Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 56

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 56
björt, „þá byrjum við á Búkollu og fikrum okkur svo áfram.“ Aldrei í lífinu höfðu ræningjarnir hlustað á sögu. Þrátt fyrir mislingana hlustuðu þeir af athygli og báðu loks um meira. Ræningjahöfðinginn hlustaði líka þótt ungfrúin hefði lagt fyrir hann það verkefni að sjóða kjötsúpu handa sjúklingunum. „Segðu okkur meira af karlssyni!" nauðuðu ræningj- arnir þótt sjúkir væru. „Lestu fyrir okkur um Lísu í Undralandi.“ Sagan um Hróa hött gerði þá dálítið órólega. Hann var ræningi eins og þeir en fullur af göfugum hugsunum eins og þá að gefa fátækum. Þessir ræningjar höfðu ekki haft í hyggju að gefa fátækum neitt. Þeir ætluðu sér bara að búa að sínu. Eftir nokkra daga fóru útbrotin að minnka og ræningj- arnir urðu hungraðir. Ungfrú Heiðbjört leit í Handbók um heimahjúkrun og fann þar alls kyns mataruppskriftir sem hentuðu vel fyrir sjúklinga á batavegi. Hún skrifaði þær upp fyrir Ræningjahöfðingjann. Hann var búinn að gefast upp á því að heimta lausnargjald fyrir ungfrúna en var hins vegar staðráðinn í því að taka Handbókina sem ’gísl’ en ungfrúin vildi ekki láta hana af hendi. „Þessi bók kemur mörgum að gagni sem koma á bóka- safnið,“ sagði hún. „En ef þú vilt fletta upp í henni máttu alltaf koma á bókasafnið og kíkja í hana.“ Stuttu seinna höfðu ræningjarnir náð sér og ungfrú Heiðbjört fór aftur í bókasafnið með lyklana. Svo virtist sem ræningjarnir tilheyrðu nú fortíðinni. Handbók um heimahjúkrun var komin á sinn stað á hillu í safninu. Bókasafnið var nú opið á ný og fólkið flykktist inn hungr- að í bækur sem það hafði engar fengið á meðan ungfrúin hafði verið í haldi hjá ræningjunum. Um það bil þrem vikum eftir þessa afdrifaríku atburði urðu enn á ný vandræði út af ræningjunum! Einn góðan veðurdag braust enginn annar en Ræn- ingjahöfðinginn inn í bókasafnið og það um hábjartan daginn. „Bjargaðu mér!“ hrópaði hann. „Lögreglan er á hælun- um á mér.“ Ungfrú Heiðbjört leit á hann kuldalega. „Hvað heitirþú fullu nafni?“ spurði hún. „Fljótur nú!“ Ræningjahöfðinginn hrökk til baka og hryllingssvipur- inn skein í gegnum flókið svart skeggið. „Nei, nei!“ hrópaði hann, „hvað sem er — bara ekki þetta! “ „Fljótur nú,“ endurtók ungfrú Heiðbjört, „annars get ég ekki hjálpað þér.“ Ræningjahöfðinginn hallaði sér yfir afgreiðsluborðið og hvíslaði nafn sitt í eyrað á ungfrúnni... „Bjargmundur Astbjartsson." Ungfrú Heiðbjört gat ekki stillt sig um að brosa ofurlít- ið. Þetta nafn passaði ekki beinlínis vel við úfið skeggið. „Þeir kölluðu mig Boggu í skólanum,“ veinaði þessi óhamingjusami ræningi. „Það er þetta nafn sem hefur hrakið mig út á glæpabrautina. En feldu mig nú, elsku besta ungfrú bókavörður. Annars verð ég tekinn fastur.“ Ungfrú Heiðbjört stimplaði hann með númeri rétt eins og hann væri bók í bókasafninu og setti hann upp í hillu með bókum sem voru eftir höfunda sem byrjuðu á B. Hann var alveg á réttum stað í stafrófinu enda eru bóka- verðir vanir að raða öllu upp í stafrófsröð. Lögregluþjónninn sem hafði verið að elta Ræningja- „Má ég ekki fá hann lánaðan?" höfðingjann kom æðandi inn í bókasafnið. Hann var fljót- ur að hlaupa en hafði rekist á lítinn strák á þríhjóli og það hafði tafið fyrir honum. „Ungfrú Heiðbjört," sagði lögregluþjónninn. „Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að elta virðulegan Ræn- ingjahöfðingja inn í bókasafnið yðar. Ég sé hann þarna í bókahillunni í B-hillunum. Má ég ekki fá hann lánaðan?“ „Auðvitað," sagði ungfrú Heiðbjört vingjarnlega. „Þér eruð auðvitað með bókasafnsskírteinið yðar?“ Lögregluþjónninn varð niðurlútur. „Hamingjan sanna,“ sagði hann. „Nei ... ég er helst á því að það sé heima sem bókmerki í eintakinu mínu af Leidarvísi um handtöku r<sningja.“ Ungfrú Heiðbjört brosti vingjarnlega. „Ég er hrædd um að þér getið ekki fengið neitt að láni án þess að hafa bókasafnsskírteinið,“ sagði hún. „Þessi Ræningjahöfðingi er eign bókasafnsins." Lögregluþjónninn kinkaði kolli hæversklega. Hann vissi að þetta var satt. Það var ekki hægt að fá neitt að láni ef menn hafa ekki bókasafnskírteinið sitt meðferðis. Þetta var föst regla hjá bókasafninu. „Ég skýst bara heim og næ í það,“ sagði hann. „Ég bý hérna rétt hjá.“ „Gerið það,“ sagði ungfrúin jafn vingjarnlega. Lög- regluþjónninn snerist á hæli og það glumdi í stígvélunum þegar hann flýtti sér út úr bókasafninu. Ungfrú Heiðbjört fór að B-hillunni og tók Ræningja- höfðingjannniður. „Jæja, hvað ert þú að gera hér,“ sagði hún byrst. En ræninginn lét ekki blekkjast - hún var verulega glöð að sjá hann! „Nú,“ svaraði hann. „Staðreyndin er sú, ungfrú Heið- björt, að mennirnir mínir eru friðlausir. Allt frá því þú last fyrir þá allar þessar sögur hafa þeir verið í fýlu á kvöldin. Við vorum vanir að sitja kringum varðeldinn og syngja rusta-söngva og segja hrottalega brandara en þeir hafa ekkert gaman af því lengur. Þeir vilja heyra meira um Bakkabræður, Ævintýraeyjuna og fleiri sögur um kónga og kotunga. I dag kom ég og ætlaði að skrá mig í bóka- safnið og fá lánaðar bækur handa þeim. Hvað á ég til bragðs að taka? Ég þori ekki að koma bókalaus til baka en lögregluþjónninn kemur aftur. Verður hann ekki reiður við þig þegar hann sér að ég er horfinn?" „Ég kann ráð við því,“ sagði ungfrúin og brosti með sjálfri sér. „En hvert er númerið þitt? Gott. Þegar lög- regluþjónninn kemur segi ég honum að einhver hafi kom- ið og fengið þig að láni og það er alveg satt því ég er búin að skrá þig á skírteinið mitt.“ 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.