Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 lýðræðislegt. Auðvitað var ég undir áhrifum frá þessum straumum þama úti þegar ég kom heim, sér- staklega þessi boðskapsþörf, að leikhúsið þyrfti að segja fólki eitt- hvað mikilvægt. Já, þessi verk sem þú nefndir eftir Svíana Bengt Bratt og Kent Anderson flokkuðust gjam- an undir svokölluð „vandamálaleik- rit“, sem mér finnst rangnefni, því í þessum leikritum var svo mikið „teater", svo mikil „ieikræna", fyrir nú utan það, að auðvitað íjalla öll leikrit um einhvers konar vanda- mál, persónuleg ef ekki þjóðfélags- leg. Ég hafði fengið nasasjón af þessari tegund af leikhúsi og það nýttist mér og varð afar lær- dómsn'kt, sérstaklega í „Poppleikn- um Óla“. Þetta upphaf manns í faginu iitar eflaust feril manns meir en mann grunar, þ.e. hvemig maður fór af stað „verklega" séð.“ — Hveiju skilaði reynslan af „Poppleiknum Óla“ fyrir íslenskt leikhúslíf? „Við sem unnum að honum vitn- um oft í þann tíma. í dag held ég að óhætt sé að fullyrða að þarna hafi gerst stórmerkilegur hlutur. Flest af því fólki sem tók þátt í Óla er mjög virkt (og virt) í íslensku leikhúsi í dag. Vinnslan við Óla sýndi okkur sterklega hve mikilvæg náin samskipti eru til þess að geta skapað heillega leiksýningu. Það sem var nýtt í þessu samhengi var að við sömdum leikritið samhliða því sem við æfðum það. Upphaflega höfðum við með okkur tvo höfunda, sem svo heltust úr lestinni. Við fór- um út í það að skrifa þetta sjálf og að lokum áttu 6-7 okkar efni. Vinnslan í „Óla“ var á sínum tíma dæmi um ný og beytt viðhorf til leikhúsvinnu. Leikarinn var ekki iengur verkfæri í höndum leikstjór- ans, leikhópurinn varð samstæðari vinnuhópur, án þess þó að allir bæru ábyrgð á öllu. Reynt var að ná samstöðu um þá leið sem valin var og hvert bæri að stefna. Síðan fékk starfssvið og sérþekking hvers og eins að njóta sín. Endurminning- in um „Óla“ er einhver sú al- skemmtilegasta sem ég á frá mínum leikhúsferli á sama hátt og minningin um annað hópverkefni, „Grænjaxla" (1977), er einhver sú skelfilegasta, þótt árangurinn þeg- ar upp var staðið hafi verið mjög góður og sýningin hitt í mark.“ — Hvað var svona skelfilegt? „Ég ætla ekkert að reyna að lýsa sálarkvölunum á meðan á æfingum stóð, en ég held ég hafi aldrei lent í neinu jafnerfiðu í leikhúsi. Það er nógu erfitt fyrir einn höfund að sitja úti í bæ og semja leikrit — í þessu tilviki Pétur Gunnarsson •— hvað þá höfund sem hafði yfir höfði sér 9 metnaðarfulla einstaklinga sem allir töldu sig vita hvernig leikritið ætti að vera og létu það óspart í ljós á æfingum. Fyrir utan mig var það Spilverk þjóðanna (sem í dag eru Stuðmenn) og nokkrir leikarar Þjóðleikhússins. Makalaust að við skildum ekki ganga af Pétri dauð- um. En hann stóð þetta allt af sér og áður en lauk tókst okkur að sameina kraftana og gera úr þessu hörkugóða sýningu. En það var margt sem kom til, sem gerði vinn- una erfiða t.d. óvenju sundurslitinn æfingatími, þar sem leikaramir þurftu að æfa önnur leikrit sam- hliða o.fl.“ — Verður leikrit að þínum dómi að hafa hvort tveggja bók- menntalegt gildi og gildi sem leiksviðsverk? „Æskilegast er að þetta fari sam- an. En það er til fjöldinn allur af frábærum leikritum, sem hafa ekki út af fyrir sig bókmenntalegt gildi. Eitt skemmtilegasta leikhúsverk seinni ára. „Stundarfriður" eftir Guðmund Steinsson, virtust manni ekki merkilegar bókmenntir að lesa í handriti. Það villti um fyrir mér að ég var lengi að hugsa mig um hvort ég ætti að taka það að mér sem verkefni. Svo fór maður að rýna í það og sá hvað þetta var frábær leikhústexti og hvað allt var úthugsað hjá höfundinum. Á yfir- borðinu er það hversdagslegt, það blekkir mann. Við unnum mjög náið með Guðmundi sjálfum og einnig fór fram mikil forvinna með leikmyndateiknara, þannig að ég vissi