Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 5
5 MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚlÍ 1986 Hótel Örk: Öll herbergi komin í gagnið og bókanir nær 50% „Enginn fótur fyrir því að ég sé að selja hótelið,“ seg- ir Helgi Þór Jónsson HELGI Þór Jónsson, eigandi Hótels Arkar í Hveragerði, stjórnar nú hóteli sínu ásamt Sólveigu konu sinni, en eins og fram hefur komið i Morgun- blaðinu hætti nýráðinn hótel- stjóri störfum vegna ágreinings um stjórnunaraðferð og því voru gerðar skipulagsbreyting- ar á yfirstjórn. í samtali við Morgunblaðið sagði Helgi Þór að það mál hefði verið leyst með friði, en nú væri starfsemi Arkar að komast í fullan gang. Helgi Þór sagðist hins veg- ar ætla að ráða nýjan hótelstjóra fljótlega. Við vígslu Arkar voru 20 herbergi opnuð, en á föstudag- inn voru 39 herbergi í viðbót tekin í notkun og eru þá öll gistiher- bergi hótelsins tilbúin að hýsa gesti. Hótel Örk er fullbókað um helgina, en þar gistir m.a. sveit ítalska flughersins sem er í heim- sókn hér á landi. Mikil aðsókn hefur verið að sundlaug Hótels Arkar. Hún er hótel- gestum til reiðu endurgjaldslaust en aðrir verða að borga 300 krónur í aðgangseyri. 43 starfsmenn vinna nú í Hótel Örk og að auki eru 10 í hlutastörf- um. Helgi Þór sagði að bókanir i gistingu væru mjög góðar og þeg- ar væri búið að bóka nær 50% af herbergjum fram í október án þess að búið væri að auglýsa gist- ingu. Hótel Örk er nú komið inn í bókunarkerfi Flugleiða erlendis og þar með í markaðssetningu um allan heim. Helgi Þór sagði að mikið hefði verið um matargesti síðan Hótel Örk tók til starfa, bæði í aðalmatsal hótelsins og einnig í skyndibitastaðnum. Þá kvað Helgi Þór ánægjulegt hve mikil aðsókn hefði verið að sund- lauginni og leiktækjum þar, en sundlaugin er opin almenningi daglega frá kl. 10—18 en að auki sérstaklega fyrir hótelgesti frá kl. 8—10 á morgnana og 18—22 á kvöldin. Helgi Þór sagði að unnið væri af fullum krafti við lokafrágang heilsuræktaraðstöðunnar, en það er það eina sem er ólokið við í hótelinu og er stefnt að því að verkinu verði lokið að fullú í ágústmánuði. Helgi Þór sagðist vilja taka það fram vegna þráláts orðróms um að hann væri að selja hótelið, ýmist innlendum eða er- lendum aðilum, að fyrir því væri enginn fótur, en hins vegar væri starf hótelsins að komast í fullan gang eins og ætlað var. OLIS opnar uýja þjón- ustumiðstöð Húsavík. OLÍUVERSLUN íslands hefur opnað nýja þjónustumiðstöð á Húsavík. Félagið hefur keypt hluta af húseigninni Garðars- braut 62 til 64 og hefur innréttað vistlega búð og afgreiðslu fyrir bensin og oliu. Stórt og velfrágengið plan er utan dyra og aðstaða hin besta til þvotta og hreinsunar bifreiða. Stöðin er staðsett við aðalinnkeyrslu í bæinn að sunnan. Stöðvarstjóri er Þórhallur V. Einarsson, en hann tók við um- boði OLÍS fyrir tveimur árum. Fréttaritari Rjómabúið hjá Baugs- stöðum til sýnis GAMLA ijómabúið hjá Baugs- stöðum austan við Stokkseyri verður opið almenningi i sumar eins og undanfarin sumur. Rjómabúið verður opið til skoðun- ar síðdegis á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli kl. 13 og 18. Tíu manna hópar eða fjölmennari geta fengið að skoða ijómabúið á öðrum tíma ef haft er samband við Gísla í síma 99-1048 eða Sigríði í síma 99-1308 með góðum fyrirvara. Hitaveita Suðurnesja: Vantar vitneskju um fyrirhuguð orkufrek fyrirtæki HITAVEITA Suðurnesja beinir þeim tilmælum til þeirra, sem hyggjast stofna eða stækka raf- orkufrek fyrirtæki á Suðurnesj- um á næstunni, að senda upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir til veitunnar. Upp- lýsingarnar eiga að hafa borist fyrir 1. ágúst nk. „Á undanfömum mánuðum hafa streymt til okkar upplýsingar bæði opinberar og óopinberar um hin og þessi áform um raforkufrek fyrir- tæki,“ sagði Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja. Hann sagði að þetta ætti sérstak- lega við um laxeldisstöðvar, sem þegar væri búið að reisa á Suður- nesjum og eins aðrar, sem em í bígerð. Komið hefur fyrir að til þeirra leiti menn, sem ætluðu að setja upp laxeldistöðvar og vildu fá hálft megawatt með haustinu og eitt til viðbótar að vori. „Þetta eru ákaflega losaraleg vinnubrögð og við vitum raunverulega ekki með hveiju við eigum að reikna,“ sagði Ingólfur. „Með þessum tilmælum emm við fyrst og fremst að reka á eftir mönnum að setja á blað það sem þeir em að hugsa. Það er eins og oft vill verða, menn átta sig ekki á því að margir aðilar þurfa að vita af fyrirhuguðum fram- kvæmdum." Ingólfur sagði að þegar lægju fyrir ákveðnar hugmyndir um aukna raforkuframleiðslu. Hefur þegar verið gerð áætlun um hana, en jafnframt þyrfti að huga að því að bæta við línu til Suðurnesja af veitukerfi Landsvirkjunar. i-ifiKSísaisKlsu pigjggil IHHMi PHJUPS Reynsla og þekking er undirstaða framleiðslu Philips-myndbandstækja. Philips-myndbönd eru sérhönnuð til að standast öll gæðapróf og bjóða aðeins það besta eins og Philips er þekkt fyrir. PHILIPS myndbandstæki fuilkomnun á mynd- og hljóðgæðum. Nokkrar upplýsingar um VR-6462-tækið: ★ Sjálfvirk bakspólun þegar bandið er á enda ★ Tölvustýrð mundstilling ★ 30 daga minni fyrirtvær upptökur ★ Hraðgeng myndskoðun fram og til baka ★ Hæggeng myndskoðun fram og til baka ★ Hæggeng myndskoðun? Skoða má hverja einstaka kyrrmynd á bandinu ★ Þráðlausfjarstýring Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 IBiÍl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.