Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Stórkostleg ferð til Bountyful Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ferðin til Bountyful (The Trip to Bountyful). Sýnd i Laugarás- bíói. Stjörnugjöf: ☆ ☆ ☆ ☆ Bandarísk. Leikstjóri: Peter Masterson. Handrit: Horton Foote, gert eftir eigin leikriti. Framleiðendur: Sterling Van Wagenen og Horton Foote. Kvik- myndataka: Fred Murphy. Klipping: Jay Freund. Leikmynd- ir: Neil Spisak. Búningar: J.A.C. Redford. Helstu hlutverk: Ger- aldine Page, Carlin Glynn, John Heard og Rebecca De Mornay. Ferðin til Bountyful eftir þá Peter Masterson og Horton Foote segir frá pílagrímsför gamallar konu til æskustöðva sinna. Hún er um minningar konunnar frá Bountyful, söknuð hennar og trega, gleði og hamingju. Öll hennar bestu 5 45 11 Opið kl. 13.00-16.00 ídag Opið virka daga 9-18 Laufvangur Mjög skemmtileg 97 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð. Breiðvangur Falleg 120 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð + 35 fm herb. i kj. Bílsk. Breiðvangur Góð 120 fm 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Bílsk. Grænakinn 160 fm einbhús. Nýr bílsk. Hringbraut 94 fm sérhæð + bílsk. Þarfnast lagf. Arnarhraun Vandaö 150 fm einbhús. í kj. er mögul. á litilli íb. Hraunlóð. Bílsk. Hrísholt Gb. Fokh. 256 fm einbhús á tveimur hæðum. Innb. bílsk. Mögul. á lítilli íb. á neðri hæð. Stórkostl. útsýni. Teikn. á skrifst. Álfaskeið Fallegt 136 fm einbhús á einni hæð. 50 fm bílsk. Hraunhvammur Gott 160 fm einbhús á tveimur hæðum. Hellisgata Nýstandsett 75 fm 2ja herb. íb. Miðvangur Mjög góðar 65 fm 2ja herb. íb. á 2. og 7. hæð. 45-55 fm 2ja herb. íb. á Selvogsg. — Vesturbr. — Austurg. — Holtsg. oJI.._ Skiphóll Til sölu húseignin Strandgata 1-3. Uppl. aðeins á skrifst. Tískuvöruverslun Til sölu ein fallegasta búð í Hafnarfiröi. Uppl. aðeins á skrifst. Engjasel — Rvk. Góð 50 fm einstaklíb. Skipti á 2ja herb. í Hafnarf. Hvammabraut 14-16 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. Skilast tilb. undir trév. Ath. Nýbygglán geta verið allt að 2,1 millj. Söluskrá liggur frammi. áá m ÍHRAUNHAMAR IFASTEIGNASALA Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði Bergur Oliversson hdl., Magnús Emilsson, hs. 53274. ár eru bundin minningum úr sveit- inni og þær bijótast út í þrá hennar eftir að sjá Bountyful einu sinni enn áður en hún deyr; ekki bara til að heilsa upp á fornar slóðir heldur til að staðsetja sig í tilverunni, vitja uppruna síns og fortíðar og komast aftur í samband við náttúruna eftir þrúgandi borgarlífið. Geraldine Page leikur konuna og hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína. Það er auðvelt að sjá hvers vegna: leikur hennar er einhver sá magnað- asti sem sést hefur lengi í kvik- mynd. Page er hreinasta perla eins og raunar myndin öll frá upphafi til enda. „Bountyful" er gerð eftir leikriti Horton Foote, sem skrifar sjálfur handritið að myndinni og er annar framleiðandi hennar. Foote hlaut Óskarinn fyrir handrit sitt að Tend- er Mercies og þetta hér er engu síðra. „Bountyful" er frábærlega vel skrifað verk í einfaldleik sínum og einlægni og það snertir mann GíJvfasiugnasaun ' IQjfJÁRfESTINGHF. M - «1 • •: «MMI LögMmgar. PMurÞórS^ortaMnhdL, Opið kl. 1-3 2jaherb.íbúðir BRÆÐRABST. 