mjög vel hvemig ég vildi með- höndla verkið og fann held ég réttan lykil að því. Þó höfundurinn hafi ekki í upphafi hugsað sér í smáat- riðum þessa útfærslu sem ein- kenndist af miklum ýkjum hjá okkur í leikmynd, búningum, lát- bragði, músík og öðm, þá var þetta það gott leikhúsverk, að það stóð alveg fyrir sínu. Enda varð það ótrúlega vinsælt og okkur var boðið með sýningamar á leiklistarhátíðir til sjö borga í fímm þjóðlöndum." í leikhúsi er ekkert til- viljunum háð — Þú hefur lýst því hvernig þú byrjaðir í faginu, geturðu i framhaldi af því lýst því hvemig undirbúningur og fyrsta skeið æfingatíma getur litið út þegar þú ert að setja upp i dag? „Ég held fast í þá gömlu góðu reglu að lesa leikritið saman með þeim leikhópi sem síðar á að vinna það á sviðinu. Við samlestrarborð les maður og ræðir verkið og það getur tekið 2 daga eða 2 vikur. Það fer eftir eðli verkefnisins hversu löng forvinnan er. Nýlegt dæmi um langa forvinnu var í uppsetningunni á „Sölku Völku". Það er verk sem bundið er við ákveðinn tíma á þess- ari öld, höfundurinn, Halldór Laxness, kom til okkar á samlestri og við fengum að leggja spumingar endalaust fyrir hann í tengslum við verkið. Við fómm í gegnum fleiri verk sem Halldór skrifaði á sama tíma áður en við fóram að æfa á sviði. Þessi verk, eins og t.d. greina- safnið „Alþýðubókin", endurspegla höfundinn og þær forsendur sem hann hafði til að skrifa „Sölku Völku". Þá fengum við einnig full- orðnar konur, sem höfðu eigin reynslu af að vinna í saltfiski á kreppuámnum, og heill dagur fór í að skoða myndir af íslenskum sjáv- arþorpum upp úr aldamótunum hjá Íslenska ljósmyndasafninu. Á þenn- an hátt komst hópurinn betur inn í þá stemmningu sem ríkti á þeim tíma sem verkið gerist á.“ Hluti af undirbúningi leiksýningar er starf með leik- myndateikningar — Þú hefur unnið mikið með ungum og spennandi leikmynda- teiknurum eins og t.d. Þórunni S. Þorgrímsdóttur og Grétari Reynissyni, sem hafa sett sterk- an svip á þínar sýningar, hvað viltu segja um samstarf ið við þá? „í mínum huga skipta leikmynd og búningar alveg óendanlega miklu máli rétt eins og leikurinn. Frábær leikur getur orðið undarleg- ur og íjarri því að njóta sín ef umgjörð sýningar og yfírbragð, þ.e. hið sjónræna, er ekki í sama gæða- flokki. Það er afgerandi ákvörðun hvaða leið er farin í þeim efnum, þess vegna vil ég helst hitta leik- myndateikpara án þess að vera kominn með ákveðnar hugmyndir sjálfur um væntanlegt útlit sýning- arinnar. Ég les gjaman leikrit með leik- myndateiknara eftir að hafa lesið verkið sjálfur einu sinni eða tvisv- ar. Ég hef unnið með sömu leik- myndateiknumm á síðustu ámm, enda þarf að vera náin samvinna á milli þessara tveggja aðila, vegna þess að þeir þurfa að gefa sýning- unni endanlegt form. Eg skipti mér alveg óendanlega mikið af hlut leik- myndateiknara og búningahönnuð- ar og auðvitað skipti ég mér meira af þeim, heldur en ég leyfi þeim að skipta sér af minni leikstjóm. Leikstjórinn er sá eini sem hefur heildaryfirsýn yfir alla sýninguna. Hún er hans höfundarverk og með- höfundar em auðvitað aðrir, sem taka þátt, en hann þarf að sameina alla þætti hennar. Því meiri reynslu sem maður fær af þessu starfí, því opnari verður maður gagnvart því að loka ekki á hugmyndir of snemma, heldur halda ýmsum leið- um opnum langt inn á æfingatíma- bilið varðandi heildarútlit sýningar- innar. Leikarar kvarta stundum yfir því, að á fyrsta samlestri hafi Ieikstjóri, leikmyndateiknari og oft tónskáld ákveðið forskot í vinnunni og mörgum leikumm gremst að geta ekki byijað á sama punkti og þeir. En ef æfingatímabil á ekki að verða einn glundroði, þá verður skipulagið að byija einhvers staðar. Rekstrarform stærri leikhúsa kallar á tilbúið sviðsmódel, búningateikn- ingar, nótur af öllum lögum o.s.frv. þegar á