Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 23 okkar á leiksýningum. Það fóru fram ijölbreytileg skoðanaskipti um leikhús á fræðilegu plani. Það er erfítt að meta hvemig allt þetta kemur að gagni, en þetta var ómet- anlegur og góður farangur fyrir leikstjóra. Áþreifanlegast og mest lærði ég þó á að fylgjast með upp- setningum á Dramaten, þjóðleik- húsi þeirra Svía. Ég fylgdist með a.m.k. 3 uppsetningum Álfs Sjöberg sem var einn virtasti leikstjóri þeirra. Hann var umdeildur „ein- valds“-leikstjóri sem þá voru að komast undir smásjá hjá róttæku leikhúsfólki. Hann var þó talinn einn af þeim bestu ásamt Bergman. Ég fylgdist reyndar með Bergman líka, þegar hann setti upp „Woyz- ek“ eftir Búchner. Að sjá þessa tvo menn vinna var ómetanleg reynsla, ekki síst við að takast á við mismun- andi verk.“ — Þú vildir strax þarna verða leikstjóri? „Það var aldrei nein afdráttar- laus ákvörðun, en smám saman fór ég að einbeita mér að leikstjóm. Ég hafði lesið mikið um leikstjóm og fræga leikstjóra og hélt kannski að leikhúsfræðin næði yfir hana líka. Þegar ég vissi að mig langaði til að einbeita mér að leikstjóm sá ég jafnframt að það var ekki auð- fengin menntun. Það var ekki hægt „Já, ég var svo heppinn að mér bauðst mjög fljótt uppsetning í at- vinnuleikhúsi, ekki strax samt, því við höfum öll þurft að sýna okkur og sanna eins og þú veist. Þegar ég leikstýrði minni fyrstu sýningu hjá LR, þá var é þegar búinn að setja upp þijár sýningar með áhugaleikumm og ungu fólki. Ég fann aldrei fyrir fordómum gagn- vart mér, vegna þess að ég kæmi þessa leið inn í leikstjómina. Maður hefur heyrt að ákveðnir leikarar hnýti í okkur leikhúsfræðinga, en aldrei augliti til auglitis. Mér var aldrei vantreyst eða litinn hom- auga, en maður mætir heilmiklum efasemdum sem komungur leik- stjóri eins og von er. Leikarar geta verið grimmir við leikstjóra — það er erfitt að vinna sig upp. Ungir leikstjórar þurfa að koma ansi vel brynjaðir inn í sínar fyrstu uppsetn- ingar, því þá er óöryggið svo mikið. Það tekur nokkrar uppsetningar að læra á sjálfan sig og leikarana." — Þú hefur kannski byrjað eins og svo margir leikstjórar að staðsetja Ieikarana í huganum eða á skrifborði fyrir framan þig, áður en þú byrjaðir að æfa með þeim? „Já, já, ég held ég hafí aldrei verið eins skipulagður leikstjóri og í alfyrstu uppsetningum mínum. Þá Úr Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson. Varð vinsælasta nýja íslenska leikritið sem Þjóðleikhúsið hafði sýnt. Frumsýnt 1979. Sýningunni var boðið til 7 borga í Evrópu næstu tvö árin. Frá vinstri: Helgi Skúlason, Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Sigurjóns- son og Kristbjörg Kjeld. viðkomandi leikarar geti leikið eitt- hvert atriði eitt kvöldið standandi þétt saman og næsta kvöld með 10 metra á milli sín án þess að láta samspilið raskast. Það skiptir sköp- um þetta samband, þetta líf milli persónanna. Smám saman neglir maður síðan niður stöður. Ég hef aldrei verið rígnegldur í staðsetn- ingar. Ég hef þróast út í það að prófa margar leiðir. Enda fékk ég orð á mig um tíma, sem mér þótti orðið ansi hvimleitt, að vera hóp- vinnupostuli!!!" — Þú ert m.