Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöari itstjóri Björn Bjarnason. Fuiltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Niðurstaða Kjaradóms Niðurstöðui Kjaradóms um sérkjarasamninga ríkisstarfsmanna í BHM eiga vafalaust eftir að draga ein- hvem dilk á eftir sér. Samkvæmt dómnum fær þessi hópur ríkisstarfsmanna 9,3%-16% hækkun launa umfram almennar launa- hækkanir í landinu. Sumir þeirra starfshópa, sem þessar hækkanir fá telja þær alltof litlar og hafa við orð að segja upp störfum og leita sér at- vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, hefur í samtali við Morgunblaðið beinlínis hvatt þá, sem óánægðir eru til þess með þessum orðum:“Ef BHM-R menn geta fengið svona miklu hærri laun á hin- um almenna markaði, þá eiga þeir bara að segja upp og fara þangað." Aðrir starfshópar, sem standa utan við BHM en vinna hjá ríkinu- munu telja eðlilegt, að þeir fái umsvifa- laust sömu hækkun. Það á t.d. við um þá hjúkrunar- fræðinga, sem eru innan BSRB. Sú sérkennilega staða er komin upp, að tveir hjúkr- unarfræðingar geta starfað hlið við hlið, en sá sem er í BHM er á töluvert hærri launum en hinn sem er í BSRB. Loks munu þeir kenn- arar, sem eru í KÍ ganga út frá því, sem vísu, að þeir fái sömu launahækkun og þeir kennarar, sem eru innan BHM. Viðbrögð Þorsteins Páls- sonar, fjármálaráðherra, við þessum dómi eru þau, að dómi beri að hlíta en hann bætir við að “dómurinn gangi á svig við þá launastefnu, sem hefur verið mótuð í þjóð- félaginu og ég tel hann ganga lengra en lög gera ráð fyrir með því að ákveða í úrskurði um sérkjarasamn- inga almenna launahækk- un.“ Ennfremur segir fjármálaráðherra, að “þessi niðurstaða muni leiða til þess að við verðum að endurskoða þetta launaákvörðunarkerfí." Vafalaust er það rétt hjá fjár- málaráðherra, að tímabært er orðið að endurskoða þetta launaákvörðunarkerfí enda sýnast launamál ríkisins vera orðinn slíkur frumskógur að erfitt er að henda reiður á því skipulagi öllu eða skipu- lagsleysi. Hitt er svo annað mál, að skipulaginu á að breyta vegna þess að þess er þörf af efnislegum ástæð- um en ekki vegna hins, að menn verði óánægðir með dómsniðurstöðu. Til viðbótar við öll þau flóknu vandamál, sem leiða munu af þessum Kjaradómi og ríkisstjórnin þarf að kljást við á næstu vikum og mánuð- um vaknar sú spuming, hvar launamálastefna ríkisstjórn- arinnar og aðila vinnumark- aðarins er á vegi stödd þegar hér er komið sögu. Samning- amir í vetur voru tímamóta- samningar. Frá undirskrift þeirra hefur komið fram sterkur vilji hjá öllum aðilum að halda fast við þá stefnu, sem þá var mörkuð. Síðan hefur verið samið við ein- staka starfshópa svo sem flugliða, einhveijar breyting- ar hafa verið gerðar á niðurröðun í launaflokka hjá ríkinu og fleiri launabreyt- ingar orðið, sem valda því að spyija má, hvort einhvers konar launaskrið sé á ferð- inni. Um það skal ekki dæmt hér. Hitt er alveg ljóst, að reynslan af því jafnvægi, sem ríkt hefur undanfama mán- uði í efnahagsmálum okkar er góð. Margt bendir til þess að nýtt góðæri sé í aðsigi. Verðfall á olíu er mikil búbót fyrir okkur. Verð á útflutn- ingsafurðum okkar er hátt. Fiskaflinn hefur farið vax- andi. Þess má sjá merki í sjávarþorpum víðs vegar um landið, að atvinna er að auk- ast og tekjur sömuleiðis. Til þess má einfaldlega ekki koma, að þessi árangur verði að engu gerður með því að launamálin fari úr böndum. Þess vegna ríður á miklu að ríkisstjóm og aðilar vinnu- markaðar taki skynsamlega á þeim vandamálum, sem upp kunna að koma í kjölfar Kjaradóms og hafí það eitt að leiðarljósi, að halda fast við þá launastefnu, sem mörkuð var fyrr á árinu og á að gilda til áramóta. Við eigum ekki annan betri kost, þótt það sé ekkert harmsefni að kjör