Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 39

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 39
Úr lestrarsal Háskólabókasafns þar sem nú er afgreiðsla safnsins. Kennsla í bókasafnsfræði Kennsla í bókasafnsfræði við heimspekideild Háskóla Is- lands var staðfest með ráð- herrabréfi þann 5. janúar 1958. Kennslan hófst rúmum áratug eftir að Björn Sigfússon fór að starfa við Háskólabókasafn. Hann lýsir upphafinu þannig: „Kennsla í bókasafns- fræðum hófst án þess að ég vissi af því. Þar sem enginn annar fastur starfsmaður var við safn- ið, leyfði háskólaráð mér að taka stúdenta, oft tvo í senn, á Dagsbrúnar- kaupi í vinnu við einföld verk, og til þess að það færi vel úr hendi þurfti ég vitanlega að segja þeim til. Til þess að þessi innansafnsþjálfun hefði lítið eitt langsýnna markmið en hún hafði fengið, stakk ég upp á því við Heimspekideildina, að þeir fengju að taka BA-próf ..." (Páll Skúlason, 1974, s. 38). Það sem olli því að Björn vildi fá bókasafnsfræði kennda við Háskóla Islands var eftirfarandi: „1. Vitneskjan um meinlegt kunnáttuleysi mitt og nær allra íslenskra bókavarða og fræðinga, staddra í kröfufrekri, langsóttri nýtingu prentmálsheimilda. Þetta starfskröfusjónarmið leiddi m.a. af sér að flestir fyrstu nemendurnir fóru í þetta nám sem hjáverk frá öðru námi því þeir voru á leið til meist- ara- eða cand.mag.-prófs í aðalgrein sinni en í óvissu hvaða stofnunum þeir kynnu að þjóna seinna á ævi. 2. íslenska minnimáttarkenndin að eiga hér ekki bókavarðastétt, né neitt sem gæti kallast miðsafn, hæft fyrir akademíska notkun þótt afskekkta fræðisafnið á Hverfisgötu hafi fullan rétt á sams- konar stolti og hlutverki og t.d. fræga Vísindafé- lagssafnið í Þrándheimi (í Kálfskinni 47) hefur í tvær aldir haft. 3. Þriðja orsök þess að háskólarektor útvegaði ráð- herrabréf, sent 5. janúar 1958 (munnlega ráðið fyrr), um upptöku bókasafnsfræðinnar sem lög- mætrar BA-prófgreinar við Háskólann, var sú vitneskja rektors og mín að straumur stúdenta til Háskólans yrði það mikill á 7. tugnum og síðan, að fjölgun hagnýtra og viðráðanlegra prófgreina væri strax tímabær. Þorkell Jóhannesson rektor vissi að fjármálaráðuneyti mundi fyrst um sinn neita um fjölgun á kennurum til nýrra greina og meirihluti prófessora mundi, ef aðspurður væri, setj a ótal aðr- ar prófgreinar í fyrirrúm fyrir bókavörðum. Tók ég því kennsluna að mér ókeypis en Ólafur Hjartar, B.A., fékk víst úr sjóði háskólans einhver stunda- kennslulaun.“ (Björn Sigfússon, nóvember 1990). Björn var mikill stuðningsmaður um byggingu þjóðar- bókhlöðu eins og fram kemur í viðtali við hann: „Ég hef trú á því að hið nýja hús muni gera þjónustu við Háskólann og aðrar vísindastofnanir auðveld- ari. Hið sameiginlega vísindabókasafn, sem í þjóð- arbókhlöðunni skal vera, þarf ég ekki að skýra, það verður miðstöð og móðir allra rannsóknarbóka- safna í Reykjavík og víðar.“ (Páll Skúlason, 1974, s. 38). Kennarastaða Björn Sigfússon hafði aðra menntun en bókasafnsfræði en hafði hins vegar aflað sér þekkingar á greininni. Má því spyrja hvers vegna hann var ráðinn kennari í þeirri grein. Hann segir sjálfur þannig frá: „Dómnefnd í heimspekideild hafði ekki alls fyrir löngu veitt mér viðurkenning þess að ég mundi hæfur til að gegna embætti prófessors í Islandssögu fyrri alda. Ég hafði kennarapróf frá 1928 og fékk slitrótta reynslu sem kennari í framhaldsskólum, stundum prófdómari. Við aðra launaatvinnu, svo sem ræðuskriftir í Alþingi flesta vetur 1929-1945, hafði égkynnst áyfirborði þjóðfélaginu, sem bóka- verðir eiga að lenda í þjónustu fyrir, eftir námið.“ (Björn Sigfússon, nóvember 1990). Eftir að Björn tók við embætti háskólabókavarðar hafði hann lagt augljósa rækt við að auka hæfni sína í starfi. Farið í tvær utanferðir til að kynna sér bókasöfn og fyrir- komulag þeirra. Fyrsta árangur þessa mátti sjá í samein- ingu deildasafnanna og í riti hans Bókasafnsrit I. Mynd- unar- og skrdningarstörf. Afgreiðsla — bókaval (1952) sem er handbók í bókasafnsfræði sem hann samdi ásamt Ólafi Hjartar. Ritið fjallar um skráningu og stafrófsröð, flokkun (Dewey-kerfið) og efnisorðaskrá. Einnig er lítil- lega fjallað um bókaval og afgreiðslu útlána. Umræður spunnust um kennsluna í bókasafnsfræði og fyrirkomulag hennar og í bréfi sem Björn skrifaði há- skólaráði í janúar 1956 má sjá að hann vill styrkja stöðu háskólabókavarðar með þeirri kennslu sem þá hafði stað- ið yfir í nokkur misseri. I bréfi þessu segir hann: „... ég leita fastlega á það við hið virðulega háskóla- ráð, að í háskólalögum 1956 verði aukinn réttur og 39

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.