ö.o. ekki þessi ákveðni, harði „einvalds“-leik- stjóri? „Ég fékk það orð á mig um tíma að ég leyfði hópnum að ráða of miklu; þ.e. að leikararnir fengju meira að segja til um það, hvað þeir voru að gera en hafði tíðkast áður. Eftir á að hyggja var maður einmitt þá ákveðnari en nokkru sinni. Veigamest fyrir mig núna er að prófa ótaT leiðir, sía síðan úr, þar til „réttar“ forsendur eru fundn- ar. Spurningin er hvað virkar og ar og líkami eru hráefni harts og verkfæri, sem hann þarf að bera á borð kvöld eftir kvöld fyrir fleiri hundruð manns. Hann rífur úr sér hjartað og hendir því frammí sal! Maður fellur í stafi hvað eftir annað yfir þeim kjarki sem þarf til að vera leikari. Mér finnst þetta starf óendanlega aðdáunarvert. Það er ótrúlegt hvernig leikari getur kvöld eftir köld endurvakið þær tilfinning- ar sem viðkomandi persóna á sviðinu þarf á að halda — og hann kcmst ekki upp með neitt svindl! Leikarar geta að vísu fleytt sér á tækni í vissum tilvikum, en það gengur ekki til lengdar. Enda verð- ur aldrei galdur í leikhúsi, nema þetta sanna tilfinningaflæði sé í gangi." — Nú hafa leikstjórar mis- munandi orð á sér fyrir það hvernig þeir koma fram við leik- ara. Myndir þú segja að þú væri „góður“ við leikara? „Góður! Það er ekki mitt að dæma það. Ég lem þá ekki 'sundur og samán á æfingum og öskra ekki í leikhúsið. Allt yngra leikhúsfólk t.d. í Svíþjóð á þessum árum lýsti frati á allt þetta gamla og fór að stofna sína eigin leikhópa, þar sem það vildi sjálft ráða t.d. hvaða leik- rit ætti að sýna o.s.frv. í allt of mörgum tilfellum fór þetta út í öfg- ar og vitleysu, sem m.a. kom fram í að sumstaðar vildi fólk losa sig við leikstjórann og allur leikhópur- inn átti að taka sameiginlega ákvörðun um allt, jafnvel styrk á einhverri kastaraperu! Það er til skemmtileg saga um þetta frá Lilla Teatem í Helsingfors, sem Bengt Ahlfors segir frá í bók nokkurri. Þau vom að setja upp Þrettánda- kvöld og það var enginn leikstjóri, þau ætluðu að gera þetta saman, því þau vom svo góð! Æfing eftir æfingu fór í það að ræða innkomur og útgöngur leikaranna og það kom til atkvæðagreiðslu um hvort ein- hver persóna ætti að koma inn á þessum staðnum eða hinum. Og Bengt afgreiðir þetta svo skemmti- lega: „Det blev inte demokrati, dét blev idioti.“ Allt átti að vera svo Úr sviðsetningu Stefáns á eigin leikgerð af Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Salka (Guðrún S. Gísladóttir) stendur yfir líki móður sinnár (Margrét Helga Jóhanns- dóttir) í leikmynd Þórunnar S. Þorgrímsdóttur, en samvinna þeirra Stefáns hefur oft verið rómuð. Sýning- in var valin framlag íslands á Leikhús þjóðanna 1982 og var það í fyrsta skipti sem íslenskt leikhús var kynnt á þeirri hátíð. að læra leikstjórn nema kannski helst í austantjaldslöndunum." Fylltist skelfingu þegar á leiksviðið var komið — Nú hefur þú örugglega orð- ið var við að leikhúsfólki finnst oft eins og leikhúsfræðingar, sem hafa lært sitt fag utan leik- hússins séu ekki jafnhæfir og þeir sem hafa alist upp innan þess — er ekki einhver smátog- streita þarna? „Meðan þetta nám var óþekkt og nýtt, þá fóm leikarar náttúm- lega í vöm gagnvart leikstjórum, sem komu þessa leið. í rauninni er engin formúla eða uppskrift til fyr- ir góðri leikstjórnarmenntun. Um hana hafa verið haldin heilu þingin. Fyrst og síðast felst hún í því að setja upp, aftur og aftur. Það er svo umdeilanlegt hvaða eiginleika góður leikstjóri á að hafa. Ég hef stundum látið draga mig út í að halda leikstjórnarnámskeið. Maður getur farið í gegnum vissa gmnd- vallarþætti, gefið leiðbeiningar t.d. um skynsamlega uppbyggt æfinga- skeið. En það em allt meira og minna verkstjómaratriði. Þegar allt kemur til alls segir maður bara ... „ Lifiði lífinu! Takið eftir! Talið við fólk! Lesið bækur, horfið á kvikmyndir og leiksýningar! Hafið augun og öll skynfæri opin!