háskólamenntaðs fólks lagist eitthvað frá því sem verið hefur. ’A: i í V f-h’f i J''l4v í Íííiíi i Stjómmálaumræður á þessu sumri að loknum sveitar- stjórnakosningum bera þess merki, að þingkosn- ingar eru ekki langt undan. Þegar úrslit sveit- arstjórnakosninga lágu fyrir var strax farið að ræða hugsanlegar haustkosningar til Alþingis. Jafnframt benda hörð átök í sumum stjórnmálaflokk- um og þungir undirstraumar í öðrum til þess, að innan flokkanna leitist menn við að skapa sér vígstöðu, annað hvort til framboðs í þingkosningum eða í áhrifa- embætti í flokkunum sjálfum. Loks má sjá aðdraganda að umræðum um hugsanlegt samstarf flokka að kosningum loknum. Þótt ekki megi gera of mikið úr söguleg- um fordæmum er eftirtektarvert, að frá lýðveldisstofnun hafa vinstri stjómir alltaf fylgt í kjölfar samstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessir tveir flokkar, sem nú starfa saman í ríkisstjórn, áttu slíkt samstarf á árunum 1950—1956. Það er í -eina skiptið, sem samstarf þessara flokka hefur verið endurnýjað að kosning- um loknum. Samstarfið hófst á árinu 1950 og var endurnýjað að loknum þingkosning- um 1953 en þá tók formaður Framsóknar- flokksins, Hermann Jónasson, ekki sæti í þeirri ríkisstjórn en hóf í þess stað að undirbúa vinstra samstarf, sem lauk með myndun vinstri stjómar sumarið 1956. Sú ríkisstjórn sat fram í desember 1958 eða í tvö og hálft ár. Eftir samstarf þessara flokka í ríkisstjóm 1974—1978 var enn mynduð vinstri stjórn, sem sat í rúmt ár eða frá sumri 1978 og fram á haust 1979. í ljósi þessara sögulegu fordæma er ástæða til að taka eftir ummælum Vals Amþórssonar, stjórnarformanns Sam- bands ísl. samvinnufélaga, sem vitnað var til á þessum vettvangi fyrir viku er hann sagði, að þeir stjómmálaflokkar, sem kenna sig við félagshyggju megi „ekki sofna á verðinum í varðgæzlu sinni fyrir stéttarsamtök og velferðarþjóðfé- lag .. .Það er orðin brýn nauðsyn fyrir pólitíska samstöðu í landinu um lýðræðis- sinnaða félagshyggju, sem nái út yfir núverandi flokksbönd og tryggi viðhald og eflingu samhjálpar innan fíölskyldunn- ar, íslendingar." Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, vitnar til þessara orða stjórnarformanns SíS í forystugrein í gær, föstudag, og seg- ir síðan: „í núverandi ríkisstjórn hefur Framsóknarflokkurinn lagt á það áherzlu að veija það velferðarkerfí, sem byggt hefur verið upp. Astæða er til að ætla að öfgaöfl til hægri reyni að bijóta það niður eða standa í vegi fyrir frekari þróun þess. Samstöðuleysi félagshyggjufólks er vatn á myllu andstæðinganna og því nauðsynlegt að það vinni betur saman að málefnum sínum og við að koma hugsjónum sínum í framkvæmd." Af þessari tilvitnun í for- ystugrein Tímans, sem Framsóknarflokk- urinn ber nú alla ábyrgð á, má sjá, að flokkurinn og blaðið taka undir með Val Arnþórssyni. Alþýðublaðið birti á fimmtudag forystu- grein um þessi málefni, sem einnig vekur eftirtekt, þegar framangreint er haft í huga. Þar segir: „Umræða um aukið sam- starf á hinum svonefnda vinstri væng íslenzkra stjómmála hefur verið meiri og háværari að undanförnu en gerzt hefur um Iangt árabil. Rætt er um samstarf fé- lagshyggjufólks í víðu samhengi, samvinnu verkalýðsflokka og samstöðu félags- hyggjufólks, jafnaðar- og samvinnu- manna... Rauði þráður þeirrar umræðu, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni er sú staðreynd, að fjöldi fólks, einkum af yngri kynslóðinni, er orðinn langþreytt- ur á því, hvemig Sjálfstæðisflokknum tekzt að deila og drottna í íslenzkum stjómmálum. Einföld söguskoðun hefur sýnt og sannað, að öll átök á hinum svo- kallaða vinstri væng, stofnun nýrra flokka og barátta innan verkalýðshreyfingarinn- ar, hefur verið vatn á myllu sjálfstæðis- manna, drifkrafturinn í orkubúskap þeirra.