Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Side 25

Bókasafnið - 01.04.1992, Side 25
Guðrún Karlsdóttir deildarstjóri, Háskólabókasafni Skyggnst inn um skjái á Kapítólhæð — frásögn af níu mánaða námsdvöl við Library of Congress Stjórnunarnám — þróun ogþátttaka Frá því árið 1968 hefur Library of Congress (LC) rekið eigið fræðslukerfi, svonefnt Intern Program (IP). Fyrstu árin var aðeins um þriggja mánaða námskeið að ræða, síðar var námstíminn lengdur í fjóra og svo sex rnánuði og námsefnið gert fjölbreytilegra. I fyrstu var megintilgangurinn að veita hæfum einstaklingum innan safnsins fræðslu í almennri stjórnun og bókasafnsrekstri, draga athygli þeirra að hlutverki safnsins og vandamálum, sérstöðu þess, ennfremur tengslum við önnur söfn og forystu í safnasamfélaginu. Safnið er löngu orðið svo stórt að erfitt er að fá sannferðuga yfirsýn yfir það, einnig fyrir þá sem þar hafa unnið árum saman. Með þessu nýja fræðslukerfi elur LC upp stjórnendur með heildaryfirsýn og þekkingu á safnrekstrinum innan lands sem utan. Um tíu til fjórtán manns hafa notið þessarar fræðslu árlega, langflestir eru nú í lykilstöðum í safninu en fáeinir vinna annars staðar. Alls vorum við þrettán árið 1990-1991. Argangurinn næstur á undan mínum, þ.e. 1989-1990, var sá fyrsti sem gekkst undir níu mánaða IP og það ár voru erlendir bókaverðir meðal þátttakenda í fyrsta sinn. Inntökuskilyrði miðast við framhaldsgráðu í bókasafns- fræði, MA eða sambærilega gráðu, jafnframt þurfa um- sækjendur að hafa a.m.k. þriggja ára reynslu af stjórnun- arstörfum og vera starfandi í þjóðbókasafni eða stóru rannsóknabókasafni. Beðið er um umsagnir og þurfa er- lendir IP umsækjendur einnig að leggja fram meðmæli landsbókavarðar í sínu þjóðlandi. Alls hafa níu útlending- ar verið teknir í IP frá jafnmörgum löndum, þ.e. þrír á ári. Auk IP rekur LC ýmis konar námskeiðahald af skemmra tagi en þar fyrir utan er talsvert um „interns" í lengra eða skemmra einstaklingsbundnu sérnámi og vinnuþjálfun. IP hefur þá sérstöðu að það er eina langtímanámið sem skipulagt er fyrir hóp. Frá dvölinni við Library of Congress gæti ég sagt á ýmsan veg. Af rnörgu er að taka og flest leitar það nokkuð jafnt á þegar horft er um öxl. Mér finnst, svona eftir á að hyggja, að ég hafi lent í dálitlu ævintýri sem um skeið varð að ofur sjálfsögðum raunveruleika eins og reyndar allt annað sem við upplifum á lífsleiðinni. Um þetta víðfræga safn hafa verið skrifaðar fjölmargar greinar og bækur, frá ýmsum sjónarhornum, og flestir sem við bókasöfn starfa hafa einhvern tímann á ævinni heyrt eða lesið sitthvað um sögu safnsins og starfsemi þess. Ég og félagar mínir höfum vonandi vaxið að stjórnvisku þennan vetur en auk þess höfðum við tækifæri til að kynnast mönnum og málefnum LC betur en þorri starfsmanna í safninu á nokkurn tíma kost á. Ég ætla því fyrst og fremst að lýsa hér mínum eigin persónulegu kynnum af því sem efst var á baugi ásamt námsskipulaginu þótt eitthvað fleira fái að fljóta með samhengisins vegna. Kennslan fór að mestu fram í nýjustu byggingu LC, James Madison Memorial byggingunni (LM), sem tekin var í notkun árið 1980. Eldri safnahúsin tvö, Thomas Jefferson byggingin (LJ) frá 1897 og John Adams bygg- ingin (LA) frá 1939, eru hinurn megin við Independence Street í nábýli við þinghúsið og hæstarétt Bandaríkjanna og standa allar þessar byggingar á Kapítólhæð sem rís yfir miðborg Washington. LC hefur bækistöðvar mun víðar en í þessum þremur byggingum, bæði er þar um að ræða geymslusöfn og margvíslega starfsemi og sjálfstæðar deildir sem hýstar eru á ýmsum stöðum í Washington- borg og úti í Maryland. Sjálft safnið Library of Congress er, eins og flestir bókaverðir vita, mun eldra en elsta bygging þess á þessu svæði. Safnið var upphaflega stofn- sett sem bókasafn Bandaríkjaþings (Congress) í New York árið 1800 og á því tvö hundruð ára afmæli um næstu aldamót. Auk þess frumhlutverks að þjóna sem þing- bókasafn hefur safnið gegnt hlutverki ríkisbókasafns Bandaríkjanna um langa hríð og vegna mjög svo alþjóð- legrar söfnunarstefnu hefur vöxtur þess verið gífurlegur. Það er því ofan á annað eitt stærsta bókasafn í heimi með hátt í 100 milljónir safngagna. Til gamans má geta þess hér að daglegur safnauki nemur að meðaltali meira en sex þúsundum gagna. Fágætisdeildin ein saman er rnilli sex og sjö hundruð þúsund bindi, þ.e. að stærðinni til er hún ekki ósambærileg þjóðarbókhlöðusöfnunum hér sameinuð- um. Library of Congress er leiðandi á mörgum sviðum, telur sig raunar leiðandi á flestum sviðum. Þaðan er t.d. upprunnið marksniðið sem kom af stað tölvubyltingu í bókasöfnum. Safnið rekur umsvifamikla efnarannsókna- stofu í tengslum við varðveislu efnis og þar dveljast oft langdvölum sérfræðingar alls staðar að úr heiminum við nám og snúa að því loknu til heimalandsins/heimasafnsins með sérþekkingu á þessu sviði, fræðilega og verklega. Margt fleira mætti nefna sem LC hefur haft sporgöngu um en ekki verður farið frekar út í þá sálma hér. Starfsmenn eru stoltir af að vinna fyrir safnið og safnið setur metnað sinn í að vera veitandi í bókasafnsheiminum. Launin þar eru heldur ekki til að kvarta yfir. Störf á þessum nær 5000 manna vinnustað eru fjölbreytilegri en í nokkru öðru safni og sérhæfing mikil. Ymis konar námskeiðahald er ávallt í gangi fyrir starfsmenn safnsins og geta þeir sótt þau í vinnutíma, einnig margvíslegt félagsstarf sem meðal ann- ars er rækt á hádegisverðarfundum. Fyrstu kynni En nú ætla ég að víkja nokkuð að fyrstu kynnum mín- urn af staðnum. Fyrsta daginn voru teknar myndir af okkur sem aðkomin vorum og við fengum síðan LC- passa svo að við gætum farið allra okkar ferða um safna- húsin þrjú hindrunarlaust og einnig komist klakklaust í ýmsar aðrar opinberar stofnanir sem takmarkaður að- gangur var að, svo sem innanhússpósthús sem staðsett er í einni af stjórnarbyggingunum, matstaði sem aðeins eru ætlaðir starfsmönnum stjórnarinnar o.s.frv. Unnt er að komast eftir jarðgöngum í flesta þessa staði og getur það 25

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.