Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 51 Sláttur gengur vel í Kjós en álftir eru til óþurftar „Það er ekkert nýtt að upp komi raddir um að fækka þurfi bændum,“ sagði Hjalti Sigur- björnsson bóndi á Kiðafelli í Kjós í samtali við Morgunblað- ið. „Fyrir 20—30 árum vorum við hvattir til að framleiða meira, en nú er framleiðslan sögð of mikil samfara þvi að á okkur dynur sífelldur áróður gegn kjötneyslu og mjólkur- drykkju. Það sem var mannin- um hollt í gær er orðið hið mesta ómeti í dag, gott ef ekki banvænt", bætti Hjalti við. Kjós er breiður dalur milli Eyr- arfjalls og Esju að sunnan og Reynivallaháls að norðan. í þess- um dal setti Hjalti niður bú sitt árið 1938, í svörtustu kreppu. Síðan eru liðin mörg ár og nú er sonur Hjalta, Sigurbjörn, sem heitir í höfuðið á afa sínum Sigur- Kristján Oddsson bóndi Neðri- Hálsi í Kjós. birni í Vísi, að mestu tekinn við búrekstrinum. Þeir feðgar sögðu heyskap vera hafinn fyrir nokkru enda búinn að vera brakandi þurrkur síðustu vikur. Það eru um 50 hektarar sem þeir slá en nálega helmingur heysins fer í súr. Sigurbjörn kvað talsvert um það í sveitinni að bændur verkuðu í vothey, það er gott fóður handa kúm en 28 mjólkandi kýr eru í fjósi á Kiða- felli. Bústofn þeirra feðga telur einnig um 80 kindur, nokkra hesta og eitthvað geldneyti. Til viðbótar búskapnum er rek- in gistimóttaka á Kiðafelli, ferða- menn fá þar svefnaðstöðu og mat, og gefst auk þessa tækifæri til að leigja sér reiðskjóta. Hjalti sagði Kiðafell vera einn rótgrón- asta ferðamannabæ hérlendis því full 15 ár eru síðan hann byijaði að leigja út svefnpláss. Fyrstu árin voru það mest Þjóðveijar sem gistu Kiðafell. Sagði Hjalti þá venjulega hafa pantað með góðum fyrirvara en í seinni tíð kvað hann það verða æ algengara að ferða- menn komi fyrirvaralaust, beint af þjóðveginum og gisti eina, tvær nætur. Að Neðri-Hálsi, sem er nokkru innar í Kjósinni en Kiðafell, býr Kristján Oddsson. Þegar blaða- mann bar þar að garði var hann að dytta að tækjabúnaði búsins. Sagði Kristján það nauðsynlegt hveijum bónda að vera ekki að- eins natinn við skepnumar, hann þyrfti jafnframt að kunna skil á vélum og vera trésmiður ef vel ætti að vera. Aðspurður kvað Kristján hey- skapinn hafa gengið vel, hann væri rúmlega hálfnaður, en um Feðgarnir Hjalti Signrbjömsson og Signrbjörn Hjaltason í hlað- varpanum á Kiðafelli. Að baki þeim sést brot af steinasafni Hjalta sem hann hefur safnað á ferðum sinum um landið. Morgunblaðið/Einar Falur Fjölskyldan á Skrauthólum i félagsskap Húfu. Inga Árnadóttir held- ur á yngri syni sínum, Árna Steinari, en eldri sonurinn, Tryggvi'* Sturla, reynir i ömggum höndum pabba, Stefáns Tryggvasonar, að tjónka við fýlupokann Húfu. 3/4 hlutar heysins fara í vothey. Undanfarin ár hafa álftir sótt nokkuð í tún hjá Kristjáni og sagði hann þeim fara ört fjölgandi ár frá ári. „Ég gæti trúað að þær bafi verið á milli 70—80 álftirnar sem heimsóttu mig núna í vor,“ sagði Kristján. Hann kvað þær bíta ótrúlega mikið gras, sem þær slita upp með rótum, og engum ofsögum sagt að ein álft æti svip- að af grasi og vænt lamb. Kristján sagðist líta á þetta sem hvern annan toll er yrði að gjalda náttúr- unni en hins vegar væri það athugandi hvort ekki þyrfti að halda álftinni eitthvað í skefjum. Á Kjalamesi stendur bærinn Skrauthólar, en þar var fyrir nokkrum dögum sýning sem köll- uð var „opinn búgarður“. Þar býr Stefán Tryggvason ásamt fjöl- skyldu sinni. „Upphaf þess að gestum var boðið hingað að skoða búskapinn var beiðni áhugamanna um bygg- ingu náttúrufræðihúss, en þeir föluðust eftir kú hjá mér að sýna á 17. júní í Reykjavík," sagði Stef- án. Niðurstaðan varð sú að Stefán bauð Reykvíkingum að koma til sín. Stefán sagði það mikið áhuga- mál margra bænda í sveitinni að borgarbúum yrði gert kleift að kynnast sveitalífinu betur en nú er kostur. „Þessir opnu dagar hjá mér eru vonandi fyrsti vísirinn að opnum sveitabæ, þangað ættu þéttbýlisbúar að geta sótt til að kynnast búskap, en það gerist nú sífellt algengara að börn vaxi úr grasi án þess að fá minnstu nasa- sjón af því hvernig lífið í sveitun- um er,“ sagði Stefán. Með slikri starfsemi getur a.m.k. tvennt áunnist að áliti Stefáns: Steinn yrði lagður í götu þeirra fordóma í garð bænda er nú vaða uppi í þjóðfélaginu og slegið gæti á tor- tryggni fólks gagnvart landbún- aðarvörum. Stefán sagðist vera staðráðinn í því að bjóða borgarbúum og öðrum vegfarendum í heimsókn til sín aftur í sumar. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar I IBM PPC IBM Portable PC ásamt prentara og litskjá til sölu. Upplýsingar í síma 622626. Kranar og kranabrautir ásamt plötuvalsi 3 metrar x 10 m/m til sýnis og sölu í Hamarshúsinu v/Borgartún. Upplýsingar gefa Hrafnkell eða Gylfi. Sími 22123. Bókbönd—Prentsmiðjur Til sölu SULBY MARK II, Auto-minabinda, kjöllímingarvél. Vélin er í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í Prenthúsinu, Barónsstíg 11a, sími: 26380. Sumarbústarland skógi vaxið 3300 m2 eignaland til sölu. Stað- sett í fjallshlíð innarlega austur í Laugardal. Frábært útsýni. Veðursæld og rólegt um- hverfi. Listhafendur leggi inn nafn og símanúmer á augld. Mbl. merkt: „Skógur-374“. Trésmíðavélar Eftirtaldar trésmíðavélar eru til sölu: Holtzher kantlímingarvél árg. 1980, Cennerskov staflari árg. 1982, Stálvirkja fjölblaðasög árg. 1978. Vélarnar er í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála í símum 92-4700 og 92-3320. Fjölritunarstofa Ólafsvík Til sölu fjölritunarstofa í fullum rekstri. Næg verkefni. Viðskiptaþjónustan sf. Páll Ingólfsson, Simi 93-6490, Ólafsvík. Söluturn með mynd- bandaleigu til sölu í Reykjavík. Mjög góður söluturn með myndbandaleigu. Há mánaðarvelta. Þeirsem hafa áhuga leggi nafn sitt ásamt heimilis- fangi og símanúmeri inn á auglýsingad. Morgunblaðsins merkt: „Ó — 5510“ í síðasta lagi 16. þ.m. Athugið aðeins fjársterkur aðili kemur til greina. íbúðtil leigu Þriggja herbergja íbúð til leigu á Akureyri frá 1. september. Upplýsingar gefur Sólveig í síma 96-25974 og 96-26366. Veitingastaður Matreiðslumenn — þjónar Til leigu er mjög sérstakt hús sem ætlað er sem veitingastaður á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Mjög vandaðar innr. Góð staðsetning. Þeir sem áhuga hafa leggi inn nöfn og síma- númer á augldeild Mbl. fyrir 20. júlí mert: „Áhugi - 200“. ^5 Iðnaðarlóð Gilsbúð - Garðabæ Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir lausa til umsóknar iðnaðarhúsalóð við Gilsbúð 3 Garðabæ. Um er að ræða 1500 m2 lóð fyrir þrifalegan iðnaðarrekstur og þjónustustarfsemi tengd- um rekstringum. Lóðin er tilbúin til afhendingar strax. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu Garðabæjar. Bæjarstjóri. <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.