Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 33 ir rökrétt til hlutleysisafstöðu." — En nú var það í stjómartíð sósíaldemókratans Helmuts Schmidt að Vestur-Þjóðveijar samþykktu að Bandaríkjamenn staðsettu Pershing- flaugar í Vestur-Þýskalandi. „Tvímælalaust. Hann hafði frum- kvæðið að því og reyndar fjölmargar ríkisstjómir sósíaldemókrata, sem studdu hann afdráttarlaust. Þar á meðal sú danska undir forystu Ank- ers Jörgensen." Einhliða aðgerðir ein- stakra ríkja hæpnar Ég flutti á þessu þingi ræðu um afvopnunarmál. Þar hélt ég stíft fram því sjónarmiði að ekkert hefði breyst um það að lýðræðisríkin þyrftu að hafa með sér öflugt vam- arbandalag og leiðin til samskipta væri sú að reyna til þrautar gagn- kvæma samninga við sovét-blokk- ina, hvort heldur væri um fækkun kjamorkuvopna eða samdrátt í heij- um. Og í samhengi við slíka samn- inga kæmi ef til vill til greina að semja um kjamorkuvopnalaus belti. En einhliða aðgerðir einstakra ríkja væru mjög hæpnar. Á nefndarfundum urðu talsverðar umræður um þessi sjónarmið vegna Suður-Afríku. Lögð var fram nefnd- arskýrsla um málefni Suður-Afríku og niðurstaða hennar var sú að nú væri tímabært og rétt að stefna að viðskiptabanni á landið, sem hefði að pólitísku markmiði að kollvarpa núverandi stjóm.“ — Hvemig var henni tekið? „Það var tvímælalaust meirihluti fyrir banni. Aftur á móti fannst mér umræðumar um málið ekki full- nægjandi." — Var ekki deilt hart á þetta og haldið fram að viðskiptaþvinganir bitnuðu á þeim, sem síst skyldi? „Vissulega. Ég benti til dæmis á það á nefndarfundum að við íslend- ingar hefðum nokkra reynslu af viðskiptabönnum. Bandalagsþjóð okkar Bretar hefðu í þrígang reynt að beita okkur viðskiptabanni og loka fyrir okkur mörkuðum. Og þetta hefði tvímælalaust haft hin hagstæðustu áhrif fyrir okkur. Við hefðum leitað til annarra og að mörgu leyti hagstæðari markaða og verið neyddir til að byggja upp eigin fiskiðnað, sem við annars hefðum ef til vill látið undir höfuð leggjast. Því vildi ég fá betur upplýst en gert var hvað menn ættu við með við- skiptabanni á Suður-Afríku: alls- heijar hafnbann og allsheijar viðskiptabann? Og hvaða aðstöðu menn teldu sig hafa til þess að fram- fylgja því í ljósi þeirrar sögulegu staðreyndar að það hefúr nær aldrei tekist. Einnig hafa Suður-Afríkumenn gífurlega sterk tök á alþjóðlegu pen- ingakerfi heimsins. Þar er nánast eina uppspretta gulls fyrir fjármála- kerfi Vesturlanda fyrir utan Sov- étríkin. Einnig er taíið að atvinnu- leysingjum í Suður-Afríku myndi flölga gífurlega við slíkar aðgerðir og að minnsta kosti 85 prósent þeirra yrðu svartir. Hagkerfi Suður-Afríku mundi styrkjast við bann Að sumu leyti mundi hagkerfí Suður-Afríku, sem er í lægð og býr við fjárflóttavandamál, styrkjast. Fjárflótti yrði stöðvaður og eignir alþjóðlegra fyrirtækja yrðu teknar eignamámi. En það er sitthvað hagfræðin í málinu og siðferðið. Þeir, sem segja við fyrirlítum aðskilhaðarstefnu stjómarinnar í Suður-Afríku og hún er ólíðanleg og ósambærileg okkar grundvallarsjónarmiðum um virð- ingu fyrir mannréttindum, em raunvemlega að segja að þeir virði ekki sjálfsákvörðunarrétt