“ Það er fyrst og fremst reynsian sem kennir manni get ég sagt eftir 15 ár í bransanum. Það er auðvitað góður skóli fyrir óreyndan leikstjóra að starfa með reyndustu leikumm landsins í uppsetningu eftir upp- setningu." — Þú fékkst mjög fljótt tæki- færi til að leikstýra að námi loknú, hvernig voru viðtökumar og viðbrögðin við þér? staðsetti maður leikarana heima í ákveðnum atriðum. Maður gekk svo langt að hafa gmnnplan af sviðinu og bjó til skemmtiiegar uppstilling- ar með því að færa fram og tii baka eldspýtustokka og rakbursta. Síðan fylltist ég skelfingu þegar komið var á leiksviðið og uppgötv- aði að leikararnir gengu mishratt — höguðu sér ekki eins og mynda- styttur, því auðvitað vom þeir lifandi fólk. Ég lagði þessar að- ferðir niður, hætti að forvinna staðsetningar. Auðvitað skiptir máli hvernig leikarar em staðsettir því öll leikstjórn er fyrst og síðast spuming um brennidepil þ.e. hvar leikstjórinn vill að athygli alls áhorf- endaskarans sé á hveiju augnabliki og hvert hún á að flytjast næst. En staðsetningar verða að hafa sínar forsendur. I byijun hættir manni til að hugsa þær myndrænt fallegar og skemmtilegar, án þess að spyija sig hvort þær standist tilfinningalega eða leikrænt. Byij- endur í leikstjóm lenda oft í kjánalegum deilum við leikara. Það rís kannski upp ágreiningur milli þeirra um eitthvert atriði og ef leik- stjórinn hefur ekki nægilegt sjálfs- öryggi þá fer hann í varnarstöðu og hafnar skoðun leikarans, til þess að það þurfi ekki að líta þannig út að hann sé að lúffa eða gera mis- tök. Maður er hræddur um að það sé fundinn á manni veikur blettur ef allt er ekki pottþétt." Samvínna leikara og leikstjóra er eins og ástarsamband — Hvernig vinnurðu hlutverk með leikara, hvað er aðalatriðið i vinnunni með honum? „Það hefur breyst eins og allt annað. Maður telur sér trú um að maður sé stöðugt með sjálfan sig og sína vinnu í endurskoðun til að staðna ekki. Það sem gerir þetta starf svo fjölbreytilegt og lifandi er að þú ert alltaf að takast á við ný og ný verkefni með nýju fólki. I seinni tíð vinn ég miklu meira út frá leikaranum, held ég. í byijun hafði ég ákveðnari skoðanir á per- sónunni, sem verið var að túlka og reyndi að fá leikarann til að fallast á þær. Áður fyrr skiptu staðsetning- ar miklu máli, raddstyrkur og raddbiær voru atriði sem maður talaði um. í dag finnst mér öll þessi atriði koma eftirá. Grundvallarat- riði í vinnunni með leikaranum er að finna „rétta" eða „sanna“ stemmningu á hveiju augnabliki. Við erum alltaf að vinna með skrif- aðan leiktexta og galdur leikstjór- ans felst í því að lífga hann, þannig að hann verði annað og meira en innantóm orð. Vinnan með leikaran- um byggist á því að gefa þessum orðum líf þannig að áhorfandinn trúi á þau á stund og stað. Leikar- inn og leikstjórinn verða að finna sér sameiginlega forsendur fyrir því hvers vegna viðkomandi persóna segir einmitt þessa setningu á þess- um stað og stundu, þetta er enda- laus leit að „réttum" forsendum. Ef vel á að vera þarf stemmningin, forsendumar, að vera svo rétt að hvað upplifir leikarinn sem satt og rétt og hvað finnst honum vitleysa. Það