samlestri til þess að við- komandi deildir geti byijað að vinna og anna verkefnum. Þetta finnst mér oft neikvæð vinnubrögð og þá er hægt að tala um „stofnanaleik- hús“ í neikvæðri merkingu. í lengstu lög leitast ég við að móta sýningu með leikuram, svo þeir hafi eitthvað um hana að segja. Almenningur hugsar kannski ekki út í það, að ekkert í leiksýningu er tilviljunum háð. Allt er útpælt." — „Draumur á Jónsmessu- nótt“ var með eftirminnilegustu sýningum leikársins 1984—85. Þar virtist flest ganga upp milli leikstjóra og leikmyndateiknara. Geturðu lýst galdrinum, sem lá að baki? „Fyrir þá uppsetningu fór fram mjög stíf forvinna milli mín og Grét- ars Reynissonar og tónskáldsins Jóhanns G. Jóhannssonar — en við vildum hafa mikla tónlist í verkinu. Á meðan við vomm að finna sam- eiginlegan hugmyndagrandvöll að sjálfri sýningunni, þá útbjuggum við skyggnumyndasýningu, sem við síðan eýndum leikumnum á einni af fyrstu æfingunum. Við höfðum einnig músík með þessari mynda- sýningu og vildum á þennan hátt gefa leikumnum vissa stemmningu og fmmþætti sem við vildum að skiluðu sér í sjálfri uppfærslunni. Við sóttum hugmyndir okkar um búninga t.d. álfanna í verkinu í skart og skraut fmmstæðra þjóð- flokka, sem nota steina og jurtir til að skreyta sig með. Þá vom einn- ig innan um myndir frá Shakespe- are-tímanum sjálfum, þar sem við vildum kynna það tímabil og einnig var nokkuð mikið af tískumyndum beint úr nýjustu tískublöðunum. Það var augljóst frá byijun að við vildum notfæra okkur útlit leikar- anna — því við vomm annars vegar neð nemendur úr Leiklistarskóla íslands á síðasta ári og hinsvegar eldri og reyndari leikara. Þetta skil- aði sér í gervum þeirra, því æska nemendanna sem léku ungu elsk- enduma í verkinu kom fram í vissri nekt sem var hluti af búningum þeirra. Eins notuðum við þessa „nekt“ hjá fullorðnu leikurunum í hlutverki handverksrhannanna — með henni varð kraftur hins vinn- andi manns augljósari. Hjá okkur var „ævintýrið" lykilorð í þessari uppsetningu og okkur fannst það mjög ánægjulegt hvemig það skil- aði sér, sérstaklega þegar rétt ljós vom komin við sýninguna." — Hvernig gekk svo að sam- eina þessa tvo hópa leikara í þessari stóru sýningu? „Þetta var merkileg leikstjómar- reynsla. Ég reyndi að vinna út frá forsendum nemendanna, en jafn- framt að láta nám þeirra mæta reynslu eldri leikaranna, sem von- andi skilaði sér ekki í sundurlausri sýningu. Leiklistarmenntun í dag er orðin dálítið öðmvísi en sú sem þessir fullorðnu leikarar fengu á sínum tíma. Leiklistamemar em aldir upp í því að spinna (improvis- era) mikið í skólanum. Ég leyfði þeim að spinna grimmt á æfinga- tímabili „Draumsins", svo mikið að sumum eldri leikaranna þótti nóg um. En ég held að báðir hópamir hafi haft mikla ánægju af þessari samstarfstilraun." Að reyna á þanþol athyglinnar — Af þeim verkefnum sem þú hefur leikstýrt er aðeins eitt sem þú hefur sett upp i tvígang, „Gísl“ eftir Brendan Behan, hvers vegna? „Gísl er eitt alskemmtilegasta leikhúsverk sem ég þekki. Eg sá það í gamla daga í Þjóðleikhúsinu og það var ein af þessum sýningum sem setjast ævilangt í mann. Ég sá verkið ömgglega 10 sinnum, því ég var statisti í húsinu. Verkið er ekki sérstaklega heillegt og býður upp á óvenju mikið fijálsræði í út- færslu. Samtímis hefiir það mjög alvarlegan undirtón. Mig langaði alltaf til að setja það upp og gerði það fyrst með Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 með komungum krökkum. Það var góður hópur og sumir em starfandi leikarar núna. Mig klæjaði í finguma að setja þetta upp með atvinnufólki. Seinni uppfærslan í Iðnó 1984 er sú sýning sem ég er einna ánægðastur með á eigin ferli, þótt alltaf sé erfítt að leggja sjálfur dóm á eigin verk. Mér fannst okkur takast það sem við ætluðum. Við vildum alls ekki endurtaka