ríkja og telji sér heimilt og jafnvel skylt af siðferðilegum ástæðum að grípa til aðgerða gagnvart ríkisstjómum, sem beita þegna sína ofbeldi. Þá blasir við spumingin: Ætlum við að vera sjálfum okkur samkvæmir og láta eitt yfir alla ganga? Er rökrétt samhengi í að bjóða þriðja hluta veraldar, sem býr við kommúnískan fasisma þar sem heilu þjóðimar hafa verið sviptar sjálfsákvörðunarrétti, Jón Baldvin Hannibalsson sjálfstæði, mannréttindum og réttin- um til lýðræðislegrar þátttöku í stjómmálum, upp á friðsamleg sam- skipti og aukna verslun? Ætlum við að halda áfram að gefa þeim mat- væli á spottprís eins og Evrópu- bandalagið gerir? Eða tryggja þeim aðgang að niðurstöðum vísindalegra rannsókna, sem síðan eru notaðar miskunnarlaust til að murka lífið úr hlutlausri grannþjóð Sovétríkjanna, sem heitir Afganistan? Þar hefur ein milljón manna verið myrt og fjórar milljónir hafa flúið land. Hvar er samhengið? Ég varpaði fram þessari spum- ingu og sagði: Ef við ætlum að byggja þetta á siðferðilegum for- sendum og setja allsheijarbann á Suður-Afríku, þá verður líka að setja allsheijarbann á sovét-blokkina og reyndar allar þær fasistastjómir, bófaforingjastjómir, í löndum svörtu Afríku, í Suður-Ameríku, Asíu og í arabaheiminum. — Og hveijar vom viðtökur þessa? „Það vom ekki miklar umræður um þessar spumingar." — Hver vom helstu umræðuefni þingsins? Þau vom fyrirfram mörkuð. Lagð- ar höfðu verið fram rækilegar stefnuyfirlýsingar um þijú mál. Það var ný stefnuskrá, sem átti að heita Líma-yfirlýsingin og hefði hún verið samþykkt, þá hefði hún verið fjórða stefnuyfirlýsing Alþjóðasamtakanna frá því Karl Márx stofnaði þau forð- um daga. Ég var ánægður með þessa stefnuyfirlýsingu og starfaði í nefnd- inni, sem vann að henni. Hún var að stofni til samin af Bandaríkja- manni, sem heitir Michael Harring- ton. Sá er formaður fyrir flokki sem heitir „Democratic-Socialists USA“ og hefur víst lítið til þeirra spurst síðan Eugene heitinn Debbs var upp á sitt besta á ámnum fyrir fyrra stríð. Þetta er alltjent fær maður og snjall og ég beitti mér ákaflega fyrir því að þingið samþykkti þessa stefnuyfirlýsingu enda ágætasta P*agg- Þar var skilmerkilega dregið fram hvað lýðræðisjafnaðarstefna er. Við höfnum einfaldlega ríkjandi formúl- um, hvort heldur er kommúnisma eða óheftum markaðsbúskap sem vænlegri leið fyrir fátækar þjóðir að rétta úr kútnum. Við aðhyllumst lýðræðislegan sósí- alisma þar sem beitt yrði einkafram- taki og markaðsbúskap þar sem við á (?) undir heildarstjóm lýðræðislega kjörins ríkisvalds, sem hafi miklu hlutverki að gegna við að jafna eigna- og tekjuskiptingu og tryggja félagslegt öryggi. Perú er þjóðfélag, sem sýnir okk- ur hversu veigamikil sú hugmynda- fræði er. Mér sýnist augljóst að þar er þjóðfélag, sem hrunið er saman í frumeindir sínar. Annars vegar er vellauðug yfirstétt. Hún er að stofni til landeigendaaðall, sem öldum sam- an hefur haldið völdum í þessu landi með hervaldi. Þar hafa ekki verið félagslegar stofnanir til að tryggja jöfnun á þeim auði, sem skapaður er í landinu. Þjóðarauðurinn er í hönd- um mjög fámennrar, gerspilltrar yfirstéttar, sem