Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 40

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 40
skylda háskólabókavarðarembættisins með því að gera það á ný jafnt háskólakennaraembættinu ... ég er sannfærður um, að frá næstu áramótum, og sumpart nú þegar, bíði mín og sérhvers háskóla- bókavarðar óumflýjanlegt kennarahlutverk í lif- andi tengslum við nám nokkurra þeirra stúdenta, sem stefna munu á ýmsar af helztu námsbrautum heimspekideildar og þarfnast sömu kunnáttu og ég, ýmist vegna væntanlegra rannsókna sinna eða safnaþjónustu.“ (Bréf Björns til háskólarektors í júní 1956, vitnað til í grein Sigrúnar Klöru Hannes- dóttur, 1989, s. 33). Á öðrum stað lýsir hann stöðu embættisins í öðrum löndum og tengslum þess við kennslustörf: „íslenzk bókavarðastétt er illa stödd, ef vísindalegu söfnin í Reykjavík eiga ekki jafnan eitthvað af fræðimönnum, sem eru jafnvígir færum prófess- orum íslenzkra fræða í nokkrum þeirra sjö kennslugreina, sem nú var getið.“ (Bréf Björns til háskólarektors í júní 1956, vitnað til í grein Sigrúnar Klöru Hannesdóttur, 1989, s. 33). Eins og áður hefur komið fram náði þessi málaleitan Björns fram að ganga. Á fundi heimspekideildar 6. mars 1956 var samþykkt að mæla með því við háskólaráð að bókasafnsfræði yrði bætt við sem kennslugrein til BA prófs. Var það síðan staðfest með ráðherrabréfi. (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1989, s. 33). Fyrirkomulag námsins Fyrstu árin var Björn Sigfússon eini kennarinn í bóka- safnsfræði. I kennsluskrá Háskólans frá árinu 1958 er kennslunni lýst þannig: „Dr. Phil. Björn Sigfússon háskólabókavörður: 1. Kennir handritalestur og flytur nokkra fyrirlestra um handrit og heimildir fyrir prentöld mánudaga kl. 10-12. 2. Kennir bókasafnsnotkun sem sagnfræðilega hjálpar- grein laugardaga kl. 11-12. 3. Kennir bókavarðarefnum aðrar 3 stundir á viku til B.A.-prófs, 1. og 2. stigs.“ (Kennsluskrá H.í. 1957-1958, s. 21). Ólafur Pálmason var fyrstur til að ljúka stigi í bóka- safnsfræði við Háskóla Islands. Hann var aðstoðarmaður í safninu 1957. Ólafur knúði á um að fá skipulagt nám í faginu og var það gripið fegins hendi. Birni Sigfússyni segist svo frá: „... Þá var það Ólafur Pálmason, nú í bókasafni Seðlabankans, sem leit á þann veg við þessu agni að vilja fá úr því skipulagt nám og taka samsvarandi próf. Við rektor gengum að því tilboði Ólafs 1957 og „vélin fór í gang“ að útvega téð ráðherrabréf frá 5. janúar 1958. í sama mánuði lauk Ólafur 1. prófs- áfanga [sem samsvarar 15 einingum nú]. Um það leyti eða fyrr hóf líka Einar Sigurðsson námið og á næstu árum margir piltar. Ég get nefnt af handahófi Björn Teitsson (skólameistara, Isafirði), Einar Gunnar Pétursson (Stofnun Árna Magnússonar), Gunnar Karlsson (prófessor) og var það áður en við fórum að einblína á komandi safnsþjónaatvinnu og áður en yfirburðir hins fríðara kyns í stéttinni urðu lýðum ljósir en strax bauð ég þær þá meira en velkomnar.