Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Stundum kviknar ástin ekki! listamanninn á bakvið sýninguna, tengiliðinn milli höfundar og áhorfanda. Flesti sitja og njóta þess sem fyrir tilfinning svífur yfir hverju atriði. Hann er sá sem fær listamennina á sviðinu til að skapa sýninguna. Hvernig gerist það og hvernig skyldi það starf vera? Þegar fólk fer í leikhús og sér leikara og listamenn flytja ver einhvers höfundar hugsa augu ber án þess að sjá þann sem hafði veg og vanda af uppsetningunni — leikstjórann! Samt er hann nærstaddur, ósýnilegt handbragð hans, hugsun og sennilega fæstir út í eitt mesta alvöruverk leikbók- menntanna að leikarar sem voru eina mínútuna í bullandi tilfinning- asenu á sviðinu gátu á næstu mínútu komið út af sviðinu og gert að gamni sínu og gantast. Ég skildi þetta ekki fyrr en seinna, ég hef staðið sjálfan mig að þessu sama í mínu starfi. Sko, þegar vinnan er sem alvarlegust, þá verður tii sterk ómeðvituð þörf til að losna við alvör- una og slaka á, þótt ekki sé nema í stuttum hléum. Oft getur slíkt líka farið út í algeran fíflagang. Auðvit- að var fólk að leika Hamlet í fúlustu alvöru á sínum tíma, það kunni bara þá list að festast ekki alveg í vinnunni. Eftir þessa reynslu hugs- aði ég mig um, hvort ég ætti að fara út á þennan vettvang. Ég ákvað síðan að fara í leikhúsfræði, ekki sem fræðigrein þó.“ Fannst sænska heill- andi tungumál — Hjá þér varð Svíþjóð fyrir valinu, þegar þú hugðist leggja stund á leikhúsfræði, hvers- vegna? „Ég sá leið eftir að Sveinn Ein- arsson kom í menntaskólann og flutti erindi um leikhúsfræði, en hann lærði í Svíþjóð. Það má kannski nefna það sem óbeinan áhrifavald að á þessum tíma var alltaf verið að sýna af og til í Hafn- arfjarðarbíói stórmerkar myndir eftir Ingmar Bergman og mér fannst sænskan heillandi tungumál og hljómfagurt." — Varla hefur fólki i kringum þig þótt þetta arðbært nám fyrir ungan karlmann? „Auðvitað var ekki hægt að ganga út frá því, að maður fengi einhveija vinnu að námi loknu, vegna eðlis þess. Þess vegna varð ég dálítið reikull og efins um þetta allt. Satt að segja fór ég til Stokk- hólms og ætlaði fyrst að láta innrita mig í sálfræði við háskólann þar. Viðtal við Stefán Bald- ursson leik- hússljóra og leikstjóra eftir Hlín Agnarsdóttur Stefán Baldursson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykja- víkur er einn af færustu leikstjórum okkar í dag. Það fer ekki mikið fyrir honum, hann er engin „stjama" í fjölmiðlamerkingu orðsins og það gustar ekkert sérstaklega í kringum hann. Samt á hann langan og merkilegan leikstjómarferil að baki. Hver man ekki eftir „Stundarfriði" eftir Guðmund Steinsson, „Sölku Völku" eftir Halldór Laxness, „Draumi á Jónsmessunótt" eftir William Shakespeare, allt frægar leiksýningar frá liðnum árum í Þjóð- leikhúsinu og Iðnó, sem Stefán setti á svið. Hann fæddist árið 1944 á Hjalteyri við Eyjafjörð og giftur Þómnni Sigurðardóttur leikstjóra og leikritahöfundi. Mér lék forvitni á að vita hvemig svona prúðmenni álpaðist út í þann ólgusjó sem leik- listin er: „Klassíska svarið er auðvitað að maður hafí haft áhuga á leiklist sem bam. Þegar ég lít um öxl þá man ég að