“ Loks má vitna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns framkvæmda- stjómar Alþýðubandalagsins, sem sagði í viðtali við DV sl. miðvikudag, að undirtónn átakanna í Alþýðubandalaginu væri af- staðan til stjórnarsamstarfs. í því sam- bandi sagði Ólafur Ragnar: „Það er sem sagt hin stóra spurning, hvort menn em fylgjandi því að Alþýðubandalagið taki höndum saman með Alþýðuflokknum til að stjórna með íhaldinu, eða hvort Al- þýðubandalagið eigi að beita sér fyrir því, að félagshyggjufólk í landinu myndi val- kost, sem kæmi í staðinn fyrir íhaldsöflin í landinu og leiti þá eftir samstarfi við félagshyggjufólk innan Framsóknar- flokksins, Kvennalistans og annars stað- ar.“ Þegar hugað er að ummælum Vals Arn- þórssonar, forystugrein Tjmans og Al- þýðublaðsins og orðum Ólafs Ragnars Grímssonar fer ekki fram hjá nokkmm manni, að innan þessara þriggja flokka, Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, em nú umtalsverðar umræður og hreyfingar, sem snúast um þá gmndvallarspurningu, hvert þessir flokkar eigi að stefna um stjórnarsamstarf að kosningum loknum. Það er líka ljóst, að einhveijir aðilar í þessum þremur flokk- um leitast nú við að magna upp hreyfingu innan þeirra allra um vinstra samstarf að kosningum loknum, sem þá væri í sam- ræmi við það sögulega fordæmi, sem að var vikið í upphafi. Hvað vill formaður Alþýðuflokksins? Frá því að Jón Baldvin Hannibalsson tók við formennsku Alþýðuflokksins fyrir tæpum tveimur ámm hefur verið afar erf- itt að misskilja hugmyndir hans um stjórn- arsamstarf af hálfu Alþýðuflokksins. Hann hefur leynt og ljóst gefið til kynna, að hann vildi samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn, helzt skv. viðreisnarmynztrinu en ekki útilokað nýsköpunarstjóm. Þessi málflutn- ingur hefur hins vegar verið að breytast á undanförnum mánuðum og kannski hafa menn ekki veitt því nægilega eftirtekt. Hinn 1. maí fluttu þeir ræður saman í Siglufirði, formenn verkalýðsfiokkanna svonefndu, Svavar Gestsson og Jón Bald- vin Hannibalsson. Sú staðreynd ein hlýtur að vekja athygli út af fyrir sig. í ræðu sinni þar sagði formaður Alþýðuflokksins m.a.: „Öfugt við það, sem varð annars staðar á Norðurlöndum og víðast hvar í Vestur-Evrópu náðu hægri öflin hér á landi að sameinast. Þar með hafa þau náð undir- tökum í stjórnmáiabaráttu lýðveldisins: Aðstöðunni til að deila og drottna. Samtím- is urðu skammsýnir menn þess valdandi, að eining verkalýðshreyfingarinnar og flokka hennar, sem stóðst fyrsta aldar- fíórðunginn, var rofin oftar en einu sinni, með fyrirsjáanlega iiium afleiðingum." Nokkru síðar í sömu ræðu sagði formað- ur Alþýðuflokksins: „Á þessum vetri, við undirbúning kjarasamninga, gerðust þeir hlutir innan verkalýðshreyfíngarinnar, sem staðfesta hugmyndalega samstöðu okkar jafnaðarmanna og áhrifamikilla forystu- manna verkalýðshreyfíngarinnar innan Alþýðubandalagsins. Eg fagna þeirri þró- un.“ Loks segir hann í þessari ræðu, að markmiðið sé: „ ... að sameina 40—50% íslenzku þjóðarinnar í fjöldahreyfingu jafn- aðarmanna, sem verði ráðandi afl í íslenzk- um stjórnmálum næstu áratugi." Það fer ekki á miili mála, að á hátíðis- degi verkalýðsins 1. maí reynir Jón Baldvin Hannibalsson að leggja grundvöll að ein- hvers konar samstarfí Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. í grein í Morgunblaðinu hinn 17. júní gengur hann skrefi lengra og sýnist hvetja hluta Alþýðubandalags- manna til þess að ganga til samstarfs við Alþýðuflokkinn er hann segir: „Þingflokk- ar Álþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins bera báðir ábyrgð á þeim efnahagsráðstöf- unum, sem gerðar voru í kjölfar samning- anna. Þess vegna er bæði eðlilegt og æskilegt að þessir aðilar