Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 60
SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Siglufjörður: Stálvíkin Slmeð ^ fullfermi * eftir 4 daga Siglufirði. TOGARAR Siglfirðinga hafa aflað mjög vel að undanförnu og mikil vinna er í frystihús- um staðarins. Stálvíkin kom inn á laugardag með full- fermi eftir fjögurra daga túr. Svipaða sögu er að segjja frá nágrannabyggðunum, Ólafs- firði og Sauðárkróki. Stálvíkin kom inn tii löndunar á laugardag með fullfermi, um 130 lestir, eftir aðeins fjögurra daga veiðiferð með karfa og þorsk af 1 Norðurlandsmiðum. Sigluvíkin kom inn á föstudag með 190 lestir og fyrr í vikunni landaði Skjöldur um 70 lestum. Það er því mikil vinna í öllum frystihúsunum og saltfískverkun. Vinna hófst klukk- an 4 aðfaranótt laugardagsins í frystihúsi Þormóðs ramma, en þar var bæði heilffyst og unnið í ýms- ar pakkningar auk söltunar. Allar líkur voru taldar á því, að nauðsyn- legt yrði að vinna alla helgina til ... að spilla ekki gæðum físksins. * Fréttaritari Fann mó- rauðan hrafn í laxagildru SÁ sjaldséði atburður átti sér stað sl. miðvikudag að mó- rauður hrafn var handsamað- f. —, ur lifandi. Það var Leifur Óskarsson á Sólheimatungum í Stafholtstungum í Borgar- firði sem handsamaði fugl- inn. Hrafninn er nú geymdur í Sædýrasafninu í Hafnar- firði. „Ég fann fuglinn niður við Gljúf- urá þegar ég var að ná í kýmar en þar hafði hann flækst í laxa- gildru," sagði Leifur Óskarsson í samtali við Morgunblaðið. „Það er eins og þeir komi hingað í bylgjum þessir ftiglar, þeir eru iíklega drepnir af hinum. Við erum nú búin að sjá svona fugl héma við og við í þijú ár. Svo var það líklega ■ 1966 sem einn bóndinn hér í sveit- inni skaut mórauðan hrafn. Sá fugl er nú geymdur á Náttúm- gripasafninu." Að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings er mórauður hrafn í raun með sömu litarefni og svartur hrafn. „Þetta er það sama og þeg- ar svartar dúfur verða það sem kallað er „dúnaðar". Mórauðir hrafnar era nær óþekktir utan Borgarfjarðar, en þar er a.m.k. eitt ákveðið par sem vitað er um og ungar út þessum hröfnum. Sér- ■ staklega hefur orðið vart við hrafnana í kringum Gljúfurá. Ann- ars er ekki vitað hvað verður um þessa fugla, það er bara einn og einn sem sést stöku sinnum. Það hefur komið fyrir að mórauðir hrafnar hafa verið skotnir en aldr- ei áður hafði nokkur náðst lifandi, svo ég viti," sagði Erlingur. Albert Guðmundsson um fjárstuðninginn við Guðmund J.: „Ekki talinn bjarnargreiði þegar hann var veittur“ HEYSKAPUR VÍÐASTHVAR HAFINN HEYSKAPUR virðist nú vera hafinn um allt land og spretta er víðast hvar yfir meðallagi. Hjalti Gestsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands sagði að tún litu mjög vel út og hefði sprettan verið góð undanfarið. Sums staðar væri þegar komið nokkurt hey í hlöðu þótt Landsmót hestamanna á Hellu hefði eflaust tafíð fyrir á mörgum stöðum. Hjá Búnaðarsambandi Austurlands sagði Páll Sigbjömsson að spretta væri vel í meðallagi og lítið kal í túnum. Flestir bændur væra byrjaðir að heyja eða við það að byija enda hefði verið þurrt síðustu daga. Guðbjartur Guðmundsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur- Húnavatnssýslu sagði að á Norð-vesturlandi hefði sprettan verið sæmileg, gras væri nokkuð þétt og byijað að heyja á flestum bæjum. Engar teljandi kalskemmdir væra í túnum en veðrið hefði verið nokk- uð þurrt og kait undanfarið. A Vestfjörðum vora menn hins vegar þeirrar skoðunar að spretta væri eitthvað