hefur haidið aðstöðu sinni til arðráns og kúgunar í skjóli hervalds. Allur þorri fólks er á ör- birgðarstigi og í raun sýnist mér að indíánarnir, sem eru óvenju stór hluti af íbúum Perú, séu þrælar. Þama er kenningin um tvær þjóð- ir sannanlega í fullu gildi og meðan ástandið er óbreytt er engin von. Nema auðvitað leið boðbera ljóssins: að sprengja allt draslið í loft upp. Sem em blind viðbrögð örvæntingar- innar í þjóðfélagi þar sem menn hafa glatað allri von um að breyting- ar verði með skikkanlegum hætti.“ — Hvað um Garcia og Aprista- flokk hans? „Þessi flokkur er að reyna að koma á löngu tímabærum umbótum við hin erfíðustu skilyrði. Og það sem maður óttast er að herinn þoli ekki að lýðræðislega kjörinni ríkisstjóm takist að rótfesta þær umbætur, sem þarf að gera ef þetta þjóðfélag á að eygja von. I efnahagsmálanefndinni fóra fram góðar umræður um hugtakið sósíaldemókratísk þróunarmódel fyrir snauðar þjóðir. Þar bar af fram- lag franska jafnaðarmannaleiðtog- ans Michels Rocard og var ræða hans á þinginu meistaraverk. Hann setur þar fram svarið við spuming- unni: hver er hin sósíaldemókratíska leið í þróunarlöndunum? Hann lagði sérstaka áherslu á að reynslan ætti að hafa sýnt mönnum að ríkisfor- sjársósíalismi fyrir atbeina mennta- mannastéttar, sem tekur völd í þessum löndum og ætlar sér að bijótast út úr fátæktinni með mið- stýrðum fjárfestingaráætlunum oft og tíðum með erlendu lánsfjár- magni, hefur hvarvetna orðið gjald- þrota. Sem dæmi má nefna að í öllum fijálsum ríkjum Afríku, þar sem þessi leið hefur verið farin, hefur orðið hrikaleg afturför. Aftur á móti hefur talsverður árangur náðst í fimm ríkjum, sem ekki hafa farið þessa leið og vil ég þar nefna Kenýa. Þar fær einstaklingurinn að njóta sín til athafna og framkvæmda, en þjóðfélagið reynir hins vegar að tryggja jöfnun tekjuskiptingar. Og það er hin sósíaldemókratíska leið. Úreltar klisjur um einkaframtak o g ríkisrekstur Ég vil sérstaklega vara menn við því að hugsa í úreltum klisjum um andstæður einkaframtaks annars vegar og ríkisrekstrar hins vegar. Þær andstæður era bara bull, úrelt- ar hugmyndir. Og reynslan er ótvíræð. Nægir að benda á þróunina eftir stríð. Á hinn bóginn hafa hægri menn bent á fyrirmyndarríkin Hong Kong, Taiwan, Singapore og Suður-Kóreu. Það þýðir ekki að neita staðreynd- um. Þessi ríki hafa náð gífurlega öram efnahagslegum framförum. Og menn segja þama er módel hins óhefta markaðsbúskapar að verki. Þama er gífurleg orka leyst úr læð- ingi og fyrir vikið næst mikill hagvöxtur. Aftur á móti er spuming hvort til dæmis Suður-Kórea á eftir að standast sem þjóðfélag til fram- búðar. Þar hefur orðið gífurlega ör uppbygging, en þjóðfélagið er hins vegar að springa vegna misskipting- ar auðs og tekna, sem þetta óhefta markaðsmódel gefur af sér. Það er að springa vegna þess að þessum miklu efnahagsframföram hefur verið haldið uppi að nokkra leyti í skjóli pólitískrar kúgunar og her- valds. Mannréttindi era ekki virt í því landi, stjómarandstaðan fær ekki að starfa, launum er haldið ákaflega lágum og félagslegt ör- yggiskerfi hefur ekki verið byggt upp. Út frá þessum forsendum á