Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 57 STÆKKAÐ . SVÆÐI — Ég var fyrst einn vetur á lýð- háskóla og síðan fjóra vetur á kennaraskólanum. Á sumrin fór ég heim til Ormsö og vann í búskapn- um hjá foreldrum mínum. Áður en námið hófst varð ég að skuldbinda mig til þess að sækja ekki um vinnu í Svíþjóð að því loknu. Mér líkaði mjög vel í Svíþjóð og þar lærði ég ríkissænskuna sem ég síðan notaði í kennslunni. 1929 sneri Anders Lindström alfarinn heim til Eistlands, kenndi sem stundakennari einn vetur og varð síðan að gegna herskyldu í eistneska hernum sem liðþjálfi í sérstakri deild Svíanna. Að her- skyldunni lokinni kenndi hann einn vetur sem eins konar lærlingur við lýðháskólann í Birkas á Nuckö. — í Birkas voru kennarar ltka frá Svíþjóð og Finnlandi og nem- endur voru úr öllum sænskum byggðarlögum. Ég man sérstaklega Unga kynslóðin vissi ekki að hér bjó sænskumælandi fólk Rætt við aldraðan Svía sem enn býr í Eistlandi — Ég fæddist sem þegn Rúss- landskeisara, varð svo ríkisborgari f eistneska lýðveldinu og seinna í Sovétríkjunum. Þó hef ég alltaf verið og mun alltaf verða Svíi. Sá sem þetta segir er Anders Lindström, fyrrum kennari í Tall- inn, eða Reval eins og gamla sænska nafnið hljóðar, höfuðborg Eistlands. Hann er einn þeirra Eistlandssvía sem kallaðir voru í Rauða herinn og var því úti á víg- vellinum þegar fjölskylda, ættingjar og vinir flúðu átthagana í stríðslok. Nú er hann einn af örfáum Svíum sem enn eru á lífi í Eistlandi. Fyrsti fundur okkar er fýrir framan risahótelið Viru rétt hjá gömlu borginni í Tallinn. Hann birtist mér lágvaxinn maður, geng- ur hröðum skrefum þrátt fyrir háan aldur og ávaipar mig strax á móð- urmáli sínu eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Þó hefur eistneska og að nokkru leyti rússneska, verið dag- legt mál hans í 45 ár. Ég er ekki lengi að átta mig á að hér er merki- legur maður á ferð með sérstaka lífsreynslu að baki og lifandi gáfu til að segja frá henni. Anders Lindström fæddist fyrir 78 árum í þorpinu Fallama á Ormsö (á eistnesku Vormsi) sem ásamt skaganum Nuckö var miðdepill sænsku byggðarinnar í Eistlandi. Á Ormsö bjuggu fyrir heimsstytjöld- ina síðari um 90% sænskumælandi Eistlendingar. Nafnið skýrðu eyjar- skeggjar á þessa leið, segir Anders Lindström. — Svo var sagt að Ormur hefði verið íslenskur víkingur, risavaxinn og grimmur og hefði hann haft þessa eyja sem bækistöð fyrir ráns- ferðir sínar. 1964 var uppgröftur í gamla kirkjugarðinum og fannst þar m.a. hluti af mikilli beinagrind, lærbein minnir mig. Gamlir karlar á eyjunni báru það saman við sína eigin leggi, sem voru miklu minni. Menn voru því á einu máli um að þetta hefði verið af Ormi gamla. Nú, þetta er sjálfsagt bara þjóð- saga. Þó var hér mikil umferð á víkingaöld og því ekki ólíklegt að íslendingar hafi komið hingað. Eistneskra ömefna er líka getið í íslenskum fornsögum. Þegar Anders Lindström byrjaði í bamaskóla var Eistland ennþá hluti Rússlands. — Við stóðum teinréttir í skóla- Heimsstyrjöldin síðari gjörbreytti Iffi Eistlandssvía. Anders Lindström er einn þeirra sem varð eftir í Eistlandi. stofnunum og sungum „Guð blessi keisarann". Á rússnesku auðvitað. Kennslukonan mín fýrstu árin talaði ekkert nema rússnesku og eistn- esku, en við nemendumir kunnum hvorugt málið. í hinum bekknum var aftur á móti sænskumælandi kennari og var hann stundum sóttur til að útskýra hluti fyrir okkur. Eistnesku lærði ég ekki fyrr en í menntaskólanum í Hapsal. Þá var öll kennsla þar á eistnesku. Sænski menntaskólinn í Hapsal tók ekki til starfa fyrr en 1931. Á þessum ámm var að hefjast tilraunastarfsemi með eistneskt útvarp einmitt í Hapsal. Fyrsta útsendingin hófst á söng menntaskólakórsins og ég hef alltaf verið svolítið hreykinn af því að hafa verið með í henni. Eftir stofnun eistneska lýðveldis- ins 1918 urðu samskipti Eistlands- svía við frænduma í Svíþjóð og Finnlandi æ meiri. T.d. var ungum Eistlandssvíum gefinn kostur á ókeypis skólavist við kennaraskóla. Anders Lindström var einn þeirra og fór hann til Karlstad í SvSþjóð. eftir manni frá Dagö sem vildi koma syni sínum í skólann. Á Dagö var þá örfátt sænskumælandi manna en margir vom af sænsku bergi brotnir og vom hreyknir af því. Þannig var um þennan mann. Hann sagði: „Ég tala ekki sænsku en er sænskur fyrir það. Því vil ég að sonur minn læri sænsku." Þessi piltur var í Birkas þann vetur og lærði sænskuna vel. Hann er reynd- ar orðinn háttsettur embættismað- ur í flokknum hér nú. — Ég var bara ráðinn til eins árs í Birkas og varð því að leita mér að annarri vinnu. í þann tíð kusu þorpsbúar kennara og eins og skiljanlegt er var oft erfitt fyrir ungan, óþekktan kennara að ná kosningu. Ég reyndi, ekki vongóð- ur, fyrst í þorpi sem heitir Korkis, innst í Rágö-víkinni, hjólaði þangað og skilaði umsókn og gögnum. Fá- einum dögum síðar kom ég á hreppsskrifstofuna til að sækja skjölin. Þá varð stúlkan forviða: „Áf hvetju viljið þér fá þau aftur? Þér em kjörinn. Viljið þér ekki stöð- una?“ í Korkis var Anders Lindström í níu ár og undi sér vel sem eini kennarinn á staðnum. Korkis var á útjaðri sænskrar byggðar, allsstað- ar I kring var töluð eistneska. Sambúðin við eistneskumælandi nágrannanna var yfírleitt hin besta, þó heyrðist frá Tallinn stundum á flórða áratugnum miður skemmti- legur áróður á móti skólum minni- hlutahópanna. Var því tvísýnt um framtíð skólans. — Einn dag birtist öllum að óvör- um svartur lúxusbíll í Korkis og stoppaði fyrir utan skólahliðið. Bílar vom ekki hversdagssjón í Korkis í þá daga og bíll af þessu tagi hafði varla sést. Hér vora á ferðinni hátt- settir menn frá menntamálaráðu- neytinu í Reval til þess að kanna hvort kennsluskránni væri fylgt í þessum litla sænska skóla. Bömin stóðu sig vel í landafræði og sögu Eistlands þangað til í lokin þegar spurt var: „Hvað heitir konungurinn í Svíþjóð?" Það vissi enginn. Eg var feginn því þetta var augsýnilega gildra. Þessir menn vom gerðir út vegna þess að sögusagnir höfðu borist um að sænsku skólamir rækju áróður fyrir Svíþjóð í tímum. — Þorpsbúar í Korkis vom dug- legir menn. Margir réðu sig ungir að ámm.á fínnsk eða sænsk skip, snem síðan heim og smíðuðu litlar skútur og sigldu með vaming til Stokkhólms og Helsingfors. Þeir þekktu heiminn og vom fróðir um margt. Þeir vom stoltir af sænskum uppmna sínum, yfírleitt glaðlyndir en svolítið drykkfelldir en það olli einu misklíðinni milli okkar. Það var nefnilega siður hjá þeim að hafa böll í skólanum og komu þeir þá með heila tunnu af heimabmggi. Þetta rann út um allt og var brenni- vínsdaunn eins og í verstu krá í kennslustofunni í fleiri daga á eftir. „Við höfum byggt þetta hús og högum okkur hér eins og okkur sýnist," sögðu karlamir, en mér tókst samt að fá þá til að hafa vínið í öðm húsi, þótt böllin væm haldin I skólanum. Anders Lindström hefur óteljandi margar sögur að segja frá þessum ámm og hann hefur yndi af að segja þær á móðurmáli sínu. Það er með öllu horfínn heimur sem birtist aftur örskamma stund í frá- sögnum hans; lítil sjávarpláss, lág hús með þakreyr, litlar seglskútur, þijóskir bændur sem töluðu mið- aldasænsku. Svo kom stríðið og fylgdi því engin blessun. Spurður um árin í Rússlandi og í hemum er hann fáorður og segir: — Markmiðið hjá öllum var að lifa þetta af, en það skilur enginn hvemig þetta er sem ekki hefur reynt það sjálfur. Hvemig var að koma aftur út í Ormsö, alveg mannlausa? — Það var hræðilegt. Hurðir á gátt, brotnar rúður, féð ráfandi um í skógi og hvergi mann að sjá. Ég hefði getað haldið jörð og húsi foreldra minna ef ég hefði tekið við búskapnum en ég gat ómögulega hugsað mér að búa á Ormsö eins og hún var orðin. Þetta sögðu flest- ir okkar sem snem heim úr stríðinu. Kannski urðu 15—20 af gömlu íbú- unum eftir og bara'tveir em enn á lífí. Það er talið að u.þ.b. 1.000 Svíar hafí orðið eftir í Eistlandi. Kom til tals hjá ykkur að hefja einhveija sænska starfsemi á ný? — Nei, það er alveg útilokað. Það var allt ein ringulreið hér eftir stríð og við vomm á víð og dreif um landið og vissum ekkert hvert um annað. Það var ekki fyrr en um 1970 að við tókum upp á því nokkur okkar hér í Reval að hittast reglu- lega til að tala sænsku og skiptast á sænskum bókum. í þessum hópi er m.a. einn fyrrverandi nemandi minn frá Korkis, úr einu fjölskyld- unni sem varð eftir þar. — Fyrstu 30 árin eftir stríð ríkti algjör þögn í kringum Eistlands- svíana. Okkar var aldrei getið í fjölmiðlum og unga kynslóðin vissi ekkert um að sænskumælandi fólk hefði til skamms tíma búið í skeija- garðinum. Þetta hefur breyst á undanfömum tíu ámm. Birst hafa greinar í tímaritum um Svíana, eistneska útvarpið hefur tekið viðtöl við okkur og sjónvarpið hefur gert eina mynd um sænsku byggðina. Megnið af þessu hefur verið fróð- legt og vel gert. Við emm orðnir vinsælir nú þó að við séum varla lengur til! Þrátt fyrir mótlæti, erfíðar að- stæður og heilsuleysi er Anders Lindström greinilega óbugaður maður. Síðan hann komst á eftir- laun hefur hann samið bók um Eistlandssvíana á eistnesku en ekki fengið hana útgefna enn. Efst á baugi hjá honum nú er að varðveita sænsku ömefnin á Ormsö í sam- vinnu við nýju íbúana. — Þeir erfðu hús og jarðir eftir Svíana, en þekkja ekki örnefnin sem vom mýmörg í gamla daga eða merkingu þeirra. Því hef ég ásamt skólastjóranum á Ormsö komið upp korti í skólanum með sem flestum ömefnum og skýringum. Það gleður mig að minningin um okkur mun lifa í framtíðinni á þessum slóðum. Textí og myndir: Marteinn Ringmar. Höfundur er blaðamaður í Sviþjóð og hefur m.a. unnið að þáttum fyrír sænska ogfinnska útvarpið um Eist- landssvía. Marteinn bjó á íslandi um skeið. Ráðstefna um fram-* ' tíð sjávarins: Höfin ekki einsörlát _ og spár sögðu fyrir um Suður-Kingstown, Rhode Island. AP. VÍSINDAMENN hafa endur- skoðað frá grunni tveggja áratuga ganila bjartsýnisspá,-4M sem kvað á um, að höfin mundu færa mannkyni allsnægtir fæðu, málma og orku. Þeir segja þó, að mikils sé að vænta af söltum sænum. „Trúa mín er, að við séum ekki miklir spámenn," sagði John A. Knauss, deildarforseti haffræði- deildar Rhode Island-háskóla, á fundi með sérfræðingum, sem kvaddir vom saman fyrr í þessum mánuði til að ræða framtíð sjávar- ins. Það var víða hald manna, að unnt yrði að sækja gnótt málma í djúp hafsins. Annað hefur komið á daginn, samkvæmt mati vísinda- mannanna. ^ En sérfræðingamir, sem settust á rökstóla 2. júlí sl., spáðu, að eftir fjóra áratugi yrði það ekki svo fjar- lægt, að unnt yrði að beisla hafíð til raforkuvinnslu. „Um 2020 verður hafaldan einn af valkostum okkar til orkuöflun- ar,“ sagði Bretinn John A. Gulland, sem starfar að tæknimálum hjá umhverfísdeild Imperial College í London. Þátttakendumir lögðu áherslu á, að mikilvægast væri að þræða hinn^ gullna meðalveg í nýtingu hafsins, en forðast rányrkju. Iðnríkjunum hefur orðið talsvert ágengt við hreinsun sjávar með ströndum fram, og það sama gildir um árnar. Þróunarríkin standa hins vegar frammi fyrir alvarlegum mengunarvandamálum, að mati sérfræðinganna. „Sé ekki hafíst handa fyrr en ástand sjávarins er orðið slæmt, getur það tekið margar kynslóðir að bæta skaðann," sagði Knauss. Hann bætti við, að það gæti ver- ið mun ömggara að sökkva úrgangi í hafið, jafnvel þótt hann væri geislavirkur, en geyma hann á þurra landi, þar sem hætta væri^ á, að hann mengaði gmnnvatn. „Hafíð er heppilegur geymslu- staður fyrir úrgang, ef farið er með gát,“ sagði hann. „Þar er hvergi um alvarlega mengun að ræða, enda þótt almenningur haldi, að svo sé.“ Robert L. Bendick, forstöðumað- ur umhverfísmálastofnunarinnar á Rhode Island, sagði eftir fundinn, að fyrirlesaramir „virtust gera afar lítið úr áhrifum mengunar í höfun- um og telja að væg mengun væri ekki skaðleg". Sú bjartsýni, sem fyrrnrn ríkti um arðvænlegt málmanám í haf- djúpunum, t.d. að því er varðar mangan, er nú horfin eins og döggr—— fyrir sólu, að sögn Willard Bascom, sem vinnur nú að haffræðiverkefn- um há Scripps-stofnuninni, en starfaði áður hjá námafyrirtæki. Hann sagði, að kostnaður við nám, flutning og vinnslu málmanna væri dýrari á sjó en landi. NYTT SIMANÚMER 69-11-00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.