Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 25 annað tímabundið, þá sækir það aftur í leikhúsið er ég sannfærður um.“ — Það er sem sagt ekki ósam- ræmanlegt að reka listrænt leikhús og leikhús sem „fólkið vill“? „Þetta þurfa alls ekki að vera andstæður. En þegar maður verður vitni að góðum hlut í leikhúsinu, sem fær lélega aðsókn, þá hvarflar stundum að manni að þetta séu ósættanlegar andstæður. Það sem fær mann til að átta sig á að hægt sé að samræma þessi tvö markmið í rekstri er þegar dæmið gengur upp kannski í sýningunni á eftir, þar sem þá allt í einu fara saman gæði og aðsókn. Leikhúsin mega ekki detta í þá gryfju að sýna ein- göngu það sem „fólkið vill“. Ef fólkið sér aldrei neitt annað en það sem leikhúsið heldur að „fólkið vilji" þá vill það á endanum ekki neitt annað. Leikhúsið verður að hafa það að markmiði að sýna svo góðar og merkilegar sýningar, að fólk átti sig á því, þegar það sér þær, að „það er einmitt þetta sem ég vil“.“ Hús allra borgarbúa — Því hefur verið slegið fram af „framapoturum" í leikhús- bransanum að Leikfélagsmenn eigi engan einkarétt á aðstöðunni í væntanlegu Borgarleikhúsi, hvað viltu segja um það? „Þetta byggist á vanþekkingu, eða eigum við að segja misskiln- ingi. Viðkomandi aðilar þekkja greinilega ekki nógu vel sögu og fortíð Leikfélags Reykjavíkur. Borgarleikhúsið er komið til að frumkvæði LR. Hugmyndin um það kom fram fljótlega eftir að Þjóðleik- húsið var opnað 1950, en áður hafði Iegið í loftinu að starfsemi LR flytt- ist þangað. Gleymum ekki að LR hefur alla tíð verið og er enn í leigu- húsnæði. Þegar ráðinn var Þjóðleik- hússtjóri og skipað pólitískt í leikhúsráð og leikarar fastráðnir, skipast veður þannig í lofti að nokkrir leikarar ákveða að verða eftir í Iðnó og telja það heillavæn- legast fýrir íslenska leikhúsþróun að tvö leikhús verði í borginni. Fljót- lega, eða í kringum 1953—54, er farið að hreyfa þessari hugmynd um Borgarleikhús. Það er stofnaður Húsbyggingarsjóður og farið að safna peningum. Síðan er mjög fljótlega farið að leita samstarfs við Reykjavíkurborg, því hún hefur löngum styrkt LR. 1963 verður LR atvinnuleikhús. Hugmyndin um Borgarleikhús fékk strax mjög góð- an hljómgrunn hjá borgaryfirvöld- um. Fýrir rúmum 10 árum, eða 1975, var gerður endanlegur stofn- samningur um það, þar sem mjög nákvæmlega er kveðið á um rekst- urinn. Eignaraðilar hússins eru LR og Reykjavfkurborg. Reksturinn samkvæmt stofnskrá er algerlega í höndum leikhúsráðs LR. Það er ekki óeðlilegt að misskilnings gæti um þetta mál. Allt í einu er risið leikhús og við vitum vel af þeirri húsnæðiseklu sem hijáð hefur aðra leijkhússtarfsemi í Reykjavík. Yngra fólk þekkir ekki alveg for- sögu þessa máls og heldur að borgin sé allt í einu komin með hús og ætli síðan að velja LR til að reka það. LR á allt frumkvæði að þess- ari byggingu. Mér fmnst ískyggi- legt þegar þessum efasemdum er slegið fram og LR sett í andstöðu við alla aðra leikstarfsemi í borg- inni. í Borgarleikhúsinu verða að sjálfsögðu atvinnutækifæri fyrir allt íslenskt leikhúsfólk. Það er tiltölu- lega auðvelt að ganga í LR. Reykjavíkurborg hefur allan að- gang að húsinu þegar LR er ekki að leika, t.d. undir ráðstefnuhald og þ.h. Þetta verður ekki bara leik- hús LR heldur allra borgarbúa." „Dagur vonar“ — Finnst þér þú fá nógu mikla athygli sem listamaður? „Ég hef enga þörf fyrir persónu- lega athygli. Maður óskar þess í senn að sjást í gegnum sýningu, sem maður setur upp, en vera einn- ig ósýnilegur. Sem leikstjóri er ég fyrst og fremst að koma ákveðnu verki á framfæri, jafnframt því skil- ar sér túlkun mín á viðkomandi verki, ef það tekst vel. Leikstjóri á ekki að nota verkið til að þjóna sér, heldur á hann að þjóna því. Leikstjórinn er milliliður, miðill. Sköpunarþörf mín fær útrás í leik- stjóm. Stundum