Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Sumirfesta hug- myndaflugiðáfilmu, aðrirláta raunveru- leikann með öllum sínum ótrúlegu stað- reyndum og aðstæð- um um að sjá fyrir efnivið í kvikmynda- gerð. Með öðrum orðum, sumirgera leiknar kvikmyndir og aðrirgera heimildar- myndir. í hópi síðar- nefndra er kanadíska kvikmyndagerðar- konan Bonnie Sherr Klein, sem segir: „Ef ég kem einhvern tíma til með að fá hugmynd að leikinni kvikmynd sem er stórbrotnari en sjálf- ur raunveruleikinn, þá fer ég að gera leiknar kvikmyndir. En ekki á meðan raunveruleikinn býð- ur mér upp á slík óþrjótandi og heill- andi verkefni sem raun bervitni." Rætt irið Bonnie Sherr Klein, leikstjóra og höf- und myndarinar „Not a iove story" og starfs- mann Studio D, deildar innan kanadísku kvik- myndastofnunarinnar sem fæst við kvenna- k vikmyn da gerð. B'.ormie Sherr Klein kom nýlega hingað til lands og sýndi mynd sína „Spe- aking of peace", (Talandi um frið) í Norræna húsinu, en í myndinni tala konur af þremur þjóðernum, kanadísku, bresku og sovésku um viðhorf sín til heims- friðar og friðarmála almennt. Ástæða þess að það eru konur körlum fremur sem þarna láta skoðun sína í Ijós er af tveimur rótum runnin. Annars vegar þess sem m.a. er sagt í myndinni: Því fleiri ákvarðanir sem teknar eru við kvöldverðarborðið, á heimilunum og í bæjarstjórnum, því betra. Það er valdalausa fólkið sem á eftir að endurskipuleggja heiminn, verði honum á annað borð bjargað." II Á 3. hundrað | kvennamyndir Hins vegar er ástæðan sú að Sherr Klein er ein fimm fastra kvenleikstjóra sem starfa við Studio D, deild innan kanadísku kvikmyndastofnunarinnar sem var stofnuð 1974 í þeim tilgangi að styrkja kvikmyndagerð kvenna. Nú, rúmum áratug síðar hafa verið gerðar á vegum Studio D einar 248 kvikmyndir, heimildarmyndir um margvísleg málefni sem á einn eða annan máta varða konur og endur- spegla viðhorf kvenna til viðkom- andi málefnis. „Speaking of Peace" er ein slíkra mynda en konurnar sem unnu að henni, fyrrnefnd Bonnie Sherr Klein og Terry Nash eiga báðar að baki verðlaunaðar og viðurkenndar heimildarmyndir frá Studio D. Terry Nash hlaut Óskars- verðlaun 1983 fyrir heimildarmynd sína „If you love this planet" (Ef þú elskar þessa jörð). Þar er greint frá kenningum læknisins Helen Caldicott um afleiðingar kjarnorku- styrjaldar. IEkki ástarsaga — kvikmynd umkiám Þá gerði Bonnie Sherr Klein þá kvikmynd sem hefur vakið einna mesta eftirtekt af heimildarmynd- um kanadísku kvikmyndastofnun- arinnar og heitir „Not a love story — a film about pornography" (Ekki ástarsaga — kvikmynd um klám). Þar kannaði hún ásamt nektar- dansmeyju að nafni Linda Lee, ástæður og afleiðingar klámiðnað- arins og hver áhrif hans eru á mannleg tengsl almennt. „Not a love story - a film about pornogr- aphy" var sýnd hér á kvikmyndahá- tíð fyrir nokkrum árum, en þar að auki er um að ræða þá mynd frá Studio D sem hefur verið sýnd mjög víða. Hún gekk m.a. um sex vikna skeið í kvikmyndahúsi í New York, sem þykir met, sérstaklega þegar um heimildarmynd er að ræða. II Ekki kvikmyndir | fyrir„allaeí Af þessum tveimur myndum má sjá að Studio D lætur til sín taka á mörgum sviðum. Um deild- ina segir Sherr Klein: „Hugmyndin að Studio D vakn- aði þegar kvennaáratugurinn var að hefjast og búið var að ákveða alþjóðakvennaárið 1975. Menn fóru þá að athuga hvar mætti styrkja kvennamenningu og kvik- myndagerðin var einn þáttur sem augljóslega sinnti konum ekki sem skyldi. Nokkuð merkileg staðreynd í Ijósi þess að skoðanakannanir hafa alltaf sýnt að stærstur hluti áhorfenda, hvort heldur er fyrir framan breiðtjald eða sjónvarp, er konur. „En kvikmyndagerð hefur meira og minna verið í höndum karla og endurspeglað þeirra sjón- armið eða þá sjónarmið kvenna eins og karlar viíja hafa þau, eða halda að þau séu," segir Sherr Klein og bætir við að þarna sé ekki um að ræða hreina árás á framlag karla til kvikmyndagerðar, „þó svo að við séum vissulega að gera myndir fyrst og fremst fyrir konur en ekki fyrir „alla". Við erum landkönnuðir að þessu leiti, því að hvar sem okkur ber niður í efnis- vali þá er óplægður akur, a.m.k hvað sjónarmið og