Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Það var á fjórða áratugnum, sem ég fyrst bragðaði tóm- ata. Móðir mín hafði þijár plöntur í eldhúsglugganum. Ég minnist þess ekki að við höfum borðað tómata beint af plöntunni eða haft þá ofan á brauð heldur voru þeir settir út í físksósu. Þá var almennt ekki farið að rækta tómata hér á landi, og var það ekki fyrr en upp úr 1940 sem sú ræktun varð algeng. Algengast er að Islendingar stífí tómata beint úr hnefa eða skeri niður ofan á brauð. Þá eru tómatamir oftast skomir í sneiðar eða í báta. Þegar tómatar em skomir í sneiðar er algengast að skera þá þvert, enda em þeir fallegastir þannig, en ef sneiðam- ar em skomar á hinn veginn, þ.e.a.s. langsum, losna þær miklu síður í sundur og er ágætt að hafa það í huga, þegar nesti er útbúið. Tómatar em yfírleitt taldir með grænmeti, en em raun- ar ávextir eða öllu heldur ber. Líklega er það þó stærðin, sem veldur því að við viljum ekki flokka tómata til berja, en þeir geta orðið allt að eitt kg að þyngd. Nokkuð al- gengt mun vera að fólk rækti afbrigði sem bera smávaxna ávexti (ber) heima í glugga. Þeir tómatar em mjög ljúf- fengir og ákaflega fallegir. Ég reyndi þessa ræktun, en það komu einhver óþrif á þá, og ég gafst upp. Eins o g margir vita, flutti Kolumbus tómatplöntuna heim með sér frá Nýja heiminum, en í Perú og Bolivíu vaxa enn villtar tómatplöntur, sem bera smávaxin ber. íslenskir tómatar em mjög góðir, og ekki er langt síðan svo mikil uppskera barst af þeim að þeir vom seldir mjög ódýrt í verslunum, en þótt þeir hafi nú hækkað talsvert í verði, borðum við samt mikið af þeim og hafíð í huga, að í 100 grömmum af tómötum em aðeins 22 hitaeiningar. í þeim er bæði A- og C-vítamín auk steinefna - sem sé góð og næringarrík megmnarfæða. Við höfum ekki okk- ar góðu íslensku tómata allt árið, heldur em tómatar innfluttir að vetrinum. Em þeir tómatar mjög ólíkir þeim íslensku. Mjög erfítt er að flytja þroskaða tómata langar leiðir. Víða erlendis em tómatamir tíndir þegar húðin er þykk, græn og glansandi. Síðan em þeir látnir þroskast í þar til gerðum klefum. Margar þjóðir nota tómata mikið í allskonar soðna rétti, og em ítalir þar fremstir í flokki Evrópuþjóða, enda fyrstir til að nota tómata til matar. Flestir pottréttir batna ótrúlega mikið sé tómötum bætt í þá, hvort sem um er að ræða, bauna-, grænmetis-, kjöt- eða fiskpottrétti, en íslendingar gera alltof lítið af því að nota þá þannig. Þegar offramboð er á tómötum eins og var um daginn, er tilvalið að sjóða upp á þeim, setja í jógurtdósir og geyma í frysti til að setja síðan í pottréttinn eða á pizz- una. Að vetrinum getið þið slegið í sundur egg, sett frystatómata saman við og bakað dýrindis eggjaköku handa bömunum, þegar þau koma svöng heim úr skólan- um. Yfírleitt er betra að afhýða tómata, sem geymdir em þannig. Þá er best að setja þá í 1-2 mínútur í sjóð- heitt vatn, síðan í kalt vatn og fletta húðinni af. Tómatréttur með f iski 2 msk. matarolía 1 stór laukur 1 stór paprika 1 stór kartafla 1 stór gulrót 'h kg ferskir tómatar 1 dl mysa 500 g ferskur fískur, sú tegund sem ykkur hentar, t.d. ýsa, lúða, hörpudiskur eða annað. U/2 tsk. salt '/4 tsk. pipar nokkur strá ferskur graslaukur (má sleppa) væn grein fersk steinselja (má sleppa) 1. Hitið matarolíuna í potti eða á pönnu, afhýðið laukinn. Takið steinana úr paprikunni, skafíð gulrótina og skerið í þunnar sneið- ar. Saxið laukinn og paprikuna. Hitið allt þetta í olíunni í nokkrar mínútur. Látið ekki brúnast. 2. Afhýðið kartöfluna og skerið í þunnar sneiðar og setjið ofan á hitt grænmetið. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Tómatréttir 3. Afhýðið tómatana með því að setja þá í heitt vatn í 2 mínútur og síðan í kalt vatn. Setjið tómat- ana saman við grænmetið ásamt mysunni. Látið sjóða í 5 mínútur. 