ég fór að stunda leiksýningar nokkuð stíft þegar ég var 11 ára og þá fullorðinssýningar. Þá dró ég gjaman einhvem félaga með mér en fór ekkert endilega með fullorðn- um. Auðvitað byijar þetta allt með því að maður fer með foreldmm sínum pínulítill á bamasýningar. Fyrsta stóra upplifunin var Snæ- drottningin í Þjóðleikhúsinu, reynsla, sem maður sá lengi í hill- ingum. Strax í menntaskóla stefndi ég að því að fara á einhvem hátt út í leiklist, þó gerði ég mér ekki grein fyrir hvaða svið ég ætlaði að leggja fýrir mig. Um tíma var ég að spá í leikmyndagerð, vegna þess að mér gekk vel í teikningu. Nú, svo vildi ég skrifa — það vilja allir verða Úr hinni hugmyndaríku sviðsetningu Stefáns á Gisl eftir Breandan Behan, þar sem Grétar Reynisson vann leikmynd með honum í fyrsta skipti. Gísli Halldórsson í hlut- verki Pats uppi á húsgagnahrúgunni. Aðrir á myndinni: Kjartan Ragnarsson, Margrét Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson við píanóið. Úr hinni stórskemmtilegu sýningu Stefáns á Draumi á Jónsmessunótt, þar sem hann stefndi saman kornungum leikurum úr Nemendaleikhúsinu og hinu reynda liði Leikfélagsins. Hér eru Kjartan Ragnarsson og Gísii Halldórsson sem áhugaleikarar að leika ástarsögu Píra- musar og Þispu. í baksýn Karl Guðmundsson og Einar Jón Briem. rithöfundar í menntó. Í 6. bekk í MR fór ég í Leiklistarskóla Ævars Kvarans til að þreifa fyrir mér, en ég tók samt engan virkan þátt í leiklistarstarfsemi menntaskólans. Ég sá fljótlega að ég var ekki gott leikaraefni." — Þú lést sem sagt lítið bera á þér? „Það er dálítið merkilegt hvemig fólk velst til leiklistarstarfa. Annars vegar fínnst manni það vera mjög opið fólk, sem hefur gaman af að koma fram og sýna sig, hinsvegar fólk, sem mér fínnst reyndar miklu stærri hópur meðal leikhúsfólks hjá okkur. Það er hógvært og hlédrægt og allt að því feimið. Eg var t.d. sjúklega feiminn fram eftir öllum unglingsárum. Meðan ég var í leik- listarskólanum, vann ég líka sem „statisti í sýningum á Hamlet i Þjóðleikhúsinu (1963-64). Þá gerð- ist skrýtinn hlutur. Allar skýjaborg- imar um leikhúsið, sem maður hafði borið gífurlega virðingu fyrir, þær hrundu. Mér fannst furðulegt á æfingum þegar verið var að leika Það vildi mér til happs að búið var að loka deildinni þegar ég kom — ég segi hiklaust til happs, ekki vegna þess að ég ætli að kasta rýrð á starf sálfræðinga heldur vegna þess að ég er mjög sæll með mitt starf. Auðvitað stefna sálfræði og leiklist á sömu mið. Hvort tveggja er vinna með manneskjur á hug- lægu plani. Ég tók sálfræði sem aukafag í mínu námi síðar. Auk leikhúsfræðinnar tók ég svo kvik- myndafræði sem aðra aðalnáms- grein og var reyndar í fyrsta hópnum sem lauk námi í þeirri grein við háskólann, því þetta var þá al- veg nýtt fag.“ — Hvað lærðiröu svo að gagni í þessu námi? „Maður las leiklistarsögu frá upphafí vega og mikið af leikritum. í náminu voru verkleg námskeið, þar sem leikstjórar komu til þess að skoða og gera athugasemdir við okkar vinnu. Við fórum á leiksýn- ingar og lærðum að skrifa Ieikgagn- rýni. Virtir gagnrýnendur komu til okkar og fóru í gegnum gagnrýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.