Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Franco hóf lokasókn til Madrid 26. marz og borgin gafst upp tveimur dögum síðar. Síðan féll Valencia og mótspyrna lýðveldis- sinna fjaraði út. Hinn 1. apríl lýsti Franco því yfir að borgarastríðinu væri lokið. Spánn var flakandi í sárum. Ofan á mik- ið mannfall bættust gífurlegar eyðileggingar og hungursneyð blasti við. Sérstakir dóm- stólar dæmdu hundruð lýðveldissinna til dauða. Landið hafði verið æfingasvæði hermanna Þjóðverja og ítala. Stríðið sýndi möguleika nýjustu hergagna, einkum flugvéla. Loft- árásimar á Guemica og Madrid virtust staðfesta kenningar um að vinna mætti sig- ur í styrjöld með geysihörðum loftárásum, þótt Madrid hefði haldið velli í 28 mánuði. Hitler og Mussolini tókst ekki að gera Franco að bandamanni sínum. Nokkrum mánuðum síðar hófst síðari heimsstyrjöldin og flest ríki Evrópu drógust inn í hana. Erlendu sjálfboðaliðamir, sem börðust með lýðveldissinnum, töldu borgarastríðið „heimsstyrjöld í smækkaðri mynd“, anga byltingarstríðs einræðis- og lýðræðisafla um heim allan. Sumir þeirra höfðu flúið ættjörð sína vegna yfirgangs einsræðis- og alræðis- afla. Miklu færri ákváðu að berjast með þjóðemissinnum og kirkjunni gegn trúleysi og kommúnisma, aðallega kaþólskir Irar eða Portúgalar. Aðrir hafa talið stríðið á Spáni sér- spænskt fyrirbrigði, afleiðingu stjómmála- þróunar, sem tók allt aðra stefnu á Spáni en annars staðar í Evrópu á öndverðri 19. öld. Til dæmis var Spánn eina land Vestur- Evrópu, þar sem algengt varð að herinn Spœnska Útlendingahersveitin sækir fram. Miaja hershöfðingi. Hermenn lýðveldissinna láta fyrirberast í fjöllunum. skipti sér af stjómmálum . Annars staðar í Evrópu snerust vinstrisinnar á sveif með sósíalisma eða marxisma, en á Spáni náði stjórnleysisstefna mestum vinsældum meðal verkamanna. Sömuleiðis er því haldið fram að pólitísk- ar en ekki hugmyndafræðilegar ástæður hafi búið á bak við afskipti annarra ríkja af ástandinu á Spáni, hvort heldur Þjóð- veija, ítala og Rússa eða Breta, Frakka og Bandaríkjamanna hins vegar. Áróður beggja aðila hefur verið villandi. Þjóðernissinnar felldu fleiri í stríðinu en vinstri menn, en þeir höfðu öflugra herlið. Ofbeldisverk lýðveldissinna í upphafi stríðsins vom ekki runnin undan rifjum kommúnista og lýðveldið var ekki „rautt" eða „bolsévískt", því að kommúnistar náðu ekki undirtökunum fyrr en síðar. Þjóðemis- sinnar, sem vinstrisinnar kölluðu „fasista", vom ekki þátttakendur í alþjóðlegu sam- særi heldur hægrisinnaðir byltingarmenn, sem vom sprottnir upp úr spænskum jarð- vegi. Gefðu sumrinu undir fótinn a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.