Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 28
Thomas Jefferson byggingin, elsta og ein fegursta bygging Library of Congress í miðborg Washington D.C. þessu tagi er þrenns konar; CRS Issue Brief (IB), CRS Info Pack (IP) og CRS Reportfor Congress (RCO). Einn- ig er reglulega gefin út skrá um útgáfuna, Guide to CRS Products. Auk stjórnarprents og hvers kyns handbóka er mikið stuðst við úrklippusöfn sem vel er haldið við, einnig tilvís- anaskrár með útdráttum á geisladiskum og tölvulykla safnsins að greinum í blöðum og tímaritum. Aðeins í fáum tilvikum er leitað í gagnagrunnum utan safnsins. Gert er betur við CRD/CRS en nokkra aðra deild í safninu enda eru kröfurnar líklega mestar þar vegna nálægðarinnar við þingmenn. Þótt safnið hafi bæði stóra tækniþróunardeild (Integrated Technical Services, ITS) og tölvuþjónustu- deild (APLO) þá hefur CRD/CRS komið sér upp marg- víslegum hugbúnaði og tækni sem þróuð er eftir hendinni af einstaklingum í deildinni á skakk og skjön við heildar- stefnu safnsins. Þeir mega hreinlega ekki vera að því að bíða eftir hinni fullkomnu lausn. Sumum finnst að þarna sé um tvíverknað og bruðl á peningum og orku að ræða. Um það má endalaust deila. I safninu er einnig höfundar- réttardeild (Copyright Office, CO) þar sem eingöngu er fengist við leyfisveitingar og gjaldtöku vegna skráningar höfundarréttar á hug- og handverkum. CO og FRD eru einna fjarskyldastar annarri starfsemi LC og ekki er al- gengt að fyrirhitta slíkar deildir í söfnum. Helstu önnur sérsöfn og safndeildir LC eru lagabóka- safnið (Law Library) og landfræði- og kortadeildin (Geography and Map Division) en þessar tvær deildir eru taldar hýsa besta og alþjóðlegasta safnkost í heimi hvor á sínu sviði. Kvikmynda-, víðvarps- og hljóðritasafnið (Motion Picture, Broadcasting and Recorded Sound Div- ision) á m.a. eintök af mörgum fyrstu kvikmyndum sem framleiddar voru. Prentmynda og ljósmyndadeildin (Print and Photographs Division) er gríðarstór, með yfir tíu milljónir safngripa. Ameríska þjóðháttamiðstöðin (American Folklife Center) safnar munnlegum frásögn- um innfæddra Bandaríkjamanna, tekur einnig upp hefð- bundna/einkennandi tónlist hinna ýmsu þjóðflokka í Bandríkjunum og reynir að varðveita alþýðumenningu þjóðarinnar hvaðan sem hún er komin. Miðstöð bókar- innar (Center of the Book) nefnist ein nýjasta deild safns- ins og er hlutverk hennar að ýta undir lestur/lestrarhneigð barna og unglinga. Sú deild stóð m.a. fyrir „ári lesandans“ fyrir nokkrum árum og hefur einnig staðið að sjónvarps- dagskrá fyrir börn og fullorðna. Þjónustudeild við blinda og fatlaða (National Library Service for the Blind and Handicapped) er söfnunar-, framleiðslu- og dreifingarmiðstöð fyrir blindraleturs- bækur og hljóðbækur og sér einnig sjónskertum fyrir tækjum. Þessi deild er staðsett utan safnakjarnans á Kapít- ólhæð og er mjög sjálfstæð. Viðgerðar- og varðveisludeild LC (Preservation and Conservation Office) hefur áður verið nefnd, þar er rekið verkstæði og rannsóknastofa þar sem frumrannsóknir á pappír, filmum og segulmiðlum fara fram, ennfremur afsýring, öskjugerð og fleira er teng- ist forvörnum og varðveislu safnefnis. Tónlistardeildin 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.