Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 * IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Færeyjar: „Ein Oddsskarðs- göng á ári“ Jardgangagerð fékk umfjöllun á síðasta þingi, eins og stundum áður, sem lausn á samgöngu- vanda einangraðra byggðarlaga. Tillaga var flutt um gerð lang- tímaáætlunar um jarðganga- gerð, raunar endurflutt, en hlaut ekki samþykki, var vísað til ríkis- stjórnarinnar með 34:10 atkvæð- um. í greinargerð með tillögunni var vitnað til næstu nágranna okkar, Færeyinga, sem eru veru- lega færri að tölunni til en við. Þeir hafa heldur betur tekið á honum stóra sínum við jarð- gangagerð. Þeir hafa gert sem svarar einum Oddsskarðs- göngum á ári síðastliðin tuttugu ár. Samtals hafa Færeyingar grafið 13.600 lengdarmetra af vegum gegn um fjöll á tímabilinu 1963-1983. Langtímaáætlun um jarðgangagerð Efnisatriði tillögunnar, sem Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) var fyrsti flutningsmaður að, vóru þau, að Vegagerð ríkisins skuli í samstarfi við aðra sérfróða aðila gera langtímaáætlun um gerð jarð- ganga á íslandi í samráði við fulltrúa þingflokkanna. Við vinnslu áætlunarinnar átti að meta, eftir því sem kostur er: * 1) Hagkvæmni jarðgangagerðar borið saman við aðrar mögulegar lausnir, þar sem samgöngur á landi eru erfiðar vegna aðstæðna: a) með Jarðgöngin um fjallið Stráka við Siglufjörð, tæpur km að lengd, vóru fyrstu umtalsverðu göngin í íslenzkri vegagerð, formlega tekin í notkun 1968. Fram að þeim tima var Siglufjörð- ur einangraður, hvað samgöngur á landi áhrærir, lungann úr árinu. Fjallvegur um Siglu- fjarðarskarð, sem fyrr var nýttur, var lokaður vegna snjóa meiri hluta árs — og gat lokast í hvaða mánuði sem var, jafnvel þó sumar væri. Strákavegur, með tilheyrandi jarðgöngum, var því mikil samgöngubót fyrir þetta fyrrum ein- angraða byggðarlag. tilliti til stofnkostnaðar, b) með til- liti til notagildis, c) með tilliti til viðhaldskostnaðar, d) með tilliti til byggðaþróunar og félagslegra sjón- armiða. * 2) Hagkvæmni þess að koma á fót sérhæfðum vinnuflokki í jarð- gangagerð borið saman við útboð verkanna. * 3) Hagkvæmni þess að hafa verk- efni við jarðgangagerð samfelld. * 4) Hvaða tækjabúnaður til jarð- gangagerðar henti bezt íslenzkum aðstæðum. * 5) Að hve miklu leyti íslendingar geti nýtt sér reynslu nágranna- þjóða, svo sem Færeyinga og Norðmanna, í jarðgangagerð og hvaða viðmiðun er þaðan að hafa um kostnað og fleira. Þá segir ennfremur að áætlunin skuli þann veg upp byggð að hún falli eðlilega að langtímaáætlun í vegagerð og geti orðið hluti af henni á síðari stigum. í greinargerð er vitnað til ganga í gegn um fy'allið Stráka við Siglu- fjörð og Oddsskarð eystra, en reynslan af framkvæmd og nýtingu þessara ganga verði að teljast góð. Salome Olafs- dóttir — Minning Fædd 9. september 1985 Dáin l.júlí 1986 Gömul og góð vinkona, Salóme Olafsdóttir, hefur lokið löngum og oft ströngum ævidegi. Hún lést á hjúkrunarheimili aldraðra, Sunnuhlíð í Kópavogi, fyrsta dag þessa mánaðar. Utför hennar verð- ur gerð frá Kópavogskirkju á morgun mánudag 14. júlí kl. 10.30. Salóme var fædd 9. september 1895 að Álftártungu í Borgarfírði og var því á 91. aldursári. Foreldr- ar hennar voru Bjöm 0. Bjömsson, bóndi í Álftartungu og kona hans, Jensína Bjamadóttir. Þegar Salóme var aðeins nokk- urra mánaða gömul fluttu foreldrar hennar til Ameríku með eldri böm sín en Salóme litla varð eftir á foð- urlandi sínu og fór í fóstur til móðursystur sinnar, Þorbjargar Bjamadóttur í Stapadal í Amarfirði og manns hennar, Ólafs Jónssonar fræðimanns. Tvö systkin Salóme urðu einnig eftir hér heima þegar foreldramir fluttu vestur til Blömastofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öii kvöid til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Ameríku. Það voru þau Sigríður, móðir Rögnvaldar Siguijónssonar píanóleikara og þeirra systkina og Bjöm Bjömsson gamanleikari og vísnasöngvari, alþekktur skemmti- kraftur á sinni tíð. Salóme var í Stapadal til fullorð- insára. Þar átti hún gott heimili hjá frænku sinni og Ólafí manni hennar enda leit hún alla tíð á þau sem sína kæru foreldra og þess vegna kenndi hún sig ætíð við fóstra sinn. Þannig þekktu hana allir einungis sem Salóme Ólafsdóttur. Eitt er þó víst að aldrei heyrðist það á Salóme að hún notaði fóstranafnið af því að hún bæri einhvem kala til föður- ins eða foreidranna heldur einungis af því að hún unni fóstra sínum og frænku af heilum huga. Þegar Salóme er 18 ára hleypir hún heimdraganum, fer til Reykjavíkur og sest í Verslunar- skólann. Að