Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 14

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 14
þegar hafin. Má þar t.d. nefna bókasöfn margra fram- haldsskóla og Bókasafn Háskólans á Akureyri en á flest- um söfnum, sem hafa tölvuvæðst, hafa enn sem komið er aðeins bókfræðilegar upplýsingar verið færðar í tölvutækt form. Slíkt gerir reyndar mögulegar efnisleitir eftir flokk- unartölum og orðum sem koma fyrir í titlum, t.d. með stýfingu (e. truncation) sem getur aukið leitarheimtur (e. retrieval). Með aukinni notkun efnisorða við efnisgreiningu heimilda má gera ráð fyrir að dragi mjög úr notkun auka- marktalna (plúsmarktalna). Jafnframt verður ekki þörf fyrir eins nákvæma flokkun eftir aðalmarktölu og verið hefur, auk þess sem, a.m.k. í sumum tölvukerfanna, er ekki rými fyrir mjög langar tölur í svæðinu fyrir mark- tákn. í einhverjum kerfanna mætti jafnvel skipta löngum tölum milli svæða (t.d. svæða fyrir fyrsta og annað mark- tákn) ef kosið er að nota mjög nákvæma flokkun. Efnis- flokkunin sjálf verður þó að öllum líkindum grófari í framtíðinni auk þess sem sennilega verður dregið úr notk- un hjálpartaflna en efnisorð koma væntanlega til með að leysa þær af hólmi að einhverju leyti (t.d formgreinar og landstölur). Flokkunin verður þá fyrst og fremst notuð til að staðsetja bækur og önnur safngögn í hillum og raða þeim upp í efnisflokka til þess að notendur fái yfirsýn yfir safnkostinn í hverjum efnisflokki um sig, hvort sem þeir skoða í hillur eða fletta upp eftir marktáknum í beinlínu- tengdum (e. on-line) bókasafnskerfum. Hvað varðar leitarþætti bætir efnisorðagjöf mörgum leitarmöguleikum við sem nýtast við heimildaleitir. Sér- staklega á það við um efnisgreiningu fjölefnisrita sem hafa t.d. að geyma greinasöfn um margvísleg efni (Mynd 1). Hugsanleg efnisgreining bókarinnar „í mörg horn að líta : handbók atvinnulífsins". Ritstjóri og umsjónar- maður G. Ágúst Pétursson. Rv., Iðntæknistofnun Is- lands, 1991. 208 s. (Bókin hefur að geyma greinasafn) Hefðbundin flokkun skv. Dewey-kerfi 658 Stjórnun fyrirtækja Efnisorð EFTA skv. EVRÓPUBANDALAGIÐ Kerfisbundinni FJÁRMÁL efnisorðaskrá FYRIRTÆKI (thesaurus) GÆÐASTJÓRNUN fyrir bókasöfn HÖNNUN (handrit að IÐNAÐUR skrá höfundar MARKAÐSMÁL og Margrétar STJÓRNUN Loftsdóttur) TÖLVUVÆÐING UTANRÍKISVERSLUN Mynd 1. Flokkunin veitir einn leitarmöguleika - efnis- orðagjöfin bætir við 10 möguleikum, hugsanlegt væri að gefa enn fleiri efnisorð. I framtíðinni fara heimildaleitir sennilega að mestu fram með hjálp tölva eftir efnisorðum eða þá með sam- þættingu leitar eftir flokkstölum og efnisorðum. Það má geta þess hér að kannanir sem gerðar hafa verið erlendis benda til þess að leitir eftir flokkstölum og efnisorðum bæti hvor aðra upp (sbr. t.d. Markey Drabenstott, 1990, s. 179). Er því ráðlegt að halda áfram vissri nákvæmni í flokkun þó notkun efnisorðanna komi til við efnisgrein- ingu. Staðall um gerð kerfisbundinna efnisorðaskráa í byrjun desember 1991 gaf Staðlaráð íslands hjá Iðn- tæknistofnun íslands út staðal (ÍST 90) um gerð kerfis- bundinna efnisorðaskráa undir titlinum Heimildaskrdn- ing - leidbeiningar um gerð og þróun kerfisbundinna efn- isorðaskrda d einu tungumdli. Flokkunarnefnd þýddi staðalinn sem er þýðing á alþjóðlega staðlinum ISO 2788/ 1986. Samkvæmt grundvallarreglum staðalsins skal skipta orðaforða kerfisbundinna efnisorðaskráa (e. thesaurus) upp í eftirfarandi tvær tegundir: 1) Valorð (e. preferred term), þ.e. heiti sem notuð eru á samræmdan hátt til að lýsa tilteknu efnisinntaki heim- ilda. 2) Vikorð (e. non-preferred term), þ.e. samheiti eða sam- heitaígildi valorða. Vikorð eru ekki notuð til að lýsa efni heimilda en benda notendum á viðeigandi valorð. í staðlinum er ennfremur mælt með að í efnisorðaskrám sé vísað á skyld hugtök sem tengjast efnissviðinu. Þá er og fjallað um val efnisorða, þ.e. valorðanna, og mælt með tilteknum verklagsreglum um staðlaða meðferð og nið- urskipun orðaforðans. Eitt meginmarkmiðið með staðl- inum er að setja frarn og sýna með dæmum innbyrðis tengsl efnisorðanna. Samkvæmt staðlinum eru nafnorð algengustu og heppilegustu efnisorðin og skal í flestum tilfellum nota heiti í fleirtölu. Heitum er skipað í stigveldi (víðari heiti, þrengri heiti) eftir því sem við á. Það er fyrst og fremst stigveldisskipan (e. hierarchy) heita sem að- greinir efnisorðaskrár frá orðasafni með hefðbundnu orðabókarsniði. Stigveldisskipanin felur í sér niðurskipan heita í víðari og þrengri svið, stig fyrir stig eða þrep fyrir þrep. Heiti í efstu þrepunum (yfirheiti) tákna yfirflokk eða heild en heiti í lægri þrepum (undirheiti) tákna undir- flokk eða hluta af heildinni. Þrepin eru mismörg eftir uppbyggingu hvers flokks eða sviðs. Samkvæmt staðlinum skal gera tilvísanir eftir þörfum. Um tvenns konar tilvísanir er að ræða. í fyrsta lagi skal vísa til þess samheitis sem nota skal, þ.e. til valorðs. í öðru lagi skal vísa frá sérhæfðum heitum til víðari heita ef sérhæfðu heitin teljast of þröng miðað við fyrirhugaða notkun efnisorðaskrárinnar. Mælt er með að rita valorð með hástöfum en vikorð, þ.e. tilvísanir (frávísanir), aftur á móti með lágstöfum. Markmiðið með útgáfu staðalsins er m.a. að skapa grundvöll fyrir staðlaða notkun íslenskra efnisorða í gagnasöfnum hér á landi og stuðla þannig að samræmdum vinnubrögðum og samkvæmni við lyklun sem mun væntanlega hafa í för með sér bætta upplýsinga- heimt við tölvuvæðingu efnisorða. Heistu tegundir efnisorðaskráa Þegar talað er urn efnislyklun er jafnan greint á milli tveggja meginaðferða eftir því hvort eftirfarandi lyklunar- mála er notað (sbr. Piternick, 1990, s. 399): 1) Efnisorðaskrár með stöðluðum orðaforða (e. con- trolled vocabulary). Sá orðaforði sem nota má við lyklun er fyrirfram ákveðinn og bundinn ákveðnum hugtökum og reglum um meðferð þeirra. 2) Efnisorðaskrár með frjálsum orðaforða (e. uncon- 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.