Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 > * HÁLF öld er liðin síðan borgarastyrjöldin á Spáni hófst. Hún var ein blóðugasta o g grimmasta styrjöld, sem háð hefur verið, og varð eins konar „undirbúningsstríð“ síðari heimsstyrjaldarinnar. Fáar styrjaldir hafa komið eins miklu róti á hugi manna, nema ef vera kynni Víetnamófriðurinn, og deilurnar um hana eru ekki hljóðnaðar. Borgarastyijöldin á Spáni 1936-1939 var Qórða stríðið á spænskri grund síðan í byrj- un 19. aldar. Agreiningsefnin voru yfirleitt hin sömu í öllum þessum styijöldum: staða kaþólsku kirkjunnar, sambúð Kastilíu og Katalóníu og Baskahéraðanna og samskipti ólíkra stétta. Áhrif nútímatækni mögnuðu þessar deilur, sem leiddu til styijaldar á erfiðu tímabili í sögu Evrópu með þeim af- leiðingum að aðrar þjóðir drógust inn í átökin, þó í misjafnlega miklum mæli væri. Stríðið átti rætur að rekja til spænskra aðstæðna, en varð alþjóðlegt deilumál og úrslit þess réðust af ytri aðstæðum. Primo de Rivera einræðisherra, sem hafði leitt nýlendustríð í spænsku Marokkó til lykta 1925, sagði af í 28. janúar 1930 þeg-’ ar herinn hætti að styðja þar sem hann réð ekki við afleiðingar kreppunnar. Alfonso konungur XIII hrökklaðist frá völdum 14. apríl 1931, lýst var yfir stofnun lýðveldis og Alcala Zamora var kjörinn forseti. Lýðveldissinnar gerðu ýmsar róttækar breytingar. Katalóníumenn fengu heima- stjórn (en Baskar ekki). Ríki og kirkja voru aðskilin og þrengt var að kirkjunni. Margir foringjar í hemum voru settir á eftirlaun, hafizt var handa um þjóðnýtingu stórra jarð- eigna og reynt að hækka laun iðnverka- manna, þótt það væri erfitt vegna kreppunnar, sem hafði alvarleg áhrif. Róstusamt var á þessu tímabili. íhalds- menn gerðu uppreisn í Sevilla í ágúst 1932. I janúar 1933 gerðu stjórnleysingjar í Barc- elona uppreisn og hún breiddist út til annarra borga og var bæld niður með erfiðis- munum (stjómleysingjar og „syndikalistar" vildu kollvarpa kapitalistakerfinu og fyrir- litu samvinnu sósíalista við miðstéttimar). Hægrimenn undir forystu Gil Robles fengu meirihluta í kosningum í nóvember 1933 og hófust handa um að afnema flest- ar breytingar, sem höfðu verið gerðar. Þeir höfnuðu heimastjómarkröfum Baska, sem höfðu stutt þá og gengu þá í lið með vinstri mönnum. Vinstrisinnar sameinuðust í „alþýðufylk- ingu“, efndu til allsheijarverkfalls 1934 og gerðu uppreisn í Katalóníu og Astúríu. Efna- hagsástandið versnaði stöðugt og alþýðu- fylkingin sigraði í kosningum í febrúar 1936. Enn er deilt um_________ borgarastríðið á Spáni hálfri öld síðar Vinstri stjóm var mynduð og marxistinn Manuel Azana var kjörinn forseti 10. apríl í stað Zamora, sem var settur af fyrir að fara út fyrir valdsvið sitt. Ólgan magnaðist og stjórnin réð ekki við ástandið. Hinn 13. júlí var leiðtogi konungs- sinna, Calvo Sotelo, veginn og morðið sannfærði hægri menn um að regla yrði ekki aftur komið á nema með hernaðarein- ræði. UPPREISN í MAROKKÓ Stríðið hófst fjómm dögum síðar, 17. júlí 1936, þegar spænski herinn gerði upp- reisn gegn lýðveldisstjórninni í Madrid í Melilla og fjómm öðmm setuliðsbæjum í spænsku Marokkó. Francisco Franco, yngsti herforingi Spánar og fv. herráðsforseti, sem hafði verið sendur í útlegð til Kanaríeyja, fór í flugvél til Melilla til að taka við stjóm- inni. Emilio Mola, fv. yfirmaður hersins í Marokkó, sem hafði verið sendur til Pampl- ona, hafði samband við hægri flokka og hóf viðræður við falangista. Daginn eftir gerðu hermenn í 12 borgum á meginlandi Spánar uppreisn. Uppreisnin fór út um þúfur í Madrid, Barcelona og á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Hún heppnað- ist í Cadiz, Sevilla og Hualva á Suður-Spáni og hinn gamli kjarni Spánar, Gamla Kast- ilía, Leon, Aragónía, Navarra