námi Ioknu hverfur hún aftur vestur í Stapadal og vinnur þar hjá fósturforeldmnum um sinn. En 1981 fer hún „snögga" ferð til ísafjarðar. Sú Snögga ferð tók reyndar 27 ár. Ekki þó svo að skilja að hún færi ekki vestur í Stapadal að kveðja. En þar dvaldi hún ekki langdvölum eftir þessa ferð til ísa- íjarðar. En svo var mál með vexti að á Isafírði kynntist hún ungum manni, Karli Kristinssyni, og gengu þau í hjónaband árið eftir. Maður hennar stundaði mikið smásíldarveiði í ísafjarðardjúpi. Sú veiði gat stundum gefíð nokkuð í aðra hönd. En sfldin hefur oftast reynst kenjóttust allra físka og stundum mun einungis hafa verið gert út á vonina og sú von þá reynst létt í maga á heimilinu þrátt fyrir dugnað beggja foreldranna. Á þessum fyrstu búskaparárum eignast þau 5 böm. Þau em: Kristín, búsett í Reykjavík. Hennar maður, sem nú er látinn, var Jó- hannes Gunnarsson, vélsmiður. Næstur er einkasonurinn, Kristinn Ólafur, netagerðarmeistari, búsett- ur í Hafnarfírði og kvæntur Ástu Kristinsdóttur. Þriðja bam þeirra er Ólafía. Hennar fyrri maður var Guðmundur Bjömsson, sem nú er látinn, og bjuggu þau nokkur ár uppi í Kjós. Seinni maður hennar er Pálmi Ingólfsson loftskeytamað- ur. Eitt bam misstu þau Salóme og Karl nýfætt, en yngsta dóttirin hét Sigríður, sem fórst af slysförum 12 ára gömul. Hér í upphafí var látið að því liggja að Salóme hefði ekki alltaf dansað á rósum. Fyrsta alvarlega áfallið í lífi hennar var í nóvember- mánuði 1931. Þá fórst maður hennar einn á báti í Sundunum á ísafírði í miklu misvindaveðri sem þar kallast Básaveður. Og þá stóð Salóme uppi með 4 ung böm og kreppan í algleymingi. En Salóme var eins og eikin sem „brotnar ekki en bognar í bylnum stóra seinast". Henni var gefínn óvenjulegur kjark- ur og dugnaður. Til marks um það skal þess getið, að hún braust í því, ekkja með 4 böm á kreppu- ámm, að reisa sér lítið timburhús á sjávarbakkanum skammt fyrir innan Ísafjarðarkaupstað og nefndi hún það Sólgerði. Þetta hús og á þessum stað hafði verið draumur ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarp- aður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni. þeirra hjónanna. Þama mun Salóme hafa sætt sig bærilega við lífíð með bömum sínum þar til annað reiðar- slagið dynur yfir heimilið. Og það var í marsmánuði 1941. Þá fellur snjóflóð á húsið sem sópar því fram í flæðarmál. í þessu snjóflóði fórst yngsta dóttirin, Sigríður og frænka hennar á sama aldri, Ema Guð- brandsdóttir, sem þar var gestkom- andi. Þó að enginn nema Salóme sjálf hafí vitað hversu þetta áfall var þungbært þá er það víst að hún lét ekki hugfallst. Fljótlega hóf hún að byggja annað hús með Kristni, syni sínum, á öðmm stað og örugg- ari. Reyndar má segja að Kristinn hafi þá borið veg og vanda af þeirri byggingu. Hann reyndist líka móð- ur sinni stoð og stytta allt frá bamsaldri og meðan hún þurfti hans mest með. Þegar við hjónin fluttum til ísa- fjarðar fengum við íbúð í þessu nýja húsi hjá Salóme og Kristni. Undir þeirra þaki var gott að búa. Þar ríkit glaðværð og góður andi. Og þó að biturri lífsreynslu brygði fyrir í tungutaki hennar þá var Salóme fyrst og fremst glaðvær kona, gamansöm og hressileg í máli og umfram allt vinur vina sinna. Við hjónin eigum því margar og góðar minningar um samveru- stundimar á Vinaminni en svo hét nýja húsið þeirra mæðginanna. Ferð Salóme til ísafjarðar 1918 lauk svo 1945 þegar hún flutti með Kristni til Hafnarfjarðar. En þar sem það var alla tíð ríkur þáttur í fari hennar að standa á eigin fótum þá flytur húri í Kópavog 1954 og sest að í suamrbústað við Álfhóls- veg 69, og byggir síðan við hann. Þar bjó hún síðan ein þar til fyrir þremur árum að hún vistaðist á hjúkrunarheimilinu í Kópavogi þar sem hún naut góðrar umhyggju. í Kópavogi stundaði hún vinnu langt fram á áttræðisaldur, fyrstu árin í fískvinnu í Smárahvammi og síðan hjá Málningu hf. í Kópavogi. Salóme Olafsdóttir var höfðingi og hetja sem alltaf bar höfuðið hátt í þeim ólgusjó sem hún mátti sigla, einstæð móðir með 4 böm á erfíðum tímum þegar félagsleg aðstoð þótti ekki sjálfsögð. Og þó að svipmót hennar og fas bæri hörkunni og dugnaðinum órækt vitni þá var hjarta hennar samt alltaf á réttum stað. Blessuð sé minning hennar. Jón H. Guðmundsson LE< MC Hamarsh GSTEIN 4R .F. 681960 DSAIK H öfða 4 — Sími Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega uppiýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 1 jfi S.HELGASON HF | STEINSfnHUA m SK£>/MtfVEGl 48 SÍMI 766 77 - 2S £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.