undir meðallagi og langt í að hægt væri að slá. Jens Guðmundsson í Kaldalóni bjóst við að geta farið að slá í kring um 20. til 25. júlí. Þama spilaði inn í hret sem hefði komið snemma í júnf og valdið því að síðar hefði verið borið á en venjulega. Stefán Tryggvason bóndi á Skrauthólum á Kjalarnesi að slætti í góða veðrinu í vikunni. Morgunblaðið/Einar Falur ÞÓRIR ODDSSON settur rannsóknarlögreglustjóri greindi frá þvi í gær, að rannsókn á þeim þáttum sem ríkissaksókn- ari endursendi RLR í fyrradag, og tengjast meintri aðild Alberts Guðmundssonar að Hafskipsmálinu væri lokið hvað varðar rannsókn RLR, og það að ríkissaksóknari hefði endur- sent gögn þess þáttar breytti engu þar um. Albert Guðmunds- son segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið i gær að hann muni virða þá ákvörðun Guðmundar J. Guðmundssonar, að um vin- slit þeirra i millum sé að ræða. Albert segir að Guðmundi hafi frá upphafí verið kunnugt um að hann bað Björgólf Guðmundsson, vin þeirra beggja, að standa fyrir fjársöfnun: „Fólk verður að gera greinarmun á því, að Guðmundur vissi að ég bað Björgólf að standa fyrir söfnun hjá vinum og kunn- ingjum, og hinu að Guðmundur vissi ekki hveijir höfðu lagt féð ti!,“ segir Albert. Hann segist harma að Guð- mundur skuli nú kalla þann greiða og aðstoð sem hann og aðrir vildu veita honum bjarnargreiða. „Hann var ekki talinn bjamargreiði, þegar Guðmundur þurfti á aðstoð að halda," segir Albert. Albert segist ekki hafa viljað ræða þessi mál í fjölmiðlum fyrr, þar sem hann hafí talið eðlilegast að rannsóknaraðilar fengju að ljúka rannsókn sinni í friði. Hann segir það út af fyrir sig skiljanlegt að ljúka eigi heildarrannsókn Haf- skipsmálsins í einu lagi, þó að það skapi sér og fjölskyldu sinni vissu- lega erfiðleika, að ríkissaksóknari afgreiddi ekki þá þætti sem vora til rannsóknar hvað hann varðaði, heldur endursendi þá RLR. „Það hefur ekki neitt saknæmt komið fram í rannsókninni, enda er ekki neitt saknæmt í samskipt- um mínum við Hafskip," segir Albert, „enda hefur Þórir Oddsson rannsóknarlögreglustjóri lýst því yfír nú í dag, að hann telji þessa þætti fullrannsakaða, þótt þeir hafí verið endursendir embætti hans.“ Albert kveðst telja að öfl tengd Alþýðubandalaginu standi fyrir því upphlaupi, sem hann nefnir máls- meðferð þessa alla, og segist hafa fengið upplýsingar um að Guð- mundur J. Guðmundsson hafi ritað honum bréfið á föstudag, að undir- lagi Inga R. Helgasonar lögfræð- ings. Sjá viðtal við Albert Guð- mundsson á bls. 4: Vinslitin ákvörðun Guðmundar og hana virði ég. Sigldi til hafnar með gat á síðunni BJARGEY EA 79 steytti á skeri skammt undan Látrum í Eyja- firði aðfaranótt laugardags. Stórt gat kom á bátinn við áreksturinn. Eigandinn, Ólafur Ólafsson, var einn um borð. Sjór flæddi inn í bátinn, en dælubún- aðurinn hafði undan og tókst Ólafi að sigla Bjargeynni til Siglufjarðar. Þangað eru tæp- lega 20 sjómUur frá slysstaðnum. Bjargeyin var á leið frá Akureyri til heimahafnar í Grímsey eftir stór- viðgerð. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Siglufirði sigldi báturinn á skerið Þysling laust fyr- ir kl. 2. Við það brotnaði aftur- mastrið, og Ólafur rotaðist skamma stund. Þegar hann rankaði við sér kveikti hann á dælunum og setti stefnuna á SigluQörð. Sjór var lá- dauður um nóttina, en það mun hafa tekið bátinn 3—4 tíma að kom- ast til hafnar. Bjargeyin er ekki talin sjófær og verður tekin upp í slipp eftir helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.