“ (Björn Sigfússon, nóvember 1990). Haustið 1960 hóf Ólafur F. Hjartar kennslu í bóka- safnsfræði við Háskólann. Kennslugrein hans var flokkun og önnur safnfræði. Hann hafði stundað nám í bókasafns- fræði við University College í London. Árið eftir var farið að kenna bókasafnsfræði til 2. stigs. Þá þegar var farið að huga að kennslu til 3. stigs í greininni og hófu tveir nem- endur nám árið eftir í þeim fræðum, þau Gylfi Pálsson og Svanlaug Baldursdóttir. Varð Svanlaug fyrst til að ljúka þremur stigum í bókasafnsfræði árið 1964. Árið 1961 höfðu fimm nemendur lokið tveimur stigum og þrír lokið fyrsta stigi í bókasafnsfræði. Á árunum 1960-1970 komu tveir kennarar til viðbótar í hópinn. Það voru Einar Sigurðsson núverandi háskóla- bókavörður, sem kenndi til 2. stigs prentlistarsögu, bók- fræði og aðra safnfræði og Kristín H. Pétursdóttir bóka- safnsfræðingur (MLS), núverandi forstöðumaður Skjala- safns Landsbanka íslands, kenndi til 3. stigs um bókasöfn og stöðu þeirra í nútíma þjóðfélagi. Kristín er fyrsti bóka- safnsfræðingurinn sem kemur til kennslu í greininni. Verklega námið fór aðallega fram á Háskólabókasafni en að einhverju leyti á Landsbókasafni. Á þessu tímabili þurftu nemendur á 1. stigi að skila 200 vinnustundum til prófs og nemendur á 2. stigi skiluðu 100 vinnustundum. Nemendur í bókasafnsfræði voru fáir fyrst í stað en háskólaárið 1968-1969 varð veruleg aukning. Luku 13 prófi á 1. stigi vorið 1969. Haustið 1969 varð enn meiri aðsókn og létu um 30 nemendur innrita sig í nám á 1. stigi. Hefur aðsóknin verið hægfara en jöfn og voru um 70 nemendur sem stunduðu nám í bókasafnsfræði 1979. Ljóst er að reynt hefur verið að laga námsgreinina að nútímakröfum samfara þjóðfélagsbreytingum. Hefur róðurinn oft reynst þungur en samt hefur tekist að ná fram ýmsum breytingum. Árið 1974-1975 var starfandi nefnd sem hafði það verkefni að móta framtíðaráætlanir um námið og voru tveir erlendir sérfræðingar, þeir D.J. Foskett frá Bretlandi og G. Edward Evans frá Banda- ríkjunum, fengnir til að leggja fram tillögur. Tillögur sérfræðinganna voru ekki samhljóða og því skipaði heim- spekideild íslenska nefnd, í samráði við Bókavarðafélag Islands og Félag bókasafnsfræðinga, til þess að koma með tillögur um námsfyrirkomulag. Tillögur erlendu og ís- lensku sérfræðinganna voru samhljóða í því að brýnast væri að fá fastan kennara við greinina sem sæi um stjórnun og uppbyggingu námsins. (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1982, s. 40). Fyrsti fasti lektorinn var settur í fullt starf haustið 1975. Var það Sigrún Klara Hannesdóttir sem nú gegnir starfi dósents í bókasafns- og upplýsingafræði. Árið 1976 flutti bókasafnsfræðin úr heimspekideild yfir í félagsvísindadeild sem var stofnuð sama ár. Heiti greinar- innar var breytt í bókasafns- og upplýsingafræði árið 1986. Ef gerður er samanburður á námi í bókasafnsfræði árin 1958 og 1975, þegar Björn Sigfússon hættir störfum við Háskóla Islands, kemur í ljós gífurlega mikil breyting. Samkvæmt kennsluskrá Háskólans 1974-1975 sáu fimm stundakennarar um kennslu í greininni það ár. Þeir voru Einar Sigurðsson, cand.mag., Hrafn A. Harðarson, ALA, Indriði Hallgrímsson, MLS, Ragnhildur Helgadóttir, skólasafnsvörður og Súsanna Bury, MA. Meðal náms- efnis var flokkun, skráning, inngangsfræði um bókasöfn, lyklun, almenn bókfræði, námskeið í tölvunotkun, sér- greind handbókafræði, almenningsbókasöfn, skólabóka- söfn, kynnisferðir á bókasöfn og námsvinna. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.