75 fm 1.h. V.2,1 FRAKKAST. 50 fm l.h. V.1,35 HOLTSGATA 70fm 1.h. V.1,7 HRAUNBÆR 55fm 3.h. V.1,7 JÖKLASEL 75 fm 2.h. V.1,85 MEISTARAVELLIR 65 fm jh. V.1,7 KRÍUHÓLAR 55 fm 7.h. V.1,6 OFANLEITI 70 fm jh. V.2,3 3jaherb.íbúðir ÁLFHEIMAR RAUÐÁS 85 fm 4.h. V.2,1 95 fm jh. V.1,6 4raherb.íbúðir FÁLKAGATA FLÚÐASEL FRAMNESV. MIÐLEITI OFANLEITI 110fm1.h. V.2,5 120fm l.h. V.3 126 fm 4.h. V.2,9 130 fm 1.h. V.4,5 137fm1.h. V.4,5 Sérhæðir GOÐHEIMAR 130 fm 1 .h. V.3,9 HVASSALEITI 150 fm 2.h. V.4,8 SUÐURGATA HF. 150 fm 1 .h. V.4,5 Atvinnuhúsnæði ÁRMÚLI BÍLDSHÖFÐI HÓLMASLÓÐ HRÍSMÓAR ÞARABAKKI SKÚLAGATA 270 fm jh. ýmsar stærðir 570 fm l.h. 70 fm l.h. 1-200 fmofl. 240 fm ofl. SMIÐJUVEGUR ýmsar stærðir Ismíðum VESTURBÆR. 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. á mjög góð- um stað. Tilbúnar undir tréverk. FROSTAFOLD. 2ja og 3ja herb. íb. Mjög góð stað- setning og útsýni. Verð frá 1750 þús. Góð kjör. Bygg- ingaraðili Gylfi og Gunnar. © 62-20-33 XJofóar til JLXfólks í öllum starfsgreinum! djúpt í vandaðri og fallegri samsetn- ingu leikstjórans Mastersons. Andi sviðsverksins ríkir í hvetju atriði: leikmyndir eru fáar og gefa einkar góða mynd af þeim tíma sem verk- ið gerist á (seinni hluta fímmta áratugarins), leikaramir hreyfa sig oft eins og þeir væru á sviði, text- inn fær að njóta sín í hvívetna og meira að segja kvikmyndatökumað- urinn Fred Murphy hefur neitað sér um að taka fallegar og hugljúfar póstkortamyndir af sveitinni. Carrie Watts (Page) býr hjá syni sínum Ludie (John Heard) og konu hans Jessie Mae (Carlin Glynn) í heldur fátæklegu úthverfi í Houston í Texas. Watts og tengdadótturinni semur ekkert sérlega vel: Jessie Mae þolir ekki sálmaraulið í Watts, hirðir af henni ellilífeyrinn og lætur hana far í taugamar á sér á allan mögulegan hátt. Sonur Watts er mannleysa hin mesta sem lætur stjómast af ráðríkri eiginkonu sinni. Hann er ófær um að eignast böm, lasburða og hamingjulaus maður og bitur út í lífið. Watts dreymir um gamla daga. Hún sér Bountyful í hyllingum sem eitthvað stórkostlegt, fijálst og hamingjuríkt samanborið við heldur nöturlegan raunvemleika ellinnar í Houston. Sveitin var hennar líf og yndi og þangað vill hún fara áður en hún deyr en Jessie Mae og Ludie vilja ekki leyfa henni það af tómu hirðu- og skilningsleysi. En einn daginn stelst hún í bUrtu og fer niður á brautarstöð og biður um miða til Bountyful. Þangað fara engar lestir Iengur segir afgreiðslu- maðurinn. Þá fer Watts á rútubíla- stöð og afgreiðslumaðurinn þar heldur að Bountyful sé ekki til en selur henni miða í rútu sem fer langt Rebecca De Mornay og Geraldine Page í hlutverkum sínum í Ferð- inni til Bountyful. þangað áleiðis. Um borð í rútunni hittir Watts einmana konu her- manns (Rebecca De Morway) og á leiðinni hressa þær hvor aðra upp. Og Bountyful er ekki lengur til. Þar em aðeins tómir húskofar í niðumíðslu, eyðibýli þar sem enginn á lengur ferð um. En það skiptir ekki öllu máli fyrir Watts. Hún er komin heim og finnur loks frið og ró í sínum beinum. Minningamar frá þessum stað em svo góðar að sonur hennar vill ekki geyma þær. „Ég vil ekki eiga þessar minning- ar,“ segir hann við móður sína því fyrir honum em þær eitthvað óraunverulegt eins og draumur sem mótlæti lífsins hefur fengið