viðhorf kvenna varðar gagnvart viðfangsefninu." Viðhorf kvenna á öllum víg- stöðvum kvik- myndagerðar Til að gefa innsýn í starf Studio D má geta þess myndirnar 248 frá upphafi eru um margt breytileg- ar, spanna allt frá rúmum 5 mínút- um upp í 130 mínútur í sýningu og allt þar á milli. Þegar flett er í gegnum handbók Studio D sést að viðfangsefnin eru margvísleg, en í handbókinni eru þau gróflega flokkuð á eftirfarandi hátt: Konur sögunnar; Hjónabandið og fjöl- skyldan; Mæður á atvinnumark- aðnum; Konur á vinnustað; Konur og listir; Konur og stjórnmál; Nauðgun og misþyrmingar; Eldri konur; Breytingar karla; Stúlkur og ungar konur; Heilbrigðismál og kynlíf; Menning annara landa; ímyndir í þjóðfélaginu. Innan hvers flokks er svo að finna stuttar og langar myndir þar sem litið er á málin frá mismunandi sjónarhorn- um, í heild eða einstök atriði. Sherr Klein segir að frá upphafi hafi Studio D tekist á við misjöfn verkefni. „Ein af fyrstu myndunum sem ráðist var í að gera hét „Great Grandmothers" (Stórkostlegar ömmur) og fjallaði um konurnar í hópi landnema villta vestursins, en strax á sama tíma var hafist handa við að gera myndir um brjóstagjöf, heilsufarsmál, nauðg- un og misþyrmingar, atvinnumál og hvaðeina." Mismunandi leiðir til styrktar kvennakvik- myndagerð Hún heldur áfram: „[ gegnum tíðina hefur verið breytilegt hvaðan hvatinn að gerð einstakra mynda kemur. Studio D hefur ekki frum- kvæði að öllum myndunum eða við leikstjórar þess, en okkar hug- myndir eru lagðar fram og metnar á nákvæmlega sama hátt og utan- aðkomandi hugmyndir að kvik- myndum. En það eru ýmsar leiðir sem Studio D fer, bæði kemur fyrir að hugmynd er borinn upp og unnin alfarið af fastráðnum starfs- mönnum, eins er möguleiki á að Studio D styrki leikstjóra sem sendir inn handrit eða ráði hann til að gera sína eigin mynd, þá getur Studio D framleitt myndir sem að öðru leyti eru unnar utan stofnunarinnar og það eru fleiri möguleikar sem boðið er upp á kvikmyndagerðinni. IÞjálfun kvenna I kvikmynda- störfum Svo er tilgangurinn ekki síst sá að þjálfa konur í störfum innan kvikmyndagerðar, bæði í leik- stjórn, handritagerð, hljóðtöku, kvikmyndatöku og öðrum störfum, þó svo að það sé ekkert í reglum deildarinnar sem segir að karl- menn megi ekki vinna við kvik- myndagerð á hennar vegum. En okkar reynsla samræmist mark- miðunum og við vitum að það er mun eðlilegra að konur starfi alfar- ið að kvikmyndum seni endur- spegla viðhorf kvenna. Þar fyrir utan er stundum um að ræða aðstæður sem einungis konur geta ráðið viö, t.d. heimildar- mynd sem við gerðum nýlega um nunnur, þeirra daglega og andlega Bonnle Sherr Kleln líf á mjög ítarlegan hátt. Þannig mynd hefðu karlmenn aldrei getað gert, einfaldlega af því að þeir fengju aldrei leyfi til að fara í klaustur og komast undir yfir- borðið á klausturlífinu. Þetta er svona mjög áþreyfanlegt dæmi," segir Sherr Klein og brosir í kamp- inn við spurningunni um hvort Studio D hafi fengið á sig gagnrýni í gegnum tíðina. Raunveruleikinn ekki hlutlaus - kvikmyndir um hann ekki heldur „Auðvitað hafa ýmsir orðið til að gagnrýna það, að sérstaklega sé hlúð að kvennakvikmyndagerð á kostnað ríkisins og svo heyrast alltaf af og til raddir um að þarna séu á ferðinni pólitískar rauðsokk- ur. Nú síðast ritaði einmitt ritstjóri kvennatímarits grein þar sem henni fannst við ekki beint nógu kvenlegar. En engum datt nokkru sinni í hug að Studio D myndi ekki valda slíkum skoðanaskiptum og í raun væri eitthvað að ef það skap- aði ekki umræðu. Auðvitað sýnist sitt hverjum og forráðamenn kanadíska sjónvarpsins hafa í sumum tilvikum bent á að þeim finnist heimildargerðin ekki nógu hlutlaus. Við höfum hins vegar aldrei reynt að vera „hlutlausar" í þeirri merkingu orðsins að það eigi að sýna jafnt báðar hliðará málinu. Auðvitað tökum við afstöðu með því einu að vinna út frá sjónarmið- um og reynsluheimi kvenna og þegar raunveruleikinn er ekki hlut- laus í sjálfu sér þá verða heimildar- myndir um hann það ekki heldur. IKvikmyndir sem konur þurfa að sjá Ég held að það sem við erum að gera verði kannski best útskýrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.