4. Leggið fiskinn í þunnum sneið- um ofan á, stráið salti og pipar yfir. Setjið lok á pottinn eða pönn- una og sjóðið í 7 mínútur. 5. Klippið graslaukinn og stein- seljuna og stráið yfír og berið fram í pottinum eða á pönnunni. Bauna/hrísgrjónarétt- ur með tómötum 1 bolli hvítar baunir eða aðrar baunir, sem ykkur hentar 4 sneiðar beikon (má sleppa) 1 stór laukur 1 msk. matarolía 1 dl hýðishrísgijón 1 tsk. salt 4 svört piparkorn 5 allrahandakorn (má sleppa) V2 kg ferskir tómatar 1 stór kjúklingasúputeningur V2 lítri vatn ferskur graslaukur fersk steinselja 2-3 msk. rifínn bragðsterkur ostur 1. Leggið hvítu baunimár í bleyti í kalt vatn í 12 klst., hellið af þeim vatninu. 2. Hitið pott, skerið beikonið smátt, sjóðið í pottinum í 5-7 mínútur, látið ekki brúnast mikið. Takið beikonið úr pottinum. 3. Saxið laukinn, setjið olíu sam- an við beikonfeitina, sjóðið lauk- inn í feitinni í 5-7 mínútur. Setjið þá beikonið aftur í. 4. Setjið baunimar, hrísgijónin, vatnið, saltið, piparkomin, allra- handakomin, kjúklingasúputen- inginn og tómatana út í. Ef þið viljið afhýða tómatana eru þeir settir í 2 mínútur í heitt vatn, síðan í kalt vatn og húðinni flett af. Sjóðið þetta saman við hægan hita í 45 mínútur. Bætið vatni í ef með þarf. 4. Saxið graslaukinn og steinselj- una og setjið út í. 5. Stráið rifna ostinum yfír og berið fram. Meðlæti: gróft brauð. Pottréttur úr hakki með tómötum Handa 4 750 g hakk, sú tegund sem ykkur hentar 3 msk. matarolía 1 stór laukur 2 hvítlauksgeirar IV2 tsk. salt 'A tsk. pipar 2 stórar gulrætur 1 græn paprika 2 stórar kartöflur V* kg ferskir tómatar 1. Setjið 1 msk. af matarolíu í pott. Afhýðið laukinn og hvítlauk- inn og sjóðið í olíunni í nokkrar mínútur. Brúnið ekki. 2. Setjið 1 msk. af matarolíu á pönnuna, hitið vel, setjið síðan helming hakksins út í og sjóðið þar til þetta fer að þoma og brún- ast, setjið þá út í pottinn. Skolið pönnuna með örlitlu vatni og setj- ið út í. Farið eins að með hinn helminginn. 3. Setjið salt og pipar út í pottinn. 4. Afhýðið tómatana með því að dýfa þeim í heitt vatn í 1-2 mínút- ur og síðan í kalt vatn. Setjið út í pottinn. 5. Skerið gulræturnar í sneiðar, takið steinana úr paprikunni og skerið í sneiðar. Setjið út í pott- inn. Sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. 6. Afhýðið kartöflumar og skerið í sneiðar, setjið út í pottinn og sjóðið áfram í 15 mínútur. Meðlæti: Hrísgijón og snittu- brauð. Athugið: Þennan rétt er hægt að sjóða á pönnunni, ef kjötmagnið er ekki mjög mikið. Gullash með tómötum og kryddi Þessi réttur er með margs konar kryddi. Þið getið sleppt því úr sem ykkur sýnist. Handa 6. 1 kg guilashkjöt 4 msk. matarolía 2 meðalstórir laukar 2 hvítlauksgeirar 1 tsk. kúmen 1 tsk. korianderduft, fæst víða í kryddglösum 1 tsk. turmerik, litsterkt ódýrt krydd, sem fæst víða V2 tsk. engiferduft V2 tsk. svartur pipar V2 tsk. chillipipar (mjög sterkur) 5 negulnaglar eða Vt tsk. tilbúið duft korn úr 3 kardimommum eða V2 tsk. tilbúið duft 2 sm bútur kanilbörkur eða V< tsk. kanill U/2 tsk. salt 1 kg ferskir tómatar 2 dósir jógurt án bragðefna 1. Hitið pönnu þar til rýkur úr henni, setjið Vs kjötsins á pönn- una, veltið og látið kjötið lokast, setjið þá 1 msk. af matarolíu á pönnuna og steikið kjötið áfram. Farið eins að með hinn hluta kjöts- ins. Setjið jafnóðum í pott. 2. Setjið 1 msk. af matarolíu í pott, afhýðið laukinn og hvítlauk- inn, skerið smátt og sjóðið við hægan hita í olíunni í 5-7 mínút- ur. Setjið saman við kjötið. 3. Setjið salt og annað krydd yfir kjötið. 4. Afhýðið tómatana með því að dýfa þeim í sjóðandi vatn í 1-2 mínútur og síðan í kalt vatn. Setj- ið tómatana saman við og sjóðið réttinn í 30-45 mínútur. 5. Hrærið jógurt út í, látið sjóða upp og rétturinn er tilbúinn. Meðlæti: Soðin hrísgijón og snittubrauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.