Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 3

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 3
ISSN 0257-6775 BÓKASAFNIÐ 16. árgangur 1992 Efni blaðsins: 4 Bókasafn Norræna hússins Guðrún Magnúsdóttir 7 Ameríska bókasafnið Gísli Ragnarsson 9 Almenningsbókasafnið (Naval Air Station Library) á Kefíavíkurflugvelli Óskar Guðjónsson 11 Þýska bókasafnið Lotte Gestsson 12 Bókasafn Alliance Franqaise íReykjavík Franqoise Pérés 13 Efnisgreining gagna og heimildaleitir í tölvuumhverfi Þórdís T. Þórarinsdóttir 17 Upplýsingaöfíun í heilbrigðisfræðum Sólveig Þorsteinsdóttir 20 Barnabækur - yfirlit áranna 1990 og 1991 Helga K. Einarsdóttir 25 Skyggnst inn um skjái á Kapítolhæð - frásögn af níu mánaða námsdvöl við Library of Congress Guðrún Karlsdóttir 30 Þjónustumiðstöð bókasafna Dögg Hringsdóttir 33 Skráning loftmynda og notkun örfilma í loftmyndasafni Landmælinga Islands Þorvaldur Bragason 37 Dr. Björn Sigfússon og bókasafnsfræðin Steinunn S. Ingólfsdóttir 42 ISBN - Alþjóðlega bóknúmerakerfið Regína Eiríksdóttir 47 Framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræði erlendis Ásgerður Kjartansdóttir og Karítas Kvaran 49 Framhaldsnám í upplýsinga- og tölvufræðum við Statens bibliotek- og informasjonshögskole / Osló 1985-1987 Andrea Jóhannsdóttir 50 Meistaraprófsnám í bókasafns- og upplýsingafræði við McGill háskólann í Kanada 1988-1989 Hildur G. Eyþórsdóttir 52 Nýtt safn opnað á Höfn Gísli Sverrir Árnason 54 Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi Rósa Traustadóttir 55 Bókavörðurinn og ræningjarnir Margaret Mahy 59 Efnisskrá yfir B.A. ritgerðir og verkefni bókasafnsfræðinga útskrifuðum frá Háskóla íslands 1964-1989 Guðjón Jensson 69 Bókarýni 72 Afgreiðslutími safna apríl 1992 Frá ritnefnd Efni Bókasafnsins er mjög fjölbreytt að þessu sinni. Ánægjulegt er til þess að vita að bókaverðir eru tilbúnir að skrifa í blaðið enda á það að vera vettvangur skoðanaskipta og fræðilegrar umræðu í faginu. Eflaust gera margir sér ekki grein fyrir þeirri safnastarfsemi sem kostuð er af erlendum ríkjum hér á landi en í blaðinu er sagt frá starfsemi þessara bókasafna. Þau eru flest opin almenningi og þar með íslenskum bókavörðum. Við kynnumst einnig starfsemi Þjón- ustumiðstöðvar bókasafna og loftmyndasafns Landmælinga Islands. Fjallað er um upplýsingaöflun í heilbrigðisfræðum, Alþjóðlega bóknúmerakerfið og barnabókaútgáfu áranna 1990 og 1991. Mörg íslensk bókasöfn hafa nú tölvuvætt starfsemi sína og er efnisorðagjöf brýnt viðfangsefni í söfnum. í blaðinu er fjallað um efnisgreiningu gagna og hvernig efnisorð nýtast við heimildaleitir í tölvu. Við lítum aðeins til útlanda og kynnumst starfsemi og nám- skeiðahaldi Bandaríska þingbókasafnsins. Fjallað er um framhalds- nám í bókasafns- og upplýsingafræði erlendis og tveir bókasafns- fræðingar segja frá reynslu sinni af framhaldsnámi í Noregi og Kanada. í blaðinu birtist einnig skemmtileg smásaga í ýkjustíl eftir bókasafnsfræðing frá Nýja Sjálandi. í blaðinu er að finna tvö verkefni sem unnin voru af nemendum í bókasafns- og upplýsingafræði. Kennarar höfðu samband við rit- nefnd og óskuðu eftir að þessi verkefni yrðu birt enda áhugaverð. Um er að ræða efnisskrá yfir BA ritgerðir og verkefni bókasafns- fræðinga og ritgerð um Dr. Björn Sigfússon og kennslu í bókasafns- fræði. Er vel við hæfi að minnast Dr. Björns sem lést á síðastliðnu ári. Dr. Björn mótaði kennslu í bókasafnsfræði frá upphafi af mikilli visku og framsýni og fyrir það vilja íslenskir bókaverðir þakka. Mars 1992 Ásgerður Kjartansdóttir Utgefendur / Publishers: Bókavarðafélag Islands The Icelandic Library Association Félag bókasafnsfræðinga The Association of Professional Librarians Bókafulltrúi ríkisins The Director of Public and School Libraries Heimilisfang / Address: Bókasafnið Þjónustumiðstöð bókasafna Austurströnd 12 170 Seltjarnarnes Ritnefnd / Editorial Board: Ásgerður Kjartansdóttir, ritstj. og ábm. Auður Gestsdóttir Einar Orn Lárusson Gunnhildur Loftsdóttir, ritari Karítas Kvaran Þóra Óskarsdóttir, gjaldkeri Prentvinnsla: G. Ben. Prentstofa hf. Forsíðan sýnir myndskreytingu Sigrúnar Eldjárn við ljóð bróður síns Þórarins, Bókagleypir. Ljóðið birtist í ljóða- bók Þórarins Óðfluga sem Forlagið gaf út 1991. Höfundar heimiluðu birtingu án endurgjalds og er þeim hér með þakkað. 3

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.