Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 45 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 1. vélstjóra vantar á 40 tonna bát sem er að hefja veið- ar með snurvoð í Faxaflóa. Upplýsingar í síma 92-7655 og 92-7655. Framtíðarstarf á lögfræðiskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu Lögfræðistofa óskar að ráða aðila til almennra skrifstofu- starfa. Góð vélritunarkunnátta er áskilin. Um er að ræða fullt starf. Vinnustaður er utan miðborgar Reykjavíkur. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Handrituðum umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, verði skilað á auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir 1. ágúst nk. merktum:„PP — 3344“. f|| LAUSAR STÖÐUR HiÁ l!KI REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Forstöðumannsstaða við dagheimili/leik- skóla Hraunborg, Hraunbergi 10. Umsjónarfóstrustaða með dagmæðrum, 75% starf. Fóstrustöður á eftirtalin heimili: Litlu dag- heimilin Efrihlíð v/Stigahlíð og Garðaborg, Bústaðavegi 81, dagheimili/leiksk. Iðuborg, Iðufelli 6 og Grandaborg, Boðagranda 9 og stóru dagheimilin Bakkaborg v/Blöndubakka, Laufásborg, Laufásvegi 53-55 og Sunnu- borg, Sólheimum 19. Ennfremur á skóladag- heimilið að Fornhaga 8. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og urrí- sjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar í síma 27277 ogforstöðumaðurviðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtæti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Yfirsjúkraþjálfari óskast við Kópavogs- hæli. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 11. ágúst nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir Kópavogshælis í síma 41500. Starfsmenn óskast í býtibúr og til ræst- inga við Landspítalann. Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítalans í síma 29000. Aðstoðardeildarstjóri óskast á tauga- lækningadeild 32a. Sjúkraliðar óskast í fasta vinnu á sængur- kvennadeildir og meðgöngudeild. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á ýms- ar deildir kvennadeildar. Fastar kvöldvaktir á virkum dögum og um helgar koma til greina. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúk- runarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Meðferðarfulltrúi óskast við Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut frá 1. september nk. Starfið er fólgið í að veita meðferð innlögðum börnum með geðrænar truflanir. Umsækjandi verður að hafa lokið uppeldfræðilegu námi sem svarar til BA- prófs í sálarfræði, félagsvísindum, uppeldis- fræði eða kennaraprófi. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 84611. Starfsmenn óskast til afleysinga við Kópa- vogshæli til vinnu á deildum og til fastra næturvakta. Upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri Kópavogshælis í síma 41500. Reykjavík, 13.júlí 1986. HAGVIBKI HF SÍMI 53999 T résmiðir óskast strax til vinnu í nýju flugstöðinni á Kefla- víkurflugvelli. Fæði á staðnum. Upplýsingar í síma 92-4755. Framtfðarvinna Starfsfólk óskast í pokunardeild okkar. í boði er næg vinna, góð laun og góð vinnuað- staða. Mötuneyti á staðnum. Þeir sem áhuga hafa, hafi samband við Braga Erlendsson vekstjóra milli kl. 13.00 og 16.00 næstu daga. ^ Plastprent hf. Hagvangurhf - SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARÞJÓNUSTA BYGGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐI M atvælaf ræði ng u r Fyrirtækið er stórt iðnfyrirtæki sem er stað- sett í kaupstað úti á landi. Starfssvið: Framleiðsluáætlanir, framleiðslu- stjórn, verkstjórn, vöruþróun og gæðaeftirlit. Við leitum að matvælafræðingi. Einnig kem- ur til greina að ráða stúdent af matvæla- braut. Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar heiti viðkomandi starfs. Hagvangurhf RÁÐNINCARÞJÓNUSTA GRENSÁSVEGI 13. 