Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 29 hefur málað stórt hringform á einn vegginn. 011 þessi vinnubrögð hefur maður séð áður og form myndanna eru gamalkunn og koma á engan hátt á óvart. Margt er vel gert og getur valdið heilabrotum hjá skoð- andanum, en áhrifin eru þó frekar slétt og felld. Hér er um að ræða sambland af hugmyndafræði, skúlptúr og málverki, enda munu þeir í Hollandi eiga erfitt með að slíta sig frá Konzept-tímabilinu, sem blómstraði hvað mest á þeim slóðum. I grafíkinni koma fram ótví- ræðir hæfileikar en vinnubrögðin virka full kæruleysisleg og munu sennilega eiga að gera það, — það er víst „creme de la creme" í list- inni hjá mörgum nú til dags. Öll myndverkin eru nafnlaus og er því út í hött að skírskota til ein- stakra þeirra og raunar næsta frájeitt að setja upp slíka sýningu á íslandi í þessu formi þótt það gangi ef til vill í Amsterdam. Við- horfm eru einfaldlega allt önnur hér og almenningur kröfuharðari, enda sækir almenningur myndlistarsýn- ingar hér meir og betur en í nokkurri annarri borg sem ég þekki til. Og því ekki að koma til móts við þennan menntunarþorsta með útréttri hönd og greinargóðri sýn- ingarskrá hveiju sinni? „Listin út til fólksins" er kjörorð- ið hvarvetna í heiminum á örtölvu- öld og því ber okkur að leitast við að auka áhuga fólks en ekki fæla það frá heimsóknum á sýningar með yfirlæti og eintijáningshætti. simanúmER Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 “3t TJöfóar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Hollenzk viðhorf Myndlist Bragi Ásgeirsson Myndlistarmaðurinn Arni Ing- ólfsson er vel þekktur hér á landi í röðum nýlistamanna, en sennilega minna meðal almennings. Kemur hér til, að þeir nýlistamenn virðast margir vilja vinna í afmörkuðum og lokuðum hópi, sem er illa að- gengilegur öllum þorra manna, og að auki hafa þeir sumir næsta tak- markaðan vilja til þess að koma á móts við fjöldann með upplýsandi umbúðum utan um sýningar sínar. Hins vegar krefjast þeir fullmikils af skoðendunum með viðtekinni upplýsingafátækt. Ef til vill finnst þeim ekki taka því, að vanda til umbúða sýninga, en hins vegar sé það aðalatriðið að hafa sýnt á safninu með hljóm- mikla nafnið „The Living Art Museum“ . . . Einkennandi dæmi þessa er sýn- ing Ama Ingólfssonar í húsakynn- um Nýlistasafnsins, en hann sýnir þar grafísk verk, teikningar, mál- verk og „object“-verk, sem hann hefur gert í Hollandi á síðustu tveimur árum. Ámi hefur dvalið lungann úr síðustu þremur ámm í Hollandi og numið við Ríkislistahá- skólann og þá aðallega hjá Pieter Holstein, sem er vel þekktur mynd- listarmaður. Hjá Holstein naut Árni fullkom- ins frelsis, að manni skilst og líkaði það vel, enda mjög á móti hefð- bundnum „akademískum" viðhorf- um. En skyldu þeir góðu menn, er boða fijálslyndi og frelsi í kennslu við myndlistarskóla, átta sig á því, að þetta em afstæð hugtök, sem túlka má og teygja á marga vegu og em víða gróflega misnotuð og rangtúlkuð. Einn góðan veðurdag vakna menn upp við að þetta svo- kallaða „frelsi" er orðið úrelt og „akademískt", eins og hvað annað sem er hampað í óhófi, of mikið og of lengi. Sá er hér ritar, er mjög fylgjandi frelsi og fijálslyndi, en vill vísa til og minna á að sjálfsagi opnar einn- ig möguleika til margra átta og er þannig ein aðferð til að frelsa sig frá hinu vanabundna ... Á þessari sýningu sinni er Árni að leika sér með rýmið í hinum þekkilegu sölum Nýlistasafnsins og þá aðallega hinum tveim á jarðhæð. Þar sýnir hann málverk, lágmyndir af ýmsum toga auk þess sem hann Umboö a Islándi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 283S8 - 28580 mm ............... w • ••• ftXklr • •• >>••• 1 Ú »•* 11 " Brottför 13. september. Flogið til London og gist þar eina nótt. Flogið til Barbados og dvalist þar i þrjá daga. Siglt er af stað 17. september og komið til hafnar á: Martinique, St. Thomas, San Juan, St. Barts, St. Maarten, Guadeloupe, St. Lucia, þar sem dvalið verður i ró og næði I eina viku. Flogið til London 1. október þar sem hægt er að framlengja dvölina ef óskað er. Flogið til London 10. október og gist þar eina nótt, síðan flogið til Genúa á italiu og farið um borð i Maxim Gorki, siglt næstu 15 daga um Miðjarð- arhafið og komið við á stöðum eins og Pireus og Rhodos i Grikklandi. Kusadasi og Antalya i Tyrklandi, Kýpur, Egyptalandi, Möltu, Túnis og svo aftur til Genúa á Italiu. Þaðan verður svo flogiö til London þann 25. okt. og hægt að framlengja dvölina þar ef óskað er. SKODUNARFERPIR : A öllum viðkomustöðum beggja skipanna er boðið upp á spennandi og skemmtilegar skoðunarferðir. VERD : Septemberferðin. Verð frá kr. 107.000.- pr. mann. Októberferðin. Verð frá kr. 89.000.- pr. mann. HAUSTSICLINGAR í september um Karabíska hafið með lúxusskipinu Cunard Countess. I október um austanvert Miðjarðarhaf með skemmtifleyinu Maxim Gorki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.