Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 53 Biskaya-flói SKiPTING SPANAR 11 í JÚLÍ 1936 "i> Iwmmil lCÍKO! ]CUAK Baiérísku eyjarnar' CWDAD R£AL’\ALBACETt WRC/A WBLVA' Þjóðernissinnar Lýðveldissinnar Franco og Mola f Burgos. «8»? 1 iW » u - n i $ * * t ' * * r.V 4 TuRAO SQBRfe ESTASrt p /icp^1 /imsfl.OMR- W£cOAfceJV|RT|ftAf Alþýðuherinn á leið til vfgstöðvanna. Skiptar skoðanir voru um borgarastríðið á Spáni í Frakklandi og Bretlandi. Stjóm „alþýðufylkingarinnar“ í Frakklandi þorði ekki að styðja lýðveldissinna opinskátt af ótta við að hrinda af stað harðri stéttabar- áttu. Brezka stjómin hvatti aðrar ríkis- stjórnir til að skipta sér ekki af ástandinu. MADRID í HERKVÍ Eftir fyrstu bardagana í stríðinu tók við vígstöðvahemaður. Langvarandi bardagar geisuðu í Toledo. Her Francos leysti lið Jose Moscardo ofursta úr herkví í kalífakastalan- um Alcazar 27. september. Franco lagði mikið kapp á að ná Madrid. Þýzkar og ítalskar flugvélar hófu loftárásir á borgina 3. október og margir léttir ítal- skir brynvagnar sóttu þangað. Þjóðemis- sinnar sóttu yfir Manzanaraes-fljót, daginn eftir barizt var af hörku í háskólahverfinu í útjaðri Madrid og við konungshöllina. Stjórnin flúði til Valencia og allt óvopnfært fólk yfirgaf borgina. Stór hluti hennar var þá í rústum, en lýðveldissinnar vörðust hraustlega. Þar með var hafið umsátur um höfuðborgina, sem stóð í tvö ár og fjóra mánuði. Vöm Madrid var falin Jose Miaja hers- höfðingja og aðstoð Rússa átti mikinn þátt í því að lýðveldissinnum tókst að halda borg- inni. Stuðningur steypuflugvéla Rússa stuðlaði t.d. að því að árás tveggja ítalskra herfýlkja á borgina var hrundið við Guad- alajara í marz 1937 og að tilraun þeirra til að einangra borgina mistókst. í byijun apríl hóf Miaja gagnsókn og þjóðernissinnar urðu að hörfa. Samgöngu- leiðir miili norður- og suðurheija Francos komust í hættu og Franco réðst á lýðveldis- sinna, þar sem þeir voru veikastir fyrir, á norðurströndinni. ÁRÁSIN Á GUERNICA Franco sótti til Guernica, þar sem bask- neskir þjóðemissinnar höfðu myndað bráðabirgðastjórn. Þjóðvetjar gerðu ill- Manuel Azana forseti. Queipo de höfðingi. ræmda loftárás á Guemica 25. apríl og prófuðu eyðingarmátt nýjustu vopna sinna. Þremur dögum síðar sóttu hermenn Francos inn í rústir bæjarins. Stjóm Baska hörfaði frá Bilbao 18. júní og þjóðemissinnar tóku borgina eftir 80 daga umsátur. Þeir héldu áfram sókninni vestur á bóginn og tóku Santander 25. ágúst, með stuðningi ítala, og Gijon. Þá var allur Norðvestur-Spánn á valdi þeirra. Lýðveldissinnar fengu mikla samúð og aukinn stuðning vegna árásarinnar á Gu- emica, en áttu mjög í vök að veijast. Erlend ríki reyndu að takmarka átökin og á ráð- stefnu í London var komið á fót nefnd, sem átti að koma í veg fyrir utanaðkomandi afskipti. Alltaf var fyrir hendi hætta á ótakmörk- uðum afskiptum erlendra ríkja. Loftárás lýðveldissinna á þýzka orrustuskipið De- utschland við Ibiza maí 1937 leiddi til árásar þýzka flughersins á Almeria. Kaf- bátaárásir, sem sagt var að lýðveldissinnar hefðu gert á þýzka beitiskipið Leipzig“ undan Oran 15. og 18. júní, urðu til þess að