Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Albert Guðmundsson í samtali við Morgrmblaðið: Vinslitin ákvörðun Guð- mundar og ég virði hana Öfl innan Alþýðubandalagsins bera ábyrgð á þessu upphlaupi „ÞAÐ ER nú litið hægt að segja um orð Guðmund- ar í Morgunblaðinu í dag, hvað varðar fjárstuðning þann sem honum var veittur, fyrir milligöngu mína,“ sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra í samtali við Morgunbiaðið, þegar hann var inntur álits á orðum Guðmundar J. Guðmundssonar, þar sem hann segir að fullyrðingar Alberts í bréfi til hans, þess efnis að Guðmundi hafi verið fullkunn- ugt um að Björgólfur Guðmundsson myndi hafa milligöngu um fjársöfnun Guðmundi til handa væru rangar. Þetta og önnur atriði ræddi Albert við blaðamann Morgunblaðsins í viðtali í gær. „Þessi fjárstuðningur var veittur af ástæðum sem Guð- mundur gaf upp sjálfur, eins og fram hefur komið í við- tölum. Ég harma það að hann skuli kalla þann greiða og þá aðstoð sem ég og aðrir vildum veita honum og hann vildi þiggja, bjamargreiða, nú þegar erfíðleikar steðja að.“ — Nú segir þú Albert, í bréfínu sem þú ritaðir Guð- mundi í gær, að honum hafí verið kunnugt um það frá upp- hafí, að þú hafír beðið Björgólf Guðmundsson, sameiginlegan vin ykkar beggja, að standa fyrir þessari fjársöfnun til styrktar Guðmundi. Hefur þú greint frá þessu áður? „Nei, ég hef ekki talað við neinn um þetta mál áður. Ég talaði í upphafí þessa máls við blaðamann Þjóðviljans, til þess að staðfesta það að Guðmund- ur vissi ekki hveijir lögðu peninga í þessa söfnun. Fólk verður að gera greinarmun á því, að Guðmundur vissi að ég bað Björgólf að standa fyrir söfnun hjá vinum og kunningj- um, og hinu að Guðmundur vissi ekki hveijir höfðu lagt féð til. Það vissi ég reyndar ekki heldur fyrr en viku eða tíu dögum eftir að ég hafði afhent Guðmundi féð, en af skiljanleg- um ástæðum, þá sagði ég Guðmundi ekki frá þeirri vitn- eskju minni." — Greindir þú frá þessu, þegar þú varst í yfírheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins? „Ég staðfesti það við yfír- heyrslur að Guðmundur vissi ekki hveijir lögðu fram fjár- munina, en ég var, að mig minnir ekki spurður um það, hvort Guðmundur vissi um að Björgólfur sá um söfnunina." „Guðmundur vill ekki að vinátta okkar lifi lengur“ — Guðmundur segir í Morg- unblaðinu að þessi bréfaskipti ykkar þýði vinslit í hans huga, lítur þú þessi bréfasamskipti ykkar sömu augum? „Vinabönd verða að vera gagnkvæm. Guðmundur hefur gefíð sínar yfirlýsingar, sem eru náttúrlega skilaboð til mín, þess efnis að hann vilji ekki að þessi vinskapur, sem ég held að hafí verið báðum til mikillar ánægju, lifí lengur. Það er hans ákvörðun og ég verð að virða hana. Hitt er annað mál, að ég fæ ekki botn í það hvers vegna hann var að skrifa mér svona opinberlega. Ég fékk fyrst fregnir af þessu bréfí hans í útvarpsfréttum kl. 4 í gær. Hann er upphafsmað- urinn að þessu og ég hef setið út þetta mál, án þess að svara eða án þess að tala við fjöl- miðla og aðra. Ég hef viljað láta þetta mál ganga sína eðli- legu leið og bíða þar til rannsókn lýkur. Annars hef ég aldrei Iitið á það sem vanda- mál, að Guðmundur fékk aðstoð til þess að fara í hvíldarfrí, eins og hann segir sjálfur, til þess að ekki færi illa fyrir honum. Ég harma bara hvemig þessi vinargreiði nú er talinn bjamargreiði. Hann var ekki talinn bjamar- greiði, þegar Guðmundur þurfti á því að halda.