Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 38

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 38
með bókakaupum, við bókagjafir, með skyldueintökum allra rita sem prentuð eru hér á landi og með bókaskiptum við erlendar stofnanir. Vöxtur bókasafnsins var hægur í byrjun því ríkissjóður lagði ekki fé til bókakaupa á árunum 1920-1961. Var Sátt- málasjóði Háskólans þá ætlað, með takmörkuðum fjár- ráðum sínum, að standa straum af bókakaupum. (Armann Snævarr, 1968, s. 12). í ársskýrslu Háskólabókasafns frá 1943-1944 kemur fram að safnið hafi verið rekið með óbreyttum hætti. Bókaaukning verið svipuð og undanfar- in ár og gætti mjög áhrifa styrjaldarinnar. Til bókakaupa það árið voru aðeins veittar kr. 9000 úr Sáttmálasjóði (Einar Ól. Sveinsson, 1946, s. 71). Á árunum 1945-1946 kveður fremur við annan tón í ársskýrslu safnsins. Þá varð bókaaukning veruleg, eða um 5400 bindi. Með því komst bókakostur safnsins í 44.600 bindi þrátt fyrir að til bókakaupa væri aðeins veitt jafn- hárri upphæð úr Sáttmálasjóði og árið áður. Skýringin á þessum breytingum var að háskólabókavörður, Björn Sigfússon, fór um sumarið utan, og var „í læri“ á bóka- söfnum. Hann dvaldist í Gautaborg og víðar á Norður- löndum um nokkurra mánaða skeið. I þeirri ferð keypti hann eða fékk gefins bækur fyrir safnið. (Árbók Háskóla íslands 1946, s. 70-71). Á fyrstu árum Háskólabókasafns var það starfrækt í fjórum deildum og hafði hver deild eigin skrá. Var þessu fyrirkomulagi breytt eins og kemur fram í viðtali við Björn: „Ég steypti — í óleyfi — söfnum deildanna saman meir en til stóð á dögum fyrirrennara míns. Ymsir kennarar, og ekki þeir lakari, stóðu fast á því, þegar ég var orðinn bókavörður [árið 1945], að sitt skrán- ingarkerfi skyldi vera á bókum hverrar deildar og þeim deildareignum ekki blandað saman nema sem minnst. Það skyldi í rauninni reka fjögur bókasöfn, sitt fyrir hverja deild gegnum eitt afgreiðsluauga, því húsnæði safnsins var þá sniðið til þess að hleypa engum inn fyrir disk nema prófessorum ..." (Páll Skúlason, 1974, s. 37). Hlutverk Háskólabókasaíns Árið 1949 tókst í fyrsta sinn að mynda heild úr spjald- skrám safnsins og opna hana öllum notendum í lestrarsal. Ekki var það þó nema tugaskráin, stafrófsskrá var enn um skeið ógerð nema um lestrarsalsbækur, ævisagnahöfunda og nokkrar smærri greinar. Árið eftir var hafist handa við að flokka eftir Dewey-kerfinu bókakost þeirra þriggja safndeilda sem áður voru flokkaðar eftir öðrum kerfum; guðfræði, læknisfræði og lögfræði. Endurskráning, sem af því leiddi, stóð langt fram eftir næsta vetri. Hugmyndum sínum um hlutverk safnsins lýsir Björn Sigfússon í blaða- viðtali á þessa leið: „Það var einnig hugmynd mín frá upphafi að skylt væri að lána bækur til kandidata og annarra, sem líklegir voru til að þurfa þeirra, þótt ekki væru þeir nemendur Háskólans lengur eða hefðu kannski aldrei verið það. Háskólabókasafn hefur frá því að ég fór að starfa í því stundað útlán sem almennt vísindabókasafn og ekki bundið við háskólaþarfir, þótt háskólakennarar hefðu forgang til þess að halda lánsbókum hjá sér, það var annað.