Þjóðveijar og Italir neituðu að halda áfram að taka þátt í alþjóðlegu flotaeftirliti undan ströndum Spánar. Þegar ítalskir kafbátar sökktu nokkmm Uanlo hers- Juan Negrin, forsœtisráð- herra lýðveldissinna frá 1937. kaupskipum, sem fluttu birgðir til lýðveldis- sinna, var efnt til ráðstefnu í Nyon í Sviss. Þar var samþykkt að ráðizt skyldi á óþekkta kafbáta eða önnur skip, ef þau sæjust í spænskri landhelgi, og að aðstoð við báða deiluaðila á Spáni yrði takmörkuð. Kaf- ■ bátaaðgerðirnar hættu skyndilega, en fasistaríkin hættu ekki stuðningi sínum við Franco. Meðan þessu fór fram var þrátefli í stríðinu og næsta vetur króknuðu margir hermenn Francos úr kulda. Sóknaraðgerðir gátu ekki hafizt fyrr en í febrúar 1938. Franco sótti niður Ebrodal til Miðjarðarhafs við Vinaroz 15. apríl og einangraði Katal- óníu frá öðmm yfirráðasvæðum lýðveldis- sinna. Sókn til Barcelona stöðvaðist vegna harðvítugs viðnáms lýðveldissinna við Ebró- fljót. Aðeins 12-14 af 48 fylkjum landsins vor nú á valdi lýðveldissinna og þau vom þeirra stærst og fjölmennust, en þar var sægur af flóttamönnum. RÚSSAR HÆTTA Nú jukust áhrif kommúnista meðal lýð- veldissinna til muna. Largo Caballeros hafði tekið þá f stjómina í september 1936 og staða þeirra styrktist vegna þess að lýðveld- issinnar fengu mesta hemaðaraðstoð frá Rússum. Rússar sendu kommúnistum vopn sín og áhrif þeirra urðu því miklu meiri en fylgi þeirra sagði til um. Þetta olli deilum í herbúðum lýðveldissinna. Caballeros var settur af 17. maí 1937 og Juan Negrin tók við. Tíu dögum áður höfðu „syndikalistar" gert uppreisn. Sættir tókust, en í júní var trotzkyismi bannaður og trotzkyistar vom handteknir og myrtir hvar sem náðist í þá. í júlí 1938 reyndu lýðveldissinnar mikla gagnsókn við Ebró-fljót til að koma aftur á sambandi milli Katalóníu og annarra yfir- ráðasvæða sinna, en þeir urðu að hörfa eftir mannskæðustu orrustu stríðsins, sem kost- aði hvorn aðila um sig 40.000 menn. Síðan dró mjög úr mætti stjómarhermanna, þótt baráttuhugur þeirra væri enn mikill. Ástæð- an var fyrst og fremst sú að Stalín hætti íhlutun sinni sumarið 1938 vegna ástandsins í álfunni og lítils áhuga Breta og Frakka á samvinnu. Þannig var í raun og vem gert út um örlög stríðsins í Moskvu. Þjóðemissinnar efldust um allan helming og stjórnarherinn hætti að geta veitt þeim viðnám. Í desember 1938 sótti her Francos að Miðjarðarhafi fyrir norðan Valencia og lýðveldissinnar flúðu skipulagslaust til Barc- elona. LOKASÓKN í janúar 1939 hóf Franco sókn norður frá mynni Ebrófljóts, tók Barcelona með stuðningi ítala 26. janúar og náði undir sig allri Katalóníu á hálfum mánuði. Hermenn lýðveldissinna flúðu yfír landamærin til Frakklands, þar sem þeir vom afvopnaðir og settir í fangabúðir. Lýðveldissinnar veittu enn viðnám í Madrid og Valencia og á dreifðum svæðum á Austur-Spáni fram í marz, en málstaður þeirra virtist vonlaus og Bretar og Frakkar viðurkenndu Franco 27. febrúar. Innbyrðis deilur veiktu lýðveldissinna, ekki sízt eftir að kommúnistar gerðu uppreisn í Madrid 3. marz, þótt þeir væm fljótlega yfirbugaðir. K ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.