Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 47

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 47
Ásgerður Kjartansdóttir og Karítas Kvaran deildarstjórar, Upplýsingastofu um nám erlendis, Háskóla Islands Framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræði erlendis Um 200 manns hér á landi hafa lokið prófi í bóka- safns- og upplýsingafræði. Einstaklingar með þessa menntun eru ráðnir í ýmis störf sem tengjast upp- lýsingaþjónustu, skipulagningu og miðlun upplýsinga, auk hinna hefðbundnu starfa á bókasöfnum. Ahugi á framhaldsnámi í greininni er vaxandi og því fannst okkur starfsmönnum Upplýsingastofu um nám erlendis vel við hæfi að segja lítillega frá framhaldsnámi í faginu í nokkr- urn af þeini löndum sem Islendingar sækja helst til. Danmörk Bókasafnsfræði er kennd á tveimur stöðum í Dan- mörku. í Danmarks Biblioteksskole í Kaupmannahöfn og Álaborg. Boðið er upp á framhaldsnám (kandidatspróf) í báðum skólunum. Námstími er tvö ár. Helstu kennslu- greinar eru upplýsingafræði og kenningar um upplýsinga- miðlun, rannsóknaraðferðir, tölfræðileg greining, upp- lýsingastjórnun, ákvarðanataka, upplýsingar til stjórn- enda, upplýsingatækni, markaðssetning og fjármál. Einnig er fjallað um þróun í lyklun, hönnun upplýsinga- kerfa, notendaþjálfun og aðferðafræði. Síðustu önninni er varið í vinnu við lokaverkefni. Hægt er að taka námið á 4 árum sem „hluta-nám“ og er það ætlað fyrir þá sem eru í starfi. Framhaldsnámið er ætlað þeim sem lokið hafa námi í bókasafnsfræði eða öðru námi á háskólastigi sem viður- kennt er af bókavarðaskólunum. Heimilisföng skólanna: Danmarks Biblioteksskole, Birketinget 6, 2300 Kobenhavn S og Danmarks Biblio- teksskole, Langagervej 4, 9220 Aalborg. Finnland í Finnlandi er hægt að stunda framhaldsnám við tvo skóla, við Ábo Akademi og Tampere Universitet. Á báð- um stöðunum er hægt að taka bókasafnsfræði sem fram- haldsnám til licentiatsprófs og doktorsprófs. Við skólann í Tampere er mögulegt að byggja framhaldsnámið ofan á annað óskylt nám. Þar er áhersla lögð á kennslu og rann- sóknir á sviði upplýsingaleitar og upplýsingastjórnunar. í Ábo er kennt á sænsku og þar er áherslan lögð á stjórnun bókasafna og upplýsingastjórnun. Heimilisföng: Tampere Universitet, Institutionen för bibliotekvetenskap och informatik, P.O. Box 607, 33101 Tampere. Ábo Akademi, Institutionen för biblioteksvet- enskap och informatik, Henriksgatan 9, 20500 Ábo. Noregur Framhaldsnám í bókasafnsfræði er í boði við Statens bibliotek- og informasjonshögskole í Oslo. Mikil áhersla er lögð á tölvufræði í þessu námi sem tekur tvö ár. Forrit- unarmálið Turbo Pascal er kynnt ítarlega. Einnig er lögð áhersla á aðferðafræði, upplýsingaleitir og gagnagrunns- fræði. Á hverri önn þurfa nemendur að skila verkefni áður en þeir fara í próf. Lokaverkefni er unnið á síðustu önn. (Sjá nánari umfjöllun í grein eftir Andreu Jóhannsdóttur). Heimilisfang: Statens bibliotek- og informasjonshög- skole, Dælenenggt. 26, 0567 Oslo 5. Bandaríkin Framhaldsnám í bókasafnsfræði er hægt að taka við um 96 háskóla og af þeim eru 52 sem bjóða upp á nám sem er viðurkennt af Bandarísku bókavarðasamtökunum. Af þessum 52 skólum bjóða 38 upp á doktorsnám og/eða „certificate of advanced studies" sem er til viðbótar við mastersgráðu. Heitin á prófgráðum eru mismunandi eftir skólum og fundust um 10 afbrigði. Algengust er líklega MLS gráðan (Master of Library Science). Ymist er um að ræða nám sem er byggt ofan á annað óskylt nám eða nám sem er framhald af BA gráðu í bókasafnsfræði. Eftirfar- andi skólar eru viðurkenndir af Bandarísku bókavarða- samtökunum: Norb-austurríkin: Catholic University of America, Washington D.C. Clarion University of Pennsylvania Drexel University, Philadelphia University of Maryland State University of New York, Albany State University of New York at Buffalo University of Pittsburgh Pratt Institute, Brooklyn, New York Queens College, City University of New York University of Rhode Island Rutgers University, New Jersey St. John’s University, Jamaica, New York Simmons College, Boston Southern Connecticut State University, New Haven Syracuse University, New York Suð-austurríkin: University of Alabama Clark Atlanta University Florida State University, Tallahasse University of Kentucky Louisiana State University University of North Carolina, Chapel Hill University of North Carolina at Greensboro North Carolina Central University, Durham University of Puerto Rico University of South Carolina, Columbia University of South Florida, Tampa University of Southern Mississippi University of Tennessee, Knoxville 47

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.