erindi Rocards erindi til manna. Við höld- um því fram. að þjóðfélagsmódel lýðræðissinnaðrar jafnaðarstefnu eigi ekki bara við í allsnægtaþjóð- félögum Vestur-Evrópu heldur kalla aðstæður í löndum þriðja heimsins á að slík leið verði farin." Sættir við Sorsa — Víkjum að öðra. FVést hefur að sættir hafi tekist með þér og Sorsa. „Það er ekkert launungarmál að af einhveijum ástæðum, sem mér era ekki að öllu leyti ljósar, hafa verið stirð samskipti við suma skandínavana. Að því er varðar Sorsa og Finnana er ljóst hvað gerð- ist. Hér var haldið Norðurlandaþing í mars 1985. Ég hafði móðgað for- sætisráðherra Finna með því að nota ' einhvem tíma í sjónvarpskappræðu orðið „finnlandíseringu". Ég mundi nú ekki eftir þessu af því þetta gerð- ist í sjónvarpi. Þegar þeir sönnuðu með aðstoð finnskra sendiráðsstarfs- manna að ég hafði víst sagt þetta settist ég samdægurs niður og sendi þeim ágæta manni Sorsa afsökunar- bréf, sem ég lét birta í finnskum blöðum og fór reyndar í viðtal við finnska sjónvarpið. Ég átti von á því að fá svar fyrst ég gekk svona hreint til verks. En það var ekki. Alla tíð síðan hefur forsætisráðherra Finna ekki séð mig. í Líma gerðist það að Sorsa hélt sérstaka veislu til heiðurs Willy Brandt. Til þessarar veislu var boðið formönnum allra sendinefnda. Þegar mér barst boðskort frá manni, sem fram til þessa hafði ekki viljað við mig kannast, spurði ég einn forystu- sauð finnsku sveitarinnar hvort mér bæri að skilja þetta sem svo að orð- ið hefðu mistök. Mér var tjáð að þetta væra ekki mistök og fór því til veislunnar. Þar ræddum við Sorsa málin, sem lyktaði með því að við tókumst þétt í hendur og lýstum báðir yfír því að samskipti okkar væra hér eftir eðlileg og við gætum orðið sammála um það að vera ósam- mála.“ Það vekti athygli ef tækist að drepa kratabrodd — Vora gerðar varúðarráðstafan- ir til að vemda þingfúlltrúa? „Það var látið berast óopinberlega að óráðlegt væri að taka opinbera bíla á settum tímum. Svartar lím- úsínur, sem höfðu tekið á móti fulltrúum, vora alltaf til staðar. Það þótti líklegt að reynt yrði að ná fram hefndum á einhveijum fulltrúanna. Það myndi vekja athygli ef þeir gætu drepið einhvem kratabrodd. Ráðlegra væri að taka leigubíla. Leigubílar í Líma era venjulega tutt- ugu ára hræ af gömlum amerískum drossíum og þeim mun verr útleikinn sem leigubíllinn væri, þeim mun ör- uggara. Ég fór út á flugvöllinn með vinum mínum drúsum í Volkswag- en-hræi sem var svo gjörsamlega komið að fótum fram að horfa mátti á himininn upp um ryðgötin í loft- inu.“ — Þú hefur ekki komist í hann krappann þama? „Nei, nei. Nei, nei. Ég fór lítið í óþarfa erindagjörðum, en fór þó ferða minna um borgina og skoðaði fátækrahverfin og öskuhaugana. Þama flykktust að mér betlandi böm. Þetta var ógleymanleg hryggðarmynd, sem þama blasti við. Það sagði mér einhver að Líma hefði ráðið við íbúafjöldann eftir stríð, eitt- hvað innan við fjögur hundrað þúsund manns. Nú búa þar átta milljónir. Ódaunninn af þessum öskuhaugum mannlífsins var svo sterkur að hann var í vitum mér mörgum dögum eftir að ég fór frá landinu. Þessi örsnauða öreigastétt hefur vart átt annars kost en að leggja á glæpabrautina. Stúlkur leggjast út í vændi á bamsaldri og böm selja eiturlyf á götum úti. Það er ákaflega þörf lexía fyrir stjómmálamann frá þróuðu ríki, þar sem verið er að rífast um kaup- máttarstig og prósentur, að kynnast þjóðfélagi, þar sem enginn veit hvort hann lifir næsta dag.