treysti samstarf sín í milli. Þeim ber skylda til að tryggja að forsendur kjarasamninganna haldi... Spurningin er hins vegar sú, hvort Alþýðubandalagið verður stjórn- hæft? Flest bendir til að þar sé innan dyra lítill starfsfriður til að vinna að jákvæðri MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 12. júlí og skapandi pólitík. Abl. er nefnilega á barmi klofnings. Að því getur dregið, fyrr eða síðar, að hinum sósíaldemókratísku öflum innan þess verði ekki vært. Fari svo eiga þau auðvitað að stíga skrefið til fulls og ganga til liðs við okkur í Alþýðuflokkn- um. Þar með væri að stórum hluta bætt fyrir söguleg mistök kommúnista og vinstri sósíalista fyrr á tíð, sem ítrekað urðu til þess að ijúfa einingu jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar með hörmuleg- um afleiðingum.“ Þegar því verki er lokið gefur Jón Bald- vin Hannibalsson eftirfarandi yfírlýsingu í grein sinni í Morgunblaðinu: „En hvers konar ríkisstjórn þurfum við þá eftir kosn- ingar? Fyrsta verkefnið er nýir kjarasamn- ingar. Þar hefur framsókn ekkert til málanna að leggja, svo hún er bezt geymd utan stjórnar." En um leið og Framsóknarflokkurinn er afgreiddur með þessum hætti skjóta upp kollinum efasemdir hjá formanni Al- þýðuflokksins um samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn er hann segir: „Þá er auðvitað aðalspurningin sú, við hvaða Sjálfstæðis- flokk er átt? Er það einhvers konar grenjandi markaðshyggjutrúboð, sem er í heilögu stríði við velferðarríkið? Eða ein- hvers konar útideild frá Framsóknar- flokknum, sem riðlast þar í fjósi landbúnaðarkerfisins? Eða verða þar í fyr- irsvari ábyrgir atvinnurekendur, sem vilja nota tækifærið og taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn um að draga úr ríkisforsjá, treysta undirstöður atvinnulífs- ins, hækka laun og jafna lífskjör? Mér sýnist, að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðubandalagsins ættu að nota tímann í sumar til þess að gera það upp við sig, hvert þeir vilja stefna." Ekki eigin herrar Þá ályktun má draga af því, sem hér hefur verið rakið, að áherzlur formanns Alþýðuflokksins séu að breytast. Hann hefur enn áhuga á samstarfí við Sjálfstæð- isflokkinn eftir kosningar en spyr við hvaða Sjálfstæðisflokk. Hann sýnist hins vegar leggja mesta áherzlu á að mynda sam- stöðu, bandalag eða breiðfylkingu með verkalýðshreyfingunni og Álþýðubanda- laginu eða hluta þess. Jafnframt er ljost, að skoðanir eru mjög skiptar innan Alþýðubandalagsins. Senni- lega er sterkari áhugi hjá sumum hópum innan Alþýðubandalagsins á samstarfí við Sjálfstæðisflokkinn en nokkru sinni fyrr og þá er fyrst og fremst um að ræða verka- lýðsleiðtoga flokksins. Þar sem nú hefur tekizt samstarf milli hinna áhrifameiri í þeirra hópi og flokksformannsins og sam- starfsmanna hans er ekki ólíklegt að þessi áhugi nái inn í þær raðir. En um leið er augljóst, að þau öfl i flokknum, sem sækja að núverandi flokksforystu undir leiðsögn Kristínar Ólafsdóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar horfa fremur til samstöðu „fé- lagshyggjuflokka“. í þessu samhengi má heldur ekki gleyma þeim möguleika, sem Haraldur Ólafsson, alþingismaður, varpaði fram í spumar- formi í grein í Tímanum sl. fimmtudag er hann sagði: „Gæti ekki farið svo, að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn ákveði að endurnýja stjómarsamstarfíð?