verður maður þó gramur yfir að hinn venjulegi áhorf- andi skuli ekki átta sig á því hvað leikstjóri á mikið í hverri sýningu." — Dreymir þig um eitthvað sérstakt á þessu sviði? „Þegar vel hefur tekist til og maður er ánægður, þá sakna ég þess stundum að geta ekki haldið áfram með sama fólkinu. í stærri leikhúsum er maður ekki endilega að starfa með því fólki á öllum vígstöðvum, sem maður hefði kosið sér. Ef ég ætti eina ósk, þá væri hún sú að geta valið með mér fólk, bæði leikara og tæknifólk, að starfa með — ég held maður gangi með það fram á grafarbakkann að stofna sinn eigin leikhóp eða leikhús þar sem gagnkvæmt traust allra aðila er fyrir hendi." — Leikhúsið er fyrir þér mik- ilvægara en allt annað? „Þegar maður velur svona starf að lífsstarfi, þá er það vegna þess að maður er sannfærður um að í gegnum það geti maður komið miklu til leiðar í stærra samhengi. Þetta er framlag mitt til að bæta heiminn. Þetta eru stór orð en mér finnst — ekki síst í þessum tækni- vædda nútíma — mjög mikilvægt að halda áfram að þroska tilfinning- alíf og fegurðarskyn manneskjunn- ar. Gott leikhús getur gert það.“ — Hveijir hafa haft mest áhrif á þig sem leikhúsmann? „Ég get ekki nefnt neinn einn ákveðinn leikhúsmann sem hefur verið mér fyrirmynd. Ég á nokkra góða vini innan leikhússins, sem ég tek mjög mikið mark á. Ég hef þó lært meira af einni leikhúsmann- eskju en nokkurri annarri og það er konan mín. Það er stundum sagt að það sé mikill kostur fyrir leik- stjóra að vera jafnframt leikari. Ég vil ekki skrifa undir að það sé nauð- synlegt. Ég hef fengið þekkingu mína á leikurum dálítið í gegnum konuna mína, sem er leikari sjálf, þ.e. á því hvemig leikarinn hugsar og vinnur. Hún er minn harðasti gagnrýnandi og ég tek mest mark á henni. Svo get ég farið að telja upp þessa stóm, Ingmar Bergman og Peter Stein.“ — Hvert stefnirðu núna? „Mér finnst ég vera beturí stakk búinn til að takst á við næsta verk- efni, en ég hef verið nokkru sinni fyrr. Mér finnst ég eiginlega fyrst núna ráða við það sem ég er að fást við. Sem betur fer verður mað- ur þó aldrei fullnuma. Það er á annað ár síðan ég leikstýrði síðast hjá LR. Ég hlakka óskaplega mikið til að takast á við nýja leikritið hans Birgis Sigurðssonar, sem heit- ir „Dagur vonar" og verður frum- sýnt í október nk. AP-farsfminn Litla tæknitröllið PHILIPS Glæsilegt útlit sem fellur vel inn í fullkomnasta farstma- kerfi heims. AP-farsímann getur þú notað við hinarfjölbreytilegustu aðstæður, í bílinn, bátinn, sumarbústaðinn eða sem ferðasíma. Nýglæsileg hönn- un, léttur og lipur, svartur eða hvítur. Á augnabliki getur litla tæknitröllið breyst úr bflasíma í ferðasíma. AP-farsíminn samanstendur af 4 litlum einingum: Fjar- skiptaeiningu, rafhlöðuein- ingu, handfangi og símtóli með takkaborði. Á nokkrum sekúndum smellirðu eining- unum saman og bílasíminn þinn er orðinn ferðasími og vel á minnst með ótrúlega litla straumnotkun. Með öðr- um orðum, þú ert frjáls sem fuglinn með AP-farsímanum. Nýi fjölhæfi farssíminn Erum sveigjanlegir í samningum Heimilistæki hf Tæknideild - Sætúni 8 - Sfmi 27500. Nútímaleg hönnun sfmtóls- ins gefur ótal möguleika, ekki síst fyrir það að símtólið liggur lárétt í mælaborði bif- reiðarinnar sem auðveldar þér alla notkun og aflestur af skjánum. Stórir og grein- anlegir valtakkar, skjár sem rúmar 16 stafi, sjálfvirk lýsing á skjá og takkaborði, 100 símanúmera minni sem þú getur kallað fram á augna- bliki, stillanlegur hringistyrk- ur, innbyggðurmælirfyrir sendistyrk frá móðurstöð, gjaldmælir, hleðslumælirfyrir rafhlöðu. í stuttu máli: AP- farsíminn er eitt af því full- komnasta í fullkomnasta farsímakerfi heims. Komdu við í Sætúni 8 og kynntu þér yfirburði AP-farsímans. Sjón er sögu ríkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.