“ Viðtal: Karl Blöndal Ljósmynd: Ól.K. Magnússon Svíþjóð: Nýjungar í olíu- og vatns- geymslu Stokkhólmi, SIP. í SVÍÞJÓÐ hafa nú komið fram tvær nýjar uppfinningar á sviði geymslutækni. í báðum tilvikum er um að ræða fljótandi geyma. Annar er ætlaður til þess að geyma olíu, en hinn vatn. Olíutankurinn fljótandi hefur verið lengi í smíðum. Fyrst kom hugmyndin fram á sjöunda áratug- inum, en nú fyrst hefur verið gerð alvara úr henni. Þvermál tanksins er 26 m, en rúmtak hans getur verið frá 1.000 rúmmetram upp í 3.000. Það sem gerir geyminn sérstakan er það að hann er fljótandi. Hann var hannaður með það fyrir augum að hægt væri að nota hann þar sem erfitt er að koma tönkum fyrir á Iandi, eða þar sem það þykir ekki heppilegt af öryggisástaeðum. Er skemmst að minnast framkvæmd- anna í Helguvík. Hin uppfínningin er talin getá*r komið að miklum notum á þurrka- svæðum. Sænskur uppfinninga- maður að nafni Karl Dunkers hefur unnið að hönnun þessa geymis í mörg ár. í raun er ekki um tank að ræða, heldur væri nær að tala um flotgirðingu. I flotgirðinguna er safnað vatni, t.d. með því að koma henni fyrir utan við árósa stórfljóta, eða safna í hana rigning- arvatni. Enginn botn er á henni, þar sem gamalkunnugt eðlisfræði- lögmál einangrar vatnið fríf^- umhverfinu. Sjór er nefnilega þyngri en vatn, og það eitt er nóg til þess að vatnið blandast ekki sjón- um. Hins vegar er plastdúkur strengdur ofan á tankinn til þess að vatnið gufi ekki upp. Til þess að flytja tankinn, eða flotgirðing- una, þarf aðeins að setja spotta í hana og draga með skipi á áfanga- stað. Verkfræðideild Tækniháskólans í Lundi hefur dásamað uppfínningu Dunkers mjög og segir hana ein- falda, ódýra og handhæga lausn á vatnsskorti margra þurrkasvæða. Kj arnorkutilraunir: Samningur um eftirlit? Washington, AP. BANDARÍKJASTJÓRN og yfir- völd í Sovétríkjunum hafa komist að samkomulagi um að hefja við- ræður um eftirlit með því að gildandi ákvæði um takmörkun kjarnorkutilrauna neðanjarðar séu virt, að sögn heimildamanna innan bandarisku stjórnarinnar. Heimildamennirnir, sem ekki - vildu láta nafna sinna getið, töldu Ifklegt að viðræðumar myndu hefj- ast síðar í sumar, en vildu ekki segja til um hvar þær myndu fara fram. Árið 1974 gerðu stórveldin með sér samkomulag sem kveður á um að kjamorkusprengjur, sem sprengdar era neðanjarðar, megi ekki vera stærri en 150 kílótonn. Fari viðræðumar fram, verður það í fyrsta sinn, sem stjóm Reagans Bandaríkjaforseta ræðir við Sovét- menn um eftirlit með því að ákvæðij þetta sé í raun virt. Reagan forseti hefur ásakað Sov- étmenn um að sprengja stærri sprengjur en samkomulag ríkjanna leyfír. Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, hefur hins vegar skorað á Bandaríkjamenn að hætta kjam- orkutilraunum neðanjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.