvinnu, símavörslu og tölvuskrán- ingu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlitsins, Oddur R. Hjartarson, í síma 623022. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 21. júlí 1986. Lögfræðingur Þekkt verkfræðistofa, vel staðsett í borg- inni, vill ráða lögfræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Túlkun verksamninga ásamt skyldum verkefnum. Kjörið tækifæri fyrir ungan lögfræðing sem vill kynnast þessu verksviði. Þarf að hafa trausta og örugga framkomu, vera reglusam- ur, snyrtilegur og þægilegur í allri umgengni. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Góð laun í boði sem fara eftir reynslu og þekkingu viðkomandi. Umsóknir, sendist skrifstofu okkar fyrir 23. júlí n.k. Gudnt Tónsson RÁÐCjÖF b RÁÐN I N CARNÓN HSTA TÚNGÓTU 5. 101 REYKJAVIK - POSTHOLF 6^3 SÍMI 621322 Skrifstofustarf Óskum að ráða stúlku til skrifstofustarfa. Um fullt starf er að ræða. í boði er: Fjölbreytt starf í góðu umhverfi. Góður starfsandi. Viðkomandi þarf að hafa: Góða vélritunarkunnáttu. Hafa einhverja reynslu í tölvubókhaldi. Verslunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Góð laun fyrir réttan starfskraft. Umsóknir sendist til augld. Mbl. fyrir 18. júlí merkt: „F-8277“. fif LAUSAR STOÐUR HJA 'V REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfsmaður óskast í unglingaathvarfið í 46% kvöldstarf frá 10.08.1986. Umsækjandi þarf að hafa menntun í uppeldis-, félagsvís- indum og/eða sambærilegt nám. Reynsla í unglingastarfi æskileg. Um er að ræða mjög lifandi og skemmtilegt uppeldis- og með- ferðarstarf með unglinga. Upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir hádegi (14.00-18.00). Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6.hæð, fýrir kl. 16.00 föstudaginn 25.07. 1986. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Saur- bæinga er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. þessa mánaðar. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist formanni félagsins Sturlaugi Eyjólfssyni, Efri-Brunná, sími 93-4950 er veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt kaupfélagsstjóra, Margréti Jóhannsdóttur, sími 93-4901 og starfs- mannastjóra Baldvini Einarssyni sími 91-28200. Kaupfélag Saurbæinga Skriðulandi Sölumaður Tæknival hf. er skipt niður í tvö svið, tækni- svið og sölusvið: Á sölusviði seljum við rekstrarvörur fyrir tölv- ur og ýmsa fylgihluti. Á tæknisviði vinnum viðö að almennri verk- fræðivinnu, iðnstýringum, fjargæslukerfum og almennri sjálfvirkni fyrir iðnaðinn. Við leitum að sölumanni á sölusvið. Þú þarft að vera: - Helst með reynslu í sölumennsku. - Hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að umgangast fólk. - Geta unnið sjálfstætt og skipulagt eigið starf. - Hafa áhuga á sölumennsku. Við bjóðum: - Góða vinnuaðstöðu í ört vaxandi fyrirtæki. - Góð laun. - Sveigjanlegan vinnutíma. - Góðan starfsanda. - Líflegt og krefjandi starf. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila skriflega til Tækni- vals hf., Grensásvegi 7, 128 Reykjavík, pósthólf 8294 fyrir 25. júlí nk. TÆKNI VAL Grensásvegi 7, 108 Reykjavlk B.O.X.8294 S: 681665,686064
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.