Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 O 3 Eru þeir að fá 'ann ■? Enn gott að frétta úr Aðaldalnum Nú eru trúlega komnir um 800 laxar á land úr Laxá í Aðaldal og nýlega kom stór og góð ganga í ána sem hressti upp á dulitla lognmollu sem ríkt hafi um hríð. Nú veiðast daglega þetta 8—20 laxar á 2 stangir fyrir neðan Æðarfossa og svo er alltaf þessi venjulega veiði ofar. Laxá á enn stærsta lax sumarsins eftir því sem komist hefur næst, 25 punda físk, svo og nokkra 20—22 punda. Ýmsir hafa séð ferlegan lax í Stórafossi að undanfömu og margir verið kallaðir til að ginna ferlíkið en enginn útvalinn til þessa. Enn hefur enginn vitanlega viljað skjóta á stærðina á laxinum, sem sagður er orðinn ieginn (!), en hann er í myndarlegri fylgd tveggja annarra gríðarvænna iaxa sem eru nær þeirri stærð sem menn treysta sér til að giska á. Hafa félagar hins mikla lax verið áætlaðir þetta 25—30 punda og ekki orð um það meira. Frammi á Núpum komst veiðimaður einn í hann krappan er att var kappi við geysistóran lax. Var dansinn stiginn á Núpafossbrún og lauk með því að laxinn kastaði sér fram af brúninni og sleit sig lausan. Samkvæmt bestu heimildum, hefur mikið veiðst af laxi með netaförum í Laxá það sem af er og skammt er síðan að net fannst á ólöglegum stað, í svonefndri Saltvík. Var það kært til lögreglu og mun í athugun. Ljóst er, að laxinn flækir sig í sjávametum, í ánni en engin netaveiði á þessum tíma. Enn um netaför Laxar veiðast víðar með netaför en í Laxá í Aðaldal, laxfískar sem ganga í þverár Hvítár í Borgar- fírði hafa löngum þurft að þræða sig í gegnum hið svæsnasta völ- undarhús. Haft er eftir erlendum veiðimönnum sem veiddu 113 laxa á einni viku í Kjarrá fyrir skömmu, að ótrúlega margir lax- anna hefðu verið meira og minna rifnir eftir net, sumir mjög illa. Næstum allt var það smálax sem svona var á sig kominn, 4—6 punda fískar. Þessir erlendu gest- ir veiddu nú í Kjarrá tíunda sumarið í röð og sögðu ástandið aldrei fyrr hafa verið svona slæmt. Kvótinn í Elliðaánum ... Stutt er síðan að Elliðaámar voru tíundaðar í þessum þætti og litlu einu við það að bæta á þessu stigi, þar er flest við það sama. Til gamans má þó geta þess, að einn veiðimaður hefur náð kvótan- um til þessa, þ.e.a.s. 8 löxum á hálfum degi. Það var veiðiklóin mikla Garðar H. Svavarsson, sem var ,að veiðum árdegis 9. júlí síðastliðinn. Samkvæmt veiðibók- inni í veiðihúsinu við Sjávarfoss veiddi Garðar laxana vfðs vegar í ánni og alla á mjög smáar flug- ur, sérstakar túbur sem hann hannar sjálfur með öngla nr. 12. Ný lán duga skammt — nýtt hlutafé verður að koma til“ segir Olafur G. Einarsson alþingis- maður um vanda hraðfrystihúsanna „ÞAÐ ER náttúrlega mjög alvar- legt mál þegar ein grein sjávar- útvegs, frystingin, er rekin með halla, jafnvel ár eftir ár,“ sagði Egill Jónson, alþingismaður, er hann var inntur álits á þeim mikla vanda sem við blasir hjá hraðfrystihúsum víða um land. Sagði hann að skýringu vandans væri meðal annars að fínna í hinni hörðu gengisstefnu sem rekin hefði verið. Hann taldi þó að ekki væri hægt að nota gengisstefnuna sem afsökun fyrir því að svona væri komið. „Vandinn á sér fleiri rætur, og ekki hvað sfst þær að margir hafa fjárfest við ákaflega erfíðar kringumstæður," sagði Egill. „Verðbólga var mikil, lán sem feng- in hafa verið til fjárfestinga og skuldbreytinga hafa verið í erlendri mynt og eigin fjárstöðu fyrirtækj- anna verður að skoða í ljósi þessa. Vandinn er hins vegar ekki allur af sömu rót og stöðuna verður að meta eftir því hvemig eiginfjár- stöðu þeirra er háttað. Það er einnig ljóst að vanda hraðfrystihúsanna verður á einhvern hátt að færa til betri vegar ef hægt á að vera að halda uppi atvinnu í landi þar sem fólk byggir afkomu sína að mestu leyti á fiski,“ sagð Egill að lokum. Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður Reykjanesi, sagði er blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann um vandann þá er hann var staddur á stjómarfundi Byggða- stofnunar á Isafírði, að ekki hefði verið rætt um þetta mál á fundinum þar sem málið væri í höndum ríkis- stjómarinnar. „Vandinn er vissu- lega mikill þó enn sé allt í fullum gangi hjá þessum fyrirtækjum og ég veit ekki hvemig hann verður leystur," sagði Ólafur. „Ný lán duga skammt, nýtt hlutafé verður að koma til,“ sagði hann að lokum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði að vissulega væm fréttir um vanda ftystihúsanna slæmar en þó ekki nýjar. „Það er mikill vandi á höndum í sjávarútveginum og ég tel ástæður þess aðallega tvær; kvótaskiptinguna og gengisstefn- una,“ sagði Þorvaldur. „Hins vegar er hér ekki einungis um að ræða vanda sjávarútvegsins heldur vanda allra landsmanna. Fiskverð var ákveðið á þeirri forsendu að gengið yrði lækkað en það er hins vegar langt í að staðið verði að slíkri ráð- stöfun. Stjómvöld tala eins og það sé ekkert mál að halda genginu stöðugu. Það er hins vegar ljóst að gengið verður að laga að markaðs- þróun erlendis. Einnig verður að bæta rekstrarstöðuna og efla eigin- fjárstöðu hraðfrystihúsanna, það er eina framtíðarlausnin sem ég sé og það verður ekki gert öðmvísi en að rekstrargmndvöllurinn verði tryggður með bættri afkomu," sagði Þorvaldur Garðar Kristjáns- son að lokum. Framfærsluvísitalan: * Arshraði verðbólg- unnar 5,3% Matvörur hækkuðu um 1,35% júní til júlí Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,43% á einum mánuði frá júní til júlí. Hækkunin svarar til 5,3% árshækkunar. Mest hækk- uðu drykkjarvörur og tóbak eða um 1,58% og matvörur um 1,35%. Hlutdeild matvara í hækkun vísitölunnar er 74%. Mest munar um 5,45% verð- hækkun á grænmeti, ávöxtum og berjum en til hennar má rekja 32% af hækkun vísitölunn- ar. Samkvæmt útreikningum Kaup- lagsnefndar er vísitala framfærslu- kostnaðar 170,89 stig miðað við verðlag í byrjun þessa mánaðar og gmnninn 100 í febníar 1984. I frétt frá Hagstofu íslands er bent á að lækkun bensíns um 7,1% í byijun mánaðarins hefði komið í veg fyrir frekari hækkun fram- færslukostnaðar. Sé ekki tekið tillit til þess hefði hækkunin verið 0,3%-stigum hærri og hefði svarað til um 9% verðbólgu. Kartöflur og vörur sem eru únn- ar úr þeim hækkuðu á umræddu tímabili um 2,83% og kjöt og -vör- ur um 1,72%. Verð á fatnaði var 1,42% hærra í byijun júlí en í júní. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala frramfærslukostnaðar hækkað um 21,5%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækk- að um 2,8% og jafngildir það 11,8% verðbólgu á heilu ári. Sr, 1. '' \T, j ■.v-'v.v ; | I — Enska Rivieran Hillesdon Court ★ ★ ★ ★ íbúðir í algjörum sérflokki Verðkannanir leiða í Ijós að verðlag í Bretlandi er marg- falt hagstæðara en hér. Nú er tækifærið að sameina skemmtilegt sumarleyfi fjöl- skyldunnar og frábær innkaup. Frábær innkaup er tvímælalaust vinsælasti sumarleyfisstaður Bretlands, með ótal mörguleika til skemmt- unar og fróðleiks fvrir ferðamenn. Nú hefur sumarið verið eindæma gott á ensku Rivie- runni og allt bendir til að framhald verði á. Ennþá er örfáum íbúðum óráðstafað á hin- um frábæra gististað Hillesdon Court. íslenskur fararstjóri. Sumarútsölurnar eru að byrja og hægt er að gera hreint ótrúleg kaup Leiguflugift 8. maí Spánn — uppselt 22 mai Spánn — uppsolt 22. mai Portúgal - uppselt 29. mai Spánn — uppsölt 19. juní Spónn — uppselt 26. júní Ítalía — uppselt 3 júlí Portúgal — uppselt 3. júli Spánn — uppselt 10. júli Spánn — uppselt - Loftbrú í sólina á 5 klst. 21 ágúst Spánn - biðlisti 28. ágúst italía — laus sæti 4. sept. Spánn - biðljsti 4. sept. Portúgal — biölisti 11. sept. Spánn — biðlisti 25. sept. Spánn - 10saeti 25. sept. Portúgal - laus ssetil 2.okt.Spánn — laussseti 1 17. júliitalía- Uppselt 24. júlí Portúgal - Uppselt 24. júlí Spánn •— 2 saati 24. júli itatia - 3 sæti 14. ágúst ítalia—biðlisti 14. ágúst Portúgal — biðlisti 14. ágúst Spánn — biölisti 21. ágúst italia — biðlisti Feróaskrifstofan UTSÝN Austurstræti 17, sími 26611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.