Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 56
__ 38ei íjúl .8i auoAauvíMug .aiöAjanuoHOM 5b MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 SÆNSKIR EISTLENDINGAR Þjóðarbrot með hundruða ára sögu óðum að hverfa Sænsk byggð í Eistlandi stóð í u.þ.b. átta aldir. Þegar hún hófst á 13. öld var það eðlilegt framhald af sænskri skeijagarðamenningu í Svíþjóð og Finnlandi. Sjórinn batt saman en land skildi að á þessum árum. Það merkilega við Svíana í Eistlandi var að þeir héldu sænsku þjóðemi sínu fram á okkar daga og voru þó aldrei fleiri en 7—8.000 manns, dreifðir frá Runö suður í Riga-flóanum til Nargö norðan við Tallinn. Þar að auki á svæði þar sem margir vildu ná yfirráðum; Danir áttu hér mikil ítök snemma á miðöldum (Tallinn þýðir Danavirki) ásamt Þýsku riddarareglunni og kirkjunni, síðar náði Svíþjóð þessum löndum en missti þau í hendur Rússakeisara. Eistlandssvíamir urðu þá að þola mikinn yfirgang frá aðli og keisara. Sakir mótspymu við aðalsveldið vom Svíamir á Dagö sendir í útiegð til Úkraínu í Iok 18. aldar. Árið 1929 fluttu afkomendur þeirra til Svíþjóðar, 500 talsins, allir mælandi á sænsku. Eistlandssvíamir varðveittu marga foma siði í mannlífi, bygg- ingarháttum og málfari og fræði- menn frá Svíþjóð og Finnlandi urðu tíðir gestir hjá þeim upp úr aldamótunum síðustu. Á Ormsö þótti enginn maður með mönnum nema hann gæti eitthvað spilað á bogahörpu, hljóðfæri sem á miðöldum naut vinsælda um alla Norður-Evrópu. í kringum 1870 gekk mikil trúar- vakning yfir eyjuna og útrýmdi gífurlegum drykkjuskap en því miður líka þessum hörpum. Finn- inn Otto Ándersson, sem hefur manna mest og best skrifað um þetta hljóðfæri heimsótti Ormsö Síðasti Eistlandssvínn, Anders Lindström, i gamla borgarhlutanum í Tallinn. 1904 og fann þar fímm menn sem enn þá spiluðu á hörpuna. Skráði hann eftir þeim u.þ.b. 40 lög. Þrátt fyrir fámennið voru Eistlandssvíamir reiðubúnir að takast á við 20. öldina. Skóla- kerfí þeirra tók miklum fram- fömm, blaðaútgáfa hófst og á fjórða áratugnum tókst þeim að koma fulltrúa á eistneska þingið og vom almennt bjartsýnir á framtíð sína sem sænskur minni- hluti í Eistlandi. Þó fór það allt á annan veg. 1939 fá Sovétríkin ákveðin svæði í Eistlandi til afnota fyrir her- stöðvar, þar á meðal þijár eyjar í sænskum byggðarlögum. Ári síðar er Eistland innlimað í Sov- étríkin, heimsstyijöldin er í al- gleymingi og sænsku eyja- skeggjamir famir að átta sig á að skeijagarðurinn þeirra er í órólegu heimshomi. Þeir eiga þó annað land að, land forfeðranna. Forystuménn þeirra skrifa sænsku ríkisstjóminni: „. .. hjálpið oss á þessari erfíðu stundu. Það er sameiginlegur vilji vor og ósk að flytjast til Svíþjóðar". Svíþjóð sagðist reiðu- búin að taka á móti þeim en Sovétríkin synjuðu brottfarar og eins gerðu Þjóðveijar eftir að þeir náðu Eistlandi 1941. Eistlandssvíamir ítreka beiðn- ir sínar til sænsku stjómarinnar samtímis sem ungir menn, er eiga á hættu að verða kallaðir út í stríðið, flýja landið. Að áliðnu sumri 1943 hófst flóttinn í al- vöru. Rótgrónir, íhaldssamir bændur flúðu í ofboði í litlum, ofhlöðnum bátum yfír Eystrasal- tið í skjóli myrkurs og þoku. Þó hvarf ekki nema einn bátur svo vitað sé af þeim rúmlega 200 sem lögðu af stað. Sumárið 1944 em u.þ.b. 3.000 Eistlandssvíar komnir til Svíþjóðar, flestir bíða því enn í Eistlandi. Samtímis em Þjóðveijar á undanhaldi í austri. Þá tekst loksins sænsku stjóminni með mútum og brögð- um að ná samkomulagi við þýska yfírmenn í Tallinn um brottflutn- ing allra Svía. Á meðan Rauði herinn nálgast óðum Tallinn flyt- ur gamalt eistneskt fragtskip tæplega 4.000 Svía til Stokk- hólms í stanslausum ferðum fram og aftur. Sænskir fjölmiðlar geta þessara flutninga ekki einu orði og þýska ríkisstjómin í Berlín er alls óvitandi um þá, hefur sjálfsagt öðmm hnöppum að hneppa um þetta leyti. Eftir urðu rúmlega 1.000 Svíar sem annaðhvort komust ekki eða vildu ekki flytja, en af hálfu sænsku stjómarinnar var þessu máli lokið og ekki minnast á það framar. Þeim sem fluttu til Svíþjóðar hefur yfirleitt vegn- að mjög vel og þeir hafa unnið ötullega að því að safna sem mestum fróðleik um sænsku byggðina í Eistlandi, áður en þetta litla og merkilega þjóðar- brot hverfur með öllu af sviði sögunnar. Hljómfærið á myndinni heitir boga-harpa og var þekkt um alla Norður-Evrópu á miðöldum. í Ormsö varspilaðá þessa hörpu fram á þessa öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.