þýðir aldrei að þvinga leikara til að gera hluti sem honum finnst rangir, það skilar aldrei góðum árangri. Ef leikarinn er ekki sjálfur með þá tilfinningu að einhver sena sé rétt, þótt manni finnist það sjálf- um, þá verður hún heldur aldrei rétt, þótt hann leiki 100 sýningar. Leikstjóm er spuming um vissa „diplomatiu" og gagnkvæmt traust. Skemmtilegast er þegar vinnumór- allinn verður þannig að maður þarf jafnvel ekki að segja leikara hvað hann á að gera, þegar leikari og leikstjóri em famir að lesa hugsan- ir hvor annars. Galdurinn er að láta leikarann aldrei finna að hann sé að taka við leikstjórn, heldur láta hann upplifa leikinn sem sína sköp- un. “ — Því miður sér maður oft leik á sviði, sem ekki nær manni, sem er innantómur og iíflaus. „Já, ástæðan fyrir því að maður sér ekki árangur á sviði er oft sú að leikarinn er ekki nógu heill í því sem hann er að gera. Hann er að framfylgja fyrirskipunum leikstjór- ans, sem verða honum ekki eðlileg- ar. Maður heyrir leikara endalaust þrasa og rífast út af leikstjórum. Einn er skammaður fyrir að segja aldrei neitt, annar fyrir að rífa kjaft hveija stund og láta leikarana aldr- ei í friði, en auðvitað er það fyrst og fremst árangurinn sem ber leik- stjóranum vitni. Áhorfandanum kemur ekkert við hvernig æfinga- ferlið gekk fyrir sig eða þá hvernig leikstjórinn vann sitt verkefni, svo framarlega sem hann skilar góðum sýningum. Leikarar verða að um- bera leiðinlega leikstjóra og öfugt. Leiðinlegir leikarar geta náð fanta- góðum árangri og það skiptir höfuðmáli. Starf leikarans er eigin- lega alveg einstakt sem starf. Állir listamenn vinna út frá sjálfum sér, gefa af sér, en leikarinn er alveg sér á parti, því hans eigin tilfinning- á þá. Ég er ekki heldur með nein læti, það er ekki aðferð sem hentar mér. Við getum talað um það dög-. um saman, hvað þetta eru furðuleg og flókin samskipti. Einhver hefur sagt og ég tek fyllilega undir það að samvinna leikara og leikstjóra sé eins og ástarsamband. Þetta verður svo náin og tilfínningaleg samvinna, þar sem maður verður að treysta mótaðilanum hvort sem það er karlmaður eða kona. Stund- um kviknar ekki þetta ástarsam- band, þá eru einhveijar efasemdir í gangi _og árangurinn lætur standa á sér. Á þessu hef ég enga lausn, maður verður bara að bregðast við því á hveijum stað og tíma, reyna að átta sig á ástæðunum og tala út um það. Oft gerist þetta þegar viðkomandi leikari er ekki sammála leikstjóranum um túlkun. Það getur verið strembið þegar leikari getur ekki sætt sig við heildarsýn leik- stjórans. Þá riðlast hópstemmning- in, það afl sem þarf að vera til staðar hjá öllum þátttakendum sýn- ingarinnar. Svona uppákomur eru algengari í stórum og fjölmennum sýningum." ÖIl leikrit eru vandamálaleikrit — Hér á landi hatast fólk mik- ið út í allt sem er sænskt, en þó sérstaklega sænsk „vandamála- leikrit“. Þú byijaðir á því að setja upp nokkur svoleiðis verk, eins og Sandkassann og Elliheimilið. Varstu undir sterkum sænskum áhrifum þegar þú komst heim frá námi? „Það voru miklir umbrotatímar í sænsku leikhúsi þá. Það fór fram endurmat á öllum leikhúsviðhorfum samhliða miklu stærri og víðtækari hlutum sem voru að gerast í þjóð- félögum V-Evrópu og kenndir voru við stúdentauppreisnir og ’68-bylt- ingu. Þær umbætur sem sú hreyf- ing leiddi af sér skiluðu sér líka inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.