Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 7
r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 46 útlendingar á vina- bæjamóti á Blönduósi Blönduósi. DAGANA 1.—5. júlí stóð yfir vinabæjamót á Blönduósi. Alls sóttu okkur heim 46 fulltrúar frá vinabæjum Blönduóss en þeir eru Horsens í Danmörku, Moss i Noregi, Karlstad í Svíþjóð og Nokia í Finnlandi. Dagskrá þessa móts var með því sniði að fulltrúar skiptu sér í hópa og fjölluðu um margvísleg atriði sem tengja þessa bæi á einn eða annan hátt. Morgnarnir voru notað- ir til þessara hluta en eftir hádegið skoðuðu gestirnir fyrirtæki á Blönduósi og ennfremur voru ná- grannabyggðir heimsóttar. Veðrið lék ekki við mótsgesti meðan á dvölinni stóð. Þoka og norðan nepja lagðist yfir svo að segja um leið og hinir norrænu gestir komu á Blönduós sl. þriðjudag. Þessu vina- Fæðingar fyrri hluta ársins: Þriðjungi færri á Nes- kaupstað en í fyrra FÆÐINGAR fyrstu sex mán- uði þessa árs hér á landi eru svipaðar að fjölda og- í fyrra. Þó er talsvert mismunandi eftir landshlutum hvernig þessum niáluni er háttað og má nefna sem dæmi að á Neskaupstað hafa fæðingar ekki verið nema þriðjungur þess sem þær voru á fyrri hluta árs í fyrra, eða einung- is 16 að tölu. í Reykjavík eru fæðingar á árinu fram til 1. júlí 1031 að tölu en voru á sama tíma í fyrra 1015. Þá voru fæðingar á Akur- eyri nokkru fleiri það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. A sjúkrahúsinu á Selfossi hefur fæðingum hins vegar fækk- að úr 60 á síðasta ári í 46 á þessu ári og á sjúkrahúsinu í Keflavík var fjöldi fæðinga svip- aður og í fyrra, eða 109 fæðingar. Sem fyrr greinir hafa fæðingar á árinu verið mun færri á Nes- kaupstað en tvö undanfarin ár, voru 48 árið 1984 og 47 árið 1984, en einungis 16 fæðingar hafa átt sér stað fram að 1. júli í ár. Þegar á heildina er litið í ljósi þeirra upplýsinga sem fengust á framangreindum stöðum þá eru fæðingar alls 1.379 á fyrri hluta þessa árs, en voru 1.385 í fyrra, sem er óveruleg fækkun. .A^glýsinga- síminn er 2 24 80 T-Jöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! bæjamóti lauk formlega með lokahófi á Hótel Blönduós á föstu- dagskvöldið 4. júlí þar sem skipst var á gjöfum og hlýjum óskum. A eftir fóru síðan allir á stórdansleik í félagsheimilinu. Á laugardags- morguninn héldu síðan hinir norrænu gestir heim á leið með við- komu í Borgarfirðinum og skoðuðu m.a. Surtshelli. Skipulag og undir- búningur þessa vinabæjamóts var að mestu í höndum Eiríks Jónsson- ar skólastjóra auk þess tók stór hluti æskufólks sem sótt hefur vina- bæjamót á hinum norðurlöndunum virkan þátt í þessu vinabæjamóti. tsiPNtí Frá lokahófi vinabæjamóts sem var haldið á Blönduósi dagana 1.- Morgunblaðið/Jón Sig. HUERMB MHMfttK! Herbz ...býðurbetur! Fyrsta flokks gisting í Kaupmanna- höfn og Hertz - bílaleigubfll fyrir ótrúlegt verð. Dæmi: Kr. 15.900 fyrir flug og Opel Kadett í 2 vikur. Það er flest sem mælir með góðu sumarfríi í Danmörku. Fallegt umhverfi, forvitnilegir bæir og borgir, skemmtilegt fólk og makalaust lifandi höfuðborg. í Kaupmannahöfn eraldrei dauðurtími, hvortsem hugurinn stendurtil afslöppunar og notalegrar skemmtunar eða fjörugra uppákoma að degi og nóttu. Strikið, Ráðhústorg, Kóngsins Nýjatorg, Cirkus Benneweis, dýragarðurinn, skrúðgarðamir, bjórstofumar, matsölustaðimir, götutónlistin, húmorinn og góða veðrið, allt gefur þetta Kaupmannahafnardvölinni ógleymanlegan Ijóma og Tívolíið setur auðvitað punktinn yfir iið. Gististaðirokkar í Kaupmannahöfn eru fyrsta flokks og valdir með það í huga að eftirsóknarverðustu staðir borgarinnar séu innan seilingar. Vinsæl hótel og sérlega vel staðsett. Á Hertz-bíl í Kaupmannahöfn eru þér svo allir vegir færir til áfangastaða innanlands eða utan. Þú skreppur í Legoland, skýst með ferjunni yfirtil Svíþjóðar, rennir þér niðurtil Þýskalandsog jafnvel lengra. Þetta er þín ferð, þín ferðaáætlun. Gódaferð! \ aksW'- t '&8$£&*1*** mi Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91-622277 Akureyri: Skipagötu 18 • 96-21400 11 Innifalið: Flug og OpelKadett(2vikur, miðaðvið4farþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.