Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 31

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 31
til að panta eftir þeim spjöld og bækur. Á árunum 1980- 1990 fór spjaldaframleiðslan þannig fram að jafnhliða list- unum frá Landsbókasafni fékk ÞB svonefnda „mastera“ frá prentsmiðjunni Odda en það voru offsetfilmur með skráningartextunum í réttri stærð ásamt spjaldrakningu og flokkstölu. Sérstök ljósritunarvél var svo notuð til að gera spjaldskrárspjöld eftir masterunum og þegar hún var tekin í notkun var spjaldalagerinn lagður niður, einungis var haldið eftir einu spjaldi til fjölföldunar. Á sama tíma var fylgst grannt með þróun tölvumála með það fyrir augum að tölvuvæða þjónustuna. I árslok 1990 var svo tekið í notkun tölvukerfið Mikromarc en það var fyrsta kerfið á íslenskum markaði sem uppfyllti allar kröfur sem ÞB gerði, m.a. að færslur væru skráðar í marksniði og að hægt væri að framleiða spjaldskrárspjöld eftir pöntun. Jafnframt var gengið til samstarfs við um- boðsmann Mikromarc á Islandi, Andreu Jóhannsdóttur, um að veita notendum kerfisins þjónustu hvað snerti leiðbeiningar og fyrirspurnir. Söfn sem nota kerfið eru nú orðin tuttugu og hafa samskipti og samvinna við þau gengið mjög vel. Meðal annars er hafin sala til þeirra á skráningartextum fyrir eldri bækur á disklingum og er það væntanlega aðeins byrjunin á þeirri þjónustu. Þegar Mikromarc hefur verið í notkun í rúmt ár í ÞB hafa um 9000 titlar verið skráðir í kerfið, bæði eldri bækur eftir pöntunum og ný rit úr listum Landsbókasafns jafnóðum og þeir berast. Enn er ekki ljóst hvernig skráningarsam- starfinu við Landsbókasafn verður háttað á næstunni nú þegar verið er að taka tölvukerfið Gegni í notkun þar en þess er vænst að á því verði framhald þannig að áfram verði unnt að veita bókasöfnum landsins skráningarþjón- ustu. B. Að gefa út alls konar bókfræðileg gögn, t.d. spjald- skrárspjöld, samskrár, bókaskrár, bókfræðilykla, upp- lýsingarit um nýjar útgáfur bóka, platna og snælda Þjónustumiðstöð bókasafna hefur staðið að útgáfu og dreifingu nokkurra bókfræðirita af ýmsu tagi. Frá útgáfu spjaldskrárspjalda er greint hér að framan. Fyrsta og jafn- framt stærsta verkið var Bókaskrá 1944-1973, sem áður er getið, en hún kom einnig út í nýrri og endurbættri útgáfu árið 1984. Lítill upplýsingabæklingur fyrir notendur al- menningsbókasafna, Bókasafn er lykill var gefinn út 1979. Tvö rit voru gefin út fyrir Skráningarnefnd, þ.e. Röðunar- reglur (1. pr. 1982, 2. pr. 1985) og IFLA-staðall um bókar- lýsingu — ISBD (M) (1984). Fyrir Rannsóknastöð í bóka- safna- og upplýsingamálum voru árið 1990 gefin út tvö fyrstu bindin í ritröðinni Lykill: rit um bókfrœði, þ.e. heimildaskrárnar Öldrunarmál á íslandi og íslensk frí- merkjasöfnun ogpóstsaga. Fyrir Samstarfsnefnd um upp- lýsingamál hefur verið dreift nokkrum ritum, svo sem Flokkunarkerfi fyrir íslensk bókasöfn (1987), Skrá um íslensk bókasöfn (1987), Skráningarreglur bókasafna (1988) og ritinu Upplýsingar eru auðlind (1990). I nóv- ember s.l. hófst svo dreifing á ritinu íslensk tímarit í200 ár fyrir höfundana Böðvar Kvaran og Einar Sigurðsson. Gerð var tilraun með útgáfu bókalista með umsögnum árið 1985 en það fékk dræmar undirtektir og framhald varð því ekki á þeirri vinnu. Vinnsla bókfræðirita er geysilega tímafrek eins og menn vita og af því leiðir að vinnulaun eru stærsti kostn- aðarliðurinn. Verkefni sem ÞB ræðst í verða að standa þokkalega undir sér en markaðurinn er mjög lítill svo að Skráningarþjónusta við bókasöfn er einn stærsti hluti af starfsemiÞjónustumiðstöðvar. Hér séstgreinarhöfundur við skráningu gagna. verð yrði óhjákvæmilega nokkuð hátt. Það er því erfitt um vik að vera í samkeppni við opinbera aðila sem reikna oft lítið annað en prentkostnað inn í útsöluverð bókfræðirita. Mun þetta hafa valdið miklu um það að fleiri bókfræðirit hafa ekki verið unnin í ÞB. C. Að gefa út rit sem varða starfsemi bókasafna, t.d. leiðbeiningabækur fyrir bókaverði og rit varðandi stefnur í bókasafnsmálum almennt Engin rit af þessu tagi hafa enn verið gefin út. Höf- uðástæðan er sú að ÞB hefur ekki haft fjárhagslegt bol- magn til að ráðast í gerð slíkra rita og lítið hefur verið leitað til hennar um útgáfu. Það sem helst kæmi til greina að gefa út af þess konar efni væru ýmsar BA-ritgerðir frá Háskóla Islands en þær þyrfti væntanlega að endurskoða og endurvinna að meira eða minna leyti. D. Að annast sameiginleg innkaup bókasafna á safn- kosti og sjá um band og frágang bóka til útláns Þjónustumiðstöð hefur frá upphafi tekið að sér að kaupa inn íslenskar bækur fyrir söfn og afhenda þær tilbúnar til útláns. Einnig er gengið frá aðsendum bókum sem söfn hafa keypt sjálf eða eignast með öðrum hætti. ÞB hefur hvorki tekið að sér bókband né viðgerðir og heldur ekki innkaup á erlendum bókum og tímaritum. Mjög sveiflukennt er hvað söfnin notfæra sér þessa þjónustu en almennt má segja að það sé of lítið til að veruleg hag- kvæmni náist. Reynt hefur verið að ná samningum við bókaútgefendur um afslátt af bókapökkum til að geta 31

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.