og hluti Galizíu, komust undir yfirráð þjóðernis- sinna, auk spænsku Marokkó, Kanaríeyja og Mallorca. Þjóðernissinnar, eins og uppreisnarmenn kiilluðu sig, einbeittu sér að því að koma á sambandi milli miðstöðva sinna. Hermenn voru sendir flugleiðis til Algeciras og La Line og með skipum yfir Gíbraltarsund, þar sem flota Francos tókst að hrekja burtu herskip Madrid-stjórnarinnar með aðstoð ítalskra sprengjuflugvéla. Reynt var að koma á sambandi milli heija Mola á Norður- Spáni, sem safnaðist saman í Burgos, og Queipo de Llanos hershöfðingja í suðri með áhiaupi á Badajoz 15. ágúst. Tilraun Mola hershöfðingja til að bijótast til Madrid úr norðri með 30.000 manna liði varð að engu í Guadarrama-fjöllum, en brátt var allur Vestur-Spánn á valdi Francos. Þjóðernissinnar mynduðu stjórn í Burgos 24. júlí undir forystu Cabanellas hershöfð- ingja. Franco var opinberlega skipaður leiðtogi þeirra í október. Auk hersins studd- ist hann við konungssinna, landeigendur og harða stuðningsmenn kirkjunnar, hægri flokka og falangista og „karlista" í Baska- héruðunum. Lýðveldissinnar mynduðu stjórn í Madrid 4. september undir forystu Francisco Largo Caballero. Þeir nutu stuðnings Katalóníu- manna og Baska og vinstri flokka, stjórn- leysingja, kommúnista og sósíalista. Nokkur hluti flotans og meginhluti flughersins fýlgdu lýðveldissinnum að málum. Stjóm- leysingjar höfðu mest fylgi í fátækustu héruðunum á strönd Miðjarðarhafs og í Barcelona, en Zaragoza í Aragóníu var nokkurs konar höfuðborg þeirra. Sósíalistar voru öflugir í borgunum, einkum Madrid. BLÓÐUGT STRÍÐ Uppreisn hersins í Marokkó leiddi til blóð- ugs borgarastríðs, sem stóð í tæp þijú ár. Um 600.000 Spánveijar féllu, þar af 130.000 sem voru myrtir, líflátnir og skotnir að baki víglínunnar þegar öll andstaða var bæld niður í stríðslok. Báðir aðilar gerðust sekir um grimmdarverk. í stríðinu börðust 75.000 ítalskir hermenn, 16.000 Þjóðveijar og 40.000 erlendir sjálfboðaliðar fjandsam- legir fasistum, auk 2-3.000 Rússa. Stjómleysingjar í Barcelona svömðu upp- reisn hersins í Marokkó með því að lýsa yfir: „Fasisminn verður ekki sigraður nema með þjóðfélagsbyltingu." Útrýming vinstri- sinna hófst á yfirráðasvæði þjóðernissinna og stjórnleysingjar og hluti sósíalista hófu baráttu fyrir byltingu. í Andalúsíu var bylt- ingin notuð sem afsökun til að að leysa staðbundin deilumál og myrða „stéttarfjend- ur.“ í Katalóníu gekk þetta heldur rólegar fyrir sig. Hvarvetna vom helztu skotmörkin prest- ar, kunnir hægrimenn eða menn sem vom of vel klæddir og töluðu of góða spænsku. Einkaeignir vom gerðar að sameign al- þýðunnar og sums staðar vom peningar afnumdir. Byltingarsinnar töldu nauðsyn- legt að gera byltinguna að vemleika áður en þeir snemst til varnar, en vom sjálfum sér sundurþykkir. Þjóðernissinnar vildu líka nýtt þjóðfélag, sem þeir vildu byggja á „eilífum sannindum“ þjóðarsögunnar. Lítill munur var á orðalagi þeirra og lýðveldissinna. Stjórnleysinginn Diego Abad de Santillan sagði: „Blóðsút- hellingar em óhjákvæmileg afleiðing bylt- ingarinnar, sem hrífur allt með sér og eyðir öllu sem á vegi hennar verður unz hún fjarar smám saman út.“ Kjörorð Queipo de Llano hershöfðingja: „Náðun og sakampp- gjöf em orð sem verða að hverfa úr spænskum orðabókum.“ Deiluaðilar vom a.m.k. sammála um það að byltingu yrði ekki komið á nema með blóðsúthellingum. Hitler sendi þjóðemissinnum sprengju- flugvélar og hina frægu Condor-herdeild, skriðdreka og stórskotaliðsvopn. Stalín sendi lýðveldissinnum skotfæri, tækniráð- gjafa og pólitíska „kommissara". „Komint- ern“ kom á fót „Alþjóðaherdeild" sjálf- boðaliða af ýmsu þjóðerni, sem kom í nóvember 1936. wmM •’r*—-"' ■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.