Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 með orðum bandarísks kvenrit- höfundar sem sagði — ég skrifa bækurnar sem ég þarf að lesa. Við gerum kvikmyndir sem við konur þurfum að sjá. En Studio D hefur fengið mun meiri meðbyr í gegnum tíðina en mótbyr og það var mjög ánægju- legt fyrir okkur sl. vetur þegar Ijóst var að kvikmyndastofnunin myndi skera niður fjárframlög sín, að háværar raddir heyrðust víða sem mótmæltu því að nokkuð yrði skorið niður af framlögum til Studio D. Það stóð reyndar ekkert frekar til að skera þar niður en annars staðar í stofnuninni, en mótmæli í þessa veru voru þau fyrstu sem heyrðust. Niðurskurð- urinn kom ekki niður á kvikmynda- gerðinni sem slíkri, en hann var tekinn af sjóði til dreifingar mynda erlendis," segir Sherr Klein og bætir við að dreifingarkerfi kana- dísku kvikmyndastofnunarinnar sé annars mjög vel skipulagt og miklu kostað til að kynna myndir hennar erlendis sem heima fyrir. II Dreifing innan | lands sem utan „Innan Kanada getur hver sem er fengið lánaða mynd frá stofnun- inni, hvort heldur það er til sjón- varpssýninga eða einkasyninga og það að kostnaðarlausu, enda er um að ræða ríkisstofnun og skatt- borgarar hvort eð er búnir að leggja sitt fram til kvikmyndagerð- arinnar. Einnig hefur stofnunin til skamms tíma kostað talsverðu til kynningar á myndunum erlendis og dreifingar. Ef ég tek „Not a love story" sem dæmi þá hefur hún verið sýnd víðast hvar og verið dreift bæði til sjónvarpsstöðva, kvikmyndaklúbba, kvikmyndahá- tíða og fleiri aðila. Ég held að einu löndin sem hún hefur ekki farið til séu lönd á borð við Japan, Tawain og fleiri, þar sem fólk er kannski hrætt viö að fá slíka mynd til sýn- ingar fyrir almenning vegna þess hve klámiðnaðurinn þar er voldug- ur. Hins vegar hefur það komið fyrir að aðilar á borð við kvik- myndaklúbba í þessum löndum hafa beðið um myndina og að sjálf- sögðufengið hana." II Fólk verður að | taka afstöðu Aðspurð um viðbrögð við mynd sinni „Not a love story — a film about pornography" brosir Sherr Klein og segir þau hafa verið ótrú- lega mikil. „Ekki það að ég hafi átt von á litlum viðbrögðum, ég gerði myndina til að fá viðbrögð og vonaði að hún myndi ná til fólks þannig að þeð færi að velta þess- um málum fyrir sér. A.m.k. gefa því ástæðu til, því að yfirleitt ræðir fólk ekki um klám eða klámiðnað- inn að tilefnislausu og sjaldan hefur það tilefni til. Þarna hins vegar kom mynd þar sem innviðir klámiðnaðarins voru kánnaðir sem og afleiðingar hans; ekki bara á fólkið sem tengist honum heldur alla. Hver sem horfir á þannig mynd verður að taka afstöðu. Viðbrögðin fóru hins vegar langt fram úr mínum stærstu vonum og þessi mynd hafði vissulega áhrif, bæði á vitund almennings og ríkis- ins, félög og almenningshreyfing- ar, foreldrasamtök og fleiri tóku sig saman um að sinna þessum málum sérstaklega og samtök voru jafnvel stofnuð í framhaldi af sýningu myndarinnar. Enda held ég að flestir Kanadamenn hafi séð hana." Um verkefni Studio D í nánustu framtíð segir Bonnie Sherr Klein, að hvað sér viðkomi sé forgangs- röð verkefna ekki endanlega ákveðin, en væntanlega verði hennar næsta verkefnl að gera aðra heimildarmynd um friðarmál, að þessu sinni út frá sjónarhól kanadískra ungmenna. Þar að áuki ætlar hún í samstarfi við aðra konu sem er af kínversk-kanadískum uppruna, að gera kvikmynd um málefni kínverskra kvenna og verð- ur sú mynd tekin í Kína. „Við höfum ekki bundið okkur við Kanada í öllum tilvikum og oft farið með kvikmyndatökuvélarnar til annarra landa. Jafnvel tekið heilu myndirnar erlendis eins og við gerðum um húsmæður í Nig- aragua, konurnar sem héldu heim- ilunum gangandi í gegnum stríð og hörmungar. í þeirri mynd fjöll- uðum við um hvort og þá hvernig innanlandsdeilur og stríð hefðu áhrif á þesar konur og hvernig þær hefðu breytt lífi þeirra til betri eða verri vegar. ISá myndina þlna og hún vakti mig til vitundar . . . Þó að eitt af markmiðum Studio D sé að gera konur meðvitaðri um þeirra þátt I þjóðfélaginu og benda á möguleika um aukna þátttöku, þá bindum við það ekki við konurn- ar heima í Kanada. Ég held að við eigum erindi til allra kvenna og það er ánægjulegt að heyra að í Ástral- íu er verið að koma á fót svipaðri stofnun og Studio D. Nú, það er ekki einungis kvennakvikmynda- gerð sem þarf að styrkja, konur þurfa að vakna til vitundar um fjölmargt annað sem þær eiga að sinna og láta betur til sín taka. En þær verða líka að gera sér grein fyrir því að þessa hluti gera þær sjálfar og enginn annar. Þjóðfélag- ið mótast allt of lítið af báðum kynjum og kvennasjónarmið hafa lítið verið höfð í frammi, nákvæm- lega af því að konur hafa lítið gert til að halda þeim á lofti. En þetta er að breytast, ekki bara í mínu heimalandi heldur víðar og ég verð að viðurkenna að þær konur sem ég hef hitt og rætt við á íslandi eru skrefi framar en kynsystur þeirra í Kanada. En þetta er að breytast og ríkisframtak á borð við Studio D styrkir slíkar breytingar. Það er ekki lítils virði að gera heim- ildarmynd og fá bréf frá einhverj- um áhorfanda sem segir „. . . sá myndina þína og hún vakti mig til vitundar um möguleika á breyttu lífsviðhorfi. . . “ Þegar svo er skrifað þá er takmarkinu að stórum hluta náð." Viðtal/Vilborg Einarsdóttlr Skrifstofutæknir Eitthvad * fyrir þig? ITölvufræðslan mun næstkomandi haust halda lengra námskeið fyrir skrifstofufólk. Um er að ræða þriggja mánaða nám í vinnuaðferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun tölva, sem nú eru að ryðja sér til rúms í allri skrifstofuvinnu. Nemendur útskrifast sem skrifstofutæknar. Eftir námið getur nemandi tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Efni námsins er m.a.: Réttritun, stærðfræði, verslunarreikningur, tölvubókhald, tollskýrslugerð, telex með tölv- um, víxlar og verðbréf, vélritun, meðferð tölva Iog jaðartækja, ritvinnsla, áætlanagerðir og meðferð tölvuvæddra gagnasafnskerfa. Námið felst í bóklegum æfingum og lausn raun- hæfra verkefna. Nám þetta hentar þeim sem lokið hafa stúdentsprófi eða góðu grunnskóla- I prófi og hafa nokkurra ára reynslu við skrif- stofuvinnu. Til að öðlast full réttindi verður | nemandi að standast bæði inntökupróf og brott- fararpróf. Inntökupróf verður haldið mánudaginn 1. sept- ember. Námið hefst 15. september og lýkur 12. desember. Allar nánari upplýsingar fást í síma 687590. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.