Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 43 Símon Þónr Júlí- usson — Fæddur 12. apríl 1966 Dáinn 17. maí 1986 Þó ennþá blöktu í stjökunum örfá kertaljós var alstaðar í húsinu döpur rökkurmóða. Á miðju stofugólfi lá föl og fannhvít rós, sem fallið hafði af kistu drengsins góða. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Mmning ar. En við finnum það nú hve mennirnir ráða litlu. fyrir tæpu 1 ’/a ári kom hann hér í Furugrundina til að búa með unn- ustu sinni og hamingjan réð ríkjum eins og títt er hjá ungu fólki. Það er sárt fyrir 19 ára stúlku að missa það dýrmætasta úr lífí sínu, en ástin og kærleikurinn berst yfir gröf og dauða, og hjálpar þeim sem misst hafa og elskað mikið. Við þökkum Símoni fyrir liðnar samverustundir og stundirnar góðu í Hálsakoti austur í Skaftártungu, þar sem var svo gott að vera. Þá var boltinn sóttur og glaðvær köll og hlátur barst til eyma og boltan- um sparkað á milli. Já, við söknum hans og syrgjum, sem hann væri okkar barn. Stutt frá eða í næsta hreppi, Alftavers- hreppi, var hans bernskuheimili, í Norður-Hjáleigu, þar voru foreldrar hans og fjölskylda. Símon unni sveitinni sinni og fjöl- skyldu.' Alltaf var haldið heim í Norður-Hjáleigu þegar tími gafst til að vera með ijolskyldunni. Nú eiga þau um sárt að binda vegna sonarmissis og bróður. í Norður- Hjáleigu búa einnig föðuramma hans, Þórunn, og föðurbróðir, sem sjá nú á eftir ungum frænda og góðum dreng. Símoni Þór þökkum við þann tíma sem við áttum með honum, allar stundir frá fyrstu kynnum. Við biðjum Guð að blessa hann og okkur sem stöndum hér eftir og söknum og syrgjum. Arndís mín, Júlíus og fjölskyldur ykkar, Guð styrki ykkur og huggi. Guð blessi þig elsku Margrét og styðji. Okkur langar til að enda þessa kveðju með ljóðlínum, sem voru ortar um annan ungan mann, sem þá skildi eftir sig sorg og sökn- uð hjá foreldrum og systkinum. Guð blessi ykkur öll. Herrann góður huggi, hjörtu mædd af sorg, gefi þeim líkn, er lifa og Ijós frá þinni borg. Það er til æfafom arfsögn, að elski guðimir þá, sem ungir að árum og reynslu, aldurtila fá. (Valgeir Helgason, Ásum) Helga, Arni, Karl og Ulrica Sorg og söknuður er tilfínning sem við berum í bijósti er við þurf- um að sjá á bak ástkærum vini. Leiðin á milli þessa heims og hins dulda, sem við mennimir á öllum öldum höfum sest niður og hugleitt, er við höfum orðið að missa einhvem kærkominn, er eins og að stíga yfír þröskuld og halla hurðunum á eftir sér. Við lásum strax sem böm að Guð hafí sent son sinn Jesú í þennan heim til að boða okkur eilíft líf og hann segir þér munuð lifa þótt þér deyið og við trúum því. Vinurinn kæri var tilvonandi tengdasonurinn okkar og mágur, drengur góður og hugljúfí allra sem umgengust hann. Símon Þórir var hægur og prúður svo af bar, þó glettinn og hafði skemmtilega kímnigáfu, greindur var hann vel og minnið sveik hann aldrei. Nú í vor átti hann að hafa lokið sveinsprófi í húsasmíði, en hugurinn stefndi jafnvel til áframhaldandi skólagöngu, í Tækniskólann. Símon Þórir var heitbundinn Margréti dóttur okkar, sem lauk stúdentsprófí um þetta leyti. Framtíðin brosti björt við þessum ungmennum, ákveðið var að vinna næsta ár og safna til framtíðarinn- ' -Á Við höfum í lutt okkurumset Starfsmannasvid Landsbanka íslands er flutt í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Hjá okkur er opið frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Við erum reiðubúin að ráða starfsfolk í ýmsar stöður hjá bankanum, svo sem gjaldkera, ritara og afgreiðslufólk. Komið og kynnist okkur á nýja staðnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár vesturdyr, 3. hæð, símar: 27722 (skiptiborð aðalbanka) og 621300 (beinlína).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.