Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 71

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 71
sókna og útgáfur á hugverkum. Oft bera þær aðeins nafn- ið Rit eða Ritsafn sem fylgir nafni stofnunarinnar. Nefna má t.d. Rit Stofnunar Árna Magnússonar sem er tölusett ritröð og hóf göngu sína árið 1972 og Bibliotbeca Arnamagœana (1941- ) og undirritröð hennar Opuscula (1960-) en þær fjalla að stórum hluta um íslenskar forn- bókmenntir. Þessar ritraðir eru ekki teknar með í skrána. Þær hafa þó ekki fyrirsjáanlegan endi og eru samkvæmt því ekki ritsöfn. Skýrslur Þjóðhagsstofnunar eru heldur ekki með en aftur á móti er skýrslur Hagstofunnar að finna í skránni. Um það má deila hvort réttara hefði verið að sleppa alveg ritröðum úr því ekki var hægt að setja ákveðin mörk. Mikil vinna hefur verið lögð í að taka með fjölrituð blöð sem fyrir 20 árum var auðveldara að greina frá „prentuðu" efni en nú er. Tilgreint er við viðkomandi færslur hvort svo er. Nú geta bókaverðir og áhugamenn um allt land hafist handa við að bæta við þann lista sem höfundar telja reyndar ekki tæmandi. Ætla má að mun erfiðara verði að gera skrá yfir fjölrit af þessu tagi fyrir síðustu 20 ár vegna þess hve þeim hefur fjölgað með aukinni tækni. Það eru enn ein rökin fyrir því að prentaðri skrá yfir blaða- og tímaritaútgáfu þess tíma sé hraðað því að það vekur áhuga á nákvæmri skráningu og varðveislu slíkra rita sem oft verða mikilvægar heimildir með tímanum. Höfundar geta um mikilvægan flokk tímarita sem liggur utan marka skrárinnar en það eru handskrifuð blöð sem oft voru undanfarar hinna fjölrituðu. Sum þessara rita hafa borist á handritadeild Landsbókasafns og er þar unnið að skrán- ingu þeirra. Mestur fjöldi þeirra kom út á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót. Mikilvægt er að söfn eða einstak- lingar sem eiga slík blöð, eða hafa vitneskju um þau, láti vita um þau. Við færslur og röðun í skránni hef ég lítið að athuga enda mikið um gagnlegar millitilvísanir. Til dæmis er vísað frá skólum þannig að hægt er að fá gott yfirlit yfir útgáfu skólablaða. Þó finnst mér vanta tilvísanir frá merk- ingarlitlum eða lítt áberandi orðum í upphafi titla sem ekki er raðað á, t.d. Kvennablaðið Snót sem raðað er undir S án þess að vísa frá Kvennablaðinu. Itarlegar athuga- semdir fylgja mörgum færslum, t.d. um útgáfuhátt, mis- munandi titla, efnisskrár ef til eru og einnig er tekið fram hvort ritið er fjölritað eða skráð óséð. Svo vönduð vinnu- brögð auka mjög á fræðilegt gildi ritsins. Aftan við aðal- skrána er skrá eftir útgáfustöðum sem raðast eftir stafrófs- röð undir hverjum stað. Heppilegra hefði verið að raða þar eftir tímaröð þar sem hægt er að fletta eftir stafrófsröð í aðalskrá. í yfirliti um fjölda rita kemur m.a. fram að skráin tiltekur alls 3187 rit, þar af hófu 2977 útkomu á 20. öld. Fróðlegt væri að sjá aukninguna með hverjum áratug á þessari öld en þær upplýsingar ætti auðveldlega að vera hægt að draga út úr tölvunni. Með skrá sem þessari er einnig lagður grunnur að gerð ýmis konar sérskráa, t.d. efnisflokkaðrar tímaritaskrár. Heimildaskrá aftan við innganginn er mjög gagnleg fyrir þá sem vilja kynna sér frekar sögu tímaritaútgáfu. Svo sem sæmir riti sem þessu er titilsíða einnig á ensku og sömuleiðis útdráttur inngangs. Frágangur allur er til fyrirmyndar. Pappír er þykkur, mjög fallegur og sýnist góður en engar upplýsingar fylgja um gerð hans en það verður að teljast æskilegt um fræðirit. Bókband er vandað og fallegt. Þjónustumiðstöð bókasafna annast dreifing- una. Þegar á allt er litið tel ég rit þetta hið vandaðasta og höfundum sínum til mikils sóma. Þær athugasemdir sem hér hafa verið gerðar eru aðeins smáræði miðað við mikil- vægi ritsins og ágæti. Ólöf Benediktsdóttir 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.