hann til að hætta að trúa á. Hvað svo sem segja má um Óskarsverðlaunaafhendingar í gegnum árin er varla hægt annað en að gleðjast yfír þeim úrskurði dómnefndarinnar að veita Geraldine Page Óskarinn að þessu sinni og veita henni þá viðurkenningu sem hún á skilið. í „Bountyful" veitir hún sjaldgæfa innsýn í hugarheim og tilfínningalíf gamallar konu, sem þráir að snúa heim; hún fyllir mann áreynslulaust samúð og skilningi á þessum einstæðingi, full af hjarta- hlýju og hreinleika. Leikur Page er kraftmikill og ljúfur í senn, átakan- legur og rólegur en aldrei ofhlaðinn og væminn eða falskur. Fljótandi augun eða munnvipmr segja oft meira en nokkur orð. Aðrir leikarar falla síður en svo í skuggann af Page. John Heard fer sérlega vel með hlutverk sitt, litlaus maður, vonsvikinn og beiskur og Carlin Glynn gerir líka góða hluti sem eiginkonan Jessie Mae, sínöldr- andi, frek og ófyrirleitin en samt ekki laus við mannlegar tilfínning- ar. Og Rebecca De Momay (sem er í gerólíku hlutverki í Flóttalestinni hans Konchalovskys) er ákaflega elskuleg og hjálpleg í hlutverki fömnautar Watts og veitir gömlu konunni þann skilning sem fjöl- skylda hennar hirðir ekki um. Afturhvarf til sveitarinnar og náttúrunnar í amerískum kvik- myndum síðustu ára (The River, Country, Tender Mercies, Places in the Heart) veitir ágæta hvíld frá þeim stórborgarþrillemm sem ann- ars vaða uppi. Þessar myndir eru að sjálfsögðu misjafnar að gæðum en „Bountyful" er kannski þeirra mannlegust, látlaus og róleg, laus við peningaaustur og Hollywood- sigra. Kyrrðin var slík eftir sýningu hennar að það var eins og að ganga út úr kirkju að koma úr Laugarás- bíói þetta kvöld. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði: Lið íslands utan í vikunni FJÓRIR íslenskir drengir verða meðal rúmlega 100 þátttakenda hvaðanæva að úr heiminum á 17. Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fram fara í London í næstu viku. Leikamir era haldnir ár- lega fyrir framhaldsskólanem- endur og til skiptis austan- og vestantjalds. Drengimir em Davíð Aðalsteins- son, Eiríkur Karlsson, Kristján S. Guðmundsson og Kristján Halldórs- son. Þeir urðu hlutskarpastir í innanlandskeppnum í febrúar og mars á þessu ári og uppfylla jafn- framt það skilyrði Olympíuleikanna að vera hvorki í háskóla né orðnir tvítugir á Ólympíuleikunum. Farar- stjóramir Viðar Ágústsson og Einar Júlíusson hafa annast þjálfun drengjanna ásamt Jakobi Yngva- syni. Ólympíuleikamir fara fram í Framhaldsskólanum í Harrow í London og verða settir 14. júlí. Keppnin fer fram í tveimur hlutum. 15. júlí gangast keppendur undir 5 tíma fræðilegt próf en 17. júlí fram- kvæma þeir tvær tilraunir og skila niðurstöðum. Samanlagður árangur keppnisdaganna tveggja ræður röð keppenda við verðlaunaafhendingu sem fram fer 19. júlí. Menntamálaráðuneytið hefur greitt þjálfun keppendanna og far- gjöld á leikana en enska Ólympíu- nefndin greiðir uppihald þátttak- enda og gefur þeim að auki nokkra vasapeninga. MetslHuHcu) á hverjum degi! Lið íslands sem fer á Ólympíuleikana í eðlisfræði, ásamt farar- stjórum. Frá vinstri: Viðar Ágústsson, fararatjóri, Kristján Halldórsson, Davíð Aðalsteinsson, Einar Júlíusson, fararstjóri, og Kristján S. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.