“ (Páll Skúlason, 1974, s. 37-38). Þessar framfarir í safninu urðu til þess að aðrir en prófessorar Háskólans höfðu tækifæri til að nýta sér bókakost Háskólabókasafns. Á tíu ára afmæli safnsins árið 1950 var merkum áfanga náð. Húsnæði það sem bókasafninu hafði verið heitið var nú fullnýtt. Vöxtur var þá sagður sæmilegur á bókakosti og útlánum á erlendum ritum. Allmiklu fé var varið til bókbands. Háskólabóka- vörður fór utan sumarið 1957 um tæpra tveggja mánaða skeið og leitaði þekkingar í söfnum í ýmsum háskólabæj- um; Björgvin, Þrándheimi, Uppsölum, Stokkhólmi, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Hamborg og Edinborg. Miðað við þau kynni af hraðri þróun háskóla og safnþjón- ustu þótti honum kyrrstaða Háskólabókasafns orðin hættuleg. (Björn Sigfússon, 1958, s. 69). I ársskýrslu safns- ins fyrir árið 1960 kemur fram að safnið virðist byrjað að þokast fjær en ekki nær því að fullnægja skyldum sínum við Háskólann og vísindastofnanir. Vinnukraftur þess, óbreyttur síðan 1940, ódrýgðist sökum fjölgandi skyldna og eðlilegs erils, sem varð meiri kringum 90 þúsund binda safn í 800 nemenda háskóla en verið hafði í 30-40 þúsund binda safni stríðsáranna í 280-390 nemenda skóla. (Björn Sigfússon, 1962, s. 69). Kemur greinilega fram óánægja háskólabókavarðar. Sú stöðnun sem virtist einkenna starfsemi Háskólabókasafns var þó ekki að ástæðulausu þar sem starfsemin hafði ekki tekið neinum breytingum í þó nokkur ár. Var greinilegt að mikill munur var á möguleikum Háskólabókasafns og annarra sambærilegra háskólabókasafna í nærliggjandi löndum til að fylgja þróuninni eftir. Viðhorf háskóla- bókavarðar kemur skýrt fram í ummælum hans um safnið á þessum tíma. „Sérhver utanför mín árin 1957-1961 skerpti þá vitneskju að þau árin hafði Island náð að stöðvast á tiltölulega úreltara þrepi en það stóð 1946, þá með óþreytta þjóð meðan aðrir voru þreyttir að moka til stríðsrústum sínum. Því fannst mér allt frá 1957 þurfa ný markmið í stéttarsköpun og eins áherslu á byggingu þjóðarbókhlöðu á Melunum. Meðan þau tvenn skilyrði til undirstöðu vantaði fannst mér ímynd safns míns minna kvalræðislega á hrunda rúst þess hugtaks, sem verðskuldað hefði að heita háskólabókasafn. Stofnanir, sem ég einkum heim- sótti (meðan ég naut embættis) og vildi miða slíkt hugtak við, voru bókasöfnin við þá norska, sænska og finnska háskóla, sem voru ekki í höfuðborgum landanna. Þetta hóf ég með 10 vikna könnunar- og sjálfboðavinnu í Göteborgs Stadsbibliotek sumarið 1946.“ (Björn Sigfússon, nóvember 1990). Með vaxandi aðsókn að Háskóla íslands varð meira vart við þau þrengsli sem stúdentar máttu búa við á lessal. I bréfi til háskólarektors í september 1964 lýsir Björn kostum þess að hafa rúmgóðan lestrarsal þar sem unnt yrði að afhenda rit til lestrar og jafnframt að hafa gæslu með vanalegum hætti safna. Auk þess sem vænta mætti í framtíðinni aukinnar þaulsætni stúdenta í safni af ýmsum ástæðum. Bendir Björn á þau viðbrögð sem komu í ljós þegar lessalur á Aragötu 9 var tekinn til notkunar fyrir laga- og viðskiptafræðinema. Við þá sætarýmkun batnaði einnig sætanýting í Háskólabókasafninu. í framhaldi af þessari umfjöllun fer Björn fram á það við rektor að hátíðasalur háskólans verði tekinn í notkun sem lestrar- salur (Björn Sigfússon, bréf til rektors 9/1 1964). Þessi tillaga náði fram að ganga árið 1986. 38

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.