gömlu sýninguna úr Þjóðleikhúsinu, heldur skoða verkið í ljósi dagsins í dag, sjá hvað það hefði ennþá að segja okkur." — Hvað var það sem tókst í Gtsl? „Ég sagði hér fyrr, að leikstjórn væri spurning um brennidepil. í uppsetningunni á Gísl teygði ég á þessum brennidepli, riðlaði þessu lögmáli, prófaði hvað það þyldi. Yfirleitt er maður með athyglis- punktinn á ákveðnum leikumm og annað hverfur þá meira í bakgmnn- inn, þótt það sé brot af andrúmsloft- inu og því sem er að gerast. í Gísl og reyndar í annarri uppfærslu í Þjóðleikhúsinu á „Sumargestum" (1980) dreifði maður athyglinni og Iét þannig reyna á þanþol hennar hjá áhorfendum. Þetta var spenn- andi bæði leikrænt og sjónrænt. Margar persónur em inni á sviðinu allan tímann, og hver þeirra verður að hafa trúverðugt líf, forsendur og athafnir. Þetta er gífurlega krefjandi og kallar á mikið frá leik- stjóranum. Það em skemmtilegustu handritin sem maður fær, þar sem engar leiðbeiningar em til leikstjór- ans og þar sem ekkert stendur um hvað fólk er að aðhafast. Það segir bara einhveija setningu og maður verður að gjöra svo vel að finna út frá hvaða forsendum hún kvikn- ar. í bæði „Gísl“ og „Sumargestum" vom persónur inni á sviðinu í 20-30 mínútur án þess að að segja orð — hvað vom þær að gera og hugsa? Almennur áhorfandi hugsar ekki út í þetta og áttar sig kannski ekki heldur á, að allt er ekki fyrirskrifað í handriti af sjálfum höfundinum. Hér kemur leikstjórinn til sögunn- ar. Án þess að ætla að kasta rýrð á eldri leikstjóra, þá er í dag meira lagt upp úr sjálfstæðri leikstjórn en var gert hér á ámm áður — þá var algengara að bara „leika leikrit- ið“ svo maður orði þetta dálítið grimmilega. Leikaramir blómstr- uðu kannski, en maður saknaði þess að sjá ekki ákveðna leið sem leikstjórinn hafði valið." Það sem „fólkið vill“ Á leikhúsið í vök að veijast gagnvart öðrum afþreyingariðn- aði? Við höfum fundið fyrir því hjá LR allra síðustu árin, að slegist er um áhorfendur. Allir skemmtistaðir em nú með kabaretta og skemmti- krafta, myndbandaleigur bjóða upp á tiltölulega ódýra afþreyingu. Þetta hefur einna helst komið niður á miðnætursýningunum sem vom til skamms tíma eina afþreyingin sem fólki bauðst um helgar, ef það vildi ekki klæða sig upp og fara á dansstað. Fólk getur fengið upp undir 5 myndbönd fyrir einn miða í leikhúsi svo dæmi sé nefnt. Samt er ekki dýrt að fara í leikhús miðað við nágrannalöndin." — Er íslenskt leikhús í lægð? „íslenskt leikhús er fjarri því að vera í nokkurri lægð og hvað að- sókn snertir þá em alltaf sveiflur í henni. í vetur var t.d. metaðsókn hjá Leikfélaginu. Sérhvert leik- húsverk á sér sinn stað og sína stund, sinn vitjunartíma. „Land míns föður“ var að nokkm leyti til- raun til að koma til móts við þær „hræringar" sem gera að verkum að fólk sækir meira í stærri „show“. Við vildum ekki taka einhveija er- lenda söngleikjalummu heldur reyna að fá nýjan íslenskan söng- leik, sem fjallaði um íslenskan vemleika og skírskotar til sögu sem snertir okkur og er jafnframt skemmtileg." — Leikhúsið getur sem sagt ráðið aðsókninni að nokkru leyti með „réttu" verkefnavali á hverj- um tíma? „Það má þó ekki lúta of lágt. Það verður líka að halda sínu striki og bjóða upp á gott og metnaðar- fullt efni. Ekkert af annarri skemmtun sem við höfum nefnt kemur í staðinn fyrir leikhús þar sem þetta augnablik ... þetta beina samband milli leikarans og áhorf- andans lifir! Leikhús er einstök reynsla og upplifun — þetta að verða fyrir beinum tilfinningaáhrif- um augliti til auglitis. Þótt fólk leiti Siðasta sýning Stefáns frá Þjóðleikhússárunum: Sumargestir eftir Maxím Gorkí. Ein skemmtilegasta ögrunin, segir Stefán, flestir leikararnir á sviðinu allan timann án nokkurra fyrirmæla um athafnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.