108 REYICJAVÍK Sími: 83666 Kerfisfræðingur Stýr i kerf af ræði ng u r Öflugt sérhæft þjónustufyrirtæki í Reykjavík vill ráða kerfisfræðing til starfa, á tæknisviði þess. Starfið er laust strax en hægt er að bíða til haustsins eftir réttum aðila. Starfssvið: Eftirlit og viðhald IBM 4300 stýrikerfa. Við leitum að aðila, sem hefur lokið háskólaprófi í raungreinum eða tölvunarfræðum eða hefur góða starfsreynslu og þekkingu á þessu sviði. Viðkomandi þarf að hafa trausta og örugga framkomu, þægilegur í allri umgengni, reglu- samur og hafa til að bera lipurð og snyrti- mennsku. Starfsþjálfun fer fram að hluta til erlendis. Góð laun í boði ásamt þægilegri vinnuað- stöðu. Þar eð hér er um að ræða gott framtíðar- starf hvetjum við alla þá er vilja takast á við spennandi, krefjandi og síbreytilegt starf, að hafa samband og ræða málin í trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar, fyrir 20. júlí nk. Guðni ÍÓNSSON ráðcjöf & ráðn i n carþjón u sta TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVIK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Stjórnunarstörf Eftirfarandi starfsmenn óskast nú þegar til framtíðarstarfa: Skrifstofustjóri Fyrirtækið er þjónustustofnun á sviði rann- sókna. Starfið felst í yfirumsjón með allri tölvu- - vinnslu stofnunarinnar, þ.m.t. vegna rann- sókna og reikningshalds. Framtíðarmögu- leikar eru góðir. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé viðskiptafræðingur af raf- reiknasviði, hafi mikinn áhuga á tölvum og eigi auðvelt með að starfa sjálfstætt. Fjármálastjóri Fyrirtækið er framleiðandi í byggingariðnaði. Starfið felst í umsjón með fjármálum fyrir- tækisins, s.s. gerð fjárhagsáætlana, bókhaldi og uppgjörum, meðferð toll- og innflutnings- skjala ásamt umsjón með innheimtu. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé við- skiptafræðingur eða hafi reynslu á ofan- greindu sviði. Skrifstofustjóri Fyrirtækið framleiðir, flytur inn og selur mat- vöru. Starfið er aðallega fólgið í bókhaldi, pöntun hráefna, launaútreikningum, útskrift reikninga og móttöku viðskiptavina. Hæfn- iskröfur eru að viðkomandi hafi verslunar- eða stúdentspróf auk starfsreynslu við bók- hald og almenn skrifstofustörf. Framkvæmdastjóri Fyrirtækið er framleiðandi á myndefni. Starf- ið felst í yfirstjórn fyrirtækisins, samninga- gerð, fjármálastjórn og skipulagningu starfseminnar. Hæfniskröfur eru að umsækj- endur séu viðskiptafræðingar af fjármála- og markaðssviði, og reynsla af einhverju sviði fjölmiðla er æskileg. Deildarviðskiptafræðingur Fyrirtækið er ein stærsta þjónustustofnun landsins. Starfið felst aðallega í bókhaldi og uppgjörum við erlenda samstarfsaðila. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé við- skiptafræðingur eða hafi sambærilega menntun. Starfið er laust nú þegar. Framkvæmdastjóri Fyrirtækið er veitingastaður í Reykjavík. Starfið felst í stjórnun staðarins, innkaupum og eftirliti með daglegum rekstri. Til greina kemur að ráða viðskiptafræðing sem er til- búinn að kynna sér alla þætti veitingarekstr- ar, matreiðslumann, þjón eða verslunar- menntaðan mann sem starfað hefur sjálfstætt við fyrirtæki tengt matvælum. Framkvæmdastjóri Fyrirtækið er vertaki á höfuðborgarsvæðinu. Starfið er yfirumsjón með skrifstofu, starfs- mannahald, fjármálastjórn, bókhald og innheimta. Hæfniskröfur eru að umsækjend- ur hafi innsýn í verktakafyrirtæki, geti unnið sjálfstætt og hafi reynslu úr viðskiptalífinu. Aðstoðarframkvæmdastjóri Fyrirtækið flytur inn fatnað. Starfið felst í fjár- málastjórn, áætlanagerð, starfsmannahaldi og daglegum rekstri fyrirtækisins. Hæfnis- kröfur eru að viðkomandi hafi þjálfun og reynslu af sambærilegum störfum, sé já- kvæður og jafnframt ákveðinn í framkomu. Viðskiptafræðimenntun er æskileg, þó ekki skilyrði. Brýnt er að ráða í ofangreind störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí n.k. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og rádningaþiónusta Liósauki hf. W Skólavördustig la - 101 Reykjavik — Simi 621355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.