“ Þegar menn íhuga þessa stöðu er einn þáttur þessa máls til viðbótar, sem hafa verður í huga og hann er þessi: Reynslan sýnir, að formenn stjórnmálaflokkanna eru alls ekki eigin herrar, þegar að því kemur að mynda ríkisstjóm að kosningum lokn- um. Hvað sem líður áhuga þeirra sjálfra verða þeir að taka tillit til niðurstöðu kosn- inga og þeirra viðhorfa, sem ríkja innan flokkanna að kosningum loknum. Um þetta eru nokkur athyglisverð dæmi í síðari tíma stjórnmálasögu okkar. Eftir kosningarnar 1971 vom Samtök fijálslyndra og vinstri manna ótvíræður sigurvegari þeirra kosninga. Ekki fór á milli mála, að helztu forystumenn samtak- anna, þeir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson, höfðu mestan áhuga á sam- starfi um ríkisstjórn við fráfarandi stjórn- arflokka, Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk. En þótt sigur samtakanna væri fyrst og fremst sigur þessara tveggja manna fengu þeir því ekki ráðið. Urslit kosninganna höfðu orðið þau, að flokkar, sem setið höfðu í ríkisstjórn í 13 ár höfðu misst meirihluta. Krafan innan þeirra, sem utan við höfðu staðið allan þennan tíma og þ. á m. innan samtakanna, sem vom vinstri sinnaður flokkur, um myndun vinstri stjómar var svo sterk, að vilji forystu- mannanna réð ekki ferðinni. Þessi löngun vinstri flokkanna til myndunar vinstri stjómar var raunar svo sterk, að jafnvel eftir hinn mikla kosningasigur Sjálfstæðis- flokksins 1974 var gerð mjög ákveðin tilraun til þess að koma á nýrri vinstri stjóm að kosningum loknum. Eftir hinn mikla kosningasigur Alþýðu- flokksins 1978 vom margir Alþýðuflokks- menn þeirrar skoðunar, að stefna bæri að nýju viðreisnarsamstarfi með Sjálfstæðis- flokknum, enda átti Alþýðuflokkurinn kost á því að vera í forsæti slíkrar stjórnar. Sú varð ekki niðurstaðan í fyrsta lagi vegna þess, að þá var enn almenn hræðsla innan flokksins við samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn eftir ófarir Alþýðuflokksins í kosningunum 1971, sem þeir Alþýðu- flokksmenn kenndu Sjálfstæðisflokknum um, þótt þær stöfuðu fyrst og fremst af því að nýr flokkur jafnaðarmanna, SFV, var kominn til sögunnar undir forystu fyrr- verandi formanns Alþýðuflokksins. í öðm lagi var ástæðan svo sú, að formaður Al- þýðuflokksins á þeim tíma var einfaldlega andvígur samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Það er hins vegar álitamál, hvort hann hefði ráðið þeirri ferð, ef sú megin- ástæða hefði ekki komið til, sem að framan var vikið. Þótt ekki hafi á það reynt getur sama staða komið upp innan Alþýðubandalags- ins að loknum næstu kosningum. Jafnvel þótt áhrifamiklir verkalýðsleiðtogar og aðrir áhrifamenn í flokknum beijist fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkis- stjóm gæti svo farið, að þeir fengju því ekki framgengt einfaldlega vegna þess, að andstaðan við það væri nægilega sterk til þess, að flokkurinn gæti klofnað vegna slíkrar stjómarmyndunar. Umhugsunarefnið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn við þessar aðstæður er svo það, að á vömm allra vinstri flokkanna em staðhæfíngar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki samstarfshæfur í ríkisstjórn vegna svonefndra fijálshyggjusjónarmiða. í þeirri forystugrein Alþýðublaðsins, sem fyrr var vitnað til, segir m.a.: „Það sem mest áhrif hefur til að vekja hugmyndimar og um- ræðuna um samstarf og samvinnu félags- hyggjuaflanna er andúð og ótti við uppgang nýfijálshyggjunnar innan Sjálf- stæðisflokksins. Nýfijálshyggjan hefur í hótunum við helgustu markmið félags- hyggjunnar og jafnaðarstefnunnar, þ.e. velferðarþjóðfélagið. Nýftjálshyggjumenn- irnir í Sjálfstæðisflokknum hafa þegar gert harðar atlögur að velferðarkerfinu og hafa í hótunum um enn frekari aðgerð- ir. Gagnvart þessum niðurrifsöflum nægir ekkert annað en gagnsókn." Hér skal ekki fíallað efnislega um þess- ar staðhæfingar Alþýðublaðsins, en á það bent að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið velferðarflokkur í reynd, hvað sem ólíkum öflum innan hans líður, og á þessi fullyrðing ekki sízt við þar sem hann hef- ur haft hreinan meirihluta í sveitarfélög- um, ekki sízt Reykjavík, þar sem flokkurinn hefur byggt upp merkiiegt vel- ferðarkerfí. Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar er einhver merkilegasta stofnun sinnar tegundar sem til er. Hitt er annað mál að í öllum löndum er nú reynt að sporna við óhófseyðslu hins opinbera, og aðhald er nauðsynlegt, ef bolmagn ríkis- og sveitarfélaga á ekki að bresta. En það á auðvitað ekki að vera á kostnað þeirra sem minnst mega sín. En sú tilfinning, sem fyrrnefndar tilvitnanir lýsa eru pólitískur veruleiki út af fyrir sig, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hlýtur að veita eftirtekt. Þegar sjálfstæðismenn kynntu leiftursóknar- stefnuskrá sína fyrir kosningar 1979 lét einn af forystumönnum Alþýðubandalags- ins þau orð falla, að þetta væri vissulega athyglisverð stefnuskrá, en hún hlyti að þýða það, að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér að ná meirihluta í kosningunum vegna þess, að flokkurinn fengi engan annan flokk til samstarfs við sig um landsstjórn- ina á grundvelli þessara stefnumiða. Afleiðing vinstri stjórna Hér að framan hafa verið dregnar sam- an ýmsar tilvitnanir, athugasemdir og ummaéli stjórnmálaforingja og málgagna þeirra, sem benda til þess, að nú þegar skammt er til kosninga, hvort sem er í haust eða næsta vor, gæti umtalsverðra hreyfinga innan hinna svonefndu vinstri flokka, þar sem menn ræða sín í milli að hvers konar stjómarsamstarfí þessir flokk- ar vilja stefna að kosningum loknum. Sumar þessar vangaveltur hníga að vinstri stjóm, aðrar að stjómarsamvinnu ein- hverra þeirra og Sjálfstæðisflokks. En vegna þess, að söguleg fordæmi hafa ver- ið gerð hér að umtalsefni er ekki úr vegi að riíja upp með örfáum orðum önnur dæmi þess eðlis, þ.e. afieiðingar vinstri stjórna. Vinstri stjórnin, sem mynduð var sumar- ið 1956 og sat fram í desember 1958 reyndist einhver misheppnaðasta ríkis- stjóm, sem hér hafði verið mynduð. Það var ein af ástæðunum fyrir því, að viðreisn- arstjómin hélt velli svo lengi. Vinstri stjóm Hermanns Jónassonar gafst einfaldlega upp og skildi efnahagskerfíð eftir í rúst. Vinstri stjóm Ólafs Jóhannessonar, sem mynduð var sumarið 1971 og sat fram á vor 1974, tók við bezta búi, sem nokkur ríkisstjórn á íslandi hefur tekið við og verð- bólgu í lágmarki. Þegar hún fór frá var hún búin að sóa og eyða með þeim hætti að allir sjóðir landsmanna vom tómir og tími óðaverðbólgu var genginn í garð. Vinstri stjómin, sem Ólafur Jóhannes- son myndaði haustið 1978 var frá upphafí óhæf til að stjórna landinu enda sat hún ekki nema tæplega ár. Flokkarnir þrír, sem að henni stóðu, áttu í stöðugu innbyrðis karpi og rifrildi, sem meira og minna fór fram fyrir opnum tjöldum. Þegar hinir svonefndu félagshyggju- flokkar ræða nú enn einu sinni hugsanlega myndun vinstri stjórnar að loknum næstu kosningum ættu þeir að rifja rækilega upp árangur og afleiðingar þessara stjórna. Hvað svo sem segja má um samstarf þeirra tveggja flokka, sem nú stjórna landinu og samstarf þeirra yfirleitt fyrr og nú er það staðreynd, að þeir hafa aldrei gengið frá ríkisstjórnarborði með þann slóða á eftir sér, sem hinar svonefndu vinstri stjórnir hafa gert. Em þær umræður, sem nú fara fram innan vinstri flokkanna um enn eina breiðfylkingu vinstri manna kannski fyrst og fremst til marks um, að þessir flokkar hafí ekki kjark og bolmagn til þess að ræða í alvöra nýjar leiðir í stjórnarmyndun og stefnumörkun? Morgunblaðið/RAX „Það er líka ljóst, að einhveijir aðil- ar í þessum þremur flokkum leitast nú við að magna upp hreyf- ingu innan þeirra allra um vinstra samstarf að kosn- ingum loknum, sem þá væri í sam- ræmi við það sögulega for- dæmi, sem að var vikið í upphafi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.