Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 9 HUGVEKJA „Fyrirgef oss vorar skuldir“ eftir EINAR J. GÍSLASON „Fyrirgef oss vorar skuldir." Hér er átt við syndaskuldir. Synd- in er alltaf fyrst og fremst gegn Guði. Allir menn hafa syndgað og skortir Guð dýrð. Syndir geta líka verið gegn makanum, böm- unum og náunganum, hver sem hann er. Um Guð sem fyrirgefur syndir, ritar Davíð konungur svo í Sálmi sínum 103. „Hann sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar." „Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar.“ í Nýja testamentinu sjáum við margar frásagnir um menn, er fundu til synda sinna. Samviskan angraði þá og nagaði: „Toll- heimtumaðurinn bað forðum: „Guð vertu mér syndugum líknsamur." Þýðir að biðja um syndafyrir- gefningu? Lamaður maður er lá í rekkju, var færður til Jesú. Allir viðstaddir töldu þennan lamaða mann hafa þörf fyrir að fá lækn- ingu við lömuninni. Jesús sá dýpra. Hann segir við lamaða manninn: „Vertu hughraustur barnið mitt, syndir þínar eru fyrir- gefnar." Lamaði maðurinn liggur þama áfram í rekkjunni. Eitthvað fer að hrærast hið innra með hon- um. Þama voru aðrir, sem töldu þetta vera guðlast. Hver getur fyrirgefíð syndir nema Guð einn? Jesús sem vissi um andstöðuna og vantrúna, segir nú við þá: „Til þess að þér vitið, að Manns- sonurinn hefir vald á jörðu til að fyrirgefa syndir, — þá segir Hann við lamaða manninn: Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín.“ Og hann stóð upp og fór heim til sín. Engill Drottins vitjaði Jósefs manns Maríu í draumi. Sagði hon- um frá því að hún mundi son ala: „Skaltu kalla nafn hans Jesú, því hann mun frelsa lýð sinn frá synd- um þeirra." Því er Jesús kallaður Frelsarinn. Syndin er fjötur og bönd, sem enginn ræður við í eig- in krafti. Aðeins Guð slítur þau bönd og gerir syndarann frjálsan. „Ef þér standið stöðugir í Orði mínu, þá emð þér sannarlega lærisveinar mínir. Þér munuð I„Syndin erjjötur ogbönd, sem enginn rœÖur við í eigin krafti. AÖeins GuÖ slítur þau bönd oggerir syndarann frjálsan. “ þekkja sannleikann og sannleikur- inn mun gjöra yður frjálsa. — Ef því Sonurinn gerir yður frjálsa, þá munuð þér verða sannarlega frjálsir." Fýrirgefning Guðs er algjör. Hann gleymir um leið og minnist ekki framar afbrota okkar né synda. Munur á okkur mönnum og Guði er sá, að við reynum að fyrirgefa, en eigum mjög oft bágt með að gleyma. Fyrir verðskuldan Jesú Krists þá eigum við synda- fyrirgefningu og meira en það, syndir okkar eru um leið af- máðar, gleymdar og þeirra verður aldrei framar minnst. „Sæll er sá maður er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Þú ert skjól mitt með frelsis- fögnuði umkringir þú mig.“ Hvemig get ég eignast synda- fyrirgefningu? Syndafyrirgefning skeður fyrir iðrun og afturhvarf: „Viltu þig þvo, þá þvo þú hreint, geð hjartans bæði ljóst og leynt. Sú lind er þar ein eðla góð. Iðrunartár og Jesú blóð. (H.P.) „Ef vér játum syndir vorar, þá er Hann trúr og réttlátur, svo að Hann fyrirgefur oss syndimar og hreinsar oss af öllu ranglæti." Þegar slíkt gerist að maður eign- ast fullvissu um fyrirgefningu synda, þá fylgir því hrein sam- viska og maður eignast barnarétt hjá Guði. Jesús gefur manni vald til þess að vera Guðs bam. „Frels- aður kem ég þá fyrir þinn dóm/fagnaðarsælan heyri ég róm,“ kvað Hallgrímur. „Fyrirgef oss vorar skuldir." 1 i i i i j ^ r~ Verslun — Vesturlandi Vorum að fá í einkasöiu mjög góða matvöruverslun ásamt söluturni í vaxandi ferðamannabæ í þjóðbraut á Vestur- andi. Verslunin og söluturninn eru í rúmgóðu húsnæði og eru mjög vel búin tækjum sem öll eru ný eða nýleg. Allar innréttingar eru nýjar og vandaðar. Ársvelta ca 50 millj. s.62-1200 Kári Fanrvdal Guöbrandsson Lovísa Knstjánsdóttir Saemundur Snmundsson ^jörnJópaeonhdl^^^^^ GARÐIJR __Skipholti "> T-Töfóar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Vantar — Vantar — 3ja Höfum traustan kaupanda að 3ja herb. íbúð í Hlíðum, Háaleitishverfi eða Heimum. Opið 1 -3 EKínfVTVÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711 | Sólustjóri: Svsrrir Kristinason Þorisrtur Guómundsson, sölum. I Unnstsinn Bock hrl., simi 12320 Þóróifur Hslktórsson, lóglr. ^ FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ VERÐBREFAMARKAÐURINN Genaióidaa Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2 afb. áárl Nafn- voxtir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- Lánst. 1 afb. áári Sölugengl m/v. mism. nafnvexti kröfu 20% HLV 15% 12% 14% 16% 1 ár 2 ár 3ár 4 ár 5ár 89 81 74 67 62 84 72 63 56 50 85 76 68 61 56 1 ár 2ár 3 ár 4ár 5 ár 6 ár 7 ár 8ár 9ár 10ár 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 76 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66 KJARABRÉF Gengi pr. 11/7 1986 = 1,625 Nafnverð Söluverð 5.000 50.000 8.125 81.250 Markaósfrettir Dæmi um ávöxtun. Helstu sparnaðarform. Frá 19. júní 1985 til 19. júní 1986. Kjarabréf Bankabréf Ríkisskuldabréf Bundin bankabók Ársávöxtun 51% 40V2% 35V2% 311/2% Ávöxtun umfram verðbólgu 19Va% 11% 7% 4% Allar tölur miðast við ávöxtun sparnaðarforma sem stóðu til boða 19. júní 1985 og hafa staðið óhreyfð síðan. Ávöxtun er í öllum tilfellum án innlausnargjalds eða endursöluþóknunar. fjármál þín - sergrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.