“ Vildiað rannsóknaraðilar fengju frið til að ljúka rannsókn — Ef við hinkmm aðeins við Albert, og ræðum það hvers vegna þú hefur þagað allan þennan tíma. Má líta á þögn þína sem vinargreiða við Guð- mund J. Guðmundsson? „Nei, ekki vil ég segja það. Ég held að það sé frekar þann- ig, að það er erfítt úr stöðu ráðherra að tala mikið, sérstak- lega þegar hvert orð og hver setning verður tilefni til heilla blaðagreina í blöðum eins og Helgarpóstinum í margar vikur á eftir. Málið var og er í rann- sókn og ég held að rannsóknar- aðilar eigi að fá frið til þess að vinna sín verk, sem þeir hafa sýnt að þeir vinna sam- viskusamlega.“ „Skil að Haf- skipsmálið á að afgreiða í heild“ — Nú er málið komið á nýj- an leik til til RLR, hvað varðar hugsanlega aðild þína að Haf- skipsmálinu. Ertu sáttur við þessa ákvörðun ríkissaksókn- ara? Albert Guðmundsson „Ríkissaksóknari nú, hann afgreiðir málið eiginlega á sama hátt og ríkissaksóknari gerði í vetur, þegar ég fór fram á það að hann rannsakaði minn þátt í Hafskipsmálinu. Hann sér ekki ástæðu til þess að ákæra, þar sem hann virðist ekki fínna neitt saknæmt, enda er ekki neitt saknæmt í sam- skiptum mínum við Hafskip. Eg skil það út af fyrir sig, að Hafskipsmálið í heild á að afgreiðast í einum pakka, en eftir því sem mér hefur skilist, þá hefur ekki komið nein at- hugasemd fram við það tímabil sem ég var formaður Hafskips, nema síður sé. Þegar ég skil- aði af mér á aðalfundi Hafskips 1983, þá stóð Hafskip betur en það hefur nokkum tíma gert í sinni sögu. Á sama tíma stóð Útvegsbankinn mjög vel. Áður en ég kom til til Hafskips þá var fyrirtækið í upplausnar- ástandi, þannig að í þessari 25 ára samskiptasögu Hafskips og Útvegsbankans, þá hefíir fyrirtækið aldrei staðið betur, en þegar ég var þar stjórnar- formaður. Síðan skellur ógæfan á, en það er tveimur til þremur árum eftir að ég er hættur hjá Hafskip og hef eng- in afskipti af fyrirtækinu. Eg er dreginn inn í þetta mál á þeim forsendum að ég var áður stjómarformaður hjá Hafskip. Þar fyrir utan eru þessi atriði sem saksóknari vildi rannsaka betur: afskipti mín í Útvegs- bankanum sem stjómarfor- maður þar. Fyrrverandi bankastjórar hafa allir staðfest að ég hafði engin afskipti af viðskiptum bankans við Haf- skip. I öðru lagi er talað um viðskiptaafslátt til Heildversl- unar Alberts Guðmundssonar, sem um var samið löngu áður en ég varð þingmaður, við Eim- skipafélag íslands. Þegar ég varð stjómarformaður Haf- skips flutti ég þessi viðskipti frá Eimskip til Hafskips. Það em flest ef ekki öll fyrirtæki sem skipta við skipafélögin, sem gera sína sjálfstæðu samn- inga um afsláttargreiðslur vegna viðskipta. Þetta em því ekki samningar sem em gerðir nýlega, heldur vom þeir gerðir áður en ég varð þingmaður. Sonur minn tók við heildversl- uninni rúmu ári eftir að ég varð þingmaður, eða árið 1975. „Ekkert rann- sóknaratriða talið saknæmt“ „Þriðja atriðið sem til rann- sóknar var, var afmælisgjöf sem ég fékk frá fyrirtækinu, þegar ég varð sextugur, og hafði til fijálsrar ráðstöfunar. Ég ráðstafaði þeirri gjöf fijáls- lega, eins og hver og einn gerir við afmælisgjafír sínar. Ekkert af þessum rannsóknaratriðum held ég að sé talið saknæmt og þetta em þeir punktar sem Þórður Bjömsson, þáverandi ríkissaksóknari taldi að kanna þyrfti betur. Þeir hafa verið kannaðir og niðurstaðan virðist vera sú að ekki sé ástæða til þess að ákæra, og ekkert sé saknæmt við þetta. Enda hefur Þórir Oddsson rannsóknarlög- reglustjóri lýst því yfir nú í dag, að hann telji þessa þætti fullkannaða, þó þeir hafí verið endursendir embætti hans.“ Albert sagðist telja það skilj- anlegt að núverandi ríkissak- sóknari vildi að Hafskipsmálið væri afgreitt í heild sinni, þó að sú afstaða skapaði honum og hans fjölskyldu vissulega erfíðleika. „Fjórða atriðið til rannsókn- ar, var mál Guðmundar J. Guðmundssonar, sem ég satt að segja spyr sjálfan mig mörg- um sinnum á dag, hvemig hafí getað þróast á þennan hörmu- lega veg. Hvernig gat þetta orðið svona mikið vandamál á milli þessara góðu vina sem við vomm?“ spurði Albert, og bætti við: „það em einhver öfl þama á bak við sem æsa þetta mál upp, og ætla sér að nota það í einhveijum ákveðnum til- gangi.“ „Öfl tengd Al- þýðubandalaginu standa að baki þessu upphlaupi“ — Hvaða öfl telur þú að gætu staðið að baki þessu? „Ég hef engin nöfn, því að þessi rógur er þannig, eins og ég sagði í upphafí, að þú veist ekkert hvaðan hann er, eða hvert hann fer — hann er eins og vindurinn. Ef þú ætlar að hafa hendi á honum, þá er ekkert í lófanum, þegar þú opnar lófann. En ég hef óstað- festar upplýsingar frá þeim sem hafa talið sig vita betur en ég, að það séu öfl tengd Alþýðubandalaginu sem standi að baki þessu upphlaupi. Mér er sagt að Guðmundur J. vinur minn, hafí skrifað þetta bréf að undirlagi lögfræðinga í Al- þýðubandalaginu, og þá hefur Ingi R. Helgason verið sérstak- lega nafngreindur. Mér fínnst eiginlega allt staðfesta það að ákveðin öfl innan Alþýðu- bandalagsins, eða því nátengd beri ábyrgð á þessu upphlaupi. Nú svo em aðrar afætur sem reyna að bíta í hælana, eins og Guðmundur Einarsson og fleiri." — Ef við að lokum ræðum örlítið um rannsókn Hafskips- málsins og Hafskipsmálið í heild, hvað viltu þá segja? „Hafskipsmálið hefur aldrei komið mér við“ „Hvað varðar rannsókn Haf- skipsmálsins vil ég segja það að hún hefur verið mjög ítar- leg. Fyrir mér hefur það verið sláandi hvað hún hefur verið miklu ítarlegri og aðgangs- harðari heldur en í öðmm hliðstæðum málum. Það er umhugsunarefni, þegar litið er til þess, hversu mörg fyrirtæki em illa stÖdd í mörgum at- vinnugreinum. í sumum tilvik- um er talað um að hið opinbera hjálpi fyrirtækjum sem ramba á barmi gjaldþrots, eða em gjaldþrota, og önnur fyrirtæki em tekin fyrir svona, lið fyrir lið mörg ár aftur í tímann. Þannig að það vekur náttúr- lega furðu að þessari gríðar- legu aðgangshörku sé beitt við rannsókn þessa máls. Hvað varðar Hafskipsmálið í heild, þá er það út af fyrir sig mál sem kemur mér ekkert við og hefur ekki komið mér við, vegna þess að ég skilaði af mér árið 1983, fyrir árið 1982 og þá stóð Hafskip mjög vel. Ég fékk þá mikið þakklæti aðalfundar fyrir vel unnin störf. Síðan er ég dreginn inn í þetta mál tveimur ámm seinna, þegar hallar undan fæti hjá fyrirtækinu, að mér fínnst á óskiljanlegan hátt. Þama em ágætir vinir mínir sem lenda í vanda og mér dett- ur ekki í hug að hlaupa á bak við einhvem ímyndaðan skjöld til þess að fírra mig ábyrgð, ef einhver ábyrgð skyldi vera á mínum herðum